Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. apríl 2022 08:32 Bryndís Jóna Jónsdóttir aðjúnkt við Háskóla Íslands og núvitundarkennari segir heilann hreinlega þannig hannaðan að við erum alltaf vakandi yfir hættum en ónæm fyrir því sem gott er. Til þess að ganga enn betur og líða enn betur í vinnunni okkar, getum við hins vegar byggt okkur sjálf upp. Til dæmis með því að styðjast við jákvæða sálfræði og núvitund. En hvernig getum við gert það? Vísir/Vilhelm Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? „Heilinn okkar er í grunninn þannig gerður að hann er mjög vakandi fyrir hættum en ónæmari fyrir því sem gott er. Það gerir það að verkum að við erum sífellt að skanna umhverfið og ómeðvitað meta hvort þar leynast hættur,“ segir Bryndís Jóna Jónasdóttir aðjunkt og núvitundarkennari. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun fjöllum við um það hvernig við getum með sjálfsvinnu, sjálfsrækt og persónulegri stefnumótun eflt styrkleika okkar enn frekar og nýtt þá í starfi. Vilt þú blómstra í vinnunni? Bryndís Jóna er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA dimplóma í jákvæðri sálfræði, MA í náms- og starfsráðgjöf og B.Ed. í grunnskólafræðum með áherslu á íþróttir og heilsu. Bryndís hefur einnig lokið formlegri þjálfun sem kennari í samkennd og núvitund, meðal annars frá Bangor University í Wales, Breatworks samtökunum og US San Diego Center for Mindfulness. Í dag ætlar Bryndís að skýra út fyrir okkur hvernig við getum notað jákvæða sálfræði og núvitund til að ganga enn betur í starfinu okkar. En hvað er jákvæð sálfræði? „Jákvæð sálfræði er í raun nálgun sem hægt er að nýta á öllum sviðum en þá erum við að horfa til þess hvað það er sem hjálpar okkur að ná fram okkar besta og gera okkar besta,“ segir Bryndís og skýrir út hvernig jákvæð sálfræði getur hálpað okkur að auka á hamingju okkar, nýta styrkleika og gera lífið okkar betra. Líka það hvernig okkur gengur og líður í vinnunni. „Á ensku er talað um flourishing eða að blómstra,“ segir Bryndís. Til þess að ná að blómstra, er hins vegar mikilvægt að hvert og eitt okkar þekki þá styrkleika sem við búum yfir. Því öll erum við með hæfileika og ýmsa getu sem er sérstök og góð. Spurningin er bara: Hvernig nýtum við allt það besta í okkur, til að okkur gangi sem best og líði sem best? Bryndís segir að samkvæmt nálgun jákvæðrar sálfræði þá búum við yfir skapgerðar- eða persónustyrkleikum. Á ensku er talað um Character Strengths en að sögn Bryndísar eru ekki allir á sama máli hvernig best sé að þýða þetta yfir á íslensku. Um er að ræða 24 styrkleika sem við erum öll með. Fimm af þessum styrkleikum eru okkar meginstyrkleikar en þeir endurspeglast í öllu því sem við gerum. „Þessir styrkleikar segja til um það hver við erum sem manneskjur. Þetta eru styrkleikar eins og til dæmis leiðtogahæfni.“ Til viðbótar nefnir Bryndís þætti eins og félagsfærni, hugrekki og sköpun. Þegar við horfum á þetta út frá starfinu okkar er mikilvægt að við fáum tækifæri til að nýta styrkleika okkar og þá sérstaklega þessa fimm megin styrkleika okkar. En til að við getum það þá þurfum við að vera meðvituð um hverjir þeir eru og hvernig þeir nýtast okkur.“ Bryndís hvetur fólk til þess að velta fyrir sér hverjir þeirra fimm helstu styrkleikar því fyrsta skrefið í að nýta styrkleikana okkar til fulls er að átta okkur á því hverjir þeir eru. Jafnvel að taka styrkleikapróf á netinu. Jákvæð sálfræði hjálpar okkur síðan að nýta þessa styrkleika enn betur.Vísir/Vilhelm Þekkir þú styrkleikana þína eða hugarfar? Bryndís segir að þegar að við fáum tækifæri til að nýta styrkleikana okkar í starfi, aukum við til muna líkurnar á því að ná árangri og að vera ánægð í vinnunni. Hún mælir því með að fólk velti vel fyrir sér hvaða fimm megin styrkleika það telur sig búa yfir. Þá segir Bryndís fólk líka geta tekið styrkleikapróf á netinu. Sem dæmi bendir hún á á www.viacharacter.org. Bryndís nefnir einnig Carol Dweck sem hefur gert rannsóknir varðandi hugarfar okkar. Sem virðist skiptast í tvennt: Annars vegar vaxandi hugarfar og fastmótað. „Vaxandi hugarfar er mjög eftirsóknarvert en þá höfum við þá trú að við getum eflt okkur og bætt á því sviði með því að leggja okkur fram og vinna að því að þróa færni okkar. Þannig að því meiri tíma og alúð við leggjum í verkefni eða að þjálfa færni því meira uppskerum við,“ segir Bryndís en bætir við: „Fastmótað hugarfar lýsir því hins vegar þegar við höfum þá trú að við fæðumst með ákveðna hæfileika og við getum lítið haft um það að segja hvort við bætum okkur eða ekki og þjálfun hefur þar lítil áhrif.“ Að sögn Bryndísar getum við verið með blöndu af hvoru tveggja, eftir því á hvaða sviði viðfangsefnið sem við erum að fást við er. Vaxandi hugarfar hefur jákvæð áhrif á sjálfstiltrú og við höfum þá í raun endalausa möguleika með að bæta okkur á þeim sviðum sem við leggjum okkur fram um að sinna. Fastmótað hugarfar getur hins vegar verið mjög hamlandi og gert það að verkum að við gefumst fljótt upp á viðfangsefninu og jafnvel missum af tækifærum til að vaxa og þroskast í starfi, hvort sem það er heilt yfir eða á ákveðnum sviðum.“ Bryndís segir margar leiðir færar til að efla okkur í vaxandi hugarfari. En rétt eins og með styrkleikana okkar, felst fyrsta skrefið í því að við áttum okkur á því sjálf, hvaða hugarfar er ríkjandi á þeim sviðum sem við viljum efla. Stóra áskorunin að þjálfa nýjan vana Annað mikilvægt atriði til að ná árangri og líða sem best er að vera meðvituð um hugarfar okkar og hugsanir. Þar segir Bryndís núvitund geta hjálpað mikið. Núvitund sé í raun lífsfærni sem geti hjálpað okkur mikið í starfi, til dæmis að vanda okkur alltaf eða að taka betri ákvarðanir.Vísir/Vilhelm Að sögn Bryndísar er núvitund mikilvægur grunnur til að átta okkur á hugarfari okkar og styrkleikum. „Því núvitund hjálpar okkur að átta okkur á hugsunum okkar, tilfinningum og viðbrögðum eða löngunum til viðbragða í ákveðnum aðstæðum.“ Þannig segir hún að núvitund efli meðvitund okkar um það sem er að gerast innra með okkur og í kringum okkur. Sem aftur eykur meðvitundina okkar á því hvernig við bregðumst við aðstæðum eða hvaða löngun við erum með til viðbragða. „Það er talað um að núvitund sé athyglisþjálfun, að við þjálfum okkur í að stýra því hvar athyglin okkar hvílir hverju sinni og velja hjálpleg viðbrögð.“ Bryndís segir núvitund í raun lífsfærni sem hjálpar okkur við að vanda okkur, til dæmis í ákvarðanatöku. En er þetta kannski rosalega flókið og erfitt að læra? Allt þetta tal um jákvæða sálfræði, núvitund eða hvað annað: Getum við öll lært þetta eða eru þetta bara tískubylgjur samtímans? Bryndís segir svo ekki vera því jákvæð sálfræði og núvitund séu ekki flókin fyrirbæri fyrir neinn. Hins vegar felst áskorunin í því að breyta venjunum okkar þannig að nálgun jákvæðrar sálfræði og núvitund verði að vana. Þetta er eins og með ræktina. Maður þarf að einsetja sér, flétta saman við annan vana og daglegt líf. En þá getum við líka uppskorið ríkulega og hlúað að eigin velgengni og velfarnaði.“ Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Starfsfólk getur til dæmis valið sitt páskaegg í staðinn fyrir að allir fái eins Fyrirtæki eru hratt að breyta nálgun sinni gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum. 24. mars 2022 07:00 Breyttir tímar: Allt að gerast á Messenger, LinkedIn og Twitter Fyrirtæki hafa breytt nálgun sinni við viðskiptavini í kjölfar Covid og ný rannsókn McKinsey sýnir að samskiptaform sölumanna og viðskiptavina eru að breytast hratt. 23. mars 2022 08:16 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Heilinn okkar er í grunninn þannig gerður að hann er mjög vakandi fyrir hættum en ónæmari fyrir því sem gott er. Það gerir það að verkum að við erum sífellt að skanna umhverfið og ómeðvitað meta hvort þar leynast hættur,“ segir Bryndís Jóna Jónasdóttir aðjunkt og núvitundarkennari. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun fjöllum við um það hvernig við getum með sjálfsvinnu, sjálfsrækt og persónulegri stefnumótun eflt styrkleika okkar enn frekar og nýtt þá í starfi. Vilt þú blómstra í vinnunni? Bryndís Jóna er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA dimplóma í jákvæðri sálfræði, MA í náms- og starfsráðgjöf og B.Ed. í grunnskólafræðum með áherslu á íþróttir og heilsu. Bryndís hefur einnig lokið formlegri þjálfun sem kennari í samkennd og núvitund, meðal annars frá Bangor University í Wales, Breatworks samtökunum og US San Diego Center for Mindfulness. Í dag ætlar Bryndís að skýra út fyrir okkur hvernig við getum notað jákvæða sálfræði og núvitund til að ganga enn betur í starfinu okkar. En hvað er jákvæð sálfræði? „Jákvæð sálfræði er í raun nálgun sem hægt er að nýta á öllum sviðum en þá erum við að horfa til þess hvað það er sem hjálpar okkur að ná fram okkar besta og gera okkar besta,“ segir Bryndís og skýrir út hvernig jákvæð sálfræði getur hálpað okkur að auka á hamingju okkar, nýta styrkleika og gera lífið okkar betra. Líka það hvernig okkur gengur og líður í vinnunni. „Á ensku er talað um flourishing eða að blómstra,“ segir Bryndís. Til þess að ná að blómstra, er hins vegar mikilvægt að hvert og eitt okkar þekki þá styrkleika sem við búum yfir. Því öll erum við með hæfileika og ýmsa getu sem er sérstök og góð. Spurningin er bara: Hvernig nýtum við allt það besta í okkur, til að okkur gangi sem best og líði sem best? Bryndís segir að samkvæmt nálgun jákvæðrar sálfræði þá búum við yfir skapgerðar- eða persónustyrkleikum. Á ensku er talað um Character Strengths en að sögn Bryndísar eru ekki allir á sama máli hvernig best sé að þýða þetta yfir á íslensku. Um er að ræða 24 styrkleika sem við erum öll með. Fimm af þessum styrkleikum eru okkar meginstyrkleikar en þeir endurspeglast í öllu því sem við gerum. „Þessir styrkleikar segja til um það hver við erum sem manneskjur. Þetta eru styrkleikar eins og til dæmis leiðtogahæfni.“ Til viðbótar nefnir Bryndís þætti eins og félagsfærni, hugrekki og sköpun. Þegar við horfum á þetta út frá starfinu okkar er mikilvægt að við fáum tækifæri til að nýta styrkleika okkar og þá sérstaklega þessa fimm megin styrkleika okkar. En til að við getum það þá þurfum við að vera meðvituð um hverjir þeir eru og hvernig þeir nýtast okkur.“ Bryndís hvetur fólk til þess að velta fyrir sér hverjir þeirra fimm helstu styrkleikar því fyrsta skrefið í að nýta styrkleikana okkar til fulls er að átta okkur á því hverjir þeir eru. Jafnvel að taka styrkleikapróf á netinu. Jákvæð sálfræði hjálpar okkur síðan að nýta þessa styrkleika enn betur.Vísir/Vilhelm Þekkir þú styrkleikana þína eða hugarfar? Bryndís segir að þegar að við fáum tækifæri til að nýta styrkleikana okkar í starfi, aukum við til muna líkurnar á því að ná árangri og að vera ánægð í vinnunni. Hún mælir því með að fólk velti vel fyrir sér hvaða fimm megin styrkleika það telur sig búa yfir. Þá segir Bryndís fólk líka geta tekið styrkleikapróf á netinu. Sem dæmi bendir hún á á www.viacharacter.org. Bryndís nefnir einnig Carol Dweck sem hefur gert rannsóknir varðandi hugarfar okkar. Sem virðist skiptast í tvennt: Annars vegar vaxandi hugarfar og fastmótað. „Vaxandi hugarfar er mjög eftirsóknarvert en þá höfum við þá trú að við getum eflt okkur og bætt á því sviði með því að leggja okkur fram og vinna að því að þróa færni okkar. Þannig að því meiri tíma og alúð við leggjum í verkefni eða að þjálfa færni því meira uppskerum við,“ segir Bryndís en bætir við: „Fastmótað hugarfar lýsir því hins vegar þegar við höfum þá trú að við fæðumst með ákveðna hæfileika og við getum lítið haft um það að segja hvort við bætum okkur eða ekki og þjálfun hefur þar lítil áhrif.“ Að sögn Bryndísar getum við verið með blöndu af hvoru tveggja, eftir því á hvaða sviði viðfangsefnið sem við erum að fást við er. Vaxandi hugarfar hefur jákvæð áhrif á sjálfstiltrú og við höfum þá í raun endalausa möguleika með að bæta okkur á þeim sviðum sem við leggjum okkur fram um að sinna. Fastmótað hugarfar getur hins vegar verið mjög hamlandi og gert það að verkum að við gefumst fljótt upp á viðfangsefninu og jafnvel missum af tækifærum til að vaxa og þroskast í starfi, hvort sem það er heilt yfir eða á ákveðnum sviðum.“ Bryndís segir margar leiðir færar til að efla okkur í vaxandi hugarfari. En rétt eins og með styrkleikana okkar, felst fyrsta skrefið í því að við áttum okkur á því sjálf, hvaða hugarfar er ríkjandi á þeim sviðum sem við viljum efla. Stóra áskorunin að þjálfa nýjan vana Annað mikilvægt atriði til að ná árangri og líða sem best er að vera meðvituð um hugarfar okkar og hugsanir. Þar segir Bryndís núvitund geta hjálpað mikið. Núvitund sé í raun lífsfærni sem geti hjálpað okkur mikið í starfi, til dæmis að vanda okkur alltaf eða að taka betri ákvarðanir.Vísir/Vilhelm Að sögn Bryndísar er núvitund mikilvægur grunnur til að átta okkur á hugarfari okkar og styrkleikum. „Því núvitund hjálpar okkur að átta okkur á hugsunum okkar, tilfinningum og viðbrögðum eða löngunum til viðbragða í ákveðnum aðstæðum.“ Þannig segir hún að núvitund efli meðvitund okkar um það sem er að gerast innra með okkur og í kringum okkur. Sem aftur eykur meðvitundina okkar á því hvernig við bregðumst við aðstæðum eða hvaða löngun við erum með til viðbragða. „Það er talað um að núvitund sé athyglisþjálfun, að við þjálfum okkur í að stýra því hvar athyglin okkar hvílir hverju sinni og velja hjálpleg viðbrögð.“ Bryndís segir núvitund í raun lífsfærni sem hjálpar okkur við að vanda okkur, til dæmis í ákvarðanatöku. En er þetta kannski rosalega flókið og erfitt að læra? Allt þetta tal um jákvæða sálfræði, núvitund eða hvað annað: Getum við öll lært þetta eða eru þetta bara tískubylgjur samtímans? Bryndís segir svo ekki vera því jákvæð sálfræði og núvitund séu ekki flókin fyrirbæri fyrir neinn. Hins vegar felst áskorunin í því að breyta venjunum okkar þannig að nálgun jákvæðrar sálfræði og núvitund verði að vana. Þetta er eins og með ræktina. Maður þarf að einsetja sér, flétta saman við annan vana og daglegt líf. En þá getum við líka uppskorið ríkulega og hlúað að eigin velgengni og velfarnaði.“
Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Starfsfólk getur til dæmis valið sitt páskaegg í staðinn fyrir að allir fái eins Fyrirtæki eru hratt að breyta nálgun sinni gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum. 24. mars 2022 07:00 Breyttir tímar: Allt að gerast á Messenger, LinkedIn og Twitter Fyrirtæki hafa breytt nálgun sinni við viðskiptavini í kjölfar Covid og ný rannsókn McKinsey sýnir að samskiptaform sölumanna og viðskiptavina eru að breytast hratt. 23. mars 2022 08:16 Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Starfsfólk getur til dæmis valið sitt páskaegg í staðinn fyrir að allir fái eins Fyrirtæki eru hratt að breyta nálgun sinni gagnvart viðskiptavinum og starfsmönnum. 24. mars 2022 07:00
Breyttir tímar: Allt að gerast á Messenger, LinkedIn og Twitter Fyrirtæki hafa breytt nálgun sinni við viðskiptavini í kjölfar Covid og ný rannsókn McKinsey sýnir að samskiptaform sölumanna og viðskiptavina eru að breytast hratt. 23. mars 2022 08:16
Nýr 40/40 listi: „Augljóst að mjúkir hæfileikar eru að hjálpa fólki að ná langt“ Nýr 40/40 listi er kominn út en hann er samantekt á rísandi stjörnum í atvinnulífinu. Nafnalistann má sjá neðst í grein. 16. mars 2022 07:01
„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00
Eigum að hætta að hlaupa eins og hamstur í hjóli Við náum meiri árangri með góðri hvíld heldur en stanslausum hlaupum og pressu í vinnunni. 3. mars 2022 07:00