Komu til landsins í rauðri viðvörun og fara í appelsínugulri Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 21:01 Rachel Acosta og Chris Rodriguez frá Texas í Bandaríkjunum. Stöð 2 Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga. Hættustigi Veðurstofunnar var lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Tálknafirði í dag. Á annan tug íbúðarhúsa voru rýmd, og sæta sumir íbúanna því rýmingu í annað sinn á rúmum tveimur vikum. Appelsínugular og gular stormviðvaranir voru jafnframt í gildi yfir daginn í langflestum landshlutum. Veðrið olli víða rafmagnsleysi; til að mynda á Snæfellsnesi og víðar á Vesturlandi, auk þess sem eldingu sló niður í Sogslínu 2 og olli spennuhöggi á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. Þá sinntu björgunarsveitir hátt í hundrað verkefnum af ýmsu tagi um land allt en hér sjást björgunarsveitarmenn til að mynda losa fastan bíl á Mosfellsheiði. Þá olli óveðrið nokkuð víðtækum samgöngutruflunum. Opnað var aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut síðdegis en í millitíðinni sat fjöldi ferðamanna fastur á umferðarmiðstöð BSÍ. Rachel og Chris frá Texas mættu til landsins á þriðjudag, beint í rauða viðvörun. „Við rétt sáum sólina í fyrsta skipti í gær,“ sagði Chris í samtali við fréttastofu. Rachel bætir við: „Við erum frá Texas og þar getu verið býsna mikill veðurhamur en ég held að þetta slái því sennilega við. Við höfum ekki heimili hér til að leita skjóls og við erum upp á náð almenningssamgangna komin.“ Og mæðgum frá Iowa þótti nóg um er þær biðu eftir rútu í dag. „Við þurftum að standa í rigningunni og rokinu og halda okkur í ruslatunnu svo við fykjum ekki burt.“ Í Iowa, eins og á Íslandi, sé ætíð allra veðra von. „Við erum vanar þessu,“ segja mæðgurnar Cathy og Yashaira Padilla. Bandaríkin Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Hættustigi Veðurstofunnar var lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Tálknafirði í dag. Á annan tug íbúðarhúsa voru rýmd, og sæta sumir íbúanna því rýmingu í annað sinn á rúmum tveimur vikum. Appelsínugular og gular stormviðvaranir voru jafnframt í gildi yfir daginn í langflestum landshlutum. Veðrið olli víða rafmagnsleysi; til að mynda á Snæfellsnesi og víðar á Vesturlandi, auk þess sem eldingu sló niður í Sogslínu 2 og olli spennuhöggi á höfuðborgarsvæðinu síðdegis. Þá sinntu björgunarsveitir hátt í hundrað verkefnum af ýmsu tagi um land allt en hér sjást björgunarsveitarmenn til að mynda losa fastan bíl á Mosfellsheiði. Þá olli óveðrið nokkuð víðtækum samgöngutruflunum. Opnað var aftur fyrir umferð um Reykjanesbraut síðdegis en í millitíðinni sat fjöldi ferðamanna fastur á umferðarmiðstöð BSÍ. Rachel og Chris frá Texas mættu til landsins á þriðjudag, beint í rauða viðvörun. „Við rétt sáum sólina í fyrsta skipti í gær,“ sagði Chris í samtali við fréttastofu. Rachel bætir við: „Við erum frá Texas og þar getu verið býsna mikill veðurhamur en ég held að þetta slái því sennilega við. Við höfum ekki heimili hér til að leita skjóls og við erum upp á náð almenningssamgangna komin.“ Og mæðgum frá Iowa þótti nóg um er þær biðu eftir rútu í dag. „Við þurftum að standa í rigningunni og rokinu og halda okkur í ruslatunnu svo við fykjum ekki burt.“ Í Iowa, eins og á Íslandi, sé ætíð allra veðra von. „Við erum vanar þessu,“ segja mæðgurnar Cathy og Yashaira Padilla.
Bandaríkin Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira