Telur að pólitísk einangrun Rússa muni vara í langan tíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. mars 2022 17:16 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis-og varnamálum telur að jafnvel þótt komi til vopnahlés eða friðarsamninga muni pólitísk einangrun Rússa vara í langan tíma. Friðrik ræddi um nokkrar af þeim sviðsmyndum sem blasa við í Úkraínu í Reykjavík síðdegis. Hann var beðinn um að rýna í mögulega atburðarás ef Rússar og Úkraínumenn myndu ná saman og stríðið myndi líða undir lok. Friðrik telur að það verði erfitt fyrir Rússa að ávinna sér traust hjá alþjóðasamfélaginu eftir innrásina, skrefin í átt til friðar verði bæði hæg og lítil. „Það er ekki þannig að það sé samið og allt fyrirgefið. Ég held þetta muni gerats í hægum skrefum. Við sáum að eftir yfirtökuna á Krímskaga vorið 2014 og aðgerðirnar í Donbas að þá voru settar á ýmsar viðskiptaþvinganir sem eru ekki eins magnaðar og núna en engu að síður þá lifðu þær áfram þrátt fyrir Minsk-samkomulagið því hernámið stóð enn yfir.“ „Ég held að pólitísk einangrun Rússa muni vara töluvert lengi eftir þetta. Það verður ekki auðvelt að komast til baka frá þessu.“ Friðrik telur að ef stríðinu ljúki með annað hvort vopnahléi eða friðarsamningum megi gera ráð fyrir því að Rússar muni eftir fremsta megni reyna að fá Vesturlönd til að vinda ofan af efnahagslegu refsiaðgerðunum. „Ég held það muni gerast seint, hægt og í fáum og smáum skrefum því við þurfum náttúrulega að sjá hvort samkomulagið verði raunverulegt.“ Þá sé aðalatriði að heyra hvað Úkraínumenn vilji að verði gert. Friðrik segir að sér finnist athyglisvert að sjá hvað gerist með Norðurslóðir með tilliti til pólitískrar einangrunar Rússa. „Það var mjög óvanalegt í Norðurskautsráðinu þegar sjö af átta ríkjum ákváðu að draga úr því samstarfi af því að það hefur lengi vel verið markmið […] að halda þessari pólitík utan við samráð á Norðurslóðum þannig að það var stórt skref að taka að færa þessa pólitík inn á borð Norðurskautsráðsins með þeim hætti sem var gert.“ Friðrik var spurður hvort hann væri bjartsýnn og hvort það væri einhver möguleiki á friðarsamningum. „Eins og ég hef reglulega sagt þá eigum við alltaf að halda í vonina en ég er mjög tortrygginn, svo ég viðurkenni það bara. Ég er hræddur um að þetta sé af hálfu Rússa einhvers konar ryk í augu og að raunveruleg meining á bakvið þetta sé takmörkuð,“ sagði Friðrik um fyrirheit Rússa í samningaviðræðunum. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Friðrik ræddi um nokkrar af þeim sviðsmyndum sem blasa við í Úkraínu í Reykjavík síðdegis. Hann var beðinn um að rýna í mögulega atburðarás ef Rússar og Úkraínumenn myndu ná saman og stríðið myndi líða undir lok. Friðrik telur að það verði erfitt fyrir Rússa að ávinna sér traust hjá alþjóðasamfélaginu eftir innrásina, skrefin í átt til friðar verði bæði hæg og lítil. „Það er ekki þannig að það sé samið og allt fyrirgefið. Ég held þetta muni gerats í hægum skrefum. Við sáum að eftir yfirtökuna á Krímskaga vorið 2014 og aðgerðirnar í Donbas að þá voru settar á ýmsar viðskiptaþvinganir sem eru ekki eins magnaðar og núna en engu að síður þá lifðu þær áfram þrátt fyrir Minsk-samkomulagið því hernámið stóð enn yfir.“ „Ég held að pólitísk einangrun Rússa muni vara töluvert lengi eftir þetta. Það verður ekki auðvelt að komast til baka frá þessu.“ Friðrik telur að ef stríðinu ljúki með annað hvort vopnahléi eða friðarsamningum megi gera ráð fyrir því að Rússar muni eftir fremsta megni reyna að fá Vesturlönd til að vinda ofan af efnahagslegu refsiaðgerðunum. „Ég held það muni gerast seint, hægt og í fáum og smáum skrefum því við þurfum náttúrulega að sjá hvort samkomulagið verði raunverulegt.“ Þá sé aðalatriði að heyra hvað Úkraínumenn vilji að verði gert. Friðrik segir að sér finnist athyglisvert að sjá hvað gerist með Norðurslóðir með tilliti til pólitískrar einangrunar Rússa. „Það var mjög óvanalegt í Norðurskautsráðinu þegar sjö af átta ríkjum ákváðu að draga úr því samstarfi af því að það hefur lengi vel verið markmið […] að halda þessari pólitík utan við samráð á Norðurslóðum þannig að það var stórt skref að taka að færa þessa pólitík inn á borð Norðurskautsráðsins með þeim hætti sem var gert.“ Friðrik var spurður hvort hann væri bjartsýnn og hvort það væri einhver möguleiki á friðarsamningum. „Eins og ég hef reglulega sagt þá eigum við alltaf að halda í vonina en ég er mjög tortrygginn, svo ég viðurkenni það bara. Ég er hræddur um að þetta sé af hálfu Rússa einhvers konar ryk í augu og að raunveruleg meining á bakvið þetta sé takmörkuð,“ sagði Friðrik um fyrirheit Rússa í samningaviðræðunum.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12 Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46 Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Úkraínuforseti segir rússneskar hersveitir hafa verið hraktar á brott Fjörutíu og fimm hópferðabílar lögðu af stað til umsetinnar Mariupol í Í Úkraínu morgun í von um að hægt verði að koma stríðshrjáðum íbúum borgarinnar á brott. Forseti Úkraínu segir hersveitir Rússa ekki hafa dregið sig til baka frá útjaðri Kænugarðs heldur hafi þær verið hraktar á brott af úkraínska hernum. 31. mars 2022 12:12
Segir Rússa undirbúa stórsókn í Donbas Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa undirbúa stórsókn í austurhluta landsins. Rússar hafa sjálfir sagt að þeir hafi nú náð fyrstu hernaðarmarkmiðum sínum og nú standi fyrir dyrum að „frelsa“ Donbas. 31. mars 2022 06:46
Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40