Pogba segist vera kominn heim en hafa orðið að manni í Manchester Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2022 10:01 Paul Pogba er ekki allra. EPA-EFE/TIM KEETON „Stundum tekur maður ákvarðanir sem falla ekki með manni en ég er ánægður með árin mín í Manchester, þar ólst ég upp, þar lærði ég og þar varð ég að manni,“ segir Paul Pogba en hann samdi á dögunum við Juventus eftir að samningur hans við Manchester United rann út. „Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri. Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
„Ég er ánægður með þær ákvarðarnir sem ég hef tekið í lífinu,“ segir franski miðvallarleikmaðurinn en þetta er í annað sinn sem hann fer frítt frá Man United til Juventus. Pogba, sem er 29 ára gamall í dag, vonast eftir meiri stöðugleika hjá Juventus heldur en var hjá Man United eftir að hann gekk í raðir félagsins í annað sinn. Að hans mati var skipt reglulega um þjálfara með tilheyrandi breytingum á leikstíl. Paul Pogba is ready for the next chapter pic.twitter.com/SDGp6Zs3nx— B/R Football (@brfootball) July 12, 2022 „Að skipta um þjálfara á hverju ári, það var erfitt fyrir mig. Svo meiddist í nokkrum sinnum en ég held líka að þetta hafi verið andlegt, að spila og vera svo ekki að spila. Það hægir á manni. Þetta var lítið af öllu, þjálfarinn, liðið og leikstaðan. Þetta hafði allt áhrif,“ sagði Pogba um vandræði sín í Manchester. Að segja að félagið hafi skipt um þjálfara árlega stenst þó ekki skoðun þar sem José Mourinho stýrði liðinu frá því Pogba kom sumarið 2016 fram í desember 2018. Ole Gunnar Solskjær tók þá við og stýrði liðinu þangað til undir lok árs 2021. Eftir það tók Michael Carrick við í þrjá leiki og svo kom Ralf Rangnick inn og kláraði síðustu leiktíð sem þjálfari Man United. Það voru því aðeins tveir þjálfarar við stjórnvölin nær allan tíma Pogba hjá félaginu. Pogba ákvað á endanum að skrifa ekki undir nýjan samning við Man United þar sem honum fannst þau himinháu laun sem félagið bauð honum ekki vera nægilega há. Nú er hann kominn aftur til Ítalíu og getur ekki beðið eftir að sýna sig og sanna en Pogba skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus. „Nú, þegar ég hef skipt um umhverfi, munuð þið sjá annan Paul Pogba. Ég get spilað mun betur en ég hef gert á undanförnum árum. Ég er ánægður með að vera kominn heim, þannig líður mér hér. Þetta er eitthvað meira en aðeins draumur, ég er mjög hamingjusamur.“ Getting started! #ForzaJuve pic.twitter.com/Fd1CEnbTDi— Paul Pogba (@paulpogba) July 12, 2022 „Það voru önnur lið sem sýndu áhuga en hjarta mitt valdi Juventus. Mér leið vel hér áður og líður vel hér núna. Ég get ekki beðið eftir að byrja og hjálpa liðinu. Ég vonast til að gera betur en síðast,“ sagði Pogba að endingu í viðtalinu. Það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Juventus-liðið sem Pogba var í frá 2012 til 2016 bar höfuð og herðar yfir öll önnur lið Ítalíu. Liðið vann hvern titilinn á fætur öðrum en nú er tíðin önnur. Mílanó-liðin tvö, AC og Inter, hafa unnið deildina undanfarin tvö ár og Juventus má muna sinn fífil fegurri.
Fótbolti Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira