„Maður þolir illa að tapa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2022 13:19 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson þingmaður segir það vonbrigði að hafa ekki náð inn á lista í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra, þar sem hann sóttist eftir oddvitasætinu. Hann telur ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi sínu. Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira