Losun dróst saman en áfram vantar upp í markmið Íslands Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2022 16:56 Vegasamgöngur er stærsti einstaki losunarþátturinn sem fellur undir beina ábyrgð Íslands. Vísir/Vilhelm Nokkur samdráttur mældist í losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi árið 2020 og munar mestu um samdrátt í notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum. Má gera ráð fyrir að sú breyting skýrist að töluverðu leyti af áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. Þetta kemur fram í nýrri Landsskýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi fyrir árið 2020. Á sama tíma og samdráttur mælist í samgöngum sést aukning í losun frá úrgangi og jarðvarmavirkjunum milli ára. Losun á beinni ábyrgð Íslands hefur dregist saman um 13% frá árinu 2005 og 5,4% milli áranna 2019 til 2020. Framreikningar Umhverfisstofnunar á losun Íslands fram til ársins 2040 sýna að losun muni líklega halda áfram að dragast saman á næstu árum. Samkvæmt spánni mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um 28% til ársins 2030 miðað við árið 2005. Markmið íslenskra stjórnvalda samkvæmt núgildandi alþjóðasamningum er að losun á beinni ábyrgð Íslands dragist saman um 29% til ársins 2030 miðað við árið 2005. Þar er miðað við hlut Íslands í sameiginlegu markmiði Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um að ná fram 40% samdrætti en það markmið hefur síðar verið hækkað í 55%. Ekki liggur fyrir hver hlutur Íslands verður í nýja markmiðinu. Losun gróðurhúsalofttegunda (kt CO2-ígildi ) á Íslandi og framreiknuð losun (án landnotkunar og skógræktar, alþjóðaflugs og alþjóðasiglinga).Umhverfisstofnun Framreiknaður samdráttur gæti aukist Framreikningar Umhverfisstofnunar byggja meðal annars á spám um þróun mannfjölda, eldsneytisnotkun og verga landsframleiðslu og á aðgerðum úr Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Niðurstöður framreikninga Umhverfisstofnunar taka aðeins til þeirra aðgerða sem unnt var að meta við reikningana. „Líklegt þykir að þegar fleiri aðgerðir taka á sig skýrari mynd muni þær hafa þau áhrif að framreiknaður samdráttur aukist. Einnig mun áframhaldandi þróun aðferðafræði við útreikninga leiða til minni óvissu í niðurstöðum,“ segir í samantekt Umhverfisstofnunar. Dróst hún saman um 4,3 prósent Samkvæmt nýrri Landsskýrslu var losun Íslands, að meðtalinni losun vegna landnotkunar, 13.519 kílótonnaf koltvísýringsígildum árið 2020 og dróst hún saman um 1,6% milli áranna 2019 og 2020. Samkvæmt framreikningunum stofnunarinnar verður þessi losun 11.970 kílótonn af koltvísýringsígildum árið 2040. Með koltvísýringsígildum er búið að umreikna aðrar gróðurhúsalofttegundir en koltvísýring í það magn koltvísýrings sem samsvarar hlýnunarmætti þeirra yfir hundrað ára tímabil. Til dæmis jafngildir metan um það bil 25 koltvísýringsígildum. Að frátalinni landnotkun og skógrækt, var losunin 4.510 kílótonn koltvísýringsígilda árið 2020. Landnotkun er stærsti einstaki losunarflokkur Íslands og ber ábyrgð á 9.010 kílótonnum koltvísýringsígilda sem fellur þó ekki með sama hætti og aðrir geirar undir núverandi skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Ef horft er til losunar án landnotkunar þá dróst hún saman um 4,3% milli áranna 2019 og 2020. Samkvæmt framreikningunum verður þessi losun 3.620 kílótonn koltvísýringsígilda árið 2040. Losun Íslands án landnotkunar og alþjóðasamgangna má skipta í tvo megin flokka út frá skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Annars vegar losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands og losun sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS). Losun vegna alþjóðasamgangna á borð við alþjóðaflug og landnotkun, breyttrar landnotkunar og skógræktar er ekki heldur á beinni ábyrgð Íslands samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins. Meginbreytingar í losun milli 2019 og 2020 eru eftirfarandi: Losun frá vegasamgöngum dróst saman um 13%, sem líklega má skýra af Covid-19 sem hafði bæði áhrif á ferðavenjur Íslendinga og fækkun ferðamanna. Losun frá strandsiglingum og innanlandsflugi dróst saman um 53%. Losun frá jarðvarmavirkjunum jókst um tæp 8% og er það að nokkru leyti vegna aukinnar hitavatnsframleiðslu úr gasríkum holum. Losun vegna urðunar úrgangs jókst um 16% og tengist það minni metansöfnun á urðunarstöðum en árið á undan sem var metár í metansöfnun. Binding vegna skógræktar jókst um 4%. Stærstu losunarþættir sem falla undir beina ábyrgð Íslands árið 2020. Losunarþættir minni en 5% eru undanskildir á þessari mynd.Umhverfisstofnun Árið 2020 voru stærstu einstöku losunarþættirnir sem falla undir beina ábyrgð Íslands vegasamgöngur (30%), fiskiskip (19%) og iðragerjun búfjársem á sér í meltingarfærum þess vegna niðurbrots fæðu sem veldur metanlosun (11%). Íslensk stjórnvöld þurfa að kaupa losunarheimildir Árið 2020 markar endalok seinna tímabils Kýótó-bókunarinnar, sem nær yfir losun frá árinu 2013 til 2020. Fram kemur í samantekt Umhverfisstofnunar að Íslandi hafi verið úthlutað rúmlega fimmtán milljónum losunarheimilda fyrir losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands á tímabilinu og safnaði tæplega fjórum milljónum bindingaeininga vegna bindingar kolefnis hér á landi. Losun Íslands á árunum 2013 til 2020 nam þó 23 milljónum tonna koltvísýringsígilda og upp á vantar því tæplega fjórar milljónir losunarheimila. Mun íslenska ríkið því þurfa að kaupa þær heimildir áður en tímabilið verður gert upp en ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við þau kaup verður, að sögn Umhverfisstofnunar. Óljóst hvert nýtt markmið Íslands verður Eftir seinna tímabili Kýótó-bókunarinnar tók við Parísarsáttmálinn sem nær yfir losun áranna 2021 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu að vera í með í sameiginlegu markmiði Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um að ná 40% samdrætti í losun til ársins 2030, miðað við árið 1990. Miðað við það hefur Ísland skuldbundið sig til að ná 29% samdrætti í losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030, miðað við losun ársins 2005. Í fyrra var sameiginlegt markmið Íslands, Noregs og Evrópusambandsins hækkað í 55% en ekki er búið að ákvarða hlut Íslands í uppfærðu markmiði. Líkt og áður segir mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um 28% til ársins 2030 miðað við 2005, samkvæmt nýjustu framreikningum Umhverfisstofnunar. Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. 4. apríl 2022 21:34 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. 19. maí 2021 10:00 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri Landsskýrslu Umhverfisstofnunar um losun gróðurhúsaloftegunda á Íslandi fyrir árið 2020. Á sama tíma og samdráttur mælist í samgöngum sést aukning í losun frá úrgangi og jarðvarmavirkjunum milli ára. Losun á beinni ábyrgð Íslands hefur dregist saman um 13% frá árinu 2005 og 5,4% milli áranna 2019 til 2020. Framreikningar Umhverfisstofnunar á losun Íslands fram til ársins 2040 sýna að losun muni líklega halda áfram að dragast saman á næstu árum. Samkvæmt spánni mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um 28% til ársins 2030 miðað við árið 2005. Markmið íslenskra stjórnvalda samkvæmt núgildandi alþjóðasamningum er að losun á beinni ábyrgð Íslands dragist saman um 29% til ársins 2030 miðað við árið 2005. Þar er miðað við hlut Íslands í sameiginlegu markmiði Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um að ná fram 40% samdrætti en það markmið hefur síðar verið hækkað í 55%. Ekki liggur fyrir hver hlutur Íslands verður í nýja markmiðinu. Losun gróðurhúsalofttegunda (kt CO2-ígildi ) á Íslandi og framreiknuð losun (án landnotkunar og skógræktar, alþjóðaflugs og alþjóðasiglinga).Umhverfisstofnun Framreiknaður samdráttur gæti aukist Framreikningar Umhverfisstofnunar byggja meðal annars á spám um þróun mannfjölda, eldsneytisnotkun og verga landsframleiðslu og á aðgerðum úr Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Niðurstöður framreikninga Umhverfisstofnunar taka aðeins til þeirra aðgerða sem unnt var að meta við reikningana. „Líklegt þykir að þegar fleiri aðgerðir taka á sig skýrari mynd muni þær hafa þau áhrif að framreiknaður samdráttur aukist. Einnig mun áframhaldandi þróun aðferðafræði við útreikninga leiða til minni óvissu í niðurstöðum,“ segir í samantekt Umhverfisstofnunar. Dróst hún saman um 4,3 prósent Samkvæmt nýrri Landsskýrslu var losun Íslands, að meðtalinni losun vegna landnotkunar, 13.519 kílótonnaf koltvísýringsígildum árið 2020 og dróst hún saman um 1,6% milli áranna 2019 og 2020. Samkvæmt framreikningunum stofnunarinnar verður þessi losun 11.970 kílótonn af koltvísýringsígildum árið 2040. Með koltvísýringsígildum er búið að umreikna aðrar gróðurhúsalofttegundir en koltvísýring í það magn koltvísýrings sem samsvarar hlýnunarmætti þeirra yfir hundrað ára tímabil. Til dæmis jafngildir metan um það bil 25 koltvísýringsígildum. Að frátalinni landnotkun og skógrækt, var losunin 4.510 kílótonn koltvísýringsígilda árið 2020. Landnotkun er stærsti einstaki losunarflokkur Íslands og ber ábyrgð á 9.010 kílótonnum koltvísýringsígilda sem fellur þó ekki með sama hætti og aðrir geirar undir núverandi skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Ef horft er til losunar án landnotkunar þá dróst hún saman um 4,3% milli áranna 2019 og 2020. Samkvæmt framreikningunum verður þessi losun 3.620 kílótonn koltvísýringsígilda árið 2040. Losun Íslands án landnotkunar og alþjóðasamgangna má skipta í tvo megin flokka út frá skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum. Annars vegar losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands og losun sem fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (EU ETS). Losun vegna alþjóðasamgangna á borð við alþjóðaflug og landnotkun, breyttrar landnotkunar og skógræktar er ekki heldur á beinni ábyrgð Íslands samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins. Meginbreytingar í losun milli 2019 og 2020 eru eftirfarandi: Losun frá vegasamgöngum dróst saman um 13%, sem líklega má skýra af Covid-19 sem hafði bæði áhrif á ferðavenjur Íslendinga og fækkun ferðamanna. Losun frá strandsiglingum og innanlandsflugi dróst saman um 53%. Losun frá jarðvarmavirkjunum jókst um tæp 8% og er það að nokkru leyti vegna aukinnar hitavatnsframleiðslu úr gasríkum holum. Losun vegna urðunar úrgangs jókst um 16% og tengist það minni metansöfnun á urðunarstöðum en árið á undan sem var metár í metansöfnun. Binding vegna skógræktar jókst um 4%. Stærstu losunarþættir sem falla undir beina ábyrgð Íslands árið 2020. Losunarþættir minni en 5% eru undanskildir á þessari mynd.Umhverfisstofnun Árið 2020 voru stærstu einstöku losunarþættirnir sem falla undir beina ábyrgð Íslands vegasamgöngur (30%), fiskiskip (19%) og iðragerjun búfjársem á sér í meltingarfærum þess vegna niðurbrots fæðu sem veldur metanlosun (11%). Íslensk stjórnvöld þurfa að kaupa losunarheimildir Árið 2020 markar endalok seinna tímabils Kýótó-bókunarinnar, sem nær yfir losun frá árinu 2013 til 2020. Fram kemur í samantekt Umhverfisstofnunar að Íslandi hafi verið úthlutað rúmlega fimmtán milljónum losunarheimilda fyrir losun sem telst á beinni ábyrgð Íslands á tímabilinu og safnaði tæplega fjórum milljónum bindingaeininga vegna bindingar kolefnis hér á landi. Losun Íslands á árunum 2013 til 2020 nam þó 23 milljónum tonna koltvísýringsígilda og upp á vantar því tæplega fjórar milljónir losunarheimila. Mun íslenska ríkið því þurfa að kaupa þær heimildir áður en tímabilið verður gert upp en ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn við þau kaup verður, að sögn Umhverfisstofnunar. Óljóst hvert nýtt markmið Íslands verður Eftir seinna tímabili Kýótó-bókunarinnar tók við Parísarsáttmálinn sem nær yfir losun áranna 2021 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu að vera í með í sameiginlegu markmiði Íslands, Noregs og Evrópusambandsins um að ná 40% samdrætti í losun til ársins 2030, miðað við árið 1990. Miðað við það hefur Ísland skuldbundið sig til að ná 29% samdrætti í losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2030, miðað við losun ársins 2005. Í fyrra var sameiginlegt markmið Íslands, Noregs og Evrópusambandsins hækkað í 55% en ekki er búið að ákvarða hlut Íslands í uppfærðu markmiði. Líkt og áður segir mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um 28% til ársins 2030 miðað við 2005, samkvæmt nýjustu framreikningum Umhverfisstofnunar.
Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. 4. apríl 2022 21:34 Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53 Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. 19. maí 2021 10:00 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Heimurinn þarf að breyta um lífsstíl því tíminn er að renna út Sameinuðu þjóðirnar segja að brátt verði of seint að ná þeim markmiðum í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkandi hitastig jarðar. Í nýrri skýrslu sem gerð var af helstu vísindamönnum heimsins á þessu sviði segir að einungis umfangsmiklar og hnattrænar aðgerðir geti nú komið í veg fyrir gífurlegar hamfarir. 4. apríl 2022 21:34
Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. 26. apríl 2021 12:53
Tæplega 70% samdráttur í losun frá Evrópuflugi í faraldrinum Losun íslenskra flugrekenda á gróðurhúsalofttegundum vegna ferða innan evrópska efnahagssvæðisins dróst saman um 69% á milli ára í fyrra þegar samgangur á milli landa snarminnkaði í kórónuveirufaraldrinum. Ekki hefur verið losað minna frá því að samevrópskt kerfi um losunarheimildir var tekið upp árið 2013. 19. maí 2021 10:00
„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34