Hvolsvöllur er að springa út – Byggt og byggt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. febrúar 2022 14:01 Miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað á Hvolsvelli enda er sveitarfélagið að springa út með mikilli fjölgun íbúa. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftirspurn eftir lóðum og nýju húsnæði á Hvolsvelli hefur aldrei verið eins mikil og nú. Byggt og byggt er á staðnum og ný íbúðarhverfi gerð klár, auk þess sem nokkrar nýjar verslanir hafa opnað. Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Hvolsvöllur, sem tilheyrir Rangárþingi eystra er eitt af þeim sveitarfélögum á Suðurlandi, sem er að springa út. Byggingaframkvæmdir eru í sögulegu hámarki og þá hefur sveitarstjórn varla undan við að skipuleggja ný íbúðahverfi. Lilja Einarsdóttir er sveitarstjóri Rangárþings eystra. „Okkur hefur fjölgað mjög hratt undanfarið, við erum alveg að ná tvö þúsund, það er gott. Hér eru líka að opna ný fyrirtæki eins og hársnyrtistofur, barnafataverslanir og hér er verið að byggja fullt af nýju atvinnuhúsnæði og það er heilmikil eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði, þannig að já, það er mjög blómlegt líf hér,“ segir Lilja. Þá er einnig verið að byggja nýjan leikskóla á Hvolsvelli, sem er stærsta einstaka verkefni sveitarfélagsins. „Við eigum hérna ný íbúðarhverfi, sem er nýbúið að deiliskipuleggja og við eigum eitthvað af lausum lóðum enn þá. Svo erum við náttúrulega með tilbúin skipulög þó það sé ekki búið að framkvæma gatnagerð, þannig að það er allt saman til reiðu og verður bara farið í jafn harðan,“ bætir Lilja við. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er mjög stolt af því hvað samfélagið á Hvolsvelli fer stækkandi og stækkandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir frábært að sjá hvað Hvolsvöllur er að stækka og hvað það er mikið líf á staðnum, það sé alls staðar verið að framkvæma eitthvað spennandi. „Já, það er svo skemmtilegt að hér flyst svo mikið af fjölskyldufólki. Við sjáum það að það er mikil ásókn hjá ungu fólki að komast út á land og njóta þess, sem landsbyggðin hefur upp á að bjóða þar sem það er aðeins minna stress og færri skutl og fleiri klukkutímar í sólarhringnum eins og við segjum. Við segjum bara velkomin heim þegar fólk vill flytja til okkar,“ segir stoltur sveitarstjóri Rangárþings eystra. Mikið af ungu fjölskyldufólki er að flytja á Hvolsvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira