„Þetta gæti orðið eitthvað högg“ Snorri Másson skrifar 6. október 2022 07:33 Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins, segir hætt við að seðlabankastjóri geri sig líklegan til að hækka áfram vexti ef stjórnvöld og vinnumarkaður leggi ekki sitt af mörkum til að knýja niður verðbólguna. Þar á hann við að lítið svigrúm sé til launahækkana eins og venjulega. Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Rætt er við Konráð í innslaginu hér að ofan og fjallað um efnahags- og húsnæðismál í víðari skilningi. Einnig: Mun Reykjavíkurborg sópa tillögu um styttu af Kanye West við Vesturbæjarlaug undir teppið - aftur? Rætt við höfund tillögunnar, sem ætlar aldrei að gefast upp. Nýja snjóhengjan Vextir voru hækkaðir um 0,25 prósentustig í morgun og áhyggjur sumra beinast nú að því sem kallað hefur verið „nýja snjóhengjan.“ Hún fellst í þeirri stóraukinni greiðslubyrði sem blasir við mörgum þegar lán detta af vöxtum sem voru festir áður en miklar hækkanir komu til. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins var til viðtals í Íslandi í dag.Vísir/Vilhelm „Þetta gæti orðið eitthvað högg fyrir suma og kannski eitthvað sem hefði mátt búast við þegar við erum í lægsta vaxtastigi Íslandssögunnar, að þá geti vextir eiginlega ekki gert annað en hækkað eftir það. Það er svona spurning hvort þetta verði smá högg sem ég held að væri kannski eðlilegt eða þá að þetta verði mikið högg ef vextir til dæmis halda áfram að hækka,“ segir Konráð. Konráð segir þó líklegt miðað við núverandi ástand að hægt verði að ná vöxtunum áfram niður þannig að það verði þeim mun minna högg að fá snjóhengjuna yfir sig þegar þar að kemur. Blikur á lofti í alþjóðlega bankageiranum Sagt var fá því í vikunni að Credit Suisse, einn stærsti banki Evrópu, væri í töluverðum fjárhagsvanda og að sumir hafi gengið svo langt að spá hruni bankans. Forstjórinn hafi þurft að senda út tilkynningu þar sem áréttuð var ágæt eiginfjárstaða bankans. Konráð segir að þar á ferð sé undirliggjandi langvarandi erfiður rekstur bankans. Arðsemin hafi lengi verið óviðunandi og skandalar og innri vandræði hafi einkennt starfsemi Credit Suisse. Síðan velti breytingar í raunhagkerfinu þessari atburðarás af stað. Svona nokkuð getur vakið áhyggjur fólks af íslensku bönkunum en Konráð segir ljóst að þeir séu betur í stakk búnir nú en áður til að glíma við áföll. Tvímælalaust segir Konráð og lykilatriðið er: „Þeir eru í stærð sem samræmist hagkerfinu sem þeir starfa í.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34 Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Ásgeir: Mögulega toppi náð í vaxtahækkunum „Mögulega erum við komin á toppinn í þessu vaxtahækkunarferli.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fundi í morgun þegar stýrivaxtaákvörðun var kynnt. „Mögulega, ef allt gengur eftir, erum við búin að gera nóg.“ 5. október 2022 12:34
Beinskeytt skilaboð seðlabankastjóra: „Ætla aðrir að taka við boltanum?“ Ásgeir Jónsson, var nokkuð beinskeyttur, þegar hann varpaði boltanum í baráttunni gegn verðbólgunni til aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Hann sagði Seðlabankann hafa náð árangri gegn verðbólgunni og spurði í leiðinni hvað aðrir lykilleikendur í efnahagslífinu ætli sér að gera til að ná verðbólgunni niður. 5. október 2022 11:00