Heilsugæslan bregst við ábendingum umboðsmanns um sýnatöku á börnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2022 19:12 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur brugðist við ábendingum sem bárust frá umboðsmanni barna vegna framkvæmdar PCR-sýnatöku á börnum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna sendi forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu bréf fyrir helgi þar sem fram kemur að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Kvartað er undan því að ung börn þurfi oft að bíða í mjög löngum biðröðum eftir sýnatöku. Þá segir að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum þeirra. Auk þess sem þeir starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi ekki fengið þjálfun í samskiptum við börn. Forstjóri heilsugæslunnar segir að verið sé að vinna í því að bregðast við þessum ábendingum. „Í sambandi við það að hafa fagaðila þá höfum við alltaf okkar reyndasta fólk til þess að taka sýni úr börnum. Svo erum við með aðstöðu þar sem hægt er að fara með börn og taka sýni úr þeim þannig að þau þurfi ekki að vera innan um aðra, sá möguleiki er fyrir hendi og það er hægt að nýta hann betur,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá stendur til þess að tryggja að börn standi ekki lengi í biðröð. „Það er sérstaklega gert núna að við erum með einn til tvo aðila sem eru utan húss þegar það er biðröð og þá sækjum við börnin og bjóðum þeim að koma fyrir framan. Sérstaklega yngri börnin. En við erum fyrst að vinna í því að það verði ekki biðröð eins og sést hérna núna núna. Það er með breyttu skipulagi innan húss þá eru biðraðirnar mjög litlar þrátt fyrir að mörg sýni séu tekin.“ Þannig að á næstu dögum má maður sjá minni raðir? „Já það er algjörlega okkar markmið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna sendi forstjóra heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu bréf fyrir helgi þar sem fram kemur að umboðsmanni hafi borist fjölmargar ábendingar varðandi framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Kvartað er undan því að ung börn þurfi oft að bíða í mjög löngum biðröðum eftir sýnatöku. Þá segir að umhverfið á Suðurlandsbraut sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum þeirra. Auk þess sem þeir starfsmenn sem taki sýni af börnum séu ekki heilbrigðisstarfsmenn og hafi ekki fengið þjálfun í samskiptum við börn. Forstjóri heilsugæslunnar segir að verið sé að vinna í því að bregðast við þessum ábendingum. „Í sambandi við það að hafa fagaðila þá höfum við alltaf okkar reyndasta fólk til þess að taka sýni úr börnum. Svo erum við með aðstöðu þar sem hægt er að fara með börn og taka sýni úr þeim þannig að þau þurfi ekki að vera innan um aðra, sá möguleiki er fyrir hendi og það er hægt að nýta hann betur,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá stendur til þess að tryggja að börn standi ekki lengi í biðröð. „Það er sérstaklega gert núna að við erum með einn til tvo aðila sem eru utan húss þegar það er biðröð og þá sækjum við börnin og bjóðum þeim að koma fyrir framan. Sérstaklega yngri börnin. En við erum fyrst að vinna í því að það verði ekki biðröð eins og sést hérna núna núna. Það er með breyttu skipulagi innan húss þá eru biðraðirnar mjög litlar þrátt fyrir að mörg sýni séu tekin.“ Þannig að á næstu dögum má maður sjá minni raðir? „Já það er algjörlega okkar markmið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Heilsugæsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira