„Þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. september 2022 07:01 Nokkrir forkólfar í viðskiptalífinu höfðu ekki tekið hugmynd Péturs Jóhanns Sigfússonar um Móralska alvarlega, þegar Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna, heyrði af henni og fannst hún snilld. Enda er starf Móralska að mælast þvílíkt vel hjá um fjögurhundruð starfsmönnum Gleðipinna sem Móralski heimsækir reglulega, fær sér kaffi með og spjallar við. Vísir/Vilhelm „Ég man þegar að við tókum við rekstri Rush Trampólín garðsins að þá var eitt það fyrsta sem starfsfólkið spurði okkur „Þýðir það þá að við fáum Pétur Jóhann til okkar líka?““ segir Jóhannes Ásbjörnsson einn eigenda Gleðipinna um hversu vel starf Péturs Jóhanns Sigfússonar í hlutverki Móralska er að mælast hjá starfsfólki. „Þetta var svona A-ha móment fyrir mig því þá hugsaði ég með mér: Við erum greinilega að gera eitthvað rétt með þessu.“ Alþjóðleg hamingjuvika vinnustaða, International Week of Happiness at work, er í næstu viku. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið sérstaklega um það markmið að fólk upplifi hamingju, gleði og vellíðan í vinnunni. Hjá fyrirtækjum Gleðipinna starfa um fjögurhundruð starfsmenn. Pétur Jóhann sér um að létta lundina hjá þessum hópi í hlutverki Móralska; liðsfélagans sem rúntar á milli staða í sérmerktum bíl, kíkir á starfsfólk, spjallar og fær sér kaffi. Um hvað talið þið? „Við bara spjöllum um daginn og veginn. Hvernig hefur amma þín það og svona?“ svarar Pétur Jóhann með sínum landsfræga glampa í augum og kinkandi kolli. Það er hreinlega ekki hægt annað en að brosa. Það var erfitt á köflum að halda úti alvarlegum samræðum í viðtali við þá félaga Pétur Jóhann og Jóhannes. Enda mátti sjá að stundum var eins og Jóhannes væri hálf búinn á því. Kannski af hlátri? Alþjóðleg hamingjuvika vinnustaða er í næstu viku, sem félagarnir segjast vonast til að efli enn meiri vitund um hversu mikilvæg gleði og hamingja starfsfólks er.Vísir/Vilhelm Hamingjan er reyndar ekkert grín Það er á köflum erfitt að sitja fyrir framan félagana tvo, Jóhannes og Pétur Jóhann, og reyna að halda alvarleikanum í samtalinu. Enda oft skellt upp úr. Að tryggja starfsfólki hamingju og gleði í vinnunni er þó ekkert grín. Enda er ljóst af tali þeirra félaga að þeim er full alvara með það hlutverk sem Móralski gegnir hjá félaginu. Hugmyndina fékk Pétur Jóhann reyndar á sínum tíma og því er Móralski í raun vara eða pródúkt, sem Pétur Jóhann hefur búið til frá grunni. „Gleðipinnar er bara svo heppið að vera fyrsti viðskiptavinurinn,“ segir Jóhannes. Þannig er Móralskiekki aðeins í starfi fyrir Gleðipinna, heldur geta aðrir vinnustaðir einnig leitað til hans. „Eitt fyrirtæki fékk mig til dæmis til að vera í viku, annað í mánuð sem þýðir að í þennan tíma kom Móralski reglulega í kaffi og spjallaði við starfsfólk. Síðan var eitt fyrirtæki sem fékk mig í tímabil, frá janúar til maí og er síðan að skoða að taka aftur upp þráðinn í haust,“ segir Pétur Jóhann. Allt gengur þetta út á að smita út gleði og léttleika. Að fólki finnist gaman í vinnunni og upplifi að stjórnendur og eigendur vilji fyrir alvöru að starfsfólki líði vel. Pétur Jóhann var með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma áður en hann hugmyndin varð að veruleika. „Ég hafði oft hitt einhverja forkólfa í viðskiptalífinu og nefnt þetta við þá. Og þá kom svona: Já, já sniðugt karlinn minn og hlátur. En menn horfðu svolítið á þetta eins og þorpsfíflið væri að segja eitthvað; gaman að hafa það með en lengra náði það ekki,“ segir Pétur Jóhann en bætir við: „Við Jóhannes eigum hins vegar rosalega auðvelt með að tala saman og eitt sinn þegar við vorum að spjalla nefni ég þetta við hann og þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ Móralski og starfsfólk í sjálfstæðu sambandi Gleðipinnar eiga og reka tíu vörumerki: Pítan, American Style, Saffran, Hamborgarafabrikkan, Shake & Pizza, Aktu taktu, Blackbox og Djúsí by Blackbox, trampólíngarðinn Rush, Keiluhöllina og Olifa – La Madre Pizza með hjónunum Ásu Regins og Emil Hallfreðssyni. Í ársbyrjun 2021 var Móralski formlega kynntur til sögunnar en félagarnir segja undirbúninginn reyndar hafa verið lengri og meiri en fólk áttar sig á. Til dæmis var ákveðið að samband Móralska við starfsfólk yrði algerlega sjálfstætt samband. „Móralski er ekki að hitta starfsfólk með einhverjar upplýsingar frá stjórnendum eða eigendum. Hann er ekki millistykki þarna á milli heldur sinnir hann því hlutverki eingöngu að hitta og spjalla fólk til að létta þeim lundina,“ segir Jóhannes en bætir við: „En það má samt segja að hann sé ákveðin brú á milli stjórnenda og starfsfólks því að fyrir fámennan stjórnendahóp eins og hjá okkur er staðreyndin sú að við erum ekki að ná þessu hlutverki eins og við myndum kannski vilja: Að hitta og spjalla starfsfólkið.“ Þá var ákveðið strax í upphafi að Móralski er ekki uppistandarinn Pétur Jóhann. Sem þýðir að þegar Móralski mætir á staðinn er ekkert handrit eða fyrirfram ákveðnir brandarar, heldur bara spjall Móralska og starfsfólks sem er náttúrulegt, afslappað og í flæði. „Við bara tölum um daginn og veginn, svona eins og við erum að gera öll alla daga. ,,Hvað er eiginlega með þessa Teslu fyrir utan?“ og svona,“ útskýrir Pétur Jóhann. Án þess að átta sig á því að kannski er það mögulega skemmtilegra að heyra hann spyrja um Tesluna en okkur hin. Pétur Jóhann segir starfið mjög skemmtilegt og alls engan orkuþjóf. Enda myndist oft mjög skemmtileg stemning þegar hann hittir fólk. Starfsfólk sé að taka sjálfu myndir eða myndbönd og senda á vini og vandamenn. Jóhannes segir alveg ljóst að þetta starf Móralska sé að skila sér. Það sjáist í mælingum um starfsánægju. „Þar er þó ekki spurt um Móralska neitt sérstaklega því við styðjumst bara við þessa almennu staðla um ánægju og gleði starfsfólks. En Móralski byrjaði ekki löngu eftir að Gleðipinnar sem sameinað félag margra staða varð til og við hreinlega sjáum á tölunum að þetta er að virka.“ Pétur Jóhann segir Móralska mæta á staði Gleðipinna til þess eins að gleðja og hafa gaman af með spjalli. Enda segir hann uppbyggilegt og skemmtilegt spjall alltaf fá fólk til að líða betur. Móralski er hugmynd Péturs Jóhanns og sem þjónustuaðili sér hann um að gleðja starfsfólk fleiri vinnustaða en í fyrirtækjum Gleðipinna. Stundum í viku eða mánuði í senn, allt eftir samkomulagi.Vísir/Vilhelm „Peter The Moral Leader“ Þegar viðtalið er tekið er Móralski einmitt á spjallinu við enskumælandi starfsmann í eldhúsi Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni. Og virðist jafnvel ofur áhugasamur um eldamennskuna. „Peter The Moral Leader,“ segir Jóhannes upphátt þegar hann bendir á hvar Pétur Jóhann sé staddur. Enda rímar þetta vel á ensku: „Píter the moral líder.“ Sem reyndar lýsir hlutverki Móralska vel: Að vera leiðtogi gleði og skemmtilegs andrúmslofts á vinnustað. „Ég laga samt engan móral,“ segir Pétur Jóhann þó þegar málin eru rædd nánar. Það sé mikilvægt að átta sig á því að hlutverk Móralska sé alveg skýrt og hafi til dæmis enga aðkomu að starfsmannamálum. „Ég myndi frekar segja að þetta væri vinkill inn í mannauðstefnuna,“ segir Jóhannes og bætir við: „Sumir hafa jafnvel sagt að Móralski og hans hlutverk sé ákveðin nýsköpun innan mannauðsfræða. Hjá Gleðipinnum starfar til dæmis frábær mannauðstjóri, María Rún Hafliðadóttir. Hún er búin að vera með í vegferðinni með Móralska alveg frá upphafi og finnst hans þjónusta frábær leið til að auka á gleði og ánægju starfsfólks. María sér hins vegar um öll mannauðsverkefnin sem slík, á meðan Pétur Jóhann sér um að gleðja fólk.“ Í ljósi þess hversu margir staðirnir eru, hvernig opnunartímarnir eru og hversu fjölmennur starfshópurinn er, er ekki hægt annað en að spyrja Pétur Jóhann: Hvernig nærðu að gera þetta? Ég einblíni ekki á tíma eða daga heldur vef þessu inn í daglegt líf. Til dæmis bý ég í Garðabæ og þegar að ég skutla stráknum á golf-æfingu í Hafnarfirði, er tilvalið að kíkja í American Style á meðan og heilsa upp á fólkið þar,“ nefnir Pétur Jóhann sem dæmi. Sjálfur heldur hann þó utan um allar heimsóknir, skipuleggur þær og hefur ákveðna yfirsýn fyrir hvern stað. Hvenær hann fer á hvaða stað, á hvaða vöktum og svo framvegis. Eða hvenær helstu álagstímar eru á stöðunum, því þá fer hann ekki í heimsókn þangað. Hvenær vaktaskiptin eru og svo framvegis. „Það er til dæmis mjög gott að heilsa upp á Aktu taktu fólkið á milli klukkan 9-11 á morgnana og eins þarf maður að vera upplýstur um hvenær vaktaskipti eru. Ég get til dæmis mætt þrisvar sinnum í Pítuna á mismunandi vöktum og er alltaf að hitta mismunandi fólk eftir því hverjir eru að vinna.“ En nærðu að hitta alla? „Nei en ég reyni. Ég hef samt alveg lent í því að fólk hrópar yfir sig þegar að ég kem: Loksins, loksins, ég er búin að vinna hérna í nokkra mánuði en aldrei náð að hitta þig! Sem að hluta til skýrist af þessu vaktafyrirkomulagi en eins því að um helgar er ég meira að sinna verkefnunum mínum sem uppistandari.“ Jóhannes bætir þá við: Já við höfum alveg heyrt um það að fólk er að bíða eftir því að hitta Pétur Jóhann. Þannig að þetta er greinilega að virka. Starfsfólk veit af þessu og er jafnvel að taka vaktir sem það á ekki að vinna, eingöngu vegna þess að það veit að Móralski ætlar að kíkja við.“ Jafn skemmtilegir og Pétur Jóhann og Jóhannes eru í tali er þeim full alvara með það verkefni sem Móralski sinnir hjá Gleðipinnum. Jóhannes segir hamingjusamt starfsfólk skipta öllu máli enda finnist engum hamborgari góður sem afgreiddur er með fýlu. Pétur Jóhann segir að oft myndist mjög mikil stemning þegar Móralski mæti á svæðið.Vísir/Vilhelm Hamingja og gleði starfsfólks borgar sig Ég held að Móralski sé að virka svona vel vegna þess að þegar að ég kem, veit fólk að ég er bara að fara að spjalla. Við erum ekkert í uppbyggingu eða að efla fólk með því að kenna þeim eitthvað, halda fyrirlestra eða biðja fólk um að efla sig í einhverju til að ná að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Móralski er einfaldlega að mæta á staðinn til að spjalla og hafa gaman með starfsfólki í smá stund,“ segir Pétur Jóhann. „Mér finnst líka miklu skipta að samband Móralska við starfsfólk sé algjörlega skuldbindingarlaust. Það séu engar kröfur gerðar á starfsfólk og engin afskiptasemi af hálfu stjórnenda. Þetta held ég að skili sér í því að starfsfólkið lítur á þetta sem jákvæða og nýstárlega leið til að efla þeirra ánægju í starfi,“ segir Jóhannes. Eins og áður sagði, er Alþjóðlega hamingjuvika vinnustaða í næstu viku. Hún hefst mánudaginn 19.september og lýkur sunnudaginn 25.september. Þessa viku er einmitt fyrirhugað að fara með um 35 manna stjórnendateymi hjá Gleðipinnum út á land þar sem farið verður í River Rafting og síðan verður dagskrá sem kennd er við að vera Leiðtogadagur Gleðipinna. Jóhannes segir svona liðseflingu skipta málið allt árið um kring. Það sé því mikil áhersla á það hjá Gleðipinnum að vera með virkt félagslíf. Fjölskylduviðburði og/eða viðburði aðeins með starfsfólki. Almennt segjast félagarnir ánægðir með þá vitundavakningu sem er að verða í atvinnulífinu hvað þessi mál varðar. Gott dæmi sé að á Viðskiptaþingi ársins 2022 hafi Pétur Jóhann einmitt verið fenginn til að halda smá tölu um starf og hlutverk Móralska. Þá taka þeir vel í að kynda undir aukna vitund fólks og vinnustaða um að árlega sé eitthvað sem kallast Alþjóðleg hamingjuvika vinnustaða. Því hamingja og gleði starfsfólks sé einfaldlega eitthvað sem skili sér á margvíslega vegu. Það er til dæmis langt síðan ég fattaði það að þótt starfsemin okkar felist að mestu í að framreiða mat, felst starfið mitt fyrst og fremst í því að hvetja starfsfólk til dáða. Það skilar sér margfalt að vera með ánægt starfsfólk enda finnst engum hamborgari góður sem er afgreiddur með fýlu,“ segir Jóhannes. „Og mín kenning er sú að hamingjan snúist fyrst og fremst um góð samskipti þar sem uppbyggjandi og skemmtilegt spjall fær alla alltaf til að líða betur,“ segir Pétur Jóhann. Fyrra viðtal Atvinnulífsins í tilefni Alþjóðlegu hamingjuviku vinnustaða má sjá hér. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Nýsköpun Mannauðsmál Heilsa Geðheilbrigði Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01 Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Þetta var svona A-ha móment fyrir mig því þá hugsaði ég með mér: Við erum greinilega að gera eitthvað rétt með þessu.“ Alþjóðleg hamingjuvika vinnustaða, International Week of Happiness at work, er í næstu viku. Af því tilefni fjallar Atvinnulífið sérstaklega um það markmið að fólk upplifi hamingju, gleði og vellíðan í vinnunni. Hjá fyrirtækjum Gleðipinna starfa um fjögurhundruð starfsmenn. Pétur Jóhann sér um að létta lundina hjá þessum hópi í hlutverki Móralska; liðsfélagans sem rúntar á milli staða í sérmerktum bíl, kíkir á starfsfólk, spjallar og fær sér kaffi. Um hvað talið þið? „Við bara spjöllum um daginn og veginn. Hvernig hefur amma þín það og svona?“ svarar Pétur Jóhann með sínum landsfræga glampa í augum og kinkandi kolli. Það er hreinlega ekki hægt annað en að brosa. Það var erfitt á köflum að halda úti alvarlegum samræðum í viðtali við þá félaga Pétur Jóhann og Jóhannes. Enda mátti sjá að stundum var eins og Jóhannes væri hálf búinn á því. Kannski af hlátri? Alþjóðleg hamingjuvika vinnustaða er í næstu viku, sem félagarnir segjast vonast til að efli enn meiri vitund um hversu mikilvæg gleði og hamingja starfsfólks er.Vísir/Vilhelm Hamingjan er reyndar ekkert grín Það er á köflum erfitt að sitja fyrir framan félagana tvo, Jóhannes og Pétur Jóhann, og reyna að halda alvarleikanum í samtalinu. Enda oft skellt upp úr. Að tryggja starfsfólki hamingju og gleði í vinnunni er þó ekkert grín. Enda er ljóst af tali þeirra félaga að þeim er full alvara með það hlutverk sem Móralski gegnir hjá félaginu. Hugmyndina fékk Pétur Jóhann reyndar á sínum tíma og því er Móralski í raun vara eða pródúkt, sem Pétur Jóhann hefur búið til frá grunni. „Gleðipinnar er bara svo heppið að vera fyrsti viðskiptavinurinn,“ segir Jóhannes. Þannig er Móralskiekki aðeins í starfi fyrir Gleðipinna, heldur geta aðrir vinnustaðir einnig leitað til hans. „Eitt fyrirtæki fékk mig til dæmis til að vera í viku, annað í mánuð sem þýðir að í þennan tíma kom Móralski reglulega í kaffi og spjallaði við starfsfólk. Síðan var eitt fyrirtæki sem fékk mig í tímabil, frá janúar til maí og er síðan að skoða að taka aftur upp þráðinn í haust,“ segir Pétur Jóhann. Allt gengur þetta út á að smita út gleði og léttleika. Að fólki finnist gaman í vinnunni og upplifi að stjórnendur og eigendur vilji fyrir alvöru að starfsfólki líði vel. Pétur Jóhann var með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma áður en hann hugmyndin varð að veruleika. „Ég hafði oft hitt einhverja forkólfa í viðskiptalífinu og nefnt þetta við þá. Og þá kom svona: Já, já sniðugt karlinn minn og hlátur. En menn horfðu svolítið á þetta eins og þorpsfíflið væri að segja eitthvað; gaman að hafa það með en lengra náði það ekki,“ segir Pétur Jóhann en bætir við: „Við Jóhannes eigum hins vegar rosalega auðvelt með að tala saman og eitt sinn þegar við vorum að spjalla nefni ég þetta við hann og þá segir Jói: Veistu, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt!“ Móralski og starfsfólk í sjálfstæðu sambandi Gleðipinnar eiga og reka tíu vörumerki: Pítan, American Style, Saffran, Hamborgarafabrikkan, Shake & Pizza, Aktu taktu, Blackbox og Djúsí by Blackbox, trampólíngarðinn Rush, Keiluhöllina og Olifa – La Madre Pizza með hjónunum Ásu Regins og Emil Hallfreðssyni. Í ársbyrjun 2021 var Móralski formlega kynntur til sögunnar en félagarnir segja undirbúninginn reyndar hafa verið lengri og meiri en fólk áttar sig á. Til dæmis var ákveðið að samband Móralska við starfsfólk yrði algerlega sjálfstætt samband. „Móralski er ekki að hitta starfsfólk með einhverjar upplýsingar frá stjórnendum eða eigendum. Hann er ekki millistykki þarna á milli heldur sinnir hann því hlutverki eingöngu að hitta og spjalla fólk til að létta þeim lundina,“ segir Jóhannes en bætir við: „En það má samt segja að hann sé ákveðin brú á milli stjórnenda og starfsfólks því að fyrir fámennan stjórnendahóp eins og hjá okkur er staðreyndin sú að við erum ekki að ná þessu hlutverki eins og við myndum kannski vilja: Að hitta og spjalla starfsfólkið.“ Þá var ákveðið strax í upphafi að Móralski er ekki uppistandarinn Pétur Jóhann. Sem þýðir að þegar Móralski mætir á staðinn er ekkert handrit eða fyrirfram ákveðnir brandarar, heldur bara spjall Móralska og starfsfólks sem er náttúrulegt, afslappað og í flæði. „Við bara tölum um daginn og veginn, svona eins og við erum að gera öll alla daga. ,,Hvað er eiginlega með þessa Teslu fyrir utan?“ og svona,“ útskýrir Pétur Jóhann. Án þess að átta sig á því að kannski er það mögulega skemmtilegra að heyra hann spyrja um Tesluna en okkur hin. Pétur Jóhann segir starfið mjög skemmtilegt og alls engan orkuþjóf. Enda myndist oft mjög skemmtileg stemning þegar hann hittir fólk. Starfsfólk sé að taka sjálfu myndir eða myndbönd og senda á vini og vandamenn. Jóhannes segir alveg ljóst að þetta starf Móralska sé að skila sér. Það sjáist í mælingum um starfsánægju. „Þar er þó ekki spurt um Móralska neitt sérstaklega því við styðjumst bara við þessa almennu staðla um ánægju og gleði starfsfólks. En Móralski byrjaði ekki löngu eftir að Gleðipinnar sem sameinað félag margra staða varð til og við hreinlega sjáum á tölunum að þetta er að virka.“ Pétur Jóhann segir Móralska mæta á staði Gleðipinna til þess eins að gleðja og hafa gaman af með spjalli. Enda segir hann uppbyggilegt og skemmtilegt spjall alltaf fá fólk til að líða betur. Móralski er hugmynd Péturs Jóhanns og sem þjónustuaðili sér hann um að gleðja starfsfólk fleiri vinnustaða en í fyrirtækjum Gleðipinna. Stundum í viku eða mánuði í senn, allt eftir samkomulagi.Vísir/Vilhelm „Peter The Moral Leader“ Þegar viðtalið er tekið er Móralski einmitt á spjallinu við enskumælandi starfsmann í eldhúsi Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni. Og virðist jafnvel ofur áhugasamur um eldamennskuna. „Peter The Moral Leader,“ segir Jóhannes upphátt þegar hann bendir á hvar Pétur Jóhann sé staddur. Enda rímar þetta vel á ensku: „Píter the moral líder.“ Sem reyndar lýsir hlutverki Móralska vel: Að vera leiðtogi gleði og skemmtilegs andrúmslofts á vinnustað. „Ég laga samt engan móral,“ segir Pétur Jóhann þó þegar málin eru rædd nánar. Það sé mikilvægt að átta sig á því að hlutverk Móralska sé alveg skýrt og hafi til dæmis enga aðkomu að starfsmannamálum. „Ég myndi frekar segja að þetta væri vinkill inn í mannauðstefnuna,“ segir Jóhannes og bætir við: „Sumir hafa jafnvel sagt að Móralski og hans hlutverk sé ákveðin nýsköpun innan mannauðsfræða. Hjá Gleðipinnum starfar til dæmis frábær mannauðstjóri, María Rún Hafliðadóttir. Hún er búin að vera með í vegferðinni með Móralska alveg frá upphafi og finnst hans þjónusta frábær leið til að auka á gleði og ánægju starfsfólks. María sér hins vegar um öll mannauðsverkefnin sem slík, á meðan Pétur Jóhann sér um að gleðja fólk.“ Í ljósi þess hversu margir staðirnir eru, hvernig opnunartímarnir eru og hversu fjölmennur starfshópurinn er, er ekki hægt annað en að spyrja Pétur Jóhann: Hvernig nærðu að gera þetta? Ég einblíni ekki á tíma eða daga heldur vef þessu inn í daglegt líf. Til dæmis bý ég í Garðabæ og þegar að ég skutla stráknum á golf-æfingu í Hafnarfirði, er tilvalið að kíkja í American Style á meðan og heilsa upp á fólkið þar,“ nefnir Pétur Jóhann sem dæmi. Sjálfur heldur hann þó utan um allar heimsóknir, skipuleggur þær og hefur ákveðna yfirsýn fyrir hvern stað. Hvenær hann fer á hvaða stað, á hvaða vöktum og svo framvegis. Eða hvenær helstu álagstímar eru á stöðunum, því þá fer hann ekki í heimsókn þangað. Hvenær vaktaskiptin eru og svo framvegis. „Það er til dæmis mjög gott að heilsa upp á Aktu taktu fólkið á milli klukkan 9-11 á morgnana og eins þarf maður að vera upplýstur um hvenær vaktaskipti eru. Ég get til dæmis mætt þrisvar sinnum í Pítuna á mismunandi vöktum og er alltaf að hitta mismunandi fólk eftir því hverjir eru að vinna.“ En nærðu að hitta alla? „Nei en ég reyni. Ég hef samt alveg lent í því að fólk hrópar yfir sig þegar að ég kem: Loksins, loksins, ég er búin að vinna hérna í nokkra mánuði en aldrei náð að hitta þig! Sem að hluta til skýrist af þessu vaktafyrirkomulagi en eins því að um helgar er ég meira að sinna verkefnunum mínum sem uppistandari.“ Jóhannes bætir þá við: Já við höfum alveg heyrt um það að fólk er að bíða eftir því að hitta Pétur Jóhann. Þannig að þetta er greinilega að virka. Starfsfólk veit af þessu og er jafnvel að taka vaktir sem það á ekki að vinna, eingöngu vegna þess að það veit að Móralski ætlar að kíkja við.“ Jafn skemmtilegir og Pétur Jóhann og Jóhannes eru í tali er þeim full alvara með það verkefni sem Móralski sinnir hjá Gleðipinnum. Jóhannes segir hamingjusamt starfsfólk skipta öllu máli enda finnist engum hamborgari góður sem afgreiddur er með fýlu. Pétur Jóhann segir að oft myndist mjög mikil stemning þegar Móralski mæti á svæðið.Vísir/Vilhelm Hamingja og gleði starfsfólks borgar sig Ég held að Móralski sé að virka svona vel vegna þess að þegar að ég kem, veit fólk að ég er bara að fara að spjalla. Við erum ekkert í uppbyggingu eða að efla fólk með því að kenna þeim eitthvað, halda fyrirlestra eða biðja fólk um að efla sig í einhverju til að ná að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Móralski er einfaldlega að mæta á staðinn til að spjalla og hafa gaman með starfsfólki í smá stund,“ segir Pétur Jóhann. „Mér finnst líka miklu skipta að samband Móralska við starfsfólk sé algjörlega skuldbindingarlaust. Það séu engar kröfur gerðar á starfsfólk og engin afskiptasemi af hálfu stjórnenda. Þetta held ég að skili sér í því að starfsfólkið lítur á þetta sem jákvæða og nýstárlega leið til að efla þeirra ánægju í starfi,“ segir Jóhannes. Eins og áður sagði, er Alþjóðlega hamingjuvika vinnustaða í næstu viku. Hún hefst mánudaginn 19.september og lýkur sunnudaginn 25.september. Þessa viku er einmitt fyrirhugað að fara með um 35 manna stjórnendateymi hjá Gleðipinnum út á land þar sem farið verður í River Rafting og síðan verður dagskrá sem kennd er við að vera Leiðtogadagur Gleðipinna. Jóhannes segir svona liðseflingu skipta málið allt árið um kring. Það sé því mikil áhersla á það hjá Gleðipinnum að vera með virkt félagslíf. Fjölskylduviðburði og/eða viðburði aðeins með starfsfólki. Almennt segjast félagarnir ánægðir með þá vitundavakningu sem er að verða í atvinnulífinu hvað þessi mál varðar. Gott dæmi sé að á Viðskiptaþingi ársins 2022 hafi Pétur Jóhann einmitt verið fenginn til að halda smá tölu um starf og hlutverk Móralska. Þá taka þeir vel í að kynda undir aukna vitund fólks og vinnustaða um að árlega sé eitthvað sem kallast Alþjóðleg hamingjuvika vinnustaða. Því hamingja og gleði starfsfólks sé einfaldlega eitthvað sem skili sér á margvíslega vegu. Það er til dæmis langt síðan ég fattaði það að þótt starfsemin okkar felist að mestu í að framreiða mat, felst starfið mitt fyrst og fremst í því að hvetja starfsfólk til dáða. Það skilar sér margfalt að vera með ánægt starfsfólk enda finnst engum hamborgari góður sem er afgreiddur með fýlu,“ segir Jóhannes. „Og mín kenning er sú að hamingjan snúist fyrst og fremst um góð samskipti þar sem uppbyggjandi og skemmtilegt spjall fær alla alltaf til að líða betur,“ segir Pétur Jóhann. Fyrra viðtal Atvinnulífsins í tilefni Alþjóðlegu hamingjuviku vinnustaða má sjá hér.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Nýsköpun Mannauðsmál Heilsa Geðheilbrigði Stjórnun Góðu ráðin Tengdar fréttir Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01 Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01 Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 „Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01
Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01
Fólk hvatt til að vera skemmtilegra í vinnunni Rannsóknir sýna að hlátur á vinnustöðum er mjög mikilvægur til þess að hópar nái sem bestum árangri. 25. apríl 2022 07:01
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
„Gott að muna alltaf eftir því að brosa og segja takk“ Þau er vægast sagt frábær ráðin sem tveir forkólfar í atvinnulífinu gefa sér yngri stjórnendum í Atvinnulífinu í dag. En það eru þau Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa. 17. mars 2022 07:00