„Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2022 07:30 Einar Þorsteinn Ólafsson hefur sannað sig sem góður handboltamaður þrátt fyrir að vera enn ungur og fer í atvinnumennsku í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Einar Þorsteinn Ólafsson hafði gaman af því að rifja upp brot úr þætti af Atvinnumönnunum okkar, þar sem hann æfði fótbolta með pabba sínum, handboltagoðsögninni Ólafi Stefánssyni, á Spáni. Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Einar er í miðju einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með Val gegn ÍBV og næsti leikur er í Eyjum á laugardag. Fyrir þriðja leikinn á milli liðanna ræddi Einar, sem er svo á leið í atvinnumennsku í sumar, við Stefán Árna Pálsson í Seinni bylgjunni og má sjá innslagið hér að neðan. Klippa: Viðtal við Einar Þorstein í miðju einvígi Stefán sýndi Einari myndbrot frá árinu 2009 þegar Einar bjó á Spáni með fjölskyldu sinni, þar sem hann var ósjaldan að leika sér með bolta en var þá með hugann við að verða fótboltamaður. „Ég man eftir þessu. Ég var góður sko. Pabbi þjálfaði mig rosalega mikið í fótbolta og eiginlega ekkert í handbolta,“ sagði Einar sem æfði svo einnig körfubolta og hefur sagt að það eigi sinn þátt í því hversu góður varnarmaður hann sé. „Ég prófaði allar íþróttir og ef að ég eignast barn þá mun ég láta það æfa eins margar íþróttir og ég get. Ég vil meina að maður geti bara grætt á því að prófa svona margt.“ Vissi að hann þyrfti að langa til að mæta á hverja einustu æfingu En af hverju endaði hann svo í handboltanum, eins og pabbi sinn? „Það er góð spurning. Ég fann það innst inni að þetta væri það skemmtilegasta sem ég geri. Ég elska að horfa á körfubolta og leika mér í körfu en ég hafði alltaf áhuga á að mæta á hverja einustu æfingu í handbolta. Ég vissi að ef ég ætlaði að verða atvinnumaður þá þyrfti mig að langa til að mæta á hverja einustu æfingu,“ segir Einar. Hann er þegar byrjaður að vera viðloðandi landsliðið og er á leið í atvinnumennsku hjá Fredericia í Danmörku, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara. Lærði af pabba sínum að vera yfirvegaður En hvaða áhrif hefur Ólafur pabbi hans aðallega haft á hann? „Bara að vera alltaf „cool“ á því, jarðbundinn og yfirvegaður. Ekki fara of hátt í neinu sem maður gerir,“ segir Einar. Eins og fyrr segir var viðtalið tekið upp fyrir leik Vals og ÍBV í gærkvöld en fjórði leikur einvígisins verður í Eyjum á laugardaginn þar sem Íslandsmeistarabikarinn fer á loft. Einar nýtur þess í botn að spila í úrslitakeppninni: „Ég er ekkert eðlilega spenntur. Ég er búinn að bíða lengi eftir því að prófa fimm leikja seríu. Ég hef aldrei gert það áður. Í yngri flokkunum er alltaf bara einn og einn leikur. Það er líka geggjað að fá ÍBV í úrslitum. Það þekkja allir stuðningsmennina og það gefur manni auka að það sé mikið af fólki á leikjum,“ segir Einar en innslagið má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Handbolti Valur Seinni bylgjan Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira