Fjarlægðu umdeilda kosningaauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 08:42 Skjáskot úr auglýsingu Greitens. Þar sést hann ráðast inn í hús með hópi vopnaðra sérsveitarmanna. Lýsir hann því yfir að hann gefi út ótakmarkað veiðileyfi á aðra repúblikana. AP/Framboð Erics Greitens Samfélagsmiðlarisinn Facebook fjarlægði umdeilda kosningaauglýsingu frambjóðanda Repúblikanaflokksins í Missouri. Í auglýsingunni er frambjóðandinn vopnaður haglabyssu og segist ætla að veiða aðra repúblikana. Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Auglýsing Erics Greitens, fyrrverandi ríkisstjóra Missouri, var fjarlægð af Facebook þar sem hún var talin stríða gegn notendaskilmálum sem banna ofbeldi og hvatningu til þess. Twitter sagði að auglýsingin bryti einnig notendaskilmála þar en að tístið yrði ekki fjarlægt þar sem það væri í almannaþágu að það væri enn sýnilegt. Úrskurður Twitter kom þó í veg fyrir að auglýsingunni væri deild frekar á miðlinum, að sögn AP-fréttastofunnar. Greitens talar um að gefa út veiðileyfi á þá sem hann kallar „repúblikana að nafninu einu til“ (e. RINO). Það er níðyrði innan Repúblikanaflokksins en Donald Trump jók vinsældir þess til muna. Með frambjóðandanum sjást vopnaðir sérveitarmenn brjótast inn í hús og kasta hvellsprengju. Aðeins tvær vikur eru frá því að karlmaður var handtekinn, vopnaður byssu og hnífi og með bensl við hús Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómara. Hann hafði hótað því að drepa dómarann. Um svipað leyti skaut vopnaður maður dómara á eftirlaunum til bana í Wisconsin. Morðinginn, sem svipti sig lífi, var með lista sem á voru nöfn ríkisstjóra Michigan, leiðtoga repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisstjóra Wisconsin. Þá sagði Adam Kinzinger, fulltrúadeildarþingmaður repúblikana frá Illinois, að hann hefði nýlega fengið bréf heim til sín þar sem honum, konu hans og fimm mánaða gömlu barni var hótað lífláti. Kinzinger var einn örfárra repúblikana sem greiddi atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot eftir árás stuðningsmanna forsetans á þinghúsið 6. janúar í fyrra. Hann situr einnig í þingnefnd sem rannsakar árásina. Fái þá hjálp sem hann þurfi á að halda Kosningaauglýsing Greitens er liður í framboði hans til annars öldungadeildarþingsætis Missouri sem kosið verður um í haust. Greitens hefur mælst með einna mest fylgi frambjóðenda í forvali repúblikana í skoðanakönnunum. Aðrir repúblikanar fordæmdu auglýsinguna. Caleb Rowden, leiðtogi repúblikana í öldungadeild ríkisþings Missouri, tísti um að flokkurinn hefði verið í sambandi við lögregluna og að hann vonaði að Greitens fengi þá aðstoð sem hann þyrfti á að halda. „Hver sá sem hefur ítrekað verið sakaður um ofbeldi gegn konum og börnum ætti að forðast svona orðræðu,“ tísti Rowden. Vísaði hann þar til þess að fyrrverandi eiginkona Greitens sakar hann um að hafa beitt sig og son þeirra ofbeldi. Lögmaður hennar segist tvímælalaust ætla að nota kosningaauglýsinguna í forræðismáli þeirra sem er nú fyrir dómstólum. Greitens hrökklaðist úr embætti ríkisstjóra í skugga hneykslismáls árið 2018. Hann var þá ákærður fyrir að taka nektarmynd af hjákonu sinni og hóta að birta hana opinberlega til þess að tryggja að hún segði ekki frá sambandi þeirra. Litla iðrun var að merkja á framboði Greitens vegna auglýsingarinnar. „Ef einhver nær ekki myndlíkingunni þá lýgur hann annað hvort eða er heimskur,“ sagði Dylan Johnson, kosningastjóri hans, í yfirlýsingu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira