Venus Williams valdi Hildi Yeoman fyrir Glamour viðtal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2022 18:59 Venus Williams í kjól eftir íslenska hönnuðin Hildi Yeoman. Glamour UK Tennisdrottningin Venus Williams prýðir nýjustu forsíðu tímaritsins Glamour. Það vakti sérstaka athygli okkar á Lífsinu að hún klæddist flíkum frá íslensku versluninni Yeoman í viðtali við Glamour. Hildur segir í samtali við Lífið að það sé algjör draumur að hafa fengið að klæða Venus Williams. „Við fengum fregnir af þessu í sumar, stílistinn hennar bað um flíkur fyrir hana fyrir myndatöku. Hún á sjálf einn kjól frà okkur. Það var svo bara í gær sem umboðsmaðurinn okkar í London sendi okkur viðtalið,“ segir Hildur. „Þetta er ekkert smà spennandi. Ég hef nú ekki verið duglegust að fylgjast með íþróttum í gegnum tíðina en þær systur eru svo flottar og það hefur verið „inspírerandi“ að fylgjast með þeim í gegnum tíðina.“ Hildur Yeoman fatahönnuður rekur verslunina Yeoman á Laugavegi 7 í Reykjavík. Saga Sig Í viðtali sem birtist á vef Glamour klæðist Williams til dæmis fallegum kjól sem Hildur Björk Yeoman hannaði. Kjóllinn er með einstaklega fallegt mynstur sem er hluti af Waterflower prenti hönnuðarins. Í myndatökunni má einnig sjá tennisstjörnuna í flíkum frá Louis Vuitton og Valentino. „Við elskum að klæða komur af öllum stærðum og gerðum og hönnum fatnað frá xs upp í xl, stundum xxl,“ segir Hildur. Algjör draumur Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þekktur einstaklingur velur að klæðast hönnun Hildar Yeoman. Hún hefur áður sagt frá því í viðtali hér á Vísi að hún finni vel fyrir aukinni umferð á vefsíðuna sína þegar stjörnur og erlendir tískuáhrifavaldar klæðast flíkunum. Það ætti því að vekja töluverða athygli á merkinu Hildur Yeoman og á Yeoman versluninni að tennisstjarnan klæðist Yeoman flíkum í breska Glamour. „Þetta er Waterflower kjóll sem hún klæðist í viðtalinu. Við eigum mjög svipaða kjóla núna í versluninni i tides prentinu. Þeir eru sem sagt báðir innblásnir af hafinu. Það er mjög oft innblástursefni hjá okkur í studioinu hjá okkur,“ segir Hildur um kjólinn sem Williams valdi. Myndir úr myndatökunni má finna á vef Glamour og á Instagram síðu tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by British GLAMOUR (@glamouruk) „Venus Williams í flíkum frá okkur í Yeoman fyrir forsíðuviðtal hjá Glamour UK. Ótúlega skemmtilegt viðtal við Venus. Algjör draumur að dressa þessa hæfileikaríku konu,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook. Tíska og hönnun Tennis Hollywood Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30 Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01 Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 7. júní 2021 10:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hildur segir í samtali við Lífið að það sé algjör draumur að hafa fengið að klæða Venus Williams. „Við fengum fregnir af þessu í sumar, stílistinn hennar bað um flíkur fyrir hana fyrir myndatöku. Hún á sjálf einn kjól frà okkur. Það var svo bara í gær sem umboðsmaðurinn okkar í London sendi okkur viðtalið,“ segir Hildur. „Þetta er ekkert smà spennandi. Ég hef nú ekki verið duglegust að fylgjast með íþróttum í gegnum tíðina en þær systur eru svo flottar og það hefur verið „inspírerandi“ að fylgjast með þeim í gegnum tíðina.“ Hildur Yeoman fatahönnuður rekur verslunina Yeoman á Laugavegi 7 í Reykjavík. Saga Sig Í viðtali sem birtist á vef Glamour klæðist Williams til dæmis fallegum kjól sem Hildur Björk Yeoman hannaði. Kjóllinn er með einstaklega fallegt mynstur sem er hluti af Waterflower prenti hönnuðarins. Í myndatökunni má einnig sjá tennisstjörnuna í flíkum frá Louis Vuitton og Valentino. „Við elskum að klæða komur af öllum stærðum og gerðum og hönnum fatnað frá xs upp í xl, stundum xxl,“ segir Hildur. Algjör draumur Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þekktur einstaklingur velur að klæðast hönnun Hildar Yeoman. Hún hefur áður sagt frá því í viðtali hér á Vísi að hún finni vel fyrir aukinni umferð á vefsíðuna sína þegar stjörnur og erlendir tískuáhrifavaldar klæðast flíkunum. Það ætti því að vekja töluverða athygli á merkinu Hildur Yeoman og á Yeoman versluninni að tennisstjarnan klæðist Yeoman flíkum í breska Glamour. „Þetta er Waterflower kjóll sem hún klæðist í viðtalinu. Við eigum mjög svipaða kjóla núna í versluninni i tides prentinu. Þeir eru sem sagt báðir innblásnir af hafinu. Það er mjög oft innblástursefni hjá okkur í studioinu hjá okkur,“ segir Hildur um kjólinn sem Williams valdi. Myndir úr myndatökunni má finna á vef Glamour og á Instagram síðu tímaritsins. View this post on Instagram A post shared by British GLAMOUR (@glamouruk) „Venus Williams í flíkum frá okkur í Yeoman fyrir forsíðuviðtal hjá Glamour UK. Ótúlega skemmtilegt viðtal við Venus. Algjör draumur að dressa þessa hæfileikaríku konu,“ skrifar Hildur í færslu á Facebook.
Tíska og hönnun Tennis Hollywood Tengdar fréttir Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30 Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01 Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 7. júní 2021 10:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Allt í blóma hjá Hildi Yeoman Hildur Yeoman stóð fyrir sýningunni In Bloom sem var partur af HönnunarMars og fór fram í Höfuðstöðinni. Merkið hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð. 9. maí 2022 15:30
Hönnun Hildar Yeoman vakti athygli á tískuvikunni í London Söngkonan Kehlani vakti athygli í hönnun Hildar Yeoman í opnunarhófi tískuvikunnar í Bretlandi, London Fashion Week. Fjölmiðlar hafa fjallað um fataval bandarísku stjörnunnar þetta kvöld og birtust meðal annars myndir af henni í settinu á vef Vogue. 18. september 2021 21:01
Kylie Jenner birti mynd af hönnun Hildar Yeoman Stassie besta vinkona Kylie Jenner klæddist bol eftir íslenska fatahönnuðinn Hildi Yeoman um helgina. Milljarðamæringurinn sýndi dressið á Instagram en þær fóru út á lífið saman. 7. júní 2021 10:01