Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 20:15 Barcelona ætlar sér að ráðast í endurbætur á Camp Nou. vísir/getty Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira