Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Sunna Valgerðardóttir skrifar 13. mars 2022 19:31 Anna Margrét Kaldalóns ólst upp í samfélagi Votta Jehóva á Íslandi. Allri fjölskyldu hennar var útskúfað þegar hún var 12 ára gömul og segir hún að upplifunin hafi nánast verið eins og heimsendir. Vísir/Arnar Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. Óttast afleiðingarnar við að tjá sig Það gilda yfirleitt mjög strangar félagslegar reglur innan kristinna sértrúarsafnaða. Til dæmis er bannað að stunda kynlíf fyrir hjónaband, vera hinsegin eða gera yfirleitt eitthvað gegn því sem stendur í Biblíunni. Vottar Jehóva er dæmi um strangan sértrúarsöfnuð og eru félagsmenn þar um 600 manns. Fréttastofa hefur rætt við fjölmarga fyrrverandi Votta, sem fæstir vilja tala opinberlega af skiljanlegum ótta við afleiðingarnar. Þær konur sem höfðu hugrekki til að stíga fram lýsa þar gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig þær skorti fagleg úrræði eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Fjallað verður ítarlega um starfsemi Votta Jehóva og þær alvarlegu afleiðingar sem fyrrverandi safnaðarmeðlimir hafa þurft að kljást við, í Fréttaauka Stöðvar 2 strax að loknum fréttum sunnudagskvöldið 13. mars 2022. Umfjöllunin birtist á Vísi mánudagsmorguninn 14. mars. Útilokun ástvina skilgreind sem agapróf frá Guði Rakel Íris var rekin með skömm úr Vottunum þegar hún var 23 ára gömul. Hún hafði orðið ástfangin af manni sem öldungum Vottanna þóknaðist ekki. Hún var þá orðin brottræk, eins og það er kallað, en er nú fráhvarfsmanneskja fyrir að tjá sig opinberlega um reynslu sína. „Þetta var áfall. Ég kveð fjölskylduna, eða þau kveðja mig, og segja að núna séum við að fara sitthvora leiðina. Ég knúsa systur mína bless og hef ekki séð hana síðan. Ég fékk símtal frá foreldrum mínum þar sem þau segja mér að þau ætli ekki að vera í samskiptum við mig.” Rakel segir fjölskyldu sína upplifa útilokunina sem aga frá Guði. „Ef þau hafa samskipti við mig þá eru þau að koma í veg fyrir aga hans. Sem er til þess gerður að ég komi til baka. Það er það sem er sagt við þau. Til að fá mig til að koma aftur þá þarf ég að fá þennan daga og iðrast og koma aftur. Þetta er eina leiðin.” Rakel Íris fæddist inn í söfnuð Votta Jehóva en var rekin þaðan 23 ára gömul. Þrír öldungar kváðu upp dóm sinn að henni viðstaddri og var hún þá útilokuð frá öllum safnaðarmeðlimum, meðal annars fjölskyldu sinni, sem hún hefur ekki hitt í átta ár. Vísir/Adelina Nöfn útskúfaðra lesin upp á samkomum Anna Margrét Kaldalóns fæddist inn í söfnuðinn. Öll fjölskylda hennar var gerð brottræk þegar hún var 12 ára gömul og segist hún hafa upplifað það sem eins konar heimsendi. Allt sem hún þekkti var farið. Mamma hennar sagði henni að þau hefðu verið lesin upp á samkomu, sem þýðir að enginn megi tala við fjölskylduna aftur. „Fyrir mig var þetta nánast eins og heimsendir.” Næstu árin á eftir voru Önnu mjög erfið. Sérstaklega jól og afmæli, en Vottarnir halda upp á hvorugt því það talið synd. „Ég var bara í þunglyndi. Allt í einu voru bara jól á mínu heimili, eitthvað sem hafði verið svo rangt og svo mikil synd,” segir Anna. „Enginn bauð okkur í mat, við buðum engum í mat. Það var eins og það væri fylgjst með ömmum okkar, því ef þær voguðu sér að hleypa pabba inn ef það heyrðist af því að þær töluðu við hann, þá voru þær bara teknar á teppið. Ég hefði svo þurft á áfallahjálp að halda.” „Öldungarnir ráða öllu og vaka yfir öllu.” Hún undirstrikar að auðvitað sé mikið af góðu fólki í söfnuðinum sem henni þyki enn vænt um. En stjórnunin sé svo alltumlykjandi að fólk geti ekki annað en hlýtt, innrætingin sé svo ofboðslega sterk. Hætta á peningaþvætti innan trúfélaga Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á fjölda þeirra sem hafa fengið undanþágur hér undanfarna áratugi til að fá að giftast án þess að hafa aldur til. Andrés sagði við Stöð 2 í vikunni að að minnsta kosti hluti þessara undanþágubeiðna hafi verið lagðar fram af trúarlegum ástæðum - það er að segja frá fólki sem bannar kynlíf fyrir hjónaband. Sumar undanþágur voru veittar fyrir hjón þar sem brúðurin var 17 ára og brúðguminn 31 árs. Andrés segir margt umhugsunarvert um starfsemi trúfélaga í dag, meðal annars fjármálin. „Það er búið að mæla með því að það sé betra eftirlit með fjármálum trúfélaga. Ef við berum þau saman við önnur félagasamtök þá eru miklu strangari reglur gagnvart íþróttafélögum eða hvað það er, sem tryggja að fjárreiður félagsins séu í lagi. Sérstaklega þegar við erum að tala um trúfélög sem eru með tengingar út í heim þá opnast alls konar möguleikar á peningaþvætti og allskonar misnotkun á félagaforminu. Og þetta er eitthvað sem ráðuneytinu var bent á fyrir mörgum árum, en við bíðum enn einhverra aðgerða þar,” segir Andrés Ingi. Norsku Vottarnir sviptir ríkisstyrkjum vegna útskúfunar sóknarbarna Vottar Jehóva hafa fengið rúmar 60 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu síðustu tíu ár. Ekkert innra eftirlit er með starfsemi trúfélaga varðandi sóknargjöld, heldur þurfa þau bara að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá sóknargjöld. Norðmenn sviptu Vottana í Osló og Viken ríkisstyrkjum nú í janúar fyrir að útskúfun sóknarbarna sinna og sömuleiðis var komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur safnaðanna hefðu brotið lög um trúfélög. Það var norski fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem fjallaði um Votta Jehóva og varð til þess að ríkið hóf athugun sína á starfsemi safnaðarins. Sóknargjöld barn síns tíma Andrés segir tíma til kominn að afnema sóknargjöld ríkisins. Þau séu barn síns tíma. „Síðan er umhugsunarefni, því að þarna erum við með félagasamtök úti í bæ sem eru samt rekin fyrir opinbert fé að hluta, hvort það sé ekki bara kominn tími til að trúfélög innheimti sín félagsgjöld sjálf. Eins og önnur félagasamtök gera,” segir hann. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á fjölda þeirra sem hafa fengið undanþágur hér undanfarna áratugi til að fá að giftast án þess að hafa aldur til. Hann fullyrðir að hluti þessara undanþágubeiðna hafi verið lagðar fram af trúarlegum ástæðum - það er að segja frá fólki sem bannar kynlíf fyrir hjónaband.Vísir/Sigurjón Engin úrræði sem grípa fólk eftir sértrúarsöfnuði Fjölmargir fyrrverandi meðlimir sértrúarsafnaða hafa sett sig í samband við fréttastofu eftir að síðasti Kompásþáttur kom út. Fjölmörg lýsa ótta, kvíða, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum eftir að hafa hætt í söfnuðunum. Enda eru viðbrigðin gífurleg og lífinu nánast snúið á hvolf. En samt sem áður eru engin úrræði til staðar sem geta gripið þetta fólk, þrátt fyrir þennan mikla fjölda. „Við höfum kanala fyrir klár lögbrot, hvar sem þau eiga sér stað í samfélaginu. Stærri félagasamtök, eins og þjóðkirkjan, eru með innra eftirlit með áreitni og kynferðisbrotum sem virka stundum og stundum ekki,” segir Andrés. „En svo erum við með dæmi eins og íþróttahreyfinguna, það er nýbúið að setja á laggirnar stöðu samskiptaráðgjafa, þar sem ríkið tekur að sér að vera með einhvers konar miðlægan aðila þar sem félög og einstaklingar geta leitað til ef þeim finnst á sér brotið.” „Það er þjónusta sem ríkið ætti að veita öllum einstaklingum sem í gegn um skipulagt félagsstarf lenda í brotum sem eru ekki skýr lögbrot, en eitthvað sem þarf að taka á.” Sérstaklega þar sem trúfélög eru sum rekin að töluverðum hluta frá ríkinu? „Já, það gefur ríkinu kannski skýrari ástæðu til að grípa inn í. En líka vegna þess að það er mjög mikið af fólki sem sækir mjög mikla þjónustu inn í þessi félög. Þá skiptir það almannahag máli að þetta sé gert almennilega.” Trúmál Kompás Tengdar fréttir Vísbendingar um undanþágur fyrir of ungar brúðir vegna trúar Þingmaður Pírata hefur fengið ábendingar um að beiðnir um undanþágur til dómsmálaráðuneytisins vegna of lágs giftingaraldurs hafi komið til vegna trúarlegra ástæðna. Margir kristnir söfnuðir líta á kynlíf fyrir hjónaband sem synd og því giftast safnaðarmeðlimir oft nokkuð ungir. Von er á skýrslu um undanþágurnar á næstu vikum. 9. mars 2022 19:01 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Óttast afleiðingarnar við að tjá sig Það gilda yfirleitt mjög strangar félagslegar reglur innan kristinna sértrúarsafnaða. Til dæmis er bannað að stunda kynlíf fyrir hjónaband, vera hinsegin eða gera yfirleitt eitthvað gegn því sem stendur í Biblíunni. Vottar Jehóva er dæmi um strangan sértrúarsöfnuð og eru félagsmenn þar um 600 manns. Fréttastofa hefur rætt við fjölmarga fyrrverandi Votta, sem fæstir vilja tala opinberlega af skiljanlegum ótta við afleiðingarnar. Þær konur sem höfðu hugrekki til að stíga fram lýsa þar gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig þær skorti fagleg úrræði eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Fjallað verður ítarlega um starfsemi Votta Jehóva og þær alvarlegu afleiðingar sem fyrrverandi safnaðarmeðlimir hafa þurft að kljást við, í Fréttaauka Stöðvar 2 strax að loknum fréttum sunnudagskvöldið 13. mars 2022. Umfjöllunin birtist á Vísi mánudagsmorguninn 14. mars. Útilokun ástvina skilgreind sem agapróf frá Guði Rakel Íris var rekin með skömm úr Vottunum þegar hún var 23 ára gömul. Hún hafði orðið ástfangin af manni sem öldungum Vottanna þóknaðist ekki. Hún var þá orðin brottræk, eins og það er kallað, en er nú fráhvarfsmanneskja fyrir að tjá sig opinberlega um reynslu sína. „Þetta var áfall. Ég kveð fjölskylduna, eða þau kveðja mig, og segja að núna séum við að fara sitthvora leiðina. Ég knúsa systur mína bless og hef ekki séð hana síðan. Ég fékk símtal frá foreldrum mínum þar sem þau segja mér að þau ætli ekki að vera í samskiptum við mig.” Rakel segir fjölskyldu sína upplifa útilokunina sem aga frá Guði. „Ef þau hafa samskipti við mig þá eru þau að koma í veg fyrir aga hans. Sem er til þess gerður að ég komi til baka. Það er það sem er sagt við þau. Til að fá mig til að koma aftur þá þarf ég að fá þennan daga og iðrast og koma aftur. Þetta er eina leiðin.” Rakel Íris fæddist inn í söfnuð Votta Jehóva en var rekin þaðan 23 ára gömul. Þrír öldungar kváðu upp dóm sinn að henni viðstaddri og var hún þá útilokuð frá öllum safnaðarmeðlimum, meðal annars fjölskyldu sinni, sem hún hefur ekki hitt í átta ár. Vísir/Adelina Nöfn útskúfaðra lesin upp á samkomum Anna Margrét Kaldalóns fæddist inn í söfnuðinn. Öll fjölskylda hennar var gerð brottræk þegar hún var 12 ára gömul og segist hún hafa upplifað það sem eins konar heimsendi. Allt sem hún þekkti var farið. Mamma hennar sagði henni að þau hefðu verið lesin upp á samkomu, sem þýðir að enginn megi tala við fjölskylduna aftur. „Fyrir mig var þetta nánast eins og heimsendir.” Næstu árin á eftir voru Önnu mjög erfið. Sérstaklega jól og afmæli, en Vottarnir halda upp á hvorugt því það talið synd. „Ég var bara í þunglyndi. Allt í einu voru bara jól á mínu heimili, eitthvað sem hafði verið svo rangt og svo mikil synd,” segir Anna. „Enginn bauð okkur í mat, við buðum engum í mat. Það var eins og það væri fylgjst með ömmum okkar, því ef þær voguðu sér að hleypa pabba inn ef það heyrðist af því að þær töluðu við hann, þá voru þær bara teknar á teppið. Ég hefði svo þurft á áfallahjálp að halda.” „Öldungarnir ráða öllu og vaka yfir öllu.” Hún undirstrikar að auðvitað sé mikið af góðu fólki í söfnuðinum sem henni þyki enn vænt um. En stjórnunin sé svo alltumlykjandi að fólk geti ekki annað en hlýtt, innrætingin sé svo ofboðslega sterk. Hætta á peningaþvætti innan trúfélaga Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á fjölda þeirra sem hafa fengið undanþágur hér undanfarna áratugi til að fá að giftast án þess að hafa aldur til. Andrés sagði við Stöð 2 í vikunni að að minnsta kosti hluti þessara undanþágubeiðna hafi verið lagðar fram af trúarlegum ástæðum - það er að segja frá fólki sem bannar kynlíf fyrir hjónaband. Sumar undanþágur voru veittar fyrir hjón þar sem brúðurin var 17 ára og brúðguminn 31 árs. Andrés segir margt umhugsunarvert um starfsemi trúfélaga í dag, meðal annars fjármálin. „Það er búið að mæla með því að það sé betra eftirlit með fjármálum trúfélaga. Ef við berum þau saman við önnur félagasamtök þá eru miklu strangari reglur gagnvart íþróttafélögum eða hvað það er, sem tryggja að fjárreiður félagsins séu í lagi. Sérstaklega þegar við erum að tala um trúfélög sem eru með tengingar út í heim þá opnast alls konar möguleikar á peningaþvætti og allskonar misnotkun á félagaforminu. Og þetta er eitthvað sem ráðuneytinu var bent á fyrir mörgum árum, en við bíðum enn einhverra aðgerða þar,” segir Andrés Ingi. Norsku Vottarnir sviptir ríkisstyrkjum vegna útskúfunar sóknarbarna Vottar Jehóva hafa fengið rúmar 60 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu síðustu tíu ár. Ekkert innra eftirlit er með starfsemi trúfélaga varðandi sóknargjöld, heldur þurfa þau bara að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá sóknargjöld. Norðmenn sviptu Vottana í Osló og Viken ríkisstyrkjum nú í janúar fyrir að útskúfun sóknarbarna sinna og sömuleiðis var komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur safnaðanna hefðu brotið lög um trúfélög. Það var norski fréttaskýringaþátturinn Brennpunkt sem fjallaði um Votta Jehóva og varð til þess að ríkið hóf athugun sína á starfsemi safnaðarins. Sóknargjöld barn síns tíma Andrés segir tíma til kominn að afnema sóknargjöld ríkisins. Þau séu barn síns tíma. „Síðan er umhugsunarefni, því að þarna erum við með félagasamtök úti í bæ sem eru samt rekin fyrir opinbert fé að hluta, hvort það sé ekki bara kominn tími til að trúfélög innheimti sín félagsgjöld sjálf. Eins og önnur félagasamtök gera,” segir hann. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vakti athygli á fjölda þeirra sem hafa fengið undanþágur hér undanfarna áratugi til að fá að giftast án þess að hafa aldur til. Hann fullyrðir að hluti þessara undanþágubeiðna hafi verið lagðar fram af trúarlegum ástæðum - það er að segja frá fólki sem bannar kynlíf fyrir hjónaband.Vísir/Sigurjón Engin úrræði sem grípa fólk eftir sértrúarsöfnuði Fjölmargir fyrrverandi meðlimir sértrúarsafnaða hafa sett sig í samband við fréttastofu eftir að síðasti Kompásþáttur kom út. Fjölmörg lýsa ótta, kvíða, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum eftir að hafa hætt í söfnuðunum. Enda eru viðbrigðin gífurleg og lífinu nánast snúið á hvolf. En samt sem áður eru engin úrræði til staðar sem geta gripið þetta fólk, þrátt fyrir þennan mikla fjölda. „Við höfum kanala fyrir klár lögbrot, hvar sem þau eiga sér stað í samfélaginu. Stærri félagasamtök, eins og þjóðkirkjan, eru með innra eftirlit með áreitni og kynferðisbrotum sem virka stundum og stundum ekki,” segir Andrés. „En svo erum við með dæmi eins og íþróttahreyfinguna, það er nýbúið að setja á laggirnar stöðu samskiptaráðgjafa, þar sem ríkið tekur að sér að vera með einhvers konar miðlægan aðila þar sem félög og einstaklingar geta leitað til ef þeim finnst á sér brotið.” „Það er þjónusta sem ríkið ætti að veita öllum einstaklingum sem í gegn um skipulagt félagsstarf lenda í brotum sem eru ekki skýr lögbrot, en eitthvað sem þarf að taka á.” Sérstaklega þar sem trúfélög eru sum rekin að töluverðum hluta frá ríkinu? „Já, það gefur ríkinu kannski skýrari ástæðu til að grípa inn í. En líka vegna þess að það er mjög mikið af fólki sem sækir mjög mikla þjónustu inn í þessi félög. Þá skiptir það almannahag máli að þetta sé gert almennilega.”
Trúmál Kompás Tengdar fréttir Vísbendingar um undanþágur fyrir of ungar brúðir vegna trúar Þingmaður Pírata hefur fengið ábendingar um að beiðnir um undanþágur til dómsmálaráðuneytisins vegna of lágs giftingaraldurs hafi komið til vegna trúarlegra ástæðna. Margir kristnir söfnuðir líta á kynlíf fyrir hjónaband sem synd og því giftast safnaðarmeðlimir oft nokkuð ungir. Von er á skýrslu um undanþágurnar á næstu vikum. 9. mars 2022 19:01 Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06 Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Vísbendingar um undanþágur fyrir of ungar brúðir vegna trúar Þingmaður Pírata hefur fengið ábendingar um að beiðnir um undanþágur til dómsmálaráðuneytisins vegna of lágs giftingaraldurs hafi komið til vegna trúarlegra ástæðna. Margir kristnir söfnuðir líta á kynlíf fyrir hjónaband sem synd og því giftast safnaðarmeðlimir oft nokkuð ungir. Von er á skýrslu um undanþágurnar á næstu vikum. 9. mars 2022 19:01
Smárakirkja hafnar því að vera sértrúarsöfnuður Stjórn Smárakirkju, áður Krossins, segir að unglingaleiðtogi sem beitti viðmælanda Kompáss kynferðisofbeldi á meðan hún var í kirkjunni hafi aðeins starfað hjá Smárakirkju í um þrjá mánuði. Honum hafi verið vísað úr þjónustu vegna úreltra viðhorfa og óeðlilegra stjórnunarhátta. 9. mars 2022 12:06
Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. 9. mars 2022 11:50
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01
Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38