„Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. mars 2022 07:00 Fv.: Olga Helena Ólafsdóttir og Eyrún Anna Tryggvadóttir hafa verið vinkonur frá því í 8.bekk og eiga og reka verslunina Von í Ármúla 40. Þær segja marga hafa varað þær við því að fara í rekstur með vinkonu en þær segja margt jákvætt fylgja því. Til dæmis þekkja þær styrkleika hvor annarrar mjög vel. Gallinn er helst sá að eiga erfitt með að vera ekki alltaf að tala um vinnuna, þegar þær hittast utan vinnu. Vísir/Vilhelm Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. „Við höfum verið bestu vinkonur síðan í 8.bekk. Þá mættumst við í Fylkisgöllunum á ganginum í Árbæjarskóla og urðum strax vinkonur,“ segir Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir bætir við: „Það var eins og við höfðum alltaf vitað að við myndum gera eitthvað saman í framtíðinni.“ Saman eiga Eyrún og Olga verslunina Von sem stofnuð var árið 2017. Það árið gáfu þær stöllur út bókina Minningar, en það er dagbók fyrir foreldra að skrá fallegar minningar um fyrsta æviár barna. Allt hófst þetta með hugmynd sem fæddist í fæðingarorlofi þeirra beggja en báðar eiga þær fimm ára syni og eins á Olga þriggja ára dóttur. Krafturinn alveg ótrúlegur Eyrún og Olga æfðu báðar fótbolta þegar þær voru í Árbæjarskólanum. Þaðan lá leiðin síðan í Menntaskólann við Sund (MS). Í MS voru þær vinkonurnar mjög virkar í mörgu. Til dæmis í félagslífinu, stýrðu ritnefndum, voru í skemmtinefnd og í ferðaráði. Við sáum þarna að við unnum ótrúlega vel saman. Höfum svipaða sýn, vinnukraft, metnað og orku. Við höfum oft lýst því þannig að við þurfum ekki kaffi þegar við tvær vinnum saman, krafturinn sem við gefum hvor annarri er ótrúlegur,“ segir Eyrún. Önnur í lögfræði, hin í markaðsfræði Eftir stúdent fór Olga í Lögfræði í Háskólanum í Reykjavík en Eyrún í viðskiptafræði. Eyrún fór síðan í meistaranám í markaðsfræði til Barcelona en Olga hóf meistaranám í lögfræði í HR. Stuttu eftir að Eyrún kemur frá Barcelona eignumst við báðar stráka í lok árs 2016 með tveggja mánaða bili. Þarna voru tvær bestu vinkonur, önnur viðskiptafræðingur, hin lögfræðingur, báðar í fæðingarorlofi og með metnaðinn til að gera eitthvað saman,“ segir Olga og bætir við: „Við hugsuðum mikið hvað tæki við eftir fæðingarorlofið.“ Eitt sinn voru þær í verslunarleiðangri saman að leita af fallegri bók til að skrásetja minningar og fleira frá þessu fyrsta æviári syni þeirra. En aldrei fundu þær bók sem þær voru nægilega ánægðar með. Úr varð að þær fóru sjálfar að kanna málið. Skoða og rannsaka hvað væri til, hvert úrvalið væri fyrir foreldra sem vildu skrásetja svona minningar. Eftir dágóða leit og rannsóknarvinnu, ákváðu þær stöllur að búa bara til sína eigin bók. „Við fórum heim opnuðum tölvuna og byrjuðum að skrifa,“ segir Eyrún. Að bókinni unnu þær í um eitt ár en í lok árs 2017 var hún loksins gefin út undir nafninu Minningar. Það var því í raun þessi bókaútgáfa sem varð til þess að þær stofnuðu verslunina Von. „Síðan bókin kom út höfum við bætt við mörgum æðislegum vörumerkjum, fatnaði úr lífrænni bómull, viðarleikföngum og fleiri barnavörum. Í dag erum við í fallegu verslunarrými í Ármúla 40 aðeins 4 árum seinna.“ Fv: Hér má sjá Olgu með son sinn Elmar Óla Andrason og Eyrúnu með son sinn Theodór Birki Hlynsson. Synirnir eru fimm ára í dag en hugmyndin að rekstrinum vaknaði hjá þeim vinkonum þegar þær voru saman í fæðingarorlofi. Fyrsta varan þeirra var dagbók fyrir foreldra til að skrá minningar um fyrsta æviár barna sinna. Í dag er verslunin þeirra með um 800 vörur í verslun staðsett í Ármúla 40. Að fara í rekstur er stórt verkefni Eyrún og Olga segir það frábæran stað að vera á, að geta unnið við það sem þú hefur ástríðu fyrir, verið að vinna fyrir sjálfan þig og um leið að skapa atvinnutækifæri fyrir aðra. Í rekstrinum upplifa þær frelsið til að vera skapandi, halda áfram að vaxa og dafna og leggja sig mikið fram við að vera alltaf að læra eitthvað nýtt og bæta við sig nýrri þekkingu. Þá sé það líka frábær tilfinning að fá myndir frá viðskiptavinum Vonar af börnunum þeirra vera að leika sér með leikföng frá Von eða klæðast fatnaði frá versluninni. „Margir viðskiptavinir sem hafa fylgt okkur frá upphafi og erum við ótrúlega þakklátar fyrir þann frábæran og traustan kúnnahóp sem hafa fylgt okkur frá byrjun og fer vaxandi ár eftir ár,“ segir Olga. Að fara í svona rekstur er hins vegar stórt og krefjandi verkefni. „Ég held að það sé misskilningur hjá mörgum að það að vera í eigin rekstri gefi þér meiri frítíma, að þú getir unnið minna og grætt meira. Hið rétta er að þegar þú ferð í rekstur þarft þú að vera tilbúinn að vinna á öllum stundum, alla daga, allt árið og verið launalaus jafnvel i nokkur ár til að byrja með,“ segir Eyrún. Olga lærði lögfræði í HR en Eyrún viðskiptafræði. Olga hóf meistaranám í lögfræði í HR en Eyrún fór í meistaranám til Barcelona í markaðsfræði. Í fæðingarorlofinu þeirra árið 2016 fengu þær hugmynd um að reyna að gera eitthvað saman. Að hefja rekstur er stór áskorun og kallar á mikla vinnu og fórnfýsi og þess vegna finnst þeim það hafa hjálpað mikið að vera svona góðar vinkonur.Vísir/Vilhelm Þannig var það allt þar til í fyrra að báðar voru þær sjálfar í öðrum störfum, samhliða því að reka vefverslunina. Að koma rekstrinum á þann stað að geta staðið undir störfum og launagreiðslum starfsfólks, er hins vegar langt frá því að vera eins einfalt og margir halda. Þó hefur gengið vel. „Fyrirtækið hefur vaxið stanslaust síðan fyrsta bókasendingin kom til landsins og fór allur peningur beint í fyrirtækið fyrstu árin,“ segir Eyrún. Þegar fyrsta bókasendingin kom úr framleiðslu voru þær vinkonur búnar að selja fyrir kostnaðinum fyrirfram. Þessi forsala tryggði að frá upphafi hafa þær aldrei þurft á fjármögnun að halda annars staðar frá. „En án utanaðkomandi fjármagns tekur auðvitað líka lengri tíma að byggja upp fyrirtækið. En þetta hefur tekist því við byrjuðum með eina bók en erum núna með yfir 800 vörur frá 17 vörumerkjum,“ segir Olga. „Nafnið Von kom allt í einu til okkar þegar við vorum að skrifa bókina. Við vildum eitthvað stutt orð, auðvelt að muna, gæti virkað í útlöndum og eitthvað sem lýsir börnum, upphafinu og voninni sem fylgir nýju lífi,“ segir Eyrún. Vinkonur í rekstri Eyrún og Olga upplifa það sem forréttindi að vera saman í rekstri og það sem vinkonur. Þær segja þó að auðvitað fylgi því bæði kostir og gallar, að vera vinkonur og vinna saman. Kostirnir eru helst þeir að á milli okkar ríkir fullkomið traust, við getum alltaf stólað á hvor aðra, við þekkjum styrkleika hvort annarrar vel. Vinnudagarnir fljúga áfram og alltaf gaman að mæta í vinnuna,“ segir Eyrún og bætir við: ,,Það getur verið auðvelt að detta í að vilja vera með puttana í öllum smáatriðum tengt rekstrinum en þegar þú ert að vinna með manneskju sem þú treystir og er færari en þú á ákveðnum sviðum, þá skapar þú meiri tíma með að skipta niður verkefnum og getur gert betur á þeim sviðum þar sem þú ert sterkari.“ Eyrún segir vinskapinn nýtast vel í rekstrinum. Þær beri fullt traust til hvor annarar og þekki hvor aðra svo vel að þær eigi auðvelt með að nýta styrkleika beggja sem best. Eyrún segir þær oft lýsa samvinnunni þeirra þannig að þær hreinlega þurfi ekki kaffi þegar þær eru að vinna saman. Svo mikill er vinkonukrafturinn.Vísir/Vilhelm Gallarnir segja þær helst vera að aðskilja vinnu og vináttu. „Við eigum til með að vinna á öllum stundum fyrir utan vinnu. Á hjólinu í ræktinni stofnum við nýjar vörur, í gufunni skipuleggjum við vaktaplanið og í vinkonu hittingum ræðum við oft nýjar tillögur og hugmyndir,“ segir Olga. En voruð þið aldrei hræddar við það að fara í rekstur saman, verandi vinkonur? Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu. Er ekki oft sagt Vík skal milli vina, fjörður milli frænda… En við værum ekki á þessum stað í dag ef það væri ekki út af metnaðnum og kraftinum sem við búum yfir saman,“ segir Eyrún. Saman segja þær þó að þær séu sterkari en ella. „Við erum alls ekki að reyna vera góðar í öllu, kunna allt, geta allt. Við erum mismundandi sterkar á ákveðnum sviðum og erum duglegar að skipta verkefnum á milli sem passa við okkar styrkleika. Það hefur skilað sér margfalt til baka,“ segir Olga. Verslun Börn og uppeldi Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 Túristarnir borða heima hjá íslenskum fjölskyldum Helga Kristín Friðjónsdóttir var með heimþrá til Íslands þegar að hún fékk hugmynd að fyrirtæki sem hún hefur starfrækt frá árinu 2015 og er að auka við sig. 20. desember 2021 07:00 Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Við höfum verið bestu vinkonur síðan í 8.bekk. Þá mættumst við í Fylkisgöllunum á ganginum í Árbæjarskóla og urðum strax vinkonur,“ segir Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir bætir við: „Það var eins og við höfðum alltaf vitað að við myndum gera eitthvað saman í framtíðinni.“ Saman eiga Eyrún og Olga verslunina Von sem stofnuð var árið 2017. Það árið gáfu þær stöllur út bókina Minningar, en það er dagbók fyrir foreldra að skrá fallegar minningar um fyrsta æviár barna. Allt hófst þetta með hugmynd sem fæddist í fæðingarorlofi þeirra beggja en báðar eiga þær fimm ára syni og eins á Olga þriggja ára dóttur. Krafturinn alveg ótrúlegur Eyrún og Olga æfðu báðar fótbolta þegar þær voru í Árbæjarskólanum. Þaðan lá leiðin síðan í Menntaskólann við Sund (MS). Í MS voru þær vinkonurnar mjög virkar í mörgu. Til dæmis í félagslífinu, stýrðu ritnefndum, voru í skemmtinefnd og í ferðaráði. Við sáum þarna að við unnum ótrúlega vel saman. Höfum svipaða sýn, vinnukraft, metnað og orku. Við höfum oft lýst því þannig að við þurfum ekki kaffi þegar við tvær vinnum saman, krafturinn sem við gefum hvor annarri er ótrúlegur,“ segir Eyrún. Önnur í lögfræði, hin í markaðsfræði Eftir stúdent fór Olga í Lögfræði í Háskólanum í Reykjavík en Eyrún í viðskiptafræði. Eyrún fór síðan í meistaranám í markaðsfræði til Barcelona en Olga hóf meistaranám í lögfræði í HR. Stuttu eftir að Eyrún kemur frá Barcelona eignumst við báðar stráka í lok árs 2016 með tveggja mánaða bili. Þarna voru tvær bestu vinkonur, önnur viðskiptafræðingur, hin lögfræðingur, báðar í fæðingarorlofi og með metnaðinn til að gera eitthvað saman,“ segir Olga og bætir við: „Við hugsuðum mikið hvað tæki við eftir fæðingarorlofið.“ Eitt sinn voru þær í verslunarleiðangri saman að leita af fallegri bók til að skrásetja minningar og fleira frá þessu fyrsta æviári syni þeirra. En aldrei fundu þær bók sem þær voru nægilega ánægðar með. Úr varð að þær fóru sjálfar að kanna málið. Skoða og rannsaka hvað væri til, hvert úrvalið væri fyrir foreldra sem vildu skrásetja svona minningar. Eftir dágóða leit og rannsóknarvinnu, ákváðu þær stöllur að búa bara til sína eigin bók. „Við fórum heim opnuðum tölvuna og byrjuðum að skrifa,“ segir Eyrún. Að bókinni unnu þær í um eitt ár en í lok árs 2017 var hún loksins gefin út undir nafninu Minningar. Það var því í raun þessi bókaútgáfa sem varð til þess að þær stofnuðu verslunina Von. „Síðan bókin kom út höfum við bætt við mörgum æðislegum vörumerkjum, fatnaði úr lífrænni bómull, viðarleikföngum og fleiri barnavörum. Í dag erum við í fallegu verslunarrými í Ármúla 40 aðeins 4 árum seinna.“ Fv: Hér má sjá Olgu með son sinn Elmar Óla Andrason og Eyrúnu með son sinn Theodór Birki Hlynsson. Synirnir eru fimm ára í dag en hugmyndin að rekstrinum vaknaði hjá þeim vinkonum þegar þær voru saman í fæðingarorlofi. Fyrsta varan þeirra var dagbók fyrir foreldra til að skrá minningar um fyrsta æviár barna sinna. Í dag er verslunin þeirra með um 800 vörur í verslun staðsett í Ármúla 40. Að fara í rekstur er stórt verkefni Eyrún og Olga segir það frábæran stað að vera á, að geta unnið við það sem þú hefur ástríðu fyrir, verið að vinna fyrir sjálfan þig og um leið að skapa atvinnutækifæri fyrir aðra. Í rekstrinum upplifa þær frelsið til að vera skapandi, halda áfram að vaxa og dafna og leggja sig mikið fram við að vera alltaf að læra eitthvað nýtt og bæta við sig nýrri þekkingu. Þá sé það líka frábær tilfinning að fá myndir frá viðskiptavinum Vonar af börnunum þeirra vera að leika sér með leikföng frá Von eða klæðast fatnaði frá versluninni. „Margir viðskiptavinir sem hafa fylgt okkur frá upphafi og erum við ótrúlega þakklátar fyrir þann frábæran og traustan kúnnahóp sem hafa fylgt okkur frá byrjun og fer vaxandi ár eftir ár,“ segir Olga. Að fara í svona rekstur er hins vegar stórt og krefjandi verkefni. „Ég held að það sé misskilningur hjá mörgum að það að vera í eigin rekstri gefi þér meiri frítíma, að þú getir unnið minna og grætt meira. Hið rétta er að þegar þú ferð í rekstur þarft þú að vera tilbúinn að vinna á öllum stundum, alla daga, allt árið og verið launalaus jafnvel i nokkur ár til að byrja með,“ segir Eyrún. Olga lærði lögfræði í HR en Eyrún viðskiptafræði. Olga hóf meistaranám í lögfræði í HR en Eyrún fór í meistaranám til Barcelona í markaðsfræði. Í fæðingarorlofinu þeirra árið 2016 fengu þær hugmynd um að reyna að gera eitthvað saman. Að hefja rekstur er stór áskorun og kallar á mikla vinnu og fórnfýsi og þess vegna finnst þeim það hafa hjálpað mikið að vera svona góðar vinkonur.Vísir/Vilhelm Þannig var það allt þar til í fyrra að báðar voru þær sjálfar í öðrum störfum, samhliða því að reka vefverslunina. Að koma rekstrinum á þann stað að geta staðið undir störfum og launagreiðslum starfsfólks, er hins vegar langt frá því að vera eins einfalt og margir halda. Þó hefur gengið vel. „Fyrirtækið hefur vaxið stanslaust síðan fyrsta bókasendingin kom til landsins og fór allur peningur beint í fyrirtækið fyrstu árin,“ segir Eyrún. Þegar fyrsta bókasendingin kom úr framleiðslu voru þær vinkonur búnar að selja fyrir kostnaðinum fyrirfram. Þessi forsala tryggði að frá upphafi hafa þær aldrei þurft á fjármögnun að halda annars staðar frá. „En án utanaðkomandi fjármagns tekur auðvitað líka lengri tíma að byggja upp fyrirtækið. En þetta hefur tekist því við byrjuðum með eina bók en erum núna með yfir 800 vörur frá 17 vörumerkjum,“ segir Olga. „Nafnið Von kom allt í einu til okkar þegar við vorum að skrifa bókina. Við vildum eitthvað stutt orð, auðvelt að muna, gæti virkað í útlöndum og eitthvað sem lýsir börnum, upphafinu og voninni sem fylgir nýju lífi,“ segir Eyrún. Vinkonur í rekstri Eyrún og Olga upplifa það sem forréttindi að vera saman í rekstri og það sem vinkonur. Þær segja þó að auðvitað fylgi því bæði kostir og gallar, að vera vinkonur og vinna saman. Kostirnir eru helst þeir að á milli okkar ríkir fullkomið traust, við getum alltaf stólað á hvor aðra, við þekkjum styrkleika hvort annarrar vel. Vinnudagarnir fljúga áfram og alltaf gaman að mæta í vinnuna,“ segir Eyrún og bætir við: ,,Það getur verið auðvelt að detta í að vilja vera með puttana í öllum smáatriðum tengt rekstrinum en þegar þú ert að vinna með manneskju sem þú treystir og er færari en þú á ákveðnum sviðum, þá skapar þú meiri tíma með að skipta niður verkefnum og getur gert betur á þeim sviðum þar sem þú ert sterkari.“ Eyrún segir vinskapinn nýtast vel í rekstrinum. Þær beri fullt traust til hvor annarar og þekki hvor aðra svo vel að þær eigi auðvelt með að nýta styrkleika beggja sem best. Eyrún segir þær oft lýsa samvinnunni þeirra þannig að þær hreinlega þurfi ekki kaffi þegar þær eru að vinna saman. Svo mikill er vinkonukrafturinn.Vísir/Vilhelm Gallarnir segja þær helst vera að aðskilja vinnu og vináttu. „Við eigum til með að vinna á öllum stundum fyrir utan vinnu. Á hjólinu í ræktinni stofnum við nýjar vörur, í gufunni skipuleggjum við vaktaplanið og í vinkonu hittingum ræðum við oft nýjar tillögur og hugmyndir,“ segir Olga. En voruð þið aldrei hræddar við það að fara í rekstur saman, verandi vinkonur? Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu. Er ekki oft sagt Vík skal milli vina, fjörður milli frænda… En við værum ekki á þessum stað í dag ef það væri ekki út af metnaðnum og kraftinum sem við búum yfir saman,“ segir Eyrún. Saman segja þær þó að þær séu sterkari en ella. „Við erum alls ekki að reyna vera góðar í öllu, kunna allt, geta allt. Við erum mismundandi sterkar á ákveðnum sviðum og erum duglegar að skipta verkefnum á milli sem passa við okkar styrkleika. Það hefur skilað sér margfalt til baka,“ segir Olga.
Verslun Börn og uppeldi Vinnumarkaður Starfsframi Tengdar fréttir Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01 Túristarnir borða heima hjá íslenskum fjölskyldum Helga Kristín Friðjónsdóttir var með heimþrá til Íslands þegar að hún fékk hugmynd að fyrirtæki sem hún hefur starfrækt frá árinu 2015 og er að auka við sig. 20. desember 2021 07:00 Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Uppátækjasamur skólameistari sem áður starfaði á sjónum, í fréttum og í fjölmiðlum Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans í Ármúla (FÁ) er feginn að grímuskyldan er ekki lengur. 7. mars 2022 07:00
Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00
Vaxandi velgengni: „Við erum bara svo góðir vinir“ Þrátt fyrir heimsfaraldur birtust jákvæðar fréttir af fjölmörgum íslenskum fyrirtækjum árið 2021. Ekki síst fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. 2. janúar 2022 08:01
Túristarnir borða heima hjá íslenskum fjölskyldum Helga Kristín Friðjónsdóttir var með heimþrá til Íslands þegar að hún fékk hugmynd að fyrirtæki sem hún hefur starfrækt frá árinu 2015 og er að auka við sig. 20. desember 2021 07:00
Alein í sóttkví: Fagnaði flottum verðlaunum með kampavín og súkkulaði Þegar Raquelita Rós Aguilar, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá ISAVIA, var að pakka og búa sig undir morgunflug til Kaupmannahafnar fékk hún símtal um að hún ætti að fara í sóttkví. 22. nóvember 2021 07:00