Gefur hlutum sem enginn vill sjá né vita af fagurfræðilegt gildi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. apríl 2022 12:30 Lilja Birgisdóttir og verk af sýningu hennar It's not you, it's me. Aðsend Listakonan Lilja Birgisdóttur opnar sýninguna It’s not you, It’s me í dag, laugardaginn 2. apríl. Opnunin fer fram á milli klukkan 14:00 og 18:00 og stendur til 24. apríl næstkomandi. Verkið Vilko vöfflur eftir Lilju BirgisdótturLilja Birgis/Aðsend Sýningin fjallar um samband okkar við hversdagslega hluti sem tapað hafa tilgangi sínum og þannig ef til vill einnig fagurfræðilegu gildi sínu. Ljósmyndirnar eru handmálaðar með olíulitum á silver gelatin prent og eru einskonar portrett myndir af þessum hlutum sem gefur þeim ákveðið rými og endurvekur að vissu leyti tilverurétt þeirra. Blaðamaður heyrði í Lilju og fékk nánari innsýn í listina og endurvakningu fegurðar hversdagsleikans. Work in progress.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Þessi einnota heimur og þessi ruslsköpun sem gegnsýrir alla okkar menningu er innblástur minn fyrir þessari sýningu og þá var kvíðinn yfir því. Þetta er stórskrýtinn raunveruleiki! Það er merkilegt hvernig hlutur getur á augnabliki umbreyst úr verðmætum í rusl. Við leggjum það á okkur að fara af ásetningi og eftirvæntingu að kaupa eitthvað sem verður svo jafnskjótt eins og aðskotahlutur og vekur jafnvel upp viðbjóð. Þetta er algjör tilfinningarússíbani, við erum pirruð út í ruslið sem við sköpuðum sjálf. Mig langar að taka sjálf ábyrgð á eigin viðhorfi og gefa þessum hlutum sem enginn vill sjá né vita af fagurfræðilegt gildi sitt aftur. Með því að nota þessa aðferð, að taka portrett myndir af fánýti og handmála svo litina inn í myndirnar finnst mér ég vera að veita hlutunum þá hlýju og alúð sem þeir eiga skilið. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Umfjöllunarefni sýningarinnar hefur verið mér eins og mörgum öðrum hugleikið í mörg ár en ég hef unnið markvisst að henni í sex mánuði. Mikið af vinnunni átti sér stað í janúar þegar covid var í hámarki og lægðunum virtist aldrei ætla að linna og því varð sýningin óvart ótrúlega litrík og glöð einhvern veginn. Finnst þér þú hafa endurskilgreint samband þitt við hversdagslega hluti í gegnum þessa sýningu? Hmm, kannski aðallega að því leyti að þær tilfinningar sem ég hafði gagnvart ruslinu sem ég skapa beinast ekki lengur að ruslinu sjálfu heldur menningunni sem það fæðist í. Það þarf að ráðast á kerfið, ekki fólkið sem býr við það. Öll þurfum við að skakklappast með eilíft samviskubit að vera ekki að standa okkur nógu vel þegar það er ekki möguleiki undir þessum kringumstæðum. Heimurinn er ekki að farast þótt við mætum ekki með fjölnota poka í Bónus. Papríku stjörnu umbúðir sem lágu í ruslinu en fá nú að vera listaverk að eilífu.Instagram @liljabirgisdottir Að lokum segir Lilja: Ég held kannski að það sem ég vilji að fólk taki með sér frá sýningunni sé örlítil hugleiðing um fegurðina. Við þurfum ekki alltaf að hugsa að allt sé afskræmt og ónýtt fyrir okkur ef við lítum á okkur sjálf sem fegurðar sjáendur. Það er ábyrgðarhlutverk. Við getum ekki ætlast til þess að fegurðin birtist okkur bara án þess að sú taug sé opin. Ef við erum ekki með kröfur heldur nálgumst hlutina út frá viðhorfslegu mildi þá birtist fegurðin okkur á ólíklegustu stöðum. Myndlist Menning Tengdar fréttir „Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. 