Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2022 12:05 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í nýlegri heimsókn til hermanna. EPA/Forsetaembætti Úkraínu Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. Gífurleg spenna er á svæðinu þar sem Rússar hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum að landamærum Úkraínu og ráðamenn í Atlantshafsbandalaginu hafa varað við því að Rússar gætu gert innrás í Úkraínu hvenær sem er. Þá hafa ráðamenn í Úkraínu og víðar varað við því að Rússar gætu notað einhvers konar atvik á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna sem átyllu til að gera innrás. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Vopnahlé var gert árið 2015 en eins og bent er á í frétt Reuters hefur Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu tilkynnti fjölda brota á vopnahléinu á degi hverjum. Sprengjum eins og þeim sem lentu við leikskólann er reglulega varpað í sitthvora áttina yfir víglínuna. Video from site of kindergarten shelling this morning. The kindergarten was on ukrainian controlled territory — so it clearly was not the ukr side doing the firing. pic.twitter.com/9YSkZrTfxU— Oliver Carroll (@olliecarroll) February 17, 2022 Rússar hafa veitt fjölmörgum íbúum á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna vegabréf og Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti nýverið ályktun um að Pútín viðurkenndi sjálfstæði þessara svæða í Úkraínu. Kreml hefur gefið í skyn að það standi ekki til. Ráðamenn í Rússlandi hafa sagst vera að fækka hermönnum við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu segjast ekki hafa séð ummerki þess. Þvert á móti segja Bandaríkjamenn að Rússar séu að senda sjö þúsund hermenn til viðbótar til landamæranna og að koma upp sjúkrahúsaðstöðu við landamærin. Varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á fundi í Brussel í gær. Þar komust þeir að þeirri niðurstöðu að auka varnir bandalagsins í ljós þess sem Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kallaði viðleitni Rússa til að grafa undan grunnstoðum evrópsk öryggis til áratuga. We face a crisis in European security. #Russia has made clear that it's prepared to contest fundamental principles of our security by using force. #NATO Ministers decided to develop options to further strengthen deterrence & defence. pic.twitter.com/CoGZTZs7cs— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 16, 2022 Snýst um framtíð Úkraínu Rússar hafa í stuttu máli sagt krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu og að aðildarlöndum í Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu. Þeim kröfum var fljótt hafnað. Vesturveldin svokölluðu hafa þó sagst tilbúin til viðræðna við Rússa um vopn og viðbúnað í Evrópu. Blaðamaður BBC spurði Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að því í morgun hvort Úkraínumenn væru tilbúnir til að sleppa tökum á draumnum um aðild að NATO vegna krafna Rússa. Forsetinn sagði þetta ekki snúast drauma. Úkraníumenn hafðu misst fimmtán þúsund manns. „Þetta snýst ekki um NATO. Þetta snýst um framtíð okkar fólks.“ Hann sagði deiluna snúast um sjálfstæði Úkraínu og rétt Úkraínumanna til að taka eigin ákvarðanir um framtíð ríkisins. I just asked President Zelensky whether Ukraine would be ready to compromise its ambition of joining Nato, given the high tensions. He told me: Ukraine needs security guarantees. Nato is ours. Our guarantee of not losing our independence. pic.twitter.com/X3mYeNF84l— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) February 17, 2022 Úkraína Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Gífurleg spenna er á svæðinu þar sem Rússar hafa komið fyrir um 150 þúsund hermönnum að landamærum Úkraínu og ráðamenn í Atlantshafsbandalaginu hafa varað við því að Rússar gætu gert innrás í Úkraínu hvenær sem er. Þá hafa ráðamenn í Úkraínu og víðar varað við því að Rússar gætu notað einhvers konar atvik á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna sem átyllu til að gera innrás. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Vopnahlé var gert árið 2015 en eins og bent er á í frétt Reuters hefur Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu tilkynnti fjölda brota á vopnahléinu á degi hverjum. Sprengjum eins og þeim sem lentu við leikskólann er reglulega varpað í sitthvora áttina yfir víglínuna. Video from site of kindergarten shelling this morning. The kindergarten was on ukrainian controlled territory — so it clearly was not the ukr side doing the firing. pic.twitter.com/9YSkZrTfxU— Oliver Carroll (@olliecarroll) February 17, 2022 Rússar hafa veitt fjölmörgum íbúum á yfirráðasvæðum aðskilnaðarsinna vegabréf og Dúman, neðri deild rússneska þingsins, samþykkti nýverið ályktun um að Pútín viðurkenndi sjálfstæði þessara svæða í Úkraínu. Kreml hefur gefið í skyn að það standi ekki til. Ráðamenn í Rússlandi hafa sagst vera að fækka hermönnum við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu segjast ekki hafa séð ummerki þess. Þvert á móti segja Bandaríkjamenn að Rússar séu að senda sjö þúsund hermenn til viðbótar til landamæranna og að koma upp sjúkrahúsaðstöðu við landamærin. Varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á fundi í Brussel í gær. Þar komust þeir að þeirri niðurstöðu að auka varnir bandalagsins í ljós þess sem Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, kallaði viðleitni Rússa til að grafa undan grunnstoðum evrópsk öryggis til áratuga. We face a crisis in European security. #Russia has made clear that it's prepared to contest fundamental principles of our security by using force. #NATO Ministers decided to develop options to further strengthen deterrence & defence. pic.twitter.com/CoGZTZs7cs— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) February 16, 2022 Snýst um framtíð Úkraínu Rússar hafa í stuttu máli sagt krafist þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu og að aðildarlöndum í Austur-Evrópu verði vísað úr bandalaginu. Þeim kröfum var fljótt hafnað. Vesturveldin svokölluðu hafa þó sagst tilbúin til viðræðna við Rússa um vopn og viðbúnað í Evrópu. Blaðamaður BBC spurði Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, að því í morgun hvort Úkraínumenn væru tilbúnir til að sleppa tökum á draumnum um aðild að NATO vegna krafna Rússa. Forsetinn sagði þetta ekki snúast drauma. Úkraníumenn hafðu misst fimmtán þúsund manns. „Þetta snýst ekki um NATO. Þetta snýst um framtíð okkar fólks.“ Hann sagði deiluna snúast um sjálfstæði Úkraínu og rétt Úkraínumanna til að taka eigin ákvarðanir um framtíð ríkisins. I just asked President Zelensky whether Ukraine would be ready to compromise its ambition of joining Nato, given the high tensions. He told me: Ukraine needs security guarantees. Nato is ours. Our guarantee of not losing our independence. pic.twitter.com/X3mYeNF84l— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) February 17, 2022
Úkraína Rússland NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00 Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Segja engin merki um að Rússar séu að draga sig til baka Háttsettur bandarískur embættismaður segir að fullyrðingar Rússa um að þeir hafi fækkað í herliði sínu við landamærin að Úkraínu séu rangar. 17. febrúar 2022 07:25
Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59
Glugginn til innrásar muni líklega lokast í þessari viku Prófessor við Háskóla Íslands segir enn mikla óvissu um stöðu Rússlands og Úkraínu þrátt fyrir nýjustu yfirlýsingar Rússa. Glugginn til innrásar muni að öllum líkindum lokast í þessari viku en Rússar muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tapa ekki stöðu sinni. 16. febrúar 2022 07:00
Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands eygja enn von á lausn Leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Rússlands segjast nú vongóðir um að hægt verði að leysa Úkraínudeiluna svokölluðu á diplómatískum grundvelli. 15. febrúar 2022 07:06