Telur það slæma hugmynd að skipta kjarnorku út fyrir kol Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 14:54 Greta Thunberg ávarpar þátttakendur í loftslagsmótmælum fyrir utan þýska ríkisdaginn í fyrra. Hún öðlaðist heimsfrægð fyrir svonefnd loftslagsverkföll ungs fólks sem hún stóð fyrir. AP/Michael Sohn Sænski umhverfisverndaraðgerðarsinninn Greta Thunberg varar við því að þýsk stjórnvöld loki kjarnorkuverum og framleiði í staðinn raforku með kolum. Til stendur að loka þremur þýskum kjarnorkuverum fyrir árslok á sama tíma og gömul kolaorkuver eru vakin upp frá dauðum. Töluverð andstaða er gegn kjarnorku í Þýskalandi og hún jókst aðeins eftir kjarnorkuslysið í Fukushima-kjarnorkuverinu í Japan í náttúruhamförunum þar árið 2011. Politico segir að umræða um fresta lokun tveggja kjarnorkuveranna hafi þannig reynst mun eldfimara átakamál en áform ríkisstjórnarinnar um að opna aftur kolaorkuver og greiða eigendum brúnkolaorkuvera milljarða króna til að bregðast við því að Rússar stöðvuðu gassölu til Evrópu vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Kol eru enn verri en olía og gos hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Engin slík losun er frá kjarnorkuverum. Þá losnar umtalsvert meiri geislun út í umhverfið frá daglegum rekstri kolaorkuvera en kjarnorkuvera. Umhverfisverndarsinnar eru ósammála um hvort vegi þyngra: aukin losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á kolum og olíu sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni eða hættan sem þeir telja stafa af kjarnorku. Robert Habeck, efnahagsráðherra úr röðum Græningja, sagði nýlega að mögulega yrði tveimur af kjarnorkuverunum þremur ekki lokað fyrr en í apríl. Hann vill þó ekki halda þeim opnum lengur en það af öryggisástæðum. Hann hefur engu að síður samþykkt að opna aftur kola- og olíuknúin orkuver, að sögn AP-fréttastofunnar. Gripu ummælin á lofti Þegar Thunberg var spurð út í áform þýsku ríkisstjórnarinnar í sjónvarpsviðtali, sem verður birt í heild sinni í dag, sagði hún það hitamál en að það væri slæm hugmynd að skipta út kjarnorku fyrir kol. „Það veltur á ýmsu. Ef [kjarnorkuverin] eru þegar opin held ég að það væru mistök að loka þeim og snúa sér að kolum í staðinn,“ svaraði Thunberg þegar hún var spurð hvort að það ætti að loka kjarnorkuverunum þremur um lauð og orkuvandi Evrópuríkja líður hjá. Wären #AKW für das Klima die bessere Wahl zumindest für den Moment? @GretaThunberg: "Wenn sie schon laufen, glaube ich, dass es ein Fehler wäre, sie abzuschalten und sich der Kohle zuzuwenden." Das ganze Interview mit Greta #Thunberg am Mittwoch Abend bei #maischberger! pic.twitter.com/P5n4pJrdUF— Maischberger (@maischberger) October 11, 2022 Þýskir stjórnmálamenn sem eru fylgjandi kjarnorku gripu ummæli Thunberg á lofti, þar á meðal Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsa lýðræðisflokknum. Í því orkustríði sem nú geisi í Evrópu þurfi allt sem getur framleitt orku að vera tengt inn á flutningskerfið. Umræðan um kjarnorkuna hefur reynst Græningjaflokknum þung í skauti. Simone Peter, fyrrverandi formaður flokksins, segir ekkert vit í ummælum Thunberg þar sem kjarnorkuverin notuðu rússnesk úran og að þau væru ekki lengur gagnleg. Thunberg sjálf virtist vísa til umræðunnar um ummæli sín í Þýskalandi í tísti í dag. Varaði hún við þeim sem hlusti aðeins á óþægileg skilaboð þegar það henti stefnu þeirra. „Í baráttunni við þennan vanda skilar það okkur engu að sérvelja suma hluti og taka aðra hluti úr samhengi og hunsað afganginn. Það kyndir aðeins undir menningarstríði,“ tísti Thunberg. Today as always, it s important to watch out for those who only listen to the uncomfortable truth when it fits in their agenda. To tackle this crisis, cherry picking some aspects, taking things out of context and ignoring the rest will lead us nowhere. It only fuels culture wars.— Greta Thunberg (@GretaThunberg) October 12, 2022 Í þýska sjónvarpsviðtalinu lýsti Thunberg einnig furðu á því að ekki væri lögð áhersla á að hvetja fólk til þess að spara orku í því ástandi sem nú ríkir jafnvel þó að það myndi lækka orkuverð. „Ég veit að þýska þjóðin ræðir um að spara orku en í Svíþjóð er algerlega bannað að tala um nota minni orku vegna þess að fólk segir „æ, nei, þetta er kommúnismi og svo framvegis“. Þannig er þetta er alveg klikkað,“ sagði Thunberg. Kjarnorka Loftslagsmál Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Þurfa að stórauka framlög til endurnýjanlegrar orku og aðlögunar Þjóðir heims þurfa að þrefalda framlög sín til uppbyggingar endurnýjanlegrar orkugjafar og tvöfalda framleiðslu á hreinni orku á næstu átta árum til þess að hægt verði að ná loftslagsmarkmiðum. Á sama tíma ógna loftslagsbreytingar orkuinnviðum heimsins. 11. október 2022 13:01 Evrópusambandið skilgreinir kjarnorku og gas sem umhverfisvæna orkugjafa Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að kjarnorka og gas verði skilgreind sem umhverfisvænir, eða „grænir“, orkugjafar. 6. júlí 2022 13:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Töluverð andstaða er gegn kjarnorku í Þýskalandi og hún jókst aðeins eftir kjarnorkuslysið í Fukushima-kjarnorkuverinu í Japan í náttúruhamförunum þar árið 2011. Politico segir að umræða um fresta lokun tveggja kjarnorkuveranna hafi þannig reynst mun eldfimara átakamál en áform ríkisstjórnarinnar um að opna aftur kolaorkuver og greiða eigendum brúnkolaorkuvera milljarða króna til að bregðast við því að Rússar stöðvuðu gassölu til Evrópu vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Kol eru enn verri en olía og gos hvað varðar losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Engin slík losun er frá kjarnorkuverum. Þá losnar umtalsvert meiri geislun út í umhverfið frá daglegum rekstri kolaorkuvera en kjarnorkuvera. Umhverfisverndarsinnar eru ósammála um hvort vegi þyngra: aukin losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna á kolum og olíu sem veldur loftslagsbreytingum á jörðinni eða hættan sem þeir telja stafa af kjarnorku. Robert Habeck, efnahagsráðherra úr röðum Græningja, sagði nýlega að mögulega yrði tveimur af kjarnorkuverunum þremur ekki lokað fyrr en í apríl. Hann vill þó ekki halda þeim opnum lengur en það af öryggisástæðum. Hann hefur engu að síður samþykkt að opna aftur kola- og olíuknúin orkuver, að sögn AP-fréttastofunnar. Gripu ummælin á lofti Þegar Thunberg var spurð út í áform þýsku ríkisstjórnarinnar í sjónvarpsviðtali, sem verður birt í heild sinni í dag, sagði hún það hitamál en að það væri slæm hugmynd að skipta út kjarnorku fyrir kol. „Það veltur á ýmsu. Ef [kjarnorkuverin] eru þegar opin held ég að það væru mistök að loka þeim og snúa sér að kolum í staðinn,“ svaraði Thunberg þegar hún var spurð hvort að það ætti að loka kjarnorkuverunum þremur um lauð og orkuvandi Evrópuríkja líður hjá. Wären #AKW für das Klima die bessere Wahl zumindest für den Moment? @GretaThunberg: "Wenn sie schon laufen, glaube ich, dass es ein Fehler wäre, sie abzuschalten und sich der Kohle zuzuwenden." Das ganze Interview mit Greta #Thunberg am Mittwoch Abend bei #maischberger! pic.twitter.com/P5n4pJrdUF— Maischberger (@maischberger) October 11, 2022 Þýskir stjórnmálamenn sem eru fylgjandi kjarnorku gripu ummæli Thunberg á lofti, þar á meðal Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsa lýðræðisflokknum. Í því orkustríði sem nú geisi í Evrópu þurfi allt sem getur framleitt orku að vera tengt inn á flutningskerfið. Umræðan um kjarnorkuna hefur reynst Græningjaflokknum þung í skauti. Simone Peter, fyrrverandi formaður flokksins, segir ekkert vit í ummælum Thunberg þar sem kjarnorkuverin notuðu rússnesk úran og að þau væru ekki lengur gagnleg. Thunberg sjálf virtist vísa til umræðunnar um ummæli sín í Þýskalandi í tísti í dag. Varaði hún við þeim sem hlusti aðeins á óþægileg skilaboð þegar það henti stefnu þeirra. „Í baráttunni við þennan vanda skilar það okkur engu að sérvelja suma hluti og taka aðra hluti úr samhengi og hunsað afganginn. Það kyndir aðeins undir menningarstríði,“ tísti Thunberg. Today as always, it s important to watch out for those who only listen to the uncomfortable truth when it fits in their agenda. To tackle this crisis, cherry picking some aspects, taking things out of context and ignoring the rest will lead us nowhere. It only fuels culture wars.— Greta Thunberg (@GretaThunberg) October 12, 2022 Í þýska sjónvarpsviðtalinu lýsti Thunberg einnig furðu á því að ekki væri lögð áhersla á að hvetja fólk til þess að spara orku í því ástandi sem nú ríkir jafnvel þó að það myndi lækka orkuverð. „Ég veit að þýska þjóðin ræðir um að spara orku en í Svíþjóð er algerlega bannað að tala um nota minni orku vegna þess að fólk segir „æ, nei, þetta er kommúnismi og svo framvegis“. Þannig er þetta er alveg klikkað,“ sagði Thunberg.
Kjarnorka Loftslagsmál Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Þurfa að stórauka framlög til endurnýjanlegrar orku og aðlögunar Þjóðir heims þurfa að þrefalda framlög sín til uppbyggingar endurnýjanlegrar orkugjafar og tvöfalda framleiðslu á hreinni orku á næstu átta árum til þess að hægt verði að ná loftslagsmarkmiðum. Á sama tíma ógna loftslagsbreytingar orkuinnviðum heimsins. 11. október 2022 13:01 Evrópusambandið skilgreinir kjarnorku og gas sem umhverfisvæna orkugjafa Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að kjarnorka og gas verði skilgreind sem umhverfisvænir, eða „grænir“, orkugjafar. 6. júlí 2022 13:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þurfa að stórauka framlög til endurnýjanlegrar orku og aðlögunar Þjóðir heims þurfa að þrefalda framlög sín til uppbyggingar endurnýjanlegrar orkugjafar og tvöfalda framleiðslu á hreinni orku á næstu átta árum til þess að hægt verði að ná loftslagsmarkmiðum. Á sama tíma ógna loftslagsbreytingar orkuinnviðum heimsins. 11. október 2022 13:01
Evrópusambandið skilgreinir kjarnorku og gas sem umhverfisvæna orkugjafa Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að kjarnorka og gas verði skilgreind sem umhverfisvænir, eða „grænir“, orkugjafar. 6. júlí 2022 13:00