„Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð?“ Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 08:30 Jónatan Magnússon missti af fyrsta leik KA á tímabilinu. VÍSIR/VILHELM Í Seinni bylgjunni eftir fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta var það gagnrýnt að aðalþjálfari KA síðustu ár, Jónatan Magnússon, skyldi missa af fyrsta leik tímabilsins vegna árshátíðarferðar. Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira