Norðanvindurinn í Genóa og stór heimsmeistari í lítilli tjörn Björn Már Ólafsson skrifar 14. október 2022 14:30 Samuel Umtiti með bros á vör í leiknum við Roma sem var hans fyrsti leikur í ítölsku A-deildinni. Getty/Guiseppe Maffia Ég man þá tíð þegar maður spilaði fótbolta sem barn, áhyggjulaus á túninu með félögunum. Reglan var þannig að ef annað liðið var að vinna stórt, þurfti einn leikmaður úr liðinu sem var að vinna yfir í liðið sem var að tapa. Skrefin voru þung þar sem maður þrammaði yfir á hinn vallarhelminginn þar sem maður þurfti að reyna að byggja upp sjálfstraust nýju liðsfélaganna sem maður var nýbúinn að niðurlægja. Nákvæmlega þannig hefur heimsmeistaranum Samuel Umtiti liðið þar sem hann lék sinn fyrsta leik fyrir Lecce gegn Roma um síðastliðna helgi. Umtiti hefur leikið með Barcelona undanfarin sex ár og auk tveggja spænskra deildartitla skartar hann einnig heimsmeistaratitli með Frökkum frá árinu 2018. Þaulvanur að leika með liðum sem valdið hafa. Bæði hjá Frökkum og Barcelona eru handvaldir leikmenn í hverju rúmi og hver einasta sending á liðsfélaga er sending á gæðum prýddan leikmann. Léleg sending á góðan leikmann er góð sending. Dómar eiga það til að falla með bestu liðunum. En eftir að hafa glímt við meiðslamartröð undanfarin tvö tímabil var ljóst að hann þurfti að finna sér nýtt lið tímabundið til að reyna að komast aftur í leikform. Það er erfitt að reyna að ímynda sér símtalið sem Pantaleo Corvino yfirmaður íþróttamála hjá Lecce átti við forsvarsmenn Barcelona í sumar þegar honum bauðst að fá Samuel Umtiti á láni. Corvino er vanur að sækja unga og ódýra stráka, meðal annars frá Íslandi, en allt í einu bauðst honum ljóslifandi heimsmeistari í varnarlínuna sína. Samuel Umtiti og Ousmane Dembele með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið heimsmeistarar árið 2018.Getty/Lars Baron Við hlið Umtiti í vörninni leikur Federico Baschirotto - vöðvatröll sem hafði aldrei leikið ofar en í ítölsku D-deildinni fyrir þremur árum síðan. Stuðningsmenn Lecce trúðu varla sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu fréttirnar af Umtiti og margir lögðu leið sína á flugvöllinn í Lecce til að fá það staðfest með eigin augum að það væri í raun Samuel Umtiti heimsmeistarinn sem var mættur, en ekki einhver minna frægur frændi hans og alnafni. Umtiti var svo hrærður yfir móttökunum í hafnarborginni að hann felldi tár við komuna. Bestu knattspyrnumenn heims eiga það til að leika fyrir bestu knattspyrnulið heims. Annað stingur í augun. Eitt besta dæmið um leikmann sem skyndilega tekur skref niður á við á ferlinum er Gheorge Hagi, oft kallaður Maradona Karpatafjallanna. Hagi fór gekk árið 1992 til liðs við Brescia á Ítalíu frá stórveldinu Real Madrid. Hann lék með norður-ítalska liðinu í tvö tímabil, þar af eitt í næstefstu deild, áður en hann gekk til liðs við Barcelona. Þarna var Hagi á hátindi ferilsins og enn í dag veit enginn nákvæmlega hvers vegna hann tók þetta undarlega milliskref á ferlinum. Umtiti fékk enga draumabyrjun á Lecce ferli sínum í leiknum gegn Roma. Eftir aðeins 20 mínútna leik fékk danski stjörnuleikmaður liðsins Morten Hjulmand rautt spjald og staðan var þá orðin 1-0 fyrir Roma. En Umtiti má eiga það að hann barðist hetjulega, steig upp og barði liðsfélaga sína áfram. Fyrir hálfleik tókst Lecce að jafna leikinn og það þurfti ódýra vítaspyrnu frá Paulo Dybala til þess að Rómverjar gátu klárað leikinn 2-1. Vítaspyrnan reyndist Rómverjum dýrkeypt því í Dybala meiddist á læri við að taka spyrnuna og er óljóst hvort hann getur spilað knattspyrnu aftur næstu mánuðina. Þórir Jóhann Helgason sækir að ítalska landsliðsmanninum Leonardo Spinazzola í leiknum við Roma.Getty/Guiseppe Maffia Lecce er enn í harðri botnbaráttu eftir 9 umferðir en ef þessi frammistaða er það sem koma skal frá Umtiti, þá er hann hvalreki fyrir Lecce. Þórir Jóhann Helgason lék um tuttugu mínútur fyrir Lecce og stóð sig með prýði við erfiðar aðstæður. Hvaðeraskeeiginlega? Þótt Umtiti hafi staðið sig vel í frumraun sinni í Serie A þá er annað nafn sem er á allra vörum í knattspyrnuheiminum. Kvicha Kvaratskhelia, georgíska undrið í Napoli. Hann hélt áfram uppteknum hætti þegar liðið heimsótti nýliða Cremonese í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu. Nýliðarnir sýndu klærnar og staðan var jöfn 1-1 eftir um klukkustundar leik en þá kom breiddin í sóknarleik Napoli að góðum notum og varamennirnir sáu um að tryggja 1-4 sigur. Kvaratskhelia sótti eina vítaspyrnu og átti eina stoðsendingu í leiknum. Khvicha Kvaratskhelia heldur áfram að fara á kostum fyrir Napoli á öllum vígstöðvum. Hér fagnar hann gegn Ajax í vikunni.Getty/Guiseppe Maffia Napoli er enn skemmtilegasta lið Evrópu og flottar frammistöður í tvígang gegn Ajax í Meistaradeildinni hefur komið þeim rækilega á kortið. Ekki er útlit fyrir að sigurgöngu þeirra ljúki um helgina þar sem lánlausir Bolognamenn mæta í heimsókn á Stadio Diego Armando Maradona. Púðurskot í Flórens Miklar vonir voru bundnar við serbneska framherjann Luka Jovic fyrir tímabilið en hann gekk til liðs við Fiorentina frá Real Madrid. Fiorentina leikur í Evrópukeppni í ár í fyrsta sinn í meira en áratug og bjartsýnin var mikil. Vincenzo Italiano þjálfarinn hefur gert hvert kraftaverkið á fætur öðru í ítölsku deildunum og ekkert virtist geta farið úrskeiðis. En markaþurrð hefur þjakað fjólubláa liðið frá Flórens. Þetta sást greinilega í leik þeirra á heimavelli gegn Lazio þar sem liðið steinlá 0-4 þrátt fyrir að hafa verið miklu meira með boltann. Nútíma mælitæki á borð við XG sýndu, að Fiorentina var mun líklegra til að skora mörk í leiknum en sóknarmönnum liðsins eru afar mislagðar lappir sem gerir að verkum að liðið situr í 13. sæti eftir 9 umferðir. Þá hefur liðið heldur ekki riðið feitum hesti í Sambandsdeildinni – einnig sökum dræmrar markaskorunar. Lazio liðið er hins vegar að blómstra undir Maurizio Sarri. Baráttugleðin var áþreifanleg gegn Fiorentina og þrátt fyrir að vera án boltans á löngum köflum þá börðust þeir eins og ljón og hraðinn fram á við býr til háspennu og lífshættu fyrir andstæðingana. Ciro Immobile, Mattia Zaccagni og Felipe Anderson njóta vel af stoðsendingunum frá Sergej Milinkovic-Savic. Serbinn er að eiga sitt besta tímabil í mörg ár og er með flestar stoðsendingar af öllum í deildinni, sjö stykki í níu leikjum. Lazio er í þriðja sæti deildarinnar eftir sannkallaða draumabyrjun. Hraði drepur Stórleikur helgarinnar fór fram á San Siro leikvanginum í Mílanó þar sem Juventus heimsótti heimamenn í AC Milan. Juventus mætti til leiks með nýtilkomið sjálfstraust eftir sigur í umferðinni á undan og margir bjuggust við jöfnum leik. Frakkinn Adrien Rabiot hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Juventus og er farinn að spila vel á miðjunni við hlið Manuels Locatellis. Fremstir spila þeir Dusan Vlahovic og Arek Milik saman í 4-4-2 leikkerfi þjálfarans Max Allegris. Brahim Diaz á öxlunum á Rafael Leao eftir að hafa komið AC Milan í 2-0 gegn Juventus.Getty/Jonathan Moscrop Stefano Pioli þjálfari AC Milan er hins vegar prýðilegur skákmaður því honum tókst að máta Juventus með taktískri snilld. Hann tefldi fram litla og snögga sóknarmanninum Brahim Diaz frestum á miðjunni. Hraði hans var of mikill fyrir hávaxna og þunga miðjumenn Juventus og þegar leið á leikinn fékk Diaz meira og meira pláss. Fikayo Tomori kom AC Milan yfir með marki eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik áður en Diaz gerði út um leikinn með frábæru einstaklingsframtaki þar sem hann nýtti hraða sinn í að stinga alla varnarlínu Juventus af. Max Allegri er orðinn enn valtari í sessi eftir þennan leik og ekki bætti tapið í Meistaradeildinni í vikunni úr skák þar sem liðið sýndi ömurlega frammistöðu gegn Maccabi Haifa. Pioli hins vegar er að sanna sig sem einn allra snjallasti þjálfari landsins og hann virðist alltaf sjá besta leikinn í stöðunni til að ná andstæðingnum úr jafnvægi. Eins og stórmeistari í skák með rafstuðtæki í afturendanum, svo notað sé taflmál. Norðanvindurinn Albert Guðmundsson Önnur úrslit í deildinni voru nokkurn veginn eftir bókinni. Internazionale var ekki í teljandi vandræðum með Sassuolo og unnu 2-1 sigur með tveimur mörkum frá Edin Dzeko sem fyllir í skó Romelo Lukaku þessa dagana með glæsibrag. Mikael Egill Ellertsson lék tíu mínútur með Spezia í 2-0 tapi gegn Monza sem er komið á svakalegt skrið. Albert Guðmundsson er eins og napur norðanvindur gagnvart andstæðingum sínum.Getty/Simone Arveda Íslendingarnir okkar í B-deildinni áttu ekkert sérstaka helgi. Albert Guðmundsson lék allan leikinn í 0-0 jafntefli við Cagliari. Genoa situr í 6. Sæti B deildarinnar en aðeins þremur stigum frá toppnum og ef allt er eins og það á að vera mun liðið komast upp úr B deildinni, svo vel mannað er liðið. Albert er orðinn lykilmaður í Genoa liðinu og tala ítalskir fjölmiðlar um Norðanvindinn – „il vento del nord“ þegar þeir fjalla um þá Albert og Danann Morten Frendrup sem eru báðir í uppáhaldi hjá þjálfaranum og spila flestar mínútur. Hjörtur Hermannsson situr enn sem fastast á varamannabekk Pisa þrátt fyrir þjálfaraskiptin þar sem hans gamli þjálfari er mættur aftur til leiks. Pisa situr enn í fallsæti og erfitt tímabil gæti verið í vændum hjá félaginu. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Nákvæmlega þannig hefur heimsmeistaranum Samuel Umtiti liðið þar sem hann lék sinn fyrsta leik fyrir Lecce gegn Roma um síðastliðna helgi. Umtiti hefur leikið með Barcelona undanfarin sex ár og auk tveggja spænskra deildartitla skartar hann einnig heimsmeistaratitli með Frökkum frá árinu 2018. Þaulvanur að leika með liðum sem valdið hafa. Bæði hjá Frökkum og Barcelona eru handvaldir leikmenn í hverju rúmi og hver einasta sending á liðsfélaga er sending á gæðum prýddan leikmann. Léleg sending á góðan leikmann er góð sending. Dómar eiga það til að falla með bestu liðunum. En eftir að hafa glímt við meiðslamartröð undanfarin tvö tímabil var ljóst að hann þurfti að finna sér nýtt lið tímabundið til að reyna að komast aftur í leikform. Það er erfitt að reyna að ímynda sér símtalið sem Pantaleo Corvino yfirmaður íþróttamála hjá Lecce átti við forsvarsmenn Barcelona í sumar þegar honum bauðst að fá Samuel Umtiti á láni. Corvino er vanur að sækja unga og ódýra stráka, meðal annars frá Íslandi, en allt í einu bauðst honum ljóslifandi heimsmeistari í varnarlínuna sína. Samuel Umtiti og Ousmane Dembele með verðlaunagripinn eftir að hafa orðið heimsmeistarar árið 2018.Getty/Lars Baron Við hlið Umtiti í vörninni leikur Federico Baschirotto - vöðvatröll sem hafði aldrei leikið ofar en í ítölsku D-deildinni fyrir þremur árum síðan. Stuðningsmenn Lecce trúðu varla sínum eigin eyrum þegar þeir heyrðu fréttirnar af Umtiti og margir lögðu leið sína á flugvöllinn í Lecce til að fá það staðfest með eigin augum að það væri í raun Samuel Umtiti heimsmeistarinn sem var mættur, en ekki einhver minna frægur frændi hans og alnafni. Umtiti var svo hrærður yfir móttökunum í hafnarborginni að hann felldi tár við komuna. Bestu knattspyrnumenn heims eiga það til að leika fyrir bestu knattspyrnulið heims. Annað stingur í augun. Eitt besta dæmið um leikmann sem skyndilega tekur skref niður á við á ferlinum er Gheorge Hagi, oft kallaður Maradona Karpatafjallanna. Hagi fór gekk árið 1992 til liðs við Brescia á Ítalíu frá stórveldinu Real Madrid. Hann lék með norður-ítalska liðinu í tvö tímabil, þar af eitt í næstefstu deild, áður en hann gekk til liðs við Barcelona. Þarna var Hagi á hátindi ferilsins og enn í dag veit enginn nákvæmlega hvers vegna hann tók þetta undarlega milliskref á ferlinum. Umtiti fékk enga draumabyrjun á Lecce ferli sínum í leiknum gegn Roma. Eftir aðeins 20 mínútna leik fékk danski stjörnuleikmaður liðsins Morten Hjulmand rautt spjald og staðan var þá orðin 1-0 fyrir Roma. En Umtiti má eiga það að hann barðist hetjulega, steig upp og barði liðsfélaga sína áfram. Fyrir hálfleik tókst Lecce að jafna leikinn og það þurfti ódýra vítaspyrnu frá Paulo Dybala til þess að Rómverjar gátu klárað leikinn 2-1. Vítaspyrnan reyndist Rómverjum dýrkeypt því í Dybala meiddist á læri við að taka spyrnuna og er óljóst hvort hann getur spilað knattspyrnu aftur næstu mánuðina. Þórir Jóhann Helgason sækir að ítalska landsliðsmanninum Leonardo Spinazzola í leiknum við Roma.Getty/Guiseppe Maffia Lecce er enn í harðri botnbaráttu eftir 9 umferðir en ef þessi frammistaða er það sem koma skal frá Umtiti, þá er hann hvalreki fyrir Lecce. Þórir Jóhann Helgason lék um tuttugu mínútur fyrir Lecce og stóð sig með prýði við erfiðar aðstæður. Hvaðeraskeeiginlega? Þótt Umtiti hafi staðið sig vel í frumraun sinni í Serie A þá er annað nafn sem er á allra vörum í knattspyrnuheiminum. Kvicha Kvaratskhelia, georgíska undrið í Napoli. Hann hélt áfram uppteknum hætti þegar liðið heimsótti nýliða Cremonese í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu. Nýliðarnir sýndu klærnar og staðan var jöfn 1-1 eftir um klukkustundar leik en þá kom breiddin í sóknarleik Napoli að góðum notum og varamennirnir sáu um að tryggja 1-4 sigur. Kvaratskhelia sótti eina vítaspyrnu og átti eina stoðsendingu í leiknum. Khvicha Kvaratskhelia heldur áfram að fara á kostum fyrir Napoli á öllum vígstöðvum. Hér fagnar hann gegn Ajax í vikunni.Getty/Guiseppe Maffia Napoli er enn skemmtilegasta lið Evrópu og flottar frammistöður í tvígang gegn Ajax í Meistaradeildinni hefur komið þeim rækilega á kortið. Ekki er útlit fyrir að sigurgöngu þeirra ljúki um helgina þar sem lánlausir Bolognamenn mæta í heimsókn á Stadio Diego Armando Maradona. Púðurskot í Flórens Miklar vonir voru bundnar við serbneska framherjann Luka Jovic fyrir tímabilið en hann gekk til liðs við Fiorentina frá Real Madrid. Fiorentina leikur í Evrópukeppni í ár í fyrsta sinn í meira en áratug og bjartsýnin var mikil. Vincenzo Italiano þjálfarinn hefur gert hvert kraftaverkið á fætur öðru í ítölsku deildunum og ekkert virtist geta farið úrskeiðis. En markaþurrð hefur þjakað fjólubláa liðið frá Flórens. Þetta sást greinilega í leik þeirra á heimavelli gegn Lazio þar sem liðið steinlá 0-4 þrátt fyrir að hafa verið miklu meira með boltann. Nútíma mælitæki á borð við XG sýndu, að Fiorentina var mun líklegra til að skora mörk í leiknum en sóknarmönnum liðsins eru afar mislagðar lappir sem gerir að verkum að liðið situr í 13. sæti eftir 9 umferðir. Þá hefur liðið heldur ekki riðið feitum hesti í Sambandsdeildinni – einnig sökum dræmrar markaskorunar. Lazio liðið er hins vegar að blómstra undir Maurizio Sarri. Baráttugleðin var áþreifanleg gegn Fiorentina og þrátt fyrir að vera án boltans á löngum köflum þá börðust þeir eins og ljón og hraðinn fram á við býr til háspennu og lífshættu fyrir andstæðingana. Ciro Immobile, Mattia Zaccagni og Felipe Anderson njóta vel af stoðsendingunum frá Sergej Milinkovic-Savic. Serbinn er að eiga sitt besta tímabil í mörg ár og er með flestar stoðsendingar af öllum í deildinni, sjö stykki í níu leikjum. Lazio er í þriðja sæti deildarinnar eftir sannkallaða draumabyrjun. Hraði drepur Stórleikur helgarinnar fór fram á San Siro leikvanginum í Mílanó þar sem Juventus heimsótti heimamenn í AC Milan. Juventus mætti til leiks með nýtilkomið sjálfstraust eftir sigur í umferðinni á undan og margir bjuggust við jöfnum leik. Frakkinn Adrien Rabiot hefur gengið í endurnýjun lífdaga hjá Juventus og er farinn að spila vel á miðjunni við hlið Manuels Locatellis. Fremstir spila þeir Dusan Vlahovic og Arek Milik saman í 4-4-2 leikkerfi þjálfarans Max Allegris. Brahim Diaz á öxlunum á Rafael Leao eftir að hafa komið AC Milan í 2-0 gegn Juventus.Getty/Jonathan Moscrop Stefano Pioli þjálfari AC Milan er hins vegar prýðilegur skákmaður því honum tókst að máta Juventus með taktískri snilld. Hann tefldi fram litla og snögga sóknarmanninum Brahim Diaz frestum á miðjunni. Hraði hans var of mikill fyrir hávaxna og þunga miðjumenn Juventus og þegar leið á leikinn fékk Diaz meira og meira pláss. Fikayo Tomori kom AC Milan yfir með marki eftir hornspyrnu í fyrri hálfleik áður en Diaz gerði út um leikinn með frábæru einstaklingsframtaki þar sem hann nýtti hraða sinn í að stinga alla varnarlínu Juventus af. Max Allegri er orðinn enn valtari í sessi eftir þennan leik og ekki bætti tapið í Meistaradeildinni í vikunni úr skák þar sem liðið sýndi ömurlega frammistöðu gegn Maccabi Haifa. Pioli hins vegar er að sanna sig sem einn allra snjallasti þjálfari landsins og hann virðist alltaf sjá besta leikinn í stöðunni til að ná andstæðingnum úr jafnvægi. Eins og stórmeistari í skák með rafstuðtæki í afturendanum, svo notað sé taflmál. Norðanvindurinn Albert Guðmundsson Önnur úrslit í deildinni voru nokkurn veginn eftir bókinni. Internazionale var ekki í teljandi vandræðum með Sassuolo og unnu 2-1 sigur með tveimur mörkum frá Edin Dzeko sem fyllir í skó Romelo Lukaku þessa dagana með glæsibrag. Mikael Egill Ellertsson lék tíu mínútur með Spezia í 2-0 tapi gegn Monza sem er komið á svakalegt skrið. Albert Guðmundsson er eins og napur norðanvindur gagnvart andstæðingum sínum.Getty/Simone Arveda Íslendingarnir okkar í B-deildinni áttu ekkert sérstaka helgi. Albert Guðmundsson lék allan leikinn í 0-0 jafntefli við Cagliari. Genoa situr í 6. Sæti B deildarinnar en aðeins þremur stigum frá toppnum og ef allt er eins og það á að vera mun liðið komast upp úr B deildinni, svo vel mannað er liðið. Albert er orðinn lykilmaður í Genoa liðinu og tala ítalskir fjölmiðlar um Norðanvindinn