Gummi Ben í ham: „Þú mátt eiga þennan frakka!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 11:31 Massimiliano Irrati og Allegri komu mikið við sögu í uppbótartíma fyrri hálfleiks í leik Juventus og Inter í gær. stöð 2 sport Guðmundur Benediktsson fór á kostum þegar hann lýsti afar skrautlegum mínútum í stórleik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni, milli Juventus og Inter. Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Undir lok fyrri hálfleiks féll Denzel Dumfries í vítateig Juventus eftir baráttu við Álvaro Morata. Fyrst í stað dæmdi Massimiliano Irrati, dómari leiksins, ekki neitt. En eftir samtöl við félaga sína í VAR-herberginu fór hann sjálfur í skjáinn og dæmdi víti. Hakan Calhanoglu tók vítið en Wojciech Szczesny varði spyrnu hans. Eftir það hrökk boltinn í leikmenn Juventus og endaði í markinu. Irrrati dæmdi aukaspyrnu þótt enginn hafi gerst brotlegur. „Ekkert að þessu, ekkert að þessu, svo vúmm! Með hælnum, Danilo. Og hér dæmir hann strax aukaspyrnu. Irrati veit ekkert hvað hann er að gera þessa stundina. Þetta er of mikið fyrir hann, of stórt verkefni,“ sagði Gummi í lýsingu sinni á Stöð 2 Sport 2. Klippa: Ótrúleg atburðarás í leik Juventus og Inter Atvikið var skoðað og á endanum var ákveðið að endurtaka vítaspyrnuna því Matthjis de Ligt var kominn inn í teiginn þegar Calhanoglu tók spyrnuna. Tyrkinn fór aftur á punktinn og skoraði í annarri tilraun. Það reyndist eina mark leiksins. Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, var æfur yfir dómnum og sýndi óánægju sína með því að klæða sig úr frakkanum sínum og kastaði honum frá sér. „Allegri karlinn er farinn úr. Þú mátt eiga þennan frakka! Þú mátt eiga hann. Gjörsamlega æfur yfir þessu og vill ekki eiga frakkann lengur,“ sagði Gummi á sinn einstaka hátt. Myndband af allri hringavitleysunni í uppbótartíma fyrri hálfleiks má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Inter. Liðið er í 3. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 63 stig, þremur stigum á eftir toppliði AC Milan sem mætir Bologna á heimavelli í kvöld. Napoli er í 2. sæti með 66 stig en hefur leikið einum leik fleira en Inter og Milan. Juventus er í 4. sæti deildarinnar með 59 stig.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Sjá meira
Ítalíumeistarar Inter höfðu betur í stórleiknum Ítalíumeistarar Inter unnu afar mikilvægan 1-0 útisigur gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir röð af furðulegum ákvörðunum dómara leiksins. 3. apríl 2022 20:56