Dybala orðinn lærisveinn Mourinho Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 10:32 Paulo Dybala er orðinn leikmaður Roma. Getty/Michael Regan Ítalska knattspyrnufélagið Roma kynnti í dag argentínska sóknarmanninn Paulo Dybala til leiks en félagið fékk hann ókeypis frá Juventus. Eftir að Juventus ákvað að gera ekki nýjan samning við hinn 28 ára gamla Dybala voru taldar miklar líkur á því að hann færi til Inter. Ekkert varð hins vegar af því og nú er ljóst að Dybala mun leika undir stjórn José Mourinho á komandi leiktíð. Samningur hans við Roma gildir til sumarsins 2025. Official, confirmed. Paulo Dybala has joined AS Roma on free transfer with contract valid until June 2025 that will also include a release clause. #ASRomaJosé Mourinho has been key factor to complete this huge signing for Roma. pic.twitter.com/ZoXSSxmndi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 20, 2022 The Athletic segir að á endanum hafi bæði Inter og AC Milan ákveðið að fjármunum sínum væri betur varið í annað en að fá Dybala. Inter hafi haft mikinn áhuga og verið nálægt því að fá Dybala en þeim tilraunum verið snarhætt þegar félagið festi kaup á Romelu Lukaku. Að sama skapi hafi AC Milan ákveðið að fara aðra leið og talið vænlegra að freista þess að fá hinn 21 árs gamla Charles De Ketelaere frá Club Brugge. Dybala skoraði 10 mörk í 29 deildarleikjum fyrir Juventus á síðustu leiktíð. Hann lék sjö leiktíðir með liðinu eftir að hafa áður verið hjá Palermo í þrjú ár. Roma hafnaði í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð en vann Sambandsdeild Evrópu og leikur því í Evrópudeildinni í haust. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Eftir að Juventus ákvað að gera ekki nýjan samning við hinn 28 ára gamla Dybala voru taldar miklar líkur á því að hann færi til Inter. Ekkert varð hins vegar af því og nú er ljóst að Dybala mun leika undir stjórn José Mourinho á komandi leiktíð. Samningur hans við Roma gildir til sumarsins 2025. Official, confirmed. Paulo Dybala has joined AS Roma on free transfer with contract valid until June 2025 that will also include a release clause. #ASRomaJosé Mourinho has been key factor to complete this huge signing for Roma. pic.twitter.com/ZoXSSxmndi— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 20, 2022 The Athletic segir að á endanum hafi bæði Inter og AC Milan ákveðið að fjármunum sínum væri betur varið í annað en að fá Dybala. Inter hafi haft mikinn áhuga og verið nálægt því að fá Dybala en þeim tilraunum verið snarhætt þegar félagið festi kaup á Romelu Lukaku. Að sama skapi hafi AC Milan ákveðið að fara aðra leið og talið vænlegra að freista þess að fá hinn 21 árs gamla Charles De Ketelaere frá Club Brugge. Dybala skoraði 10 mörk í 29 deildarleikjum fyrir Juventus á síðustu leiktíð. Hann lék sjö leiktíðir með liðinu eftir að hafa áður verið hjá Palermo í þrjú ár. Roma hafnaði í 6. sæti ítölsku A-deildarinnar á síðustu leiktíð en vann Sambandsdeild Evrópu og leikur því í Evrópudeildinni í haust.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira