Grunaður um að hafa nauðgað karlmanni á skemmtistað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 15:54 Meint brot áttu sér stað á salerni á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og nauðgun á salerni á skemmtistað einum í miðbæ Reykjavíkur í ágúst 2021. Þá er hann sakaður um brot gegn lögum um útlendinga fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum. Fram kemur í ákæru á hendur manninum að hann hafi ruðst inn á salerni á ónafngreindum skemmtistað í miðborginni aðfaranótt sunnudagsins 8. ágúst í fyrra. Þar hafi annar karlmaður verið staddur. Ákærði hafi dregið niður um hann buxur og nærbuxur og reynt að hafa endaþarmsmök við hann án hans samþykkis. Karlmaðurinn segist ítrekað hafa sagst ekki vilja þetta. Hann hafi reynt að ýta ákærða frá og þegar hann náði að ýta honum frá hafi ákærði farið niður á hnén og reynt að hafa munnmök við brotaþola sem náði að komast út af salerninu. Í öðrum ákærulið segir að ákærði hafi stuttu síðar farið á eftir karlmanninum inn á salernið, þrýst honum upp að vegg, dregið niður um hann buxur og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis. Brotaþoli segist ítrekað hafa tjáð ákærða að hann vildi þetta ekki og reynt að komast í burtu. Þegar honum hafi tekist það hafi ákærði tekið í hönd hans, þvingað hann á hné og látið hann hafa við sig munnmök. Hann hafi ekki hætt því þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um auk þess sem hann hafi reynt að slá frá sér. Þá hafi ákærði fróað sér fyrir framan hann þar til brotaþoli hafi komist út af salerninu. Farið er fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir karlmanninn, brotaþola í málinu. Í þriðja lið ákærunnar kemur fram að ákærði sé grunaður um brot gegn lögum um útlendinga. Hann hafi við handtöku um nóttina haft í vörslum sínum falsað ökuskírteini með gildistíma frá 2019 til 2029 og sömuleiðis falsað kennivottorð með svipaðan gildistíma. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og er aðalmeðferð fyrirhuguð í mars. Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fram kemur í ákæru á hendur manninum að hann hafi ruðst inn á salerni á ónafngreindum skemmtistað í miðborginni aðfaranótt sunnudagsins 8. ágúst í fyrra. Þar hafi annar karlmaður verið staddur. Ákærði hafi dregið niður um hann buxur og nærbuxur og reynt að hafa endaþarmsmök við hann án hans samþykkis. Karlmaðurinn segist ítrekað hafa sagst ekki vilja þetta. Hann hafi reynt að ýta ákærða frá og þegar hann náði að ýta honum frá hafi ákærði farið niður á hnén og reynt að hafa munnmök við brotaþola sem náði að komast út af salerninu. Í öðrum ákærulið segir að ákærði hafi stuttu síðar farið á eftir karlmanninum inn á salernið, þrýst honum upp að vegg, dregið niður um hann buxur og haft við hann endaþarmsmök án hans samþykkis. Brotaþoli segist ítrekað hafa tjáð ákærða að hann vildi þetta ekki og reynt að komast í burtu. Þegar honum hafi tekist það hafi ákærði tekið í hönd hans, þvingað hann á hné og látið hann hafa við sig munnmök. Hann hafi ekki hætt því þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um auk þess sem hann hafi reynt að slá frá sér. Þá hafi ákærði fróað sér fyrir framan hann þar til brotaþoli hafi komist út af salerninu. Farið er fram á fimm milljónir króna í miskabætur fyrir karlmanninn, brotaþola í málinu. Í þriðja lið ákærunnar kemur fram að ákærði sé grunaður um brot gegn lögum um útlendinga. Hann hafi við handtöku um nóttina haft í vörslum sínum falsað ökuskírteini með gildistíma frá 2019 til 2029 og sömuleiðis falsað kennivottorð með svipaðan gildistíma. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og er aðalmeðferð fyrirhuguð í mars.
Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira