Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. september 2022 07:01 Eva Magnúsdóttir ráðgjafi og eigandi Podium segir Ísland þurfa að spýta í lófana ef ætlunin er að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna á næstu sjö árum eins og Ísland er skuldbundið til. Hin löndin tróna á toppnum á sama tíma og Ísland er í 22.sæti. Vísir/Vilhelm „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Því ný skýrsla sýnir að þar er Ísland í 22.sæti. Löndin sem við viljum hins vegar bera okkur við tróna á toppnum: Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland tróna á toppnum. Ísland er hins vegar nær löndum eins og Ungverjalandi, Portúgal, Slóvakíu og Króatíu. Umrædd skýrsla, Sustainable Development Report, raðar löndum á lista eftir því hvar þau eru stödd þegar kemur að framgangi Heimsmarkmiðanna. Sem Ísland hefur skuldbundið sig til að ná. Staðan er 4:17 Ísland/Heimsmarkmið Áður en rýnt er nánar í niðurstöður skýrslunnar eða góð ráð, rifjar Eva upp um hvað verkefnið um Heimsmarkmiðin snúast. „Heimsmarkmiðin voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og gilda á tímabilinu 2016-2030. Þau eru leiðarvísir og sameiginlegir mælikvarðarfyrir ríki til að takast á við stórar áskoranir á borð við hnattræna hlýnun, sárafátækt, ójöfnuð og tækniþróun þar sem hugað er að tækifærum fyrir alla og verndun jarðarinnar.“ Eva segir Heimsmarkmiðin vera sautján talsins en með 169 undirmarkmiðum sem snúa að samþættingu efnahags, samfélags og umhverfis en þessar þrjú atriði eru það sem kallast þrjár stoðir sjálfbærni. „Heimsmarkmiðin eru samofin og samverkandi og geta því haft jákvæð og neikvæð áhrif á hvert annað og er einkunnarorð þeirra að skilja enga hópa eða einstaklinga eftir,“ segir Eva. Og nú þarf heldur betur að spýta í lófana því af sautján markmiðum hefur Ísland aðeins klárað fjögur. Og það sem meira er: Ísland hefur aðeins sjö ár til að klára það sem eftir stendur. Alvarlegasta staðan í umhverfismálunum Þau fjögur markmið sem við teljumst þegar hafa náð eru Heimsmarkmið 1,7, 10 og 16 en þau eru engin fátækt, sjálfbær orka, jöfnuður ásamt friði og réttlæti. Þá segir Eva Ísland sífellt vera að bæta sig í Heimsmarkmiðum 3, 4, 5 og 9 sem eru markmið um heilsu og vellíðan, menntun fyrir alla, jafnrétti og nýsköpun. Enn á Ísland nokkuð land í land með Heimsmarkmið 2, 6, 8, 11 og 14 sem eru ekkert hungur, hreint vatn og hreinlætisaðstaða, góð atvinna og hagvöxtur, sjálfbærar borgir og samfélög og líf í vatni. Alvarlegust er staðan hins vegar í umhverfis- og loftlagsmálum. Við eigum hins vegar langt í land að ná tökum á Heimsmarkmiðum 12, 13, 15 og 17. Þrjú þessara markmiða snúa beint að mælikvörðum í umhverfismálum eða ábyrgri neyslu, aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, lífi á landi og þá samvinnu um markmiðin“ Hér er því verk að vinna segir Eva enda eru tímamörkin þau að Ísland þarf að ná umræddum markmiðum árið 2030; eftir rúm sjö ár. Eva segir mikilvægt að horfa á úrgang sem verðmæti, endurnýta betur raftæki, ná betri tökum á plastnotkun og útflutningi á plasti og fleira. Að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sé ekki verkefni eins aðila heldur allra: Fólks, fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og ríkis. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Alls eru 163 lönd listuð upp á umræddum lista og þar er það kannski athyglisverðast hversu langt fyrir ofan Ísland þau lönd eru, sem tróna á toppnum og teljast þau lönd sem Ísland vill að jafnaði telja sig sambærileg við. Þannig að hvað þurfum við að gera mun betur? Til viðbótar við það að nýta úrgang og endurnýta betur raftæki, nefnir Eva sérstaklega plastnotkunina. „Mörg fyrirtæki eru farin að taka á móti slíku hráefni og greiða fyrir. Við þurfum að ná tökum á plastnotkun og útflutningi á plasti. Nú þegar eru nokkur íslensk fyrirtæki farin að búa til verðmæti úr endurunnu plasti. Það er töluverð nýsköpun þar og framtíðartekjur þar að finna.“ Þá segir hún það mjög jákvæða þróun að mörg fyrirtæki séu farin að taka á móti notuðum raftækjum og greiða fyrir. Þarna sé kominn beinn hvati til neytenda. Eva segir líka oft mega stokka aðeins upp í því viðhorfi sem ríkir. Oft hjálpi að hugsa sem svo að við séum að „draga úr“ frekar en að hætta. Og hún nefnir dæmi: „Nú þegar er grænmetisræktun að aukast og við getum gefið í þar til þess að flytja minna inn. Kornframleiðsla og repjurækt til manneldis og eldsneytis er hafin. Allt þetta hjálpar okkur við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Lykilhugtakið hér er að draga úr, ekki hugsa sér að kolefnisjafna bara einhverri rest.“ Sumt segir Eva eiga eftir að breytast hratt næstu misseri. Til dæmis liggi fyrir að í janúar á næsta ári taka í gildi lög um bann við urðun á lífrænum úrgangi. „Margir eru byrjaðir en það er stutt í að fólk, fyrirtæki og stofnanir hafa ekkert val um það hvort það sé að flokka lífrænt sorp, heldur hvenær. Eins mun koma til skattur á almennt sorp sem endar á urðunarstað,“ segir Eva og bætir við að þegar að þegar að skattur er komin á flokkun úrgangs, er flokkunin sjálfkrafa orðin að einhverju sem fer að skipta bæði heimili og fyrirtæki meira máli. Þá bendir Eva á umfangsmikil verkefni sem senn verða æ sýnilegri. Til dæmis orkuskiptin, breytingar í byggingariðnaði og breytingar á innflutningi. Þá sé mikilvægt að öll fyrirtæki fari að skoða betur loftslagsáhættu og hvar í virðiskeðjunni er að finna helstu loftslagsáhættu. Að sögn Evu eru sveitarfélögin í lykilstöðu og Heimsmarkmiðunum verður ekki náð nema með aðkomuþeirra. Undanfarið ár hafa 28 sveitarfélög á landinu unnið markvisst að því að greina stefnur sínar og sum hver hafa mótað nýjar stefnur með Heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Einnig er verið að aðlaga mælikvarða. Eva segir vel mega hrósa mörgum sveitarfélögunum fyrir mikinn metnað í þessari vegferð. Enn sé þó mikil vinna framundan en þar sé svo gott að líta til Heimsmarkmiðanna sem ákveðinn ramma fyrir sjálfbæra þróun sem hægt er að nýta til dæmis til að efla samstarf og samræmingu aðgerða á milli sín og atvinnulífs. Loks bendir Eva á að þegar kemur að því að ná Heimsmarkmiðunum, sé enginn undanskilinn verkefninu. Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðunum, hvort sem við erum einstaklingar, fyrirtæki eða stofnun. Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna.“ Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01 Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 „Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01 Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Því ný skýrsla sýnir að þar er Ísland í 22.sæti. Löndin sem við viljum hins vegar bera okkur við tróna á toppnum: Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Finnland tróna á toppnum. Ísland er hins vegar nær löndum eins og Ungverjalandi, Portúgal, Slóvakíu og Króatíu. Umrædd skýrsla, Sustainable Development Report, raðar löndum á lista eftir því hvar þau eru stödd þegar kemur að framgangi Heimsmarkmiðanna. Sem Ísland hefur skuldbundið sig til að ná. Staðan er 4:17 Ísland/Heimsmarkmið Áður en rýnt er nánar í niðurstöður skýrslunnar eða góð ráð, rifjar Eva upp um hvað verkefnið um Heimsmarkmiðin snúast. „Heimsmarkmiðin voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og gilda á tímabilinu 2016-2030. Þau eru leiðarvísir og sameiginlegir mælikvarðarfyrir ríki til að takast á við stórar áskoranir á borð við hnattræna hlýnun, sárafátækt, ójöfnuð og tækniþróun þar sem hugað er að tækifærum fyrir alla og verndun jarðarinnar.“ Eva segir Heimsmarkmiðin vera sautján talsins en með 169 undirmarkmiðum sem snúa að samþættingu efnahags, samfélags og umhverfis en þessar þrjú atriði eru það sem kallast þrjár stoðir sjálfbærni. „Heimsmarkmiðin eru samofin og samverkandi og geta því haft jákvæð og neikvæð áhrif á hvert annað og er einkunnarorð þeirra að skilja enga hópa eða einstaklinga eftir,“ segir Eva. Og nú þarf heldur betur að spýta í lófana því af sautján markmiðum hefur Ísland aðeins klárað fjögur. Og það sem meira er: Ísland hefur aðeins sjö ár til að klára það sem eftir stendur. Alvarlegasta staðan í umhverfismálunum Þau fjögur markmið sem við teljumst þegar hafa náð eru Heimsmarkmið 1,7, 10 og 16 en þau eru engin fátækt, sjálfbær orka, jöfnuður ásamt friði og réttlæti. Þá segir Eva Ísland sífellt vera að bæta sig í Heimsmarkmiðum 3, 4, 5 og 9 sem eru markmið um heilsu og vellíðan, menntun fyrir alla, jafnrétti og nýsköpun. Enn á Ísland nokkuð land í land með Heimsmarkmið 2, 6, 8, 11 og 14 sem eru ekkert hungur, hreint vatn og hreinlætisaðstaða, góð atvinna og hagvöxtur, sjálfbærar borgir og samfélög og líf í vatni. Alvarlegust er staðan hins vegar í umhverfis- og loftlagsmálum. Við eigum hins vegar langt í land að ná tökum á Heimsmarkmiðum 12, 13, 15 og 17. Þrjú þessara markmiða snúa beint að mælikvörðum í umhverfismálum eða ábyrgri neyslu, aðgerðum gegn loftslagsbreytingum, lífi á landi og þá samvinnu um markmiðin“ Hér er því verk að vinna segir Eva enda eru tímamörkin þau að Ísland þarf að ná umræddum markmiðum árið 2030; eftir rúm sjö ár. Eva segir mikilvægt að horfa á úrgang sem verðmæti, endurnýta betur raftæki, ná betri tökum á plastnotkun og útflutningi á plasti og fleira. Að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sé ekki verkefni eins aðila heldur allra: Fólks, fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og ríkis. Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Alls eru 163 lönd listuð upp á umræddum lista og þar er það kannski athyglisverðast hversu langt fyrir ofan Ísland þau lönd eru, sem tróna á toppnum og teljast þau lönd sem Ísland vill að jafnaði telja sig sambærileg við. Þannig að hvað þurfum við að gera mun betur? Til viðbótar við það að nýta úrgang og endurnýta betur raftæki, nefnir Eva sérstaklega plastnotkunina. „Mörg fyrirtæki eru farin að taka á móti slíku hráefni og greiða fyrir. Við þurfum að ná tökum á plastnotkun og útflutningi á plasti. Nú þegar eru nokkur íslensk fyrirtæki farin að búa til verðmæti úr endurunnu plasti. Það er töluverð nýsköpun þar og framtíðartekjur þar að finna.“ Þá segir hún það mjög jákvæða þróun að mörg fyrirtæki séu farin að taka á móti notuðum raftækjum og greiða fyrir. Þarna sé kominn beinn hvati til neytenda. Eva segir líka oft mega stokka aðeins upp í því viðhorfi sem ríkir. Oft hjálpi að hugsa sem svo að við séum að „draga úr“ frekar en að hætta. Og hún nefnir dæmi: „Nú þegar er grænmetisræktun að aukast og við getum gefið í þar til þess að flytja minna inn. Kornframleiðsla og repjurækt til manneldis og eldsneytis er hafin. Allt þetta hjálpar okkur við að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Lykilhugtakið hér er að draga úr, ekki hugsa sér að kolefnisjafna bara einhverri rest.“ Sumt segir Eva eiga eftir að breytast hratt næstu misseri. Til dæmis liggi fyrir að í janúar á næsta ári taka í gildi lög um bann við urðun á lífrænum úrgangi. „Margir eru byrjaðir en það er stutt í að fólk, fyrirtæki og stofnanir hafa ekkert val um það hvort það sé að flokka lífrænt sorp, heldur hvenær. Eins mun koma til skattur á almennt sorp sem endar á urðunarstað,“ segir Eva og bætir við að þegar að þegar að skattur er komin á flokkun úrgangs, er flokkunin sjálfkrafa orðin að einhverju sem fer að skipta bæði heimili og fyrirtæki meira máli. Þá bendir Eva á umfangsmikil verkefni sem senn verða æ sýnilegri. Til dæmis orkuskiptin, breytingar í byggingariðnaði og breytingar á innflutningi. Þá sé mikilvægt að öll fyrirtæki fari að skoða betur loftslagsáhættu og hvar í virðiskeðjunni er að finna helstu loftslagsáhættu. Að sögn Evu eru sveitarfélögin í lykilstöðu og Heimsmarkmiðunum verður ekki náð nema með aðkomuþeirra. Undanfarið ár hafa 28 sveitarfélög á landinu unnið markvisst að því að greina stefnur sínar og sum hver hafa mótað nýjar stefnur með Heimsmarkmiðin að leiðarljósi. Einnig er verið að aðlaga mælikvarða. Eva segir vel mega hrósa mörgum sveitarfélögunum fyrir mikinn metnað í þessari vegferð. Enn sé þó mikil vinna framundan en þar sé svo gott að líta til Heimsmarkmiðanna sem ákveðinn ramma fyrir sjálfbæra þróun sem hægt er að nýta til dæmis til að efla samstarf og samræmingu aðgerða á milli sín og atvinnulífs. Loks bendir Eva á að þegar kemur að því að ná Heimsmarkmiðunum, sé enginn undanskilinn verkefninu. Hvert og eitt okkar gegnir mikilvægu hlutverki í að ná markmiðunum, hvort sem við erum einstaklingar, fyrirtæki eða stofnun. Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna.“
Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01 Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 „Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01 Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Umhverfisvænn byggingariðnaður: „Það má segja að ferillinn sé frá vöggu til grafar“ „Það er á hreinu að kröfurnar verði meiri á næstu árum. Í Danmörku er til dæmis verið að setja í lög að hafa lífsferilsgreiningar á öllum nýbyggingum frá og með 1. janúar 2023 og bara tímaspursmál hvenær það verður komið í reglugerðir hér á landi,“ segir Emilía Borgþórsdóttir sérfræðingur umhverfismála hjá Húsasmiðjunni. 22. september 2022 07:01
Svansvottuð vinnuaðstaða ekki aðeins möguleg í nýbyggingum Fólk er almennt farið að þekkja ágætlega Svansvottaðar hreinlætis- og hreinsivörur, hótel og veitingastaði og fleira en síðustu misseri hefur það færst í vöxt að við séum að heyra um Svansvottaðar byggingar. Miðbærinn í Selfossi er gott dæmi um viðamikið byggingaverkefni þar sem hver einasta skrúfa er Svansvottuð og allt byggt með umhverfissjónarmið í huga. 21. september 2022 07:00
„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01
„Pínu eins og konfektkassi nema þú mátt borða fullt af molum“ Umhverfisvæn stefnumót á Loftlagsmótinu 2022 þann 4.maí næstkomandi. 28. apríl 2022 07:01
Fimm sinnum fleiri fyrirtæki þurfa senn að upplýsa um sjálfbærni rekstursins „Það er nokkuð yfirgripsmikið verk að meta áhrifin til hlítar,“ segir Tómas Njáll Möller formaður Festu, aðspurður um hvaða áhrif breytingar á lögum og upplýsingagjöf um sjálfbæran rekstur munu hafa á fyrirtæki á Íslandi. 26. janúar 2022 07:01