Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2022 23:30 Síðasta myndin, tekin um tíu til fimmtán sekúndum áður en flugvélin skall í hlíðinni. Mynd/US MARINE CORPS Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Fjórir bandarískir hermenn létust í slysinu sem varð þegar flugvélin, af gerðinni V-22 Osprey, hrapaði. Osprey-vélarnar eru nokkuð sérstakar, þær eru búnar tveimur hreyflum og geta þær tekið á loft og lent eins og þyrlur, en þegar í loftið er komið er hægt að snúa hreyflunum og flýgur vélin þá eins og flugvél. Samskonar vél og hrapaði í Noregi í mars.EPA/MARK R. CRISTINO Hermenninir um borð tóku þátt í NATO-æfingunni Cold Response sem haldin var í mars í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK hefur birt skot úr myndskeiði sem tekið var með GoPro myndavél á meðan fluginu stóð. Í frétt NRK kemur fram að ekki hafi verið til staðar leyfi til að nota slíka myndavél, óheimilt sé að koma með einkamyndavélar um borð í herflugvélar bandaríska hersins. Engu að síður er ljóst að myndskeiðið gaf rannsakendum gleggri mynd af því sem gerðist í fluginu örlagaríka. Síðasta myndin tekin örfáum sekúndum fyrir slysið Rannsakendur telja að mistök flugmannsins hafi orðið til þess að vélin hrapaði. Myndskeiðið þykir varpa ljósi á síðustu augnablikin áður en flugvélin hrapaði en síðasta myndin var tekin tíu til fimmtán sekúndum áður en slysið varð. Til að mynda telja rannsakendur að myndbandið sýni að veðuraðstæður hafi ekki verið slæmar, líkt og áður hafði mögulega verið talið. Veðuraðstæður við björgunaðgerðir voru mjög slæmar, en útlit er fyrir að veðrið hafi breyst snögglega eftir að vélin hrapaði. Stilla úr myndskeiðinu sem tekin er þegar ein mínúta var í slysið. Myndin sýnir að veðuraðstæður voru ágætar. Rauða örin bendir á staðinn þar sem slysið varð, í um sex kílómetra fjarlægð.Mynd/US MARINE CORPS Ástæða slyssins sé fyrst og fremst röð flugaðgerða sem flugmaðurinn hafi framkvæmt í lágflugi yfir Gråtådalen þar sem slysið átti sér stað. Sérfræðingur sem NRK fékk til að lesa yfir skýrslu rannsakenda segir að ljóst sé að flugmaðurinn hafi fengið það verkefni að fylgja ánni sem liggur um dalinn. Flugmaðurinn talinn hafa tekið of krappar beygjur í þröngum dal Svo virðist sem að flugmaðurinn hafi flogið of nálægt fjallshlíð, í um tíu metra fjarlægð, og því þurft að taka mjög krappa beygju, krappari beygju en flugvélin væri hönnuð til að ráða við, til að komast hjá því að skella á hlíðinni. Vegna þessarar beygju hafi flugmaðurinn þurft að taka aðra enn krappari beygju til að leiðrétta stefnuna eftir fyrri beygjuna. Ekki hafi hins vegar reynst nógu mikið rými í hinum tiltölulega þrönga dal fyrir þessar kröppu stefnubreytingar. Flugvélin hafi verið á uppleið er hún skall á hlíðinni en flugmanninum hafi ekki tekist að hækka flugið nógu mikið. Sem fyrr segir létu fjórir bandarískir hermenn lífið í slysinu. Noregur Hernaður NATO Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fjórir bandarískir hermenn létust í slysinu sem varð þegar flugvélin, af gerðinni V-22 Osprey, hrapaði. Osprey-vélarnar eru nokkuð sérstakar, þær eru búnar tveimur hreyflum og geta þær tekið á loft og lent eins og þyrlur, en þegar í loftið er komið er hægt að snúa hreyflunum og flýgur vélin þá eins og flugvél. Samskonar vél og hrapaði í Noregi í mars.EPA/MARK R. CRISTINO Hermenninir um borð tóku þátt í NATO-æfingunni Cold Response sem haldin var í mars í Noregi. Norska ríkisútvarpið NRK hefur birt skot úr myndskeiði sem tekið var með GoPro myndavél á meðan fluginu stóð. Í frétt NRK kemur fram að ekki hafi verið til staðar leyfi til að nota slíka myndavél, óheimilt sé að koma með einkamyndavélar um borð í herflugvélar bandaríska hersins. Engu að síður er ljóst að myndskeiðið gaf rannsakendum gleggri mynd af því sem gerðist í fluginu örlagaríka. Síðasta myndin tekin örfáum sekúndum fyrir slysið Rannsakendur telja að mistök flugmannsins hafi orðið til þess að vélin hrapaði. Myndskeiðið þykir varpa ljósi á síðustu augnablikin áður en flugvélin hrapaði en síðasta myndin var tekin tíu til fimmtán sekúndum áður en slysið varð. Til að mynda telja rannsakendur að myndbandið sýni að veðuraðstæður hafi ekki verið slæmar, líkt og áður hafði mögulega verið talið. Veðuraðstæður við björgunaðgerðir voru mjög slæmar, en útlit er fyrir að veðrið hafi breyst snögglega eftir að vélin hrapaði. Stilla úr myndskeiðinu sem tekin er þegar ein mínúta var í slysið. Myndin sýnir að veðuraðstæður voru ágætar. Rauða örin bendir á staðinn þar sem slysið varð, í um sex kílómetra fjarlægð.Mynd/US MARINE CORPS Ástæða slyssins sé fyrst og fremst röð flugaðgerða sem flugmaðurinn hafi framkvæmt í lágflugi yfir Gråtådalen þar sem slysið átti sér stað. Sérfræðingur sem NRK fékk til að lesa yfir skýrslu rannsakenda segir að ljóst sé að flugmaðurinn hafi fengið það verkefni að fylgja ánni sem liggur um dalinn. Flugmaðurinn talinn hafa tekið of krappar beygjur í þröngum dal Svo virðist sem að flugmaðurinn hafi flogið of nálægt fjallshlíð, í um tíu metra fjarlægð, og því þurft að taka mjög krappa beygju, krappari beygju en flugvélin væri hönnuð til að ráða við, til að komast hjá því að skella á hlíðinni. Vegna þessarar beygju hafi flugmaðurinn þurft að taka aðra enn krappari beygju til að leiðrétta stefnuna eftir fyrri beygjuna. Ekki hafi hins vegar reynst nógu mikið rými í hinum tiltölulega þrönga dal fyrir þessar kröppu stefnubreytingar. Flugvélin hafi verið á uppleið er hún skall á hlíðinni en flugmanninum hafi ekki tekist að hækka flugið nógu mikið. Sem fyrr segir létu fjórir bandarískir hermenn lífið í slysinu.
Noregur Hernaður NATO Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58 Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fjórir látnir eftir að herþyrla hrapaði í NATO-æfingu Fjórir bandarískir hermenn létust þegar bandarísk herþyrla sem tók þátt í NATO-æfingunni Cold Response hrapaði í Norðurlandi í Noregi í gær. 19. mars 2022 08:58
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37