Matvælaframleiðendur plata neytendur þegar verðbólga eykst Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. apríl 2022 14:28 Spænski seðlabankinn segir að ástandið eigi ekki eftir að batna fyrr en árið 2024. Adrian Samson/Getty Images Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá á meginlandi Evrópu. Verðbólgan á Spáni mældist 9,8% í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í tæp 37 ár. Mörg fyrirtæki grípa í æ meira mæli til þess að minnka pakkningar og magn í stað þess að hækka vöruverð. Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var. Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Aukin verðbólga þýðir allajafna að verðlag hækkar og allt venjulegt launafólk finnur hratt fyrir því þegar verðbólgan eykst. Og fer þá meðvitað að leita að ódýrari valkosti. Þetta vita framleiðendur, og því færist í vöxt að fyrirtæki í stað þess að hækka verð, minnka einfaldlega pakkningarnar. Þetta kallast upp á ensku shrinkflation, sem er samsláttur orðanna að skreppa saman og verðbólga. Kartöfluflögurnar frá Doritos eru orðnar frægt dæmi um þessa aðferð framleiðenda. Fyrir skömmu fækkuðu framleiðendur Doritos flögunum í pokunum um fimm stykki, þannig að nú vegur hver poki 262 grömm en vóg áður 276 grömm. Og neytandinn borgar það sama og áður. Þetta gerðu framleiðendur einfaldlega til þess að bregðast við tæplega 8 prósenta verðbólgu í Bandaríkjunum í febrúar, mestu verðbólgu þar í landi síðan í ársbyrjun 1982. Verðbólgan í hæstu hæðum í ESB Sömu sögu er að segja af Evrópu, verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins mældist 7,5% í síðasta mánuði, það var 2,5 prósentustiga hækkun á milli mánaða og hefur aldrei aukist eins mikið. Hér á Spáni slagar verðbólgan í 2ja stafa tölu, 9,8%, og hefur ekki verið hærri síðan í maí 1985. Spænski seðlabankinn er svartsýnn og segir að ástandið eigi ekki eftir að batna á þessu ári, og reyndar að batamerki fari ekki að sjást fyrr en árið 2024. Það er aðallega þrennt sem veldur þessari miklu verðbólgu: Mikil verðhækkun hráefna, aðallega gass og olíu, alger stöðnun í alþjóðaviðskiptum og svartsýni og neikvæðar væntingar jafnt neytenda sem fyrirtækja. Fyrirtæki minnka pakkningar í stað þess að hækka verð Spænsku neytendasamtökin greina frá því að 7% af þeim vörum sem hafa verið skoðaðar að undanförnu hafa minnkað að umfangi og vigt. Dæmi um þetta er fiskur í niðursuðudósum, jógúrt, chorizo-pylsur, kókómalt, pasta og smjör. Þetta eru smávægilegar breytingar, pylsurnar eru til dæmis 10 grömmum léttari en áður, það eru færri blöð á salernispappírsrúllunni og það er 5 grömmum minna í jógúrtdósunum. Kúnninn tekur hins vegar síður eftir þessu, en ef verðið myndi hækka og því heldur hann frekar tryggð við framleiðandann. Og margt smátt gerir jú eitt stórt. Það sýnir eitt þekktasta dæmið úr hagfræðinni í þessum efnum. Árið 1987 ákvað bandaríska flugfélagið American Airlines að fækka ólívum í salati sem farþegum þess var boðið upp á. Um eina einustu ólívu. Þessi eina ólíva sparaði fyrirtækinu 40.000 dali árlega, andvirði rúmlega 5 milljóna íslenskra króna. Og kúnninn varð einskis var.
Verðlag Evrópusambandið Spánn Neytendur Tengdar fréttir Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49 Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Alþjóðagreiðslubankinn býst við langvarandi verðbólgu Agustín Carstens, framkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans (BIS), sem er í eigu fjölda seðlabanka um allan heim, segir að „nýtt verðbólguskeið“ sé að renna upp. Hann varar við því að stjórnvöld reiði sig um of á peningustefnu eða ríkisfjármál til að koma böndunum á verðlagshækkanir og kallar eftir stefnumörkun sem miðar að því að auka framleiðslugetu hagkerfa. Þetta kom fram í ræðu sem Carstens flutti fyrr í vikunni og Financial Times greindi frá. 6. apríl 2022 14:49
Verðbólga ekki mælst meiri síðan 2010 Ársverðbólga mælist nú 6,7% en hún var 6,2% í febrúar. Hún hefur ekki mælst meiri síðan í maí 2010. 29. mars 2022 09:03