Adnan Syed hreinsaður af sök Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2022 08:00 Adnan Syed hefur verið hreinsaður af sök. AP/Jerry Jackson Hinn bandaríski Adnan Syed, sem hefur setið í fangelsi í 23 ár fyrir á morðið á fyrrverandi kærustu sinni, hefur verið hreinsaður af sök. Mál Syeds vakti heimsathygli í rannsóknarhlaðvarpinu Serial, sem kom út fyrir átta árum síðan. Saksóknarar í borginni Baltimore hafa ákveðið að láta ákærur gegn Syed fyrir morðið á fyrrverandi kærustu hans Hae Min Lee niður falla og verður mál því ekki höfðað gegn honum aftur vegna morðsins. Saksóknarar fóru í síðasta mánuði fram á við dómstóla í Baltimore að dómurinn yfir Syed yrði ógiltur vegna mistaka við réttarhöldin og honum var svo sleppt úr fangelsi 19. september síðastliðinn. Tveir nýir eru grunaðir í málinu sem saksóknarar segja að hafi verið þekktir lögreglu við rannsókn málsins á sínum tíma. Lögregluyfirvöld og dómstólar hafa á undanförnum árum verið harðlega gagnrýnd fyrir fordóma gegn Syed og fyrir að hafa ekki rannsakað alla þætti málsins. Bað fjölskyldur Syed og Lee afsökunar Hae Min Lee var átján ára gömul þegar lík hennar fannst í skóglendi í Baltimore árið 1999. Lögreglu grunaði strax að Syed væri sekur um morðið en eins og fram var dregið í hlaðvarpinu Serial yfirheyrði lögregla ekki vitni sem hefði getað staðfest fjarvistarsönnun Syeds. Vitnið var heldur ekki boðað fyrir dómstóla þegar málið fór þangað og virðist sem lögmaður Syeds hafi annað hvort ekki vitað af vitninu eða ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Erica Suter, núverandi lögmaður Syeds, sagði í yfirlýsingu í gær að loksins fái Adnan Syed að lifa sem frjáls maður. „Adnan er saklaus og hefur misst 23 ár af lífi sínu, að afplána dóm fyrir glæp sem hann framdi ekki,“ bætti hún við. Marilyn Mosby, ríkissaksóknari Baltimore, sagði þá á blaðamannafundi í gær að þar sem málið gegn Syed hafi nú verið fellt niður sé ekki hægt að opna það aftur og ekki hægt að ákæra hann aftur vegna morðsins. Þá bað hún fjölskyldur Lee og Adnans Syed afsökunar. Málið var fellt niður eftir að niðurstöður bárust úr DNA rannsókn af fötum Lee. Þetta var fyrsta sinn sem föt Lee voru send í DNA rannsókn, enn einn þátturinn í rannsókninni sem hefur verið harðlega gagnrýndur, en DNA úr nokkrum fannst á skóm hennar. Ekkert þeirra var úr Adnan Syed. Földu sönnunargögn sem renndu stoðum undir sakleysi Syeds Syed var handtekinn stuttu eftir að lík Lee fannst í skóglendi í Baltimore árið 1999 og var í gæsluvarðhaldi þar til hann var sakfelldur af kviðdómi, sem fann hann sekan um skipulagt morð, að hafa rænt Lee, rænt hana og haldið henni gegn vilja hennar. Saksóknarar héldu því fram á sínum tíma að Syed hafi myrt Lee vegna sárinda eftir sambandsslitin. Hann hafi kyrkt Lee og falið lík hennar í Leakin garðinum með aðstoð vinar síns. Þá reiddu saksóknarar sig að stórum hluta á farsímagögn, sem í dag eru ekki talin áreiðanleg. Dregið var fram í hlaðvarpinu Serial að lögregla hafi ítrekað hundsað vísbendingar um sakleysi Syeds og sekt tveggja annarra manna, sem nú eru taldir grunaðir í málinu. Lögregla hafi vegna ætternis og trúar Syeds beint spjótum sínum að honum og ekki litið til annarra mögulegra morðingja, meðal annars með því að ræða ekki við vitni sem gat staðfest fjarvistarsönnun Syeds. Þá kom fram í hlaðvarpinu að saksóknarar földu talsvert magn sönnunargagna, sem hefði getað sýnt fram á sakleysi Syeds, fyrir lögmanni hans og að lögmaðurinn hafi ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Hlaðvarpið hefur notið gífurlegra vinsælda frá því það kom út og var í raun það fyrsta sinnar tegundar, þar sem rannsóknarblaðamennska er reifuð í hlaðvarpi og þáttastjórnandinn bauð hlustendum upp á að taka virkan þátt í rannsókn málsins. Hlaðvarpið hefur verið fyrirmynd fjölda annarra hlaðvarpa síðan það kom út. Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. 19. september 2022 22:51 Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. 15. september 2022 07:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Saksóknarar í borginni Baltimore hafa ákveðið að láta ákærur gegn Syed fyrir morðið á fyrrverandi kærustu hans Hae Min Lee niður falla og verður mál því ekki höfðað gegn honum aftur vegna morðsins. Saksóknarar fóru í síðasta mánuði fram á við dómstóla í Baltimore að dómurinn yfir Syed yrði ógiltur vegna mistaka við réttarhöldin og honum var svo sleppt úr fangelsi 19. september síðastliðinn. Tveir nýir eru grunaðir í málinu sem saksóknarar segja að hafi verið þekktir lögreglu við rannsókn málsins á sínum tíma. Lögregluyfirvöld og dómstólar hafa á undanförnum árum verið harðlega gagnrýnd fyrir fordóma gegn Syed og fyrir að hafa ekki rannsakað alla þætti málsins. Bað fjölskyldur Syed og Lee afsökunar Hae Min Lee var átján ára gömul þegar lík hennar fannst í skóglendi í Baltimore árið 1999. Lögreglu grunaði strax að Syed væri sekur um morðið en eins og fram var dregið í hlaðvarpinu Serial yfirheyrði lögregla ekki vitni sem hefði getað staðfest fjarvistarsönnun Syeds. Vitnið var heldur ekki boðað fyrir dómstóla þegar málið fór þangað og virðist sem lögmaður Syeds hafi annað hvort ekki vitað af vitninu eða ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Erica Suter, núverandi lögmaður Syeds, sagði í yfirlýsingu í gær að loksins fái Adnan Syed að lifa sem frjáls maður. „Adnan er saklaus og hefur misst 23 ár af lífi sínu, að afplána dóm fyrir glæp sem hann framdi ekki,“ bætti hún við. Marilyn Mosby, ríkissaksóknari Baltimore, sagði þá á blaðamannafundi í gær að þar sem málið gegn Syed hafi nú verið fellt niður sé ekki hægt að opna það aftur og ekki hægt að ákæra hann aftur vegna morðsins. Þá bað hún fjölskyldur Lee og Adnans Syed afsökunar. Málið var fellt niður eftir að niðurstöður bárust úr DNA rannsókn af fötum Lee. Þetta var fyrsta sinn sem föt Lee voru send í DNA rannsókn, enn einn þátturinn í rannsókninni sem hefur verið harðlega gagnrýndur, en DNA úr nokkrum fannst á skóm hennar. Ekkert þeirra var úr Adnan Syed. Földu sönnunargögn sem renndu stoðum undir sakleysi Syeds Syed var handtekinn stuttu eftir að lík Lee fannst í skóglendi í Baltimore árið 1999 og var í gæsluvarðhaldi þar til hann var sakfelldur af kviðdómi, sem fann hann sekan um skipulagt morð, að hafa rænt Lee, rænt hana og haldið henni gegn vilja hennar. Saksóknarar héldu því fram á sínum tíma að Syed hafi myrt Lee vegna sárinda eftir sambandsslitin. Hann hafi kyrkt Lee og falið lík hennar í Leakin garðinum með aðstoð vinar síns. Þá reiddu saksóknarar sig að stórum hluta á farsímagögn, sem í dag eru ekki talin áreiðanleg. Dregið var fram í hlaðvarpinu Serial að lögregla hafi ítrekað hundsað vísbendingar um sakleysi Syeds og sekt tveggja annarra manna, sem nú eru taldir grunaðir í málinu. Lögregla hafi vegna ætternis og trúar Syeds beint spjótum sínum að honum og ekki litið til annarra mögulegra morðingja, meðal annars með því að ræða ekki við vitni sem gat staðfest fjarvistarsönnun Syeds. Þá kom fram í hlaðvarpinu að saksóknarar földu talsvert magn sönnunargagna, sem hefði getað sýnt fram á sakleysi Syeds, fyrir lögmanni hans og að lögmaðurinn hafi ekki sinnt starfi sínu sem skyldi. Hlaðvarpið hefur notið gífurlegra vinsælda frá því það kom út og var í raun það fyrsta sinnar tegundar, þar sem rannsóknarblaðamennska er reifuð í hlaðvarpi og þáttastjórnandinn bauð hlustendum upp á að taka virkan þátt í rannsókn málsins. Hlaðvarpið hefur verið fyrirmynd fjölda annarra hlaðvarpa síðan það kom út.
Erlend sakamál Bandaríkin Tengdar fréttir Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. 19. september 2022 22:51 Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. 15. september 2022 07:36 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. 19. september 2022 22:51
Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. 15. september 2022 07:36