Sjúkrabíll sótti leikmann Barcelona inn á grasið á Nývangi í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2022 08:31 Liðsfélagar Ronald Araujo hjá Barcelona fylgjast með því þegar hann er færður inn í sjúkrabílinn. AP/Joan Monfort Barcelona steig stórt skref í átt að því að tryggja sér annað sætið í spænsku deildinni með því að vinna Celta Vigo 3-1 í La Liga í gærkvöldi en óhuggulegur atburður átti sér stað í leiknum. Barcelona mennirnir Ronald Araujo og Gavi skölluðu þá höfðunum saman um miðjan seinni hálfleikinn. Báðir leikmennirnir fundu vel fyrir þessu og lágu á eftir. Í fyrstu virtist Ronald Araujo ætla að hrista þetta af sér en hann hneig síðan niður í jörðina eftir að dómarinn flautaði og þá var ljóst að hann hafði fengið mikið högg. Iago Aspas was one of the first players on the pitch to attend to Ronald Araujo's head injury.Aspas also stayed close until the very end until Araujo's ambulance left the pitch.Respect pic.twitter.com/aPBxjOudCp— ESPN FC (@ESPNFC) May 10, 2022 Leikmenn úr báðum liðum komu honum til aðstoðar og þar á meðal var Sergio Busquets sem kallaði strax eftir læknisaðstoð. Læknaliðið hugaði að Araujo í um tíu mínútur á vellinum og þeir enduðu á því að fá sjúkrabíl til að sækja hann inn á völlinn á Nývangi. Gavi gat aftur á móti haldið áfram en þegar atvikið var skoðað aftur þá sést að höggið kom á gagnaugað á Araujo. Barcelona defender Ronald Araujo is conscious in hospital after having to leave the Nou Camp in an ambulance following a head-to-head collision with team-mate Gavi.More from @Anthony_Hay https://t.co/0xLy2nIV00— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 10, 2022 Barcelona greindi svo frá því að leikmaðurinn fékk heilahristing og var fluttur á sjúkrahús til frekari rannsókna. Nú er bara að vona að hann nái sér sem fyrst og geti snúið inn á völlinn fljótt aftur. Ronald Araujo er 23 ára gamall miðvörður frá Úrúgvæ sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2019. Hann hefur lengi verið orðaður við lið Manchester United. Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Barcelona mennirnir Ronald Araujo og Gavi skölluðu þá höfðunum saman um miðjan seinni hálfleikinn. Báðir leikmennirnir fundu vel fyrir þessu og lágu á eftir. Í fyrstu virtist Ronald Araujo ætla að hrista þetta af sér en hann hneig síðan niður í jörðina eftir að dómarinn flautaði og þá var ljóst að hann hafði fengið mikið högg. Iago Aspas was one of the first players on the pitch to attend to Ronald Araujo's head injury.Aspas also stayed close until the very end until Araujo's ambulance left the pitch.Respect pic.twitter.com/aPBxjOudCp— ESPN FC (@ESPNFC) May 10, 2022 Leikmenn úr báðum liðum komu honum til aðstoðar og þar á meðal var Sergio Busquets sem kallaði strax eftir læknisaðstoð. Læknaliðið hugaði að Araujo í um tíu mínútur á vellinum og þeir enduðu á því að fá sjúkrabíl til að sækja hann inn á völlinn á Nývangi. Gavi gat aftur á móti haldið áfram en þegar atvikið var skoðað aftur þá sést að höggið kom á gagnaugað á Araujo. Barcelona defender Ronald Araujo is conscious in hospital after having to leave the Nou Camp in an ambulance following a head-to-head collision with team-mate Gavi.More from @Anthony_Hay https://t.co/0xLy2nIV00— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 10, 2022 Barcelona greindi svo frá því að leikmaðurinn fékk heilahristing og var fluttur á sjúkrahús til frekari rannsókna. Nú er bara að vona að hann nái sér sem fyrst og geti snúið inn á völlinn fljótt aftur. Ronald Araujo er 23 ára gamall miðvörður frá Úrúgvæ sem hefur spilað með Barcelona frá árinu 2019. Hann hefur lengi verið orðaður við lið Manchester United.
Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira