Mega skoða síma vegna rannsóknar á andláti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 12:08 Lögreglan rannsakar andlát manns og fær nú aðgang að síma félaga mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur heimilað lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka síma og innihald hans í tengslum við rannsókn á andláti. Þann 3. nóvember síðastliðinn fékk lögreglan tilkynningu um meðvitundarlausan einstakling. Endurlífgunartilraunur báru ekki árangur. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að strax á vettvangi hafi vaknað grunur um að maðurinn hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna. Fjórir voru handteknir á vettvangi vegna rannsóknar málsins, þar á meðal eigandi umrædds síma sem lögregla lagði hald á. Segist hafa sprautað hinn látna með amfetamíni til að hressa hann við Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að reyna að upplýsa hvað hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Telur lögregla ljóst að sá sem lést hafi komið, ásamt eiganda símans, á staðinn þar sem hann lést kvöldið áður. Hann hafi þá þegar verið í slæmu ásigkomulagi. Illa hefur gengið hjá lögreglu að fá greinargóðar lýsingar á því hvað hafi átt sér stað umrætt kvöld frá þeim sem handteknir voru á staðnum. Eigandi símans hefur ekki viljað upplýsa um hvaðan hann og hinn látni komu, hvað þeir hafi gert áður umrætt kvöld eða hver hafi komið með þeim. Þó hefur eigandi símans upplýst lögreglu um að hann hafi haft áhyggjur af ástandi hins látna og því gripið til þess ráðs að sprauta hinn látna með amfetamíni í því skyni að reyna að hressa hann við. Lögregla telur mikilvægt að rannsaka efni símans, þar á meðal myndskeið eða hljóðupptökur, í því skyni að varpa ljósi á hvað átti sér stað umrætt kvöld. Einnig til að skoða hvort að eigandi símans eða sá sem lést hafi verið í sambandi við einhverja aðra um kvöldið. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þann 3. nóvember síðastliðinn fékk lögreglan tilkynningu um meðvitundarlausan einstakling. Endurlífgunartilraunur báru ekki árangur. Í úrskurði Landsréttar kemur fram að strax á vettvangi hafi vaknað grunur um að maðurinn hafi látist af völdum ofneyslu fíkniefna. Fjórir voru handteknir á vettvangi vegna rannsóknar málsins, þar á meðal eigandi umrædds síma sem lögregla lagði hald á. Segist hafa sprautað hinn látna með amfetamíni til að hressa hann við Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að reyna að upplýsa hvað hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Telur lögregla ljóst að sá sem lést hafi komið, ásamt eiganda símans, á staðinn þar sem hann lést kvöldið áður. Hann hafi þá þegar verið í slæmu ásigkomulagi. Illa hefur gengið hjá lögreglu að fá greinargóðar lýsingar á því hvað hafi átt sér stað umrætt kvöld frá þeim sem handteknir voru á staðnum. Eigandi símans hefur ekki viljað upplýsa um hvaðan hann og hinn látni komu, hvað þeir hafi gert áður umrætt kvöld eða hver hafi komið með þeim. Þó hefur eigandi símans upplýst lögreglu um að hann hafi haft áhyggjur af ástandi hins látna og því gripið til þess ráðs að sprauta hinn látna með amfetamíni í því skyni að reyna að hressa hann við. Lögregla telur mikilvægt að rannsaka efni símans, þar á meðal myndskeið eða hljóðupptökur, í því skyni að varpa ljósi á hvað átti sér stað umrætt kvöld. Einnig til að skoða hvort að eigandi símans eða sá sem lést hafi verið í sambandi við einhverja aðra um kvöldið.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira