Ógna birgðalínum Rússa í austri Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2022 11:52 Úkraínskur hermaður tekur sjálfu í austurhluta landsins. AP/Kostiantyn Liberov Hersveitir Úkraínu virðast hafa náð þó nokkrum árangri í gagnsókn þeirra í Kharkív-héraði í norðurhluta landsins. Gagnsóknin hófst í gær og virðast Úkraínumenn hafa komið Rússum á óvart, umkringt rússneska hermenn í borginni Balaklia og sótt áfram austur inn á yfirráðasvæði Rússa. Sérfræðingar segja líklegt að Rússar ætli sér að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í Izyum, sem er ein af þungamiðjum herafla Rússlands í austurhluta Úkraínu. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) er vitnað í bæði úkraínska embættismenn og rússneska sérfræðinga sem fjalla um málefni rússneska hersins á samfélagsmiðlum, um að eitt af skotmörkum Úkraínumanna sé borgin Kupyansk. Hún er norður af Izyum en Rússar nota hana til birgðaflutninga til hersveita sinna í austurhluta Úkraínu. Þá hafa borist fregnir af því í morgun að Úkraínumenn hafi skotið niður orrustuþotu yfir Kharkív-héraði í morgun. Stated to be a footage of recent SU-25 down by in Kharkiv regionExcellent vid, btw Might be wrong, but it looks like fighter shot him down??@vcdgf555 @CovertShores @TheShipYard2 pic.twitter.com/HeoiDE8lb3— Cyx (@Cyx_5) September 7, 2022 Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um átökin í Kharkív en Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, staðfesti við WSJ að Úkraínumenn væru að ná góðum árangri. Hér má sjá myndband af úkraínskum hermönnum á ferðinni í Kharkív í morgun. Continued rapid Ukrainian gains being reported in the Kharkiv region. pic.twitter.com/4HlHrFaFy8— Moshe Schwartz (@YWNReporter) September 7, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn herjað á Rússa í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, þar sem þeir hafa frelsað nokkra bæi og eru sagðir reyna að umkringja rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Sagt var frá því í gær að ráðgjafi Selenskís hefði sagt von á óvæntum og góðum fréttum frá Kharkív í norðri. Færslur á samfélagsmiðlum höfðu þá sýnt Úkraínska hermenn í bæjum nærri Balaklia og úthverfum en það svæði hafði lengi verið í höndum Rússa. Enn er tiltölulega óljóst hve umfangsmikil sókn Úkraínumanna í Kharkív er en hún er þó sögð hafa valdið miklum usla meðal rússneskra hermanna á svæðinu. Úkraínumenn hafa undirbúið gagnsóknir víða í Úkraínu, með því markmiði að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa og þvinga Rússa til að bregðast við aðgerðum þeirra og þannig stjórna því hvar barist er og hvenær. Sjá má stöðuna á víglínunum í Úkraínu í grófum dráttum á gagnvirku korti á vef hugveitunnar Institute for the study of war. Nýjustu gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív virðist þó vanta á kortið. Miklar vendingar á víglínunum Eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði í vor og einbeittu sér að Donbas-svæðinu í austurhluta landsins, þar sem birgðalínur Rússa voru mun styttri og þeir gátu beitt yfirburðum sínum í mannafla og stórskotaliði betur, náðu þeir hægum en stöðugum árangri gegn Úkraínumönnum. Úkraínumenn fóru þá að beita HIMARS-eldflaugakerfum sérstaklega gegn stjórnstöðvum og birgðageymslum rússneska hersins í austri og seinna í suðri, eftir að Úkraínumenn opinberuðu að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði. Því brugðust Rússar við með að flytja hermenn frá víglínunum í norðri og austri til Kherson-héraðs í suðri. Sókn Rússa í austri virðist nú hafa verið stöðvuð að mestu og eru Úkraínumenn að sækja fram gegn Rússum í bæði norðri og suðri. Sóknin í suðri hefur þó enn sem komið er reynst Úkraínumönnum dýrkeyptari og hafa fregnir borist af því að Rússar hafi sent marga af sínum vönustu og bestu hermönnum til Kherson. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum #Ukraine : Ukrainian soldiers also managed to advance north of Balakliya, taking the town of Volokhiv Yar, which opens the road to #Izyum and to #Kupyansk.Russian forces in #Kharkiv are in a though position. pic.twitter.com/IWT2PKqezt— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 7, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Sérfræðingar segja líklegt að Rússar ætli sér að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í Izyum, sem er ein af þungamiðjum herafla Rússlands í austurhluta Úkraínu. Í frétt Wall Street Journal (áskriftarvefur) er vitnað í bæði úkraínska embættismenn og rússneska sérfræðinga sem fjalla um málefni rússneska hersins á samfélagsmiðlum, um að eitt af skotmörkum Úkraínumanna sé borgin Kupyansk. Hún er norður af Izyum en Rússar nota hana til birgðaflutninga til hersveita sinna í austurhluta Úkraínu. Þá hafa borist fregnir af því í morgun að Úkraínumenn hafi skotið niður orrustuþotu yfir Kharkív-héraði í morgun. Stated to be a footage of recent SU-25 down by in Kharkiv regionExcellent vid, btw Might be wrong, but it looks like fighter shot him down??@vcdgf555 @CovertShores @TheShipYard2 pic.twitter.com/HeoiDE8lb3— Cyx (@Cyx_5) September 7, 2022 Rússar hafa ekkert sagt opinberlega um átökin í Kharkív en Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu, staðfesti við WSJ að Úkraínumenn væru að ná góðum árangri. Hér má sjá myndband af úkraínskum hermönnum á ferðinni í Kharkív í morgun. Continued rapid Ukrainian gains being reported in the Kharkiv region. pic.twitter.com/4HlHrFaFy8— Moshe Schwartz (@YWNReporter) September 7, 2022 Undanfarnar vikur hafa Úkraínumenn herjað á Rússa í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu, þar sem þeir hafa frelsað nokkra bæi og eru sagðir reyna að umkringja rússneska hermenn á norðurbakka Dnipro. Sagt var frá því í gær að ráðgjafi Selenskís hefði sagt von á óvæntum og góðum fréttum frá Kharkív í norðri. Færslur á samfélagsmiðlum höfðu þá sýnt Úkraínska hermenn í bæjum nærri Balaklia og úthverfum en það svæði hafði lengi verið í höndum Rússa. Enn er tiltölulega óljóst hve umfangsmikil sókn Úkraínumanna í Kharkív er en hún er þó sögð hafa valdið miklum usla meðal rússneskra hermanna á svæðinu. Úkraínumenn hafa undirbúið gagnsóknir víða í Úkraínu, með því markmiði að ná frumkvæðinu í átökunum við Rússa og þvinga Rússa til að bregðast við aðgerðum þeirra og þannig stjórna því hvar barist er og hvenær. Sjá má stöðuna á víglínunum í Úkraínu í grófum dráttum á gagnvirku korti á vef hugveitunnar Institute for the study of war. Nýjustu gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív virðist þó vanta á kortið. Miklar vendingar á víglínunum Eftir að Rússar hörfuðu frá Kænugarði í vor og einbeittu sér að Donbas-svæðinu í austurhluta landsins, þar sem birgðalínur Rússa voru mun styttri og þeir gátu beitt yfirburðum sínum í mannafla og stórskotaliði betur, náðu þeir hægum en stöðugum árangri gegn Úkraínumönnum. Úkraínumenn fóru þá að beita HIMARS-eldflaugakerfum sérstaklega gegn stjórnstöðvum og birgðageymslum rússneska hersins í austri og seinna í suðri, eftir að Úkraínumenn opinberuðu að þeir ætluðu sér að reka Rússa frá Kherson-héraði. Því brugðust Rússar við með að flytja hermenn frá víglínunum í norðri og austri til Kherson-héraðs í suðri. Sókn Rússa í austri virðist nú hafa verið stöðvuð að mestu og eru Úkraínumenn að sækja fram gegn Rússum í bæði norðri og suðri. Sóknin í suðri hefur þó enn sem komið er reynst Úkraínumönnum dýrkeyptari og hafa fregnir borist af því að Rússar hafi sent marga af sínum vönustu og bestu hermönnum til Kherson. Sjá einnig: Árangurinn í suðri dýrkeyptur Úkraínumönnum #Ukraine : Ukrainian soldiers also managed to advance north of Balakliya, taking the town of Volokhiv Yar, which opens the road to #Izyum and to #Kupyansk.Russian forces in #Kharkiv are in a though position. pic.twitter.com/IWT2PKqezt— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) September 7, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. 5. september 2022 16:28
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00