Íslenskir dýralæknanemar hafa safnað milljónum króna fyrir flóttafólk Árni Sæberg skrifar 13. mars 2022 16:56 Brynja Aud Aradóttir er ein dýralæknanemanna sem hafa safna umtalsverðum fjárhæðum fyrir flóttafólk. Íslenskir dýralæknanemar í Slóvakíu standa fyrir söfnun fyrir úkraínskt flóttafólk í landinu og á landamærum úkraínu og Slóvakíu. Þegar hafa safnast ríflega fimm milljónir króna sem nemarnir hafa varið í ýmsar nauðsynjavörur, til að mynda hráefni í heimagerðar samlokur. Sex íslenskar konur sem nema dýralækningar í Košice í Slóvakíu ákváðu á dögunum að hefja söfnun til stuðnings flóttafólks sem streymir frá Úkraínu í kjölfa innrásar Rússa í landið. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn, íslenskir og erlendir skólafélagar þeirra. „Við erum mikið að fara í búðir að kaupa hitara, mat og dýnur. Svo höfum við líka verið að gera samlokur og fara með á lestarstöðina þar sem eru flóttamenn,“ segir Brynja Aud Aradóttir, ein þeirra sem standa að söfnuninni. Dýralæknanemar smyrja gríðarlegan fjölda samloka fyrir flóttamenn.Aðsend/Brynja Košice er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Slóvakíu og Úkraínu og hafa dýralæknanemarnir ekki haft tök á að fara oft þangað. Nauðsynin er líka næg í bænum sjálfum þar sem mikill fjöldi flóttafólks hefur komið þangað. Við fórum í gær á lestarstöðina og hittum fólk þar. Það er búið að setja upp gámahús þar og þar er mikið streymi af fólki sem er samt að stoppa í stuttan tíma,“ segir Brynja. Hún segir landamæri Slóvakíu vera galopin fyrir flóttafólk. „Þeir hleypa öllum inn, þú þarf ekki vegabréf eða neitt. Þeir hleypa öllum sem þurfa að koma í gegn, eins og er,“ segir hún. Þakklát fyrir hjálpina Sem áður segir hafa nemarnir safnað ríflega fimm milljónum króna. Meirihluti fjárins hefur komið frá Íslendingum sem hafa lagt inn á sérstakan söfnunarreikning en einnig hafa erlendir skólafélagar lagt sitt af mörkum, bæði með framlögum og vinnu. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel, þetta fór fram úr öllum vonum og við erum bara mjög heppin og þakklát með það hvað fólk er til í að hjálpa okkur og að hjálpa flóttamönnum,“ segir Brynja. Hluti þess sem nemarnir kaupa fyrir pening sem er aflað er safnað saman í stóru vöruhúsi og loks flutt yfir landamærin til Úkraínu.Aðsend/Brynja Sýna í hvað fjármunir fara Dýralæknanemarnir halda úti Facebook-síðunni Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu og þar deila þeir upplýsingum um hvað sé gert við þá fjármuni sem safnast hafa. Til að mynda greindu þeir frá því á dögunum að verslað hafi verið í matvöruverslun fyrir 255.938 krónur. Nokkuð mikill matur fæst fyrir 255.938 krónur í Slóvakíu.Aðsend/Brynja Á síðunni er einnig að finna allar helstu upplýsingar um söfnunina. Mikilvægustu upplýsingarnar, reikningsupplýsingar, eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0123-15-016142 Kennitala: 220693-4149 Aur: 777-6558 Innrás Rússa í Úkraínu Góðverk Flóttamenn Hjálparstarf Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sex íslenskar konur sem nema dýralækningar í Košice í Slóvakíu ákváðu á dögunum að hefja söfnun til stuðnings flóttafólks sem streymir frá Úkraínu í kjölfa innrásar Rússa í landið. Síðan þá hafa fleiri bæst í hópinn, íslenskir og erlendir skólafélagar þeirra. „Við erum mikið að fara í búðir að kaupa hitara, mat og dýnur. Svo höfum við líka verið að gera samlokur og fara með á lestarstöðina þar sem eru flóttamenn,“ segir Brynja Aud Aradóttir, ein þeirra sem standa að söfnuninni. Dýralæknanemar smyrja gríðarlegan fjölda samloka fyrir flóttamenn.Aðsend/Brynja Košice er í um klukkutíma akstursfjarlægð frá landamærum Slóvakíu og Úkraínu og hafa dýralæknanemarnir ekki haft tök á að fara oft þangað. Nauðsynin er líka næg í bænum sjálfum þar sem mikill fjöldi flóttafólks hefur komið þangað. Við fórum í gær á lestarstöðina og hittum fólk þar. Það er búið að setja upp gámahús þar og þar er mikið streymi af fólki sem er samt að stoppa í stuttan tíma,“ segir Brynja. Hún segir landamæri Slóvakíu vera galopin fyrir flóttafólk. „Þeir hleypa öllum inn, þú þarf ekki vegabréf eða neitt. Þeir hleypa öllum sem þurfa að koma í gegn, eins og er,“ segir hún. Þakklát fyrir hjálpina Sem áður segir hafa nemarnir safnað ríflega fimm milljónum króna. Meirihluti fjárins hefur komið frá Íslendingum sem hafa lagt inn á sérstakan söfnunarreikning en einnig hafa erlendir skólafélagar lagt sitt af mörkum, bæði með framlögum og vinnu. „Þetta er búið að ganga ótrúlega vel, þetta fór fram úr öllum vonum og við erum bara mjög heppin og þakklát með það hvað fólk er til í að hjálpa okkur og að hjálpa flóttamönnum,“ segir Brynja. Hluti þess sem nemarnir kaupa fyrir pening sem er aflað er safnað saman í stóru vöruhúsi og loks flutt yfir landamærin til Úkraínu.Aðsend/Brynja Sýna í hvað fjármunir fara Dýralæknanemarnir halda úti Facebook-síðunni Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu og þar deila þeir upplýsingum um hvað sé gert við þá fjármuni sem safnast hafa. Til að mynda greindu þeir frá því á dögunum að verslað hafi verið í matvöruverslun fyrir 255.938 krónur. Nokkuð mikill matur fæst fyrir 255.938 krónur í Slóvakíu.Aðsend/Brynja Á síðunni er einnig að finna allar helstu upplýsingar um söfnunina. Mikilvægustu upplýsingarnar, reikningsupplýsingar, eru eftirfarandi: Reikningsnúmer: 0123-15-016142 Kennitala: 220693-4149 Aur: 777-6558
Innrás Rússa í Úkraínu Góðverk Flóttamenn Hjálparstarf Íslendingar erlendis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira