Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 07:49 Gotabaya Rajapaksa hefur aðeins verið forseti Srí Lanka frá árinu 2019. Andy Buchanan/Getty Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert. Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert.
Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07
Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36