La Liga leggur fram kvörtun vegna nýs samnings Mbappé við PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2022 09:01 Kylian Mbappé verður áfram hjá PSG til 2025. EPA-EFE/Mohammed Badra La Liga, spænska úrvalsdeildin, hefur gefið út að deildin ætli að leggja inn kvörtun hjá knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, vegna nýs samnings Kylian Mbappé við París-Saint Germain. Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur verið orðaður við Real Madríd allt síðan félagið reyndi að kaupa hann sumarið 2021. Mbappé hefur gefið út að hann hafi verið stuðningsmaður Real allt síðan í æsku og benti allt til þess að franski sóknarmaðurinn myndi færa sig til Madrídar er samningur hans í París rynni út að tímabilinu loknu. Það er þangað til í gær þegar fregnir bárust af nýjum þriggja ára samning PSG við Mbappé. Spænska úrvalsdeildin er ekki par sátt með ákvörðun Mbappé og ætlar í hart. Deildin hefur gefið út að það sé ekki fræðilegur möguleiki á því að fjárhagsstaða París Saint-Germain geri liðinu kleift að bjóða Mbappé svipaðan samning og Real Madríd gerði. Ætlar spænska deildin að leggja fram kvörtun við UEFA, frönsk skattayfirvöld og Evrópusambandið. Í yfirlýsingu La Liga segir að PSG hafi tapað 220 milljónum evra á síðustu leiktíð og meira en 700 milljónum evra á undanförnum árum. Þá gagnrýnir La Liga auglýsinga samninga franska liðsins og tekur saman hversu dýr leikmannahópur þess sé (650 milljónir evra). Að lokum segir að hegðun Al-Khelafi, forseta PSG, ógni stöðugleika evrópsks fótbolta á sama hátt og hin svokallaða „Ofurdeild Evrópu“ en Real Madríd – liðið sem taldi sig vera að fá Mbappé – var meðal liða sem barðist hvað mest fyrir stofnun hennar. BREAKING: LaLiga have released a statement announcing they will file a complaint against Paris Saint-Germain over Kylian Mbappe's new contract... pic.twitter.com/Ymjf0YlJpd— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 21, 2022 Mbappé hélt upp á nýjan samning sinn við PSG með því að skora þrennu í 5-0 sigri á Metz í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Talandi um að nudda salti í sárin. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Mbappé hefur verið orðaður við Real Madríd allt síðan félagið reyndi að kaupa hann sumarið 2021. Mbappé hefur gefið út að hann hafi verið stuðningsmaður Real allt síðan í æsku og benti allt til þess að franski sóknarmaðurinn myndi færa sig til Madrídar er samningur hans í París rynni út að tímabilinu loknu. Það er þangað til í gær þegar fregnir bárust af nýjum þriggja ára samning PSG við Mbappé. Spænska úrvalsdeildin er ekki par sátt með ákvörðun Mbappé og ætlar í hart. Deildin hefur gefið út að það sé ekki fræðilegur möguleiki á því að fjárhagsstaða París Saint-Germain geri liðinu kleift að bjóða Mbappé svipaðan samning og Real Madríd gerði. Ætlar spænska deildin að leggja fram kvörtun við UEFA, frönsk skattayfirvöld og Evrópusambandið. Í yfirlýsingu La Liga segir að PSG hafi tapað 220 milljónum evra á síðustu leiktíð og meira en 700 milljónum evra á undanförnum árum. Þá gagnrýnir La Liga auglýsinga samninga franska liðsins og tekur saman hversu dýr leikmannahópur þess sé (650 milljónir evra). Að lokum segir að hegðun Al-Khelafi, forseta PSG, ógni stöðugleika evrópsks fótbolta á sama hátt og hin svokallaða „Ofurdeild Evrópu“ en Real Madríd – liðið sem taldi sig vera að fá Mbappé – var meðal liða sem barðist hvað mest fyrir stofnun hennar. BREAKING: LaLiga have released a statement announcing they will file a complaint against Paris Saint-Germain over Kylian Mbappe's new contract... pic.twitter.com/Ymjf0YlJpd— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 21, 2022 Mbappé hélt upp á nýjan samning sinn við PSG með því að skora þrennu í 5-0 sigri á Metz í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Talandi um að nudda salti í sárin.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. 21. maí 2022 21:01