„Mjög eðlileg krafa að við séum allavega að gera atlögu að því að verja okkar titla“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2022 18:31 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, segist vera með betur samsettan hóp en í fyrra. Stöð 2 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason á Stöð 2 í dag um komandi átök í Bestu-deild karla í fótbolta. Mótið hefst eftir slétta viku og Arnar segir eðlilegt að gera þá kröfu að Víkingar geri atlögu að því að verja titilinn. „Mér finnst við vera með svona skemmtilegra fótboltalið og betur samsettan hóp en í fyrra,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í dag. „En svo gleyma menn líka að þessir karakterar sem fóru frá okkur, það má ekki vanmeta þátt karakteranna í liðinu. En þessir leikmenn sem við höfum fengið í staðinn fyrir þá, Kyle og Oliver, Oliver var fyrirliði í sínu liði og Kyle leiðtoginn í sínu liði. Þannig að já, mér finnst við vera með skemmtilegra lið og vonandi betri hóp og ef svo er þá er það mjög eðlileg krafa að við séum allavega að gera atlögu að því að verja okkar titla.“ Víkingsliðið hefur raðað inn titlum síðan að Arnar tók við sem þjálfari liðsins og því mögulega einhverjir farnir að velta því fyrir sér hvort hann eigi framtíðina fyrir sér sem þjálfari á erlendri grundu. Sjálfur segist hann vera með ákveðið plan, en eins og staðan er núna líður honum vel í Víkinni. „Maður hefur svona ákveði plan á sínum ferli. En ég er alveg silkislakur. Mér líður alveg rosalega vel í Víkinni og við erum með frábært teymi í kringum allt. Kári er yfirmaður knattspyrnumála, í rauninni yfirmaður minn, ég má ekki segja þetta en hann er það,“ sagði Arnar. „Svo er Sölvi orðinn aðstoðarmaður og stjórnin er frábær. Þannig að mér líður bara mjög vel og er bara slakur. Ég veit að þetta er leikur úrslita og ef árangurinn verður góður á næstu árum þá fer þetta bara sína eðlilegu leið.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs um komandi sumar í Bestu deildinni. Ætlar ekki að bæta frekar í hópinn, en hefur augun opin Nú er slétt vika í mót og þrátt fyrir það að félagaskiptaglugginn sé enn opinn segist Arnar vera búinn að loka hópnum. „Jú, algjörlega. Þú hefur alltaf augun opin ef einhver skildi detta inn og þess háttar. En við erum mjög sáttir við hópinn núna og svo megum við ekki gleyma því að við eigum strák eins og Arnór Borg inni sem að mínu mati verður örugglega bestur af þeim öllum sem við höfum fengið.“ „Hann er búinn að vera hrikalega óheppinn og við eigum hann inni vonandi. Hann er að fara í aðgerð bara í dag held ég og þá verður hann vonandi klár eftir tvo til þrjá mánuði. En eins og staðan er í dag er hópurinn sterkur.“ Mikil stemning hefur verið í kringum Víkingsliðið, enda hefur liðið unnið allt sem hægt er að vinna á undanförnum mánuðum. Arnar gerir ráð fyrir því að stúkan í Víkinni verði full í allt sumar. „Jú, ég held það. Við áttum gott stemningskvöld með stuðningsmönnunum fyrir tveim vikum síðan og þá var mikill hugur í mönnum. Svo hittir maður fólk úti í búð og á veitingastöðum og það leynast furðu margir Víkingar úti um allt núna og þeir eru stoltir af sínum klúbbi.“ „Ég held að bæði Víkingar og stuðningsmenn annarra liða - ég skynja einhvern veginn að stemningin sé að magnast núna eftir að sólin fór að skína - þannig að ég held að menn séu hrikalega spenntir fyrir skemmtilegu móti.“ Arnar gerir sér einnig grein fyrir því að það að vera ríkjandi meistari geri það að verkum að þú sért liðið sem allir vilji vinna. „Það er náttúrulega þannig að þegar þú ert meistari þá er það þannig að hin liðin vilja sanna sig. Það er ósköp eðlilegt og maður var þannig sjálfur sem leikmaður þegar maður mætti meisturunum.“ „Við erum þannig í dag að við erum liðið sem þarf að vinna og svo eru sterk lið, sterkir klúbbar, risar í íslenskum fótbolta með þjálfara sem hafa afrekað miklu meira en ég hef afrekað sem þjálfari. Þeir bíða á kantinum og þannig á þetta að vera. Þannig verða til framfarir í fótbolta. Þegar við erum að ýta á hvern annan og komast á næsta „level.“ Það er það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur og að mínu mati var smá stöðnun í því fyrir nokkrum árum, en nú finn ég að það eru einhvern veginn allir að ýta á hvern annan og það mun gera leikinn bara enn betri og skemmtilegri hérna á Íslandi,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
„Mér finnst við vera með svona skemmtilegra fótboltalið og betur samsettan hóp en í fyrra,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í dag. „En svo gleyma menn líka að þessir karakterar sem fóru frá okkur, það má ekki vanmeta þátt karakteranna í liðinu. En þessir leikmenn sem við höfum fengið í staðinn fyrir þá, Kyle og Oliver, Oliver var fyrirliði í sínu liði og Kyle leiðtoginn í sínu liði. Þannig að já, mér finnst við vera með skemmtilegra lið og vonandi betri hóp og ef svo er þá er það mjög eðlileg krafa að við séum allavega að gera atlögu að því að verja okkar titla.“ Víkingsliðið hefur raðað inn titlum síðan að Arnar tók við sem þjálfari liðsins og því mögulega einhverjir farnir að velta því fyrir sér hvort hann eigi framtíðina fyrir sér sem þjálfari á erlendri grundu. Sjálfur segist hann vera með ákveðið plan, en eins og staðan er núna líður honum vel í Víkinni. „Maður hefur svona ákveði plan á sínum ferli. En ég er alveg silkislakur. Mér líður alveg rosalega vel í Víkinni og við erum með frábært teymi í kringum allt. Kári er yfirmaður knattspyrnumála, í rauninni yfirmaður minn, ég má ekki segja þetta en hann er það,“ sagði Arnar. „Svo er Sölvi orðinn aðstoðarmaður og stjórnin er frábær. Þannig að mér líður bara mjög vel og er bara slakur. Ég veit að þetta er leikur úrslita og ef árangurinn verður góður á næstu árum þá fer þetta bara sína eðlilegu leið.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs um komandi sumar í Bestu deildinni. Ætlar ekki að bæta frekar í hópinn, en hefur augun opin Nú er slétt vika í mót og þrátt fyrir það að félagaskiptaglugginn sé enn opinn segist Arnar vera búinn að loka hópnum. „Jú, algjörlega. Þú hefur alltaf augun opin ef einhver skildi detta inn og þess háttar. En við erum mjög sáttir við hópinn núna og svo megum við ekki gleyma því að við eigum strák eins og Arnór Borg inni sem að mínu mati verður örugglega bestur af þeim öllum sem við höfum fengið.“ „Hann er búinn að vera hrikalega óheppinn og við eigum hann inni vonandi. Hann er að fara í aðgerð bara í dag held ég og þá verður hann vonandi klár eftir tvo til þrjá mánuði. En eins og staðan er í dag er hópurinn sterkur.“ Mikil stemning hefur verið í kringum Víkingsliðið, enda hefur liðið unnið allt sem hægt er að vinna á undanförnum mánuðum. Arnar gerir ráð fyrir því að stúkan í Víkinni verði full í allt sumar. „Jú, ég held það. Við áttum gott stemningskvöld með stuðningsmönnunum fyrir tveim vikum síðan og þá var mikill hugur í mönnum. Svo hittir maður fólk úti í búð og á veitingastöðum og það leynast furðu margir Víkingar úti um allt núna og þeir eru stoltir af sínum klúbbi.“ „Ég held að bæði Víkingar og stuðningsmenn annarra liða - ég skynja einhvern veginn að stemningin sé að magnast núna eftir að sólin fór að skína - þannig að ég held að menn séu hrikalega spenntir fyrir skemmtilegu móti.“ Arnar gerir sér einnig grein fyrir því að það að vera ríkjandi meistari geri það að verkum að þú sért liðið sem allir vilji vinna. „Það er náttúrulega þannig að þegar þú ert meistari þá er það þannig að hin liðin vilja sanna sig. Það er ósköp eðlilegt og maður var þannig sjálfur sem leikmaður þegar maður mætti meisturunum.“ „Við erum þannig í dag að við erum liðið sem þarf að vinna og svo eru sterk lið, sterkir klúbbar, risar í íslenskum fótbolta með þjálfara sem hafa afrekað miklu meira en ég hef afrekað sem þjálfari. Þeir bíða á kantinum og þannig á þetta að vera. Þannig verða til framfarir í fótbolta. Þegar við erum að ýta á hvern annan og komast á næsta „level.“ Það er það sem er að gerast í löndunum í kringum okkur og að mínu mati var smá stöðnun í því fyrir nokkrum árum, en nú finn ég að það eru einhvern veginn allir að ýta á hvern annan og það mun gera leikinn bara enn betri og skemmtilegri hérna á Íslandi,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira