„Fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur” Sunna Valgerðardóttir skrifar 16. desember 2021 12:07 Þórólfur segir hinar Norðurlandaþjóðirnar vera að búa sig undir erfiðar vikur framundan. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir faraldurinn enn á ný á greinilegri uppleið eftir smittölur gærdagsins. Delta afbrigðið er enn ráðandi hér, en spálíkan hinna Norðurlandanna gera ráð fyrir mjög erfiðum næstu vikum vegna útbreiðslu ómíkron. Óbólusettir, börn og fullorðnir, eru þau sem smitast helst hérlendis. 171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
171 smit greindist innanlands í gær, mesti fjöldi síðan 22. nóvember. Nú hafa meira en 20 þúsund manns greinst með veiruna á Íslandi frá því að faraldurinn byrjaði hér í lok febrúar 2020. 13 liggja á Landspítala með Covid-19, tveir á gjörgæslu. Núverandi aðgerðir eiga að gilda út 22. desember. Þær virðast þó duga skammt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að faraldur sé á hraðri uppleið. „Ég vona að við séum ekki að fara sömu leið og nágrannar okkar á Norðurlöndunum, þar sem hann í miklum veldisvexti og þeir eru að lenda í miklum vandræðum,” segir Þórólfur. Mun harðari aðgerðir í Skandinavíu Hann undirstrikar að það séu mun harðari takmarkanir víða í kring um okkur heldur en hér. Og endalaus dæmi séu um að fólk fari einfaldlega ekki eftir reglum. Með þessum afleiðingum. „Ég held að það sé fyllsta ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu. Það eru ekkert voðalega margir sem liggja inni á sjúkrahúsi, en spítalinn er í erfiðri aðstöðu og það getur breyst mjög hratt.” Smitin hér eru langflest delta-afbrigði veirunnar, meðal óbólusettra barna og fullorðinna. Um 50 ómíkron tilfelli hafa greinst hér enn sem komið er. „Ég held að það sé líka holt að horfa á spálíkan frá hinum Norðurlöndunum. Þau eru að spá mjög mikilli útbreiðslu og mjög erfiðri stöðu næstu vikurnar. Og þá sérstaklega vegna ómikron, sem er miklu meira smitandi virðist vera heldur en delta afbrigðið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40 Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43 Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
171 greindist með kórónuveiruna í gær 171 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst innanlands með veiruna frá 22. nóvember. Þau tímamót urðu í gær að 20 þúsund manns hafa nú greinst með kórónuveiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. 16. desember 2021 10:40
Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. 15. desember 2021 12:43
Sá sem dó var fullbólusettur Sá sem lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum á föstudaginn var fullbólusettur. Hann var á áttræðisaldri en ekki er vitað hvaða afbrigði kórónuveirunnar hann smitaðist af. Frá upphafi faraldursins hafa 36 látist vegna Covid-19 hér á landi. 14. desember 2021 17:56