5. mars 2022 07:00 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Verkið Vilko vöfflur eftir Lilju BirgisdótturLilja Birgis/Aðsend Sýningin fjallar um samband okkar við hversdagslega hluti sem tapað hafa tilgangi sínum og þannig ef til vill einnig fagurfræðilegu gildi sínu. Ljósmyndirnar eru handmálaðar með olíulitum á silver gelatin prent og eru einskonar portrett myndir af þessum hlutum sem gefur þeim ákveðið rými og endurvekur að vissu leyti tilverurétt þeirra. Blaðamaður heyrði í Lilju og fékk nánari innsýn í listina og endurvakningu fegurðar hversdagsleikans. Work in progress.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur fyrir sýningunni? Þessi einnota heimur og þessi ruslsköpun sem gegnsýrir alla okkar menningu er innblástur minn fyrir þessari sýningu og þá var kvíðinn yfir því. Þetta er stórskrýtinn raunveruleiki! Það er merkilegt hvernig hlutur getur á augnabliki umbreyst úr verðmætum í rusl. Við leggjum það á okkur að fara af ásetningi og eftirvæntingu að kaupa eitthvað sem verður svo jafnskjótt eins og aðskotahlutur og vekur jafnvel upp viðbjóð. Þetta er algjör tilfinningarússíbani, við erum pirruð út í ruslið sem við sköpuðum sjálf. Mig langar að taka sjálf ábyrgð á eigin viðhorfi og gefa þessum hlutum sem enginn vill sjá né vita af fagurfræðilegt gildi sitt aftur. Með því að nota þessa aðferð, að taka portrett myndir af fánýti og handmála svo litina inn í myndirnar finnst mér ég vera að veita hlutunum þá hlýju og alúð sem þeir eiga skilið. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Umfjöllunarefni sýningarinnar hefur verið mér eins og mörgum öðrum hugleikið í mörg ár en ég hef unnið markvisst að henni í sex mánuði. Mikið af vinnunni átti sér stað í janúar þegar covid var í hámarki og lægðunum virtist aldrei ætla að linna og því varð sýningin óvart ótrúlega litrík og glöð einhvern veginn. Finnst þér þú hafa endurskilgreint samband þitt við hversdagslega hluti í gegnum þessa sýningu? Hmm, kannski aðallega að því leyti að þær tilfinningar sem ég hafði gagnvart ruslinu sem ég skapa beinast ekki lengur að ruslinu sjálfu heldur menningunni sem það fæðist í. Það þarf að ráðast á kerfið, ekki fólkið sem býr við það. Öll þurfum við að skakklappast með eilíft samviskubit að vera ekki að standa okkur nógu vel þegar það er ekki möguleiki undir þessum kringumstæðum. Heimurinn er ekki að farast þótt við mætum ekki með fjölnota poka í Bónus. Papríku stjörnu umbúðir sem lágu í ruslinu en fá nú að vera listaverk að eilífu.Instagram @liljabirgisdottir Að lokum segir Lilja: Ég held kannski að það sem ég vilji að fólk taki með sér frá sýningunni sé örlítil hugleiðing um fegurðina. Við þurfum ekki alltaf að hugsa að allt sé afskræmt og ónýtt fyrir okkur ef við lítum á okkur sjálf sem fegurðar sjáendur. Það er ábyrgðarhlutverk. Við getum ekki ætlast til þess að fegurðin birtist okkur bara án þess að sú taug sé opin. Ef við erum ekki með kröfur heldur nálgumst hlutina út frá viðhorfslegu mildi þá birtist fegurðin okkur á ólíklegustu stöðum.
Myndlist Menning Tengdar fréttir „Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. 5. mars 2022 07:00 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Maður er alltaf að kafa dýpra og skilja betur það sem maður er að fást við“ Listakonan Áslaug Íris Katrínar Friðjónsdóttir opnar einkasýninguna Arfur í Gallerí Þulu í dag, frá klukkan 14:00-18:00 og stendur sýningin til 27. mars næstkomandi. 5. mars 2022 07:00
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30