„Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. október 2022 07:02 „Hvers vegna gerðum við þetta ekki fyrr?" viðurkennir Ægir Már Þórisson að hafa spurt sálfan sig þegar rætt er um nýsköpunardagana sem Advania hefur staðið fyrir með 600 starfsmönnum sínum frá því í byrjun september. Á fimmtudag munu deildir fyrirtækisins kynna hugmyndir sínar fyrir dómnefnd en í henni sitja auk Ægis, Georg Lúðvíksson, stofnandi og fyrrum forstjóri Meniga og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Klak/Icelandic Startups. Vísir/Vilhelm „Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Í byrjun september fóru af stað nýsköpunardagar hjá Advania. Nýsköpunardagarnir ná hámarki næstkomandi fimmtudag þegar heill dagur verður tileinkaður nýsköpun innan fyrirtækisins. Í lok dags kynnateymi þær hugmyndir sem orðið hafa til á þessum síðustu vikum. Allar deildir taka þátt og segir Ægir það einmitt lykilatriði að allt starfsfólk sé virkjað til að draga það óvænta fram. „Það er algjört lykilatriði í nýsköpun að handvelja ekkert fyrirfram. Þvert á móti viljum við virkja grasrótina og má segja hvern einasta haus hér innanhús. Annað lykilatriði er að fá einhvern utan fyrirtækisins sem óháðan aðila til að vera með okkur í dómnefndinni,“ segir Ægir. Dómnefnd metur hugmyndirnar sem kynntar verða en í dómnefnd sitja auk Ægis, Georg Lúðvíksson, stofnandi og fyrrum forstjóri Meniga og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Klak/Icelandic Startups. Þegar hugmyndin kviknaði Hjá Advania á Íslandi starfa rúmlega 600 manns. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem er að taka þátt. Enda segir Ægir verkefnið gífurlega spennandi. En hvernig kom þetta til? „Horfandi á allar þær góðu vörur og þjónustur sem hafa verið þróaðar hér á liðnum árum áttuðum við okkur á því að oft hafa orðið til frábærar nýjar lausnir í gegnum hugvit eins eða tveggja starfsmanna. Ég nefni sem dæmi bókunarvél í fjárhagskerfi ríkisins sem ég fullyrði að spari ríkinu milljónir á ári og eins var þróuð stafræn viðburðarlausn í Covid sem sló algjörlega í gegn,“ segir Ægir og bætir við: „Og þegar að við vorum að líta yfir þennan veg áttuðum við okkur á því að oft hefur hugvit hér innanhúss getið af sér vöru sem hefur skipt verulega miklu máli og skapað virði fyrir viðskiptavini. Að standa fyrir þessum nýsköpunardögum er leið til að virkja kraftinn í fólkinu og mögulega fá fleiri lausnir inn í okkar vöruframboð.“ Heldur þú að það verði raunin? Ég veit það ekki! Það er eitt af því sem er svo skemmtilegt við þetta verkefni að við höfum ekki hugmynd um það fyrirfram hvað kemur út úr þessu. Kannski eitthvað, kannski ekkert, það verður bara að koma í ljós. Eftir sem áður þá höfum við virkjað ákveðið hugarfar nýsköpunar og vaxtar sem er alltaf af hinu góða.“ Sérðu fyrir þér að nýsköpunardagar með starfsfólki verði endurteknir? „Ég sé það alveg fyrir mér. Við erum að læra mikið á þessu og ég hef frekar trú á því að við förum eitthvað áfram með þetta og að þetta gæti jafnvel orðið að árlegum viðburði hjá okkur.“ Að laða til sín snjallt fólk Samhliða nýsköpunardögunum var líka tekin ákvörðun um að staðsetja Advania enn sýnilegri en áður sem bakhjarl og styrktaraðila í nýsköpunarumhverfinu. Fyrir skömmu gerðist Advania t.a.m. bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins sem haldin er af Klak/Icelandic Startups. „Nýsköpunarumhverfið hér hefur breyst ótrúlega mikið síðastliðin fjögur til fimm ár. Við erum eitt af stærstu tæknifyrirtækjum landsins og viljum ekki láta okkar eftir liggja. Að styðja við nýsköpunarumhverfið er að því leytinu til samfélagsleg ábyrgð.“ En meira telst til. „Að staðsetja okkur sýnilega í nýsköpunarumhverfinu er líka ákveðin leið til að laða til okkar sniðugasta fólkið og snjöllustu hugmyndirnar. Auðvitað viljum við að Advania sé vinnustaður sem snjallt fólk langar til að starfa hjá, meðal annars vegna þess að við erum að leggja áherslu á nýsköpun,“ segir Ægir en bætir við: „Mér finnst þetta segja mikið um það hvernig menningu við viljum móta og byggja upp í fyrirtækinu. Að starfsfólk upplifi nýsköpunina okkar og tækifæri hér til að láta gott af sér leiða. Fyrir starfsfólk, viðskiptavini og íslenskt atvinnulíf.“ Sem stjórnandi segir Ægir það endalaust koma sér á óvart hversu magnaður sköpunarkraftur fólks er. Þess vegna sé íka svo mikilvægt að stór og rótgróin fyrirtæki stuðli að því að virkja nýsköpun innanhús hjá sér og nýti sér þá góðu hvata sem til þess eru, til dæmis skattaívilnanir sem vel geta réttlætt þau útgjöld sem nýsköpun og þróun kallar mögulega á. Vísir/Vilhelm Hvers vegna gerðum við þetta ekki fyrr? Ægir segir mikilvægt að stór og rótgróin fyrirtæki horfi til nýsköpunar innandyra hjá sér. Því oft er mikil nýsköpun í gangi og alls kyns lausnir eða nýjar þjónustur að verða til, þótt fyrirtækin séu langt frá því að vera sprotar. „Það eru líka hvatar sem fleiri mættu mögulega vera upplýstir um og ég nefni þá sérstaklega skattaívilnanir sem fyrirtæki geta fengið sem afslátt á móti þróunarkostnaði. Þessi hvati hjálpar mikið til við að réttlæta útgjöld nýsköpunar sem bæði getur tekið tíma og er ekki fyrirséð fyrirfram um hvernig muni ganga.“ En hvað finnst Ægi hann hafa lært af verkefninu sjálfur, sem þrautreyndur stjórnandi? „Hm, já, þetta er góð spurning,“ svarar Ægir brosandi en svarar svo: „Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks. Því ef þú leggur saman ólíka hæfileika fólks getur verið svo ótrúlega magnað hvað kemur út úr því. Ef ég á að vera hreinskilinn finnst mér þetta vera lexía sem ég er alltaf og endalaust að læra.“ Og Ægir heldur áfram. Satt best að segja finnst mér ég upplifa það í hverri einustu viku hvað sköpunarkraftur fólks getur verið magnaður. Sem á ekki bara við um í verkefnum eins og þessu. Það sem er magnað er hvað getur losnað úr læðingi þegar rétta fólkið kemur saman. Ef maður býr til rétta teymið þá tekst manni að auka samanlagða hæfni hópsins og margfalda getu hvers og eins. Þetta á ekki bara við um í nýsköpun heldur öllum verkefnum og jafnvel krísum.“ Að mati Ægis finnst honum stór fyrirtæki reyndar ekki hafa neitt val um hvort það vilji taka þátt í nýsköpun. Öll þróun og breytingar eru svo hraðar að það að huga ekki að nýsköpun getur hreinlega verið mjög hættulegt fyrir reksturinn sjálfan. Þá sé staðreyndin líka sú að nýsköpun getur skipt mjög miklu máli ef ætlunin er að laða til fyrirtækisins hæft fólk. Með því að standa fyrir mánuði af nýsköpunardögum segir Ægir Advania gera markmiðið um nýsköpun enn sýnilegri fyrir starfsfólk, samhliða því að úr því geta komið nýjar og spennandi lausnir fyrir viðskiptavini og atvinnulíf. „Satt best að segja eru þessir nýsköpunardagar svona hugmynd þar sem maður hugsaði „Hvers vegna gerðum við þetta ekki fyrr?“ Tækni Nýsköpun Vinnustaðamenning Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02 Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 „Flestum finnst þetta erfið leið en fyrir mér er þetta akkúrat rétta leiðin“ Fyrr í sumar fengum við að heyra sögu Bala Kamallakharan, stofnanda Startup Iceland og fjárfestis í nýsköpunarfyrirtækjunum. 23. ágúst 2022 07:01 Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag. 24. júní 2022 07:00 Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“ „Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab. 12. maí 2022 07:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
Í byrjun september fóru af stað nýsköpunardagar hjá Advania. Nýsköpunardagarnir ná hámarki næstkomandi fimmtudag þegar heill dagur verður tileinkaður nýsköpun innan fyrirtækisins. Í lok dags kynnateymi þær hugmyndir sem orðið hafa til á þessum síðustu vikum. Allar deildir taka þátt og segir Ægir það einmitt lykilatriði að allt starfsfólk sé virkjað til að draga það óvænta fram. „Það er algjört lykilatriði í nýsköpun að handvelja ekkert fyrirfram. Þvert á móti viljum við virkja grasrótina og má segja hvern einasta haus hér innanhús. Annað lykilatriði er að fá einhvern utan fyrirtækisins sem óháðan aðila til að vera með okkur í dómnefndinni,“ segir Ægir. Dómnefnd metur hugmyndirnar sem kynntar verða en í dómnefnd sitja auk Ægis, Georg Lúðvíksson, stofnandi og fyrrum forstjóri Meniga og Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Klak/Icelandic Startups. Þegar hugmyndin kviknaði Hjá Advania á Íslandi starfa rúmlega 600 manns. Það er því fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem er að taka þátt. Enda segir Ægir verkefnið gífurlega spennandi. En hvernig kom þetta til? „Horfandi á allar þær góðu vörur og þjónustur sem hafa verið þróaðar hér á liðnum árum áttuðum við okkur á því að oft hafa orðið til frábærar nýjar lausnir í gegnum hugvit eins eða tveggja starfsmanna. Ég nefni sem dæmi bókunarvél í fjárhagskerfi ríkisins sem ég fullyrði að spari ríkinu milljónir á ári og eins var þróuð stafræn viðburðarlausn í Covid sem sló algjörlega í gegn,“ segir Ægir og bætir við: „Og þegar að við vorum að líta yfir þennan veg áttuðum við okkur á því að oft hefur hugvit hér innanhúss getið af sér vöru sem hefur skipt verulega miklu máli og skapað virði fyrir viðskiptavini. Að standa fyrir þessum nýsköpunardögum er leið til að virkja kraftinn í fólkinu og mögulega fá fleiri lausnir inn í okkar vöruframboð.“ Heldur þú að það verði raunin? Ég veit það ekki! Það er eitt af því sem er svo skemmtilegt við þetta verkefni að við höfum ekki hugmynd um það fyrirfram hvað kemur út úr þessu. Kannski eitthvað, kannski ekkert, það verður bara að koma í ljós. Eftir sem áður þá höfum við virkjað ákveðið hugarfar nýsköpunar og vaxtar sem er alltaf af hinu góða.“ Sérðu fyrir þér að nýsköpunardagar með starfsfólki verði endurteknir? „Ég sé það alveg fyrir mér. Við erum að læra mikið á þessu og ég hef frekar trú á því að við förum eitthvað áfram með þetta og að þetta gæti jafnvel orðið að árlegum viðburði hjá okkur.“ Að laða til sín snjallt fólk Samhliða nýsköpunardögunum var líka tekin ákvörðun um að staðsetja Advania enn sýnilegri en áður sem bakhjarl og styrktaraðila í nýsköpunarumhverfinu. Fyrir skömmu gerðist Advania t.a.m. bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins sem haldin er af Klak/Icelandic Startups. „Nýsköpunarumhverfið hér hefur breyst ótrúlega mikið síðastliðin fjögur til fimm ár. Við erum eitt af stærstu tæknifyrirtækjum landsins og viljum ekki láta okkar eftir liggja. Að styðja við nýsköpunarumhverfið er að því leytinu til samfélagsleg ábyrgð.“ En meira telst til. „Að staðsetja okkur sýnilega í nýsköpunarumhverfinu er líka ákveðin leið til að laða til okkar sniðugasta fólkið og snjöllustu hugmyndirnar. Auðvitað viljum við að Advania sé vinnustaður sem snjallt fólk langar til að starfa hjá, meðal annars vegna þess að við erum að leggja áherslu á nýsköpun,“ segir Ægir en bætir við: „Mér finnst þetta segja mikið um það hvernig menningu við viljum móta og byggja upp í fyrirtækinu. Að starfsfólk upplifi nýsköpunina okkar og tækifæri hér til að láta gott af sér leiða. Fyrir starfsfólk, viðskiptavini og íslenskt atvinnulíf.“ Sem stjórnandi segir Ægir það endalaust koma sér á óvart hversu magnaður sköpunarkraftur fólks er. Þess vegna sé íka svo mikilvægt að stór og rótgróin fyrirtæki stuðli að því að virkja nýsköpun innanhús hjá sér og nýti sér þá góðu hvata sem til þess eru, til dæmis skattaívilnanir sem vel geta réttlætt þau útgjöld sem nýsköpun og þróun kallar mögulega á. Vísir/Vilhelm Hvers vegna gerðum við þetta ekki fyrr? Ægir segir mikilvægt að stór og rótgróin fyrirtæki horfi til nýsköpunar innandyra hjá sér. Því oft er mikil nýsköpun í gangi og alls kyns lausnir eða nýjar þjónustur að verða til, þótt fyrirtækin séu langt frá því að vera sprotar. „Það eru líka hvatar sem fleiri mættu mögulega vera upplýstir um og ég nefni þá sérstaklega skattaívilnanir sem fyrirtæki geta fengið sem afslátt á móti þróunarkostnaði. Þessi hvati hjálpar mikið til við að réttlæta útgjöld nýsköpunar sem bæði getur tekið tíma og er ekki fyrirséð fyrirfram um hvernig muni ganga.“ En hvað finnst Ægi hann hafa lært af verkefninu sjálfur, sem þrautreyndur stjórnandi? „Hm, já, þetta er góð spurning,“ svarar Ægir brosandi en svarar svo: „Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks. Því ef þú leggur saman ólíka hæfileika fólks getur verið svo ótrúlega magnað hvað kemur út úr því. Ef ég á að vera hreinskilinn finnst mér þetta vera lexía sem ég er alltaf og endalaust að læra.“ Og Ægir heldur áfram. Satt best að segja finnst mér ég upplifa það í hverri einustu viku hvað sköpunarkraftur fólks getur verið magnaður. Sem á ekki bara við um í verkefnum eins og þessu. Það sem er magnað er hvað getur losnað úr læðingi þegar rétta fólkið kemur saman. Ef maður býr til rétta teymið þá tekst manni að auka samanlagða hæfni hópsins og margfalda getu hvers og eins. Þetta á ekki bara við um í nýsköpun heldur öllum verkefnum og jafnvel krísum.“ Að mati Ægis finnst honum stór fyrirtæki reyndar ekki hafa neitt val um hvort það vilji taka þátt í nýsköpun. Öll þróun og breytingar eru svo hraðar að það að huga ekki að nýsköpun getur hreinlega verið mjög hættulegt fyrir reksturinn sjálfan. Þá sé staðreyndin líka sú að nýsköpun getur skipt mjög miklu máli ef ætlunin er að laða til fyrirtækisins hæft fólk. Með því að standa fyrir mánuði af nýsköpunardögum segir Ægir Advania gera markmiðið um nýsköpun enn sýnilegri fyrir starfsfólk, samhliða því að úr því geta komið nýjar og spennandi lausnir fyrir viðskiptavini og atvinnulíf. „Satt best að segja eru þessir nýsköpunardagar svona hugmynd þar sem maður hugsaði „Hvers vegna gerðum við þetta ekki fyrr?“
Tækni Nýsköpun Vinnustaðamenning Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir „Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02 Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 „Flestum finnst þetta erfið leið en fyrir mér er þetta akkúrat rétta leiðin“ Fyrr í sumar fengum við að heyra sögu Bala Kamallakharan, stofnanda Startup Iceland og fjárfestis í nýsköpunarfyrirtækjunum. 23. ágúst 2022 07:01 Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag. 24. júní 2022 07:00 Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“ „Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab. 12. maí 2022 07:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Sjá meira
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02
Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00
„Flestum finnst þetta erfið leið en fyrir mér er þetta akkúrat rétta leiðin“ Fyrr í sumar fengum við að heyra sögu Bala Kamallakharan, stofnanda Startup Iceland og fjárfestis í nýsköpunarfyrirtækjunum. 23. ágúst 2022 07:01
Empower stækkar: Stoltar, stórhuga og í sókn Þær eru stórhuga konurnar sem stýra Empower enda ekki á hverjum degi sem tilkynnt er um hundruði milljóna í fjármögnun til félags sem stofnað er af konum og stjórnað af konum. Fjármagn er jú oft konum í óhag. 24. júní 2022 07:00
Snjallvæðingin: „Gögnin sem hafa safnast upp beinlínis öskra á næsta skref“ „Íslensk fyrirtæki eru fremur langt komin í stafvæðingunni en skammt á veg komin í snjallvæðingunni,“ segir Brynjólfur Borgar Jónsson stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab. 12. maí 2022 07:00