Trump hótaði McConnell lífláti undir rós Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2022 10:11 Donald Trump og Mitch McConnell. AP Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hótaði Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, lífláti undir rós í gærkvöldi. Samhliða því fór hann rasískum orðum um Elaine Chow, eiginkonu McConnells. Þetta gerði Trump á samfélagsmiðlinum sínum, Truth Social, þar sem hann bölsótaðist út í McConnell. Trump spurði hvort McConnell væri að styðja frumvörp Demókrata eingöngu vegna þess að hann hataði sig og vissi að hann væri andvígur þessum frumvörpum, eða hvort hann hefði trú á umhverfisverndaraðgerðum Demókrata, sem Trump kallaði „falskar og eyðileggjandi“. Trump sagði að báðar ástæðurnar væru óásættanlegar og skrifaði að McConnell væri haldinn „DAUÐAÞRÁ“. „Hann verður að leita strax hjálpar frá kínaelskandi eiginkonu sinni, Coco Chow!“ skrifaði Trump. Kinda seems like the ex-president just posted a death threat aimed at Mitch McConnell pic.twitter.com/IeLmgKfwD3— Chris Hayes (@chrislhayes) September 30, 2022 Elaine Chow fæddist í Taívan en fjölskylda hennar flutti til Bandaríkjanna þegar hún var ung. Hún hefur lengi verið virk í Repúblikanaflokknum og var samgönguráðherra í ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2009 og einnig í ríkisstjórn Trumps en hún sagði af sér eftir árásina á þinghúsið þann 6. Janúar 2021, þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Í samtali við NBC News sagði Taylor Budowich, talsmaður Trumps, að það væri fáránlegt að halda því fram að forsetinn fyrrverandi væri að ógna McConnell og að ummæli hans væru ekki hættuleg. „Mitch McConnell er að drepa Repúblikanaflokkinn með veikleika sínum og heigulshætti. Hann er augljóslega með pólitíska dauðaþrá fyrir sig og Repúblikanaflokkinn,“ sagði Budowich og bætt við að Trump og fylgismenn hans í þingi myndu bjarga flokknum og þjóðinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Trump talar illa um McConnell og eiginkonu hans. Hann kallaði Chao „klikkaða“ og McConnell niðurbrotinn og ömurlegan pólitíkus. Þá hefur Trump kallað McConnell „heimskan tíkarson“ og „önuga og fýlda pólitíska bikkju“. Tilefni þessara nýjustu skrifa Trumps var það að Repúblikanar í öldungadeildinni greiddu margir atkvæði með samþykkt nýs fjárlagafrumvarps í gær. Frumvarpinu var ætlað að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnanna, fjármagna aðstoðarpakka til Úkraínu og fjármagna neyðarsjóði vegna náttúruhamfara, samkvæmt frétt CNN. Lýsti yfir stuðningi við annað frumvarp Demókrata Mögulega var Trump einnig reiður út í McConnell vegna þess að hann lýsti nýverið yfir stuðningi við frumvarp Demókrataflokksins sem ætlað er að breyta því hvernig úrslit forsetakosninga eru staðfest. Verði frumvarpið að lögum verður reglum um forsetakosningar breytt svo ráðamenn ríkja geti ekki hunsað vilja kjósenda og er markmiðið einnig að draga úr aðkomu varaforseta Bandaríkjanna að því að staðfesta úrslitin, þó sú aðkoma sé að mestu táknræn. Sjá einnig: Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, sem taka mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Trump reyndi að beita Mike Pence, varaforseta sinn, þrýstingi og bað hann um að neita að staðfesta úrslit forsetakosninganna 2020. Það sagðist Pence ekki geta gert, því það væri ekki í valdi hans. Frumvarpið snýr einnig að því að tryggja að ráðamenn ríkja geti ekki sent aðra kjörmenn en þá sem kjósendur kusu, sem er eitthvað sem Trump og bandamenn hans reyndu einnig að gera. Ólíklegt er að árásir Trumps og hótanir undir rós muni hjálpa Repúblikönum í komandi þingkosningum en Repúblikanar vonast til þess að ná stjórn á báðum deildum þingsins, þó líklegra sé að þeir nái meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni. McConnell gerði Trump reiðan um daginn þegar hann gaf í skyn að öldungadeildarframbjóðendur Repúblikanaflokksins sem studdir eru af Trump væru að koma niður á líkum Repúblikanaflokksins til að ná meirihluta í öldungadeildinni. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Alríkisdómari sem fenginn var til að fara yfir opinber og leynileg gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) tóku af Donald Trump, fyrrverandi forseta, í ágúst þrýsti á dómara Trumps í dómsal í dag. Hann vildi að þeir færðu sannanir fyrir því að Trump hefði svipt leynd af gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og hvaða gögn um væri að ræða. 20. september 2022 22:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þetta gerði Trump á samfélagsmiðlinum sínum, Truth Social, þar sem hann bölsótaðist út í McConnell. Trump spurði hvort McConnell væri að styðja frumvörp Demókrata eingöngu vegna þess að hann hataði sig og vissi að hann væri andvígur þessum frumvörpum, eða hvort hann hefði trú á umhverfisverndaraðgerðum Demókrata, sem Trump kallaði „falskar og eyðileggjandi“. Trump sagði að báðar ástæðurnar væru óásættanlegar og skrifaði að McConnell væri haldinn „DAUÐAÞRÁ“. „Hann verður að leita strax hjálpar frá kínaelskandi eiginkonu sinni, Coco Chow!“ skrifaði Trump. Kinda seems like the ex-president just posted a death threat aimed at Mitch McConnell pic.twitter.com/IeLmgKfwD3— Chris Hayes (@chrislhayes) September 30, 2022 Elaine Chow fæddist í Taívan en fjölskylda hennar flutti til Bandaríkjanna þegar hún var ung. Hún hefur lengi verið virk í Repúblikanaflokknum og var samgönguráðherra í ríkisstjórn George W. Bush frá 2001 til 2009 og einnig í ríkisstjórn Trumps en hún sagði af sér eftir árásina á þinghúsið þann 6. Janúar 2021, þegar stuðningsmenn Trumps reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Í samtali við NBC News sagði Taylor Budowich, talsmaður Trumps, að það væri fáránlegt að halda því fram að forsetinn fyrrverandi væri að ógna McConnell og að ummæli hans væru ekki hættuleg. „Mitch McConnell er að drepa Repúblikanaflokkinn með veikleika sínum og heigulshætti. Hann er augljóslega með pólitíska dauðaþrá fyrir sig og Repúblikanaflokkinn,“ sagði Budowich og bætt við að Trump og fylgismenn hans í þingi myndu bjarga flokknum og þjóðinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Trump talar illa um McConnell og eiginkonu hans. Hann kallaði Chao „klikkaða“ og McConnell niðurbrotinn og ömurlegan pólitíkus. Þá hefur Trump kallað McConnell „heimskan tíkarson“ og „önuga og fýlda pólitíska bikkju“. Tilefni þessara nýjustu skrifa Trumps var það að Repúblikanar í öldungadeildinni greiddu margir atkvæði með samþykkt nýs fjárlagafrumvarps í gær. Frumvarpinu var ætlað að koma í veg fyrir lokun opinberra stofnanna, fjármagna aðstoðarpakka til Úkraínu og fjármagna neyðarsjóði vegna náttúruhamfara, samkvæmt frétt CNN. Lýsti yfir stuðningi við annað frumvarp Demókrata Mögulega var Trump einnig reiður út í McConnell vegna þess að hann lýsti nýverið yfir stuðningi við frumvarp Demókrataflokksins sem ætlað er að breyta því hvernig úrslit forsetakosninga eru staðfest. Verði frumvarpið að lögum verður reglum um forsetakosningar breytt svo ráðamenn ríkja geti ekki hunsað vilja kjósenda og er markmiðið einnig að draga úr aðkomu varaforseta Bandaríkjanna að því að staðfesta úrslitin, þó sú aðkoma sé að mestu táknræn. Sjá einnig: Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, sem taka mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Trump reyndi að beita Mike Pence, varaforseta sinn, þrýstingi og bað hann um að neita að staðfesta úrslit forsetakosninganna 2020. Það sagðist Pence ekki geta gert, því það væri ekki í valdi hans. Frumvarpið snýr einnig að því að tryggja að ráðamenn ríkja geti ekki sent aðra kjörmenn en þá sem kjósendur kusu, sem er eitthvað sem Trump og bandamenn hans reyndu einnig að gera. Ólíklegt er að árásir Trumps og hótanir undir rós muni hjálpa Repúblikönum í komandi þingkosningum en Repúblikanar vonast til þess að ná stjórn á báðum deildum þingsins, þó líklegra sé að þeir nái meirihluta í fulltrúadeildinni en í öldungadeildinni. McConnell gerði Trump reiðan um daginn þegar hann gaf í skyn að öldungadeildarframbjóðendur Repúblikanaflokksins sem studdir eru af Trump væru að koma niður á líkum Repúblikanaflokksins til að ná meirihluta í öldungadeildinni.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51 Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15 Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38 Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Alríkisdómari sem fenginn var til að fara yfir opinber og leynileg gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) tóku af Donald Trump, fyrrverandi forseta, í ágúst þrýsti á dómara Trumps í dómsal í dag. Hann vildi að þeir færðu sannanir fyrir því að Trump hefði svipt leynd af gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og hvaða gögn um væri að ræða. 20. september 2022 22:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. 22. september 2022 11:51
Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð. 22. september 2022 09:15
Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29
Fer aftur í mál við Trump vegna meintrar nauðgunar Rithöfundurinn E. Jean Carroll ætlar aftur í mál við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, vegna meintrar nauðgunar. Carroll skrifaði um meint atvik í bók sinni What Do We Need Men For? A Modest Proposalsem kom út árið 2019 en Trump sakaði hana um að ljúga um atvikið til að selja fleiri eintök af bókinni. 21. september 2022 06:38
Neita að reyna að sanna hvort Trump hafi svipt leynd af gögnunum Alríkisdómari sem fenginn var til að fara yfir opinber og leynileg gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) tóku af Donald Trump, fyrrverandi forseta, í ágúst þrýsti á dómara Trumps í dómsal í dag. Hann vildi að þeir færðu sannanir fyrir því að Trump hefði svipt leynd af gögnum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu og hvaða gögn um væri að ræða. 20. september 2022 22:53