Gætu yfirgefið Barcelona nokkrum vikum eftir komu til félagsins Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 20:31 Joan Laporta, forseti Barcelona, ásamt Andreas Christensen þegar Christensen var tilkynntur sem nýr leikmaður félagsins í júlí. Getty Images Andreas Christensen og Franck Kessie, leikmenn Barcelona, gætu báðir verið á förum frá Katalóníu vegna fjárhagsvandræða í félagsins. Báðir leikmennirnir voru kynntir til leiks hjá Barcelona í byrjun júlí. Fyrsti leikur Barcelona á tímabilinu er næsta laugardag gegn Rayo Vallecano og takist liðinu ekki að skrá tvímenningana fyrir laugardaginn virkjast ákvæði í samningi þeirra sem gerir þeim kleift að yfirgefa félagið á frjálsri sölu samkvæmt heimildum ESPN. Christensen og Kessie eru á meðal fimm leikmanna sem Barcelona hefur fengið til liðs við sig í sumar ásamt þeim Jules Kounde, Robert Lewandowski og Raphinha. Enginn af þeim hefur enn þá verið skráður í leikmannahóp Barcelona en heimildarmenn ESPN segja að Barcelona mun leggja höfuð áherslu á að skrá Kounde, Lewandowski og Raphinha í leikmannahóp sinn vegna þess að félagið hefur nú þegar borgað rúmlega 150 fyrir þrímenningana á meðan Christensen og Kessie komu frítt til félagsins. Ef allt fer á versta veg fyrir spænska félagið þá gæti enginn af nýju leikmönnunum fengið leikheimild fyrir næsta tímabil á Spáni ásamt Sergi Roberto og Ousmane Dembele, sem báðir skrifuðu undir nýja samninga við Barcelona á dögunum. Joan Laporta, forseti Barcelona, er þó bjartsýnn að félagið nái að skrá leikmennina sjö í leikmannahóp liðsins á meðan félagið heldur áfram að selja eignir sínar á uppboði. Barcelona hefur tíma til enda ágúst að ganga frá öllum lausum endum og skrá alla leikmennina í hópinn en Christensen og Kessie eiga möguleika á að yfirgefa liðið fyrr ef þeir verða ekki skráðir í leikmannahópinn fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Rayo. Barcelona lauk síðasta leiktímabili á Spáni með 144 milljón evra tapi, eina liðið á Spáni sem lauk keppni í mínus. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Fyrsti leikur Barcelona á tímabilinu er næsta laugardag gegn Rayo Vallecano og takist liðinu ekki að skrá tvímenningana fyrir laugardaginn virkjast ákvæði í samningi þeirra sem gerir þeim kleift að yfirgefa félagið á frjálsri sölu samkvæmt heimildum ESPN. Christensen og Kessie eru á meðal fimm leikmanna sem Barcelona hefur fengið til liðs við sig í sumar ásamt þeim Jules Kounde, Robert Lewandowski og Raphinha. Enginn af þeim hefur enn þá verið skráður í leikmannahóp Barcelona en heimildarmenn ESPN segja að Barcelona mun leggja höfuð áherslu á að skrá Kounde, Lewandowski og Raphinha í leikmannahóp sinn vegna þess að félagið hefur nú þegar borgað rúmlega 150 fyrir þrímenningana á meðan Christensen og Kessie komu frítt til félagsins. Ef allt fer á versta veg fyrir spænska félagið þá gæti enginn af nýju leikmönnunum fengið leikheimild fyrir næsta tímabil á Spáni ásamt Sergi Roberto og Ousmane Dembele, sem báðir skrifuðu undir nýja samninga við Barcelona á dögunum. Joan Laporta, forseti Barcelona, er þó bjartsýnn að félagið nái að skrá leikmennina sjö í leikmannahóp liðsins á meðan félagið heldur áfram að selja eignir sínar á uppboði. Barcelona hefur tíma til enda ágúst að ganga frá öllum lausum endum og skrá alla leikmennina í hópinn en Christensen og Kessie eiga möguleika á að yfirgefa liðið fyrr ef þeir verða ekki skráðir í leikmannahópinn fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Rayo. Barcelona lauk síðasta leiktímabili á Spáni með 144 milljón evra tapi, eina liðið á Spáni sem lauk keppni í mínus.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Sjá meira
Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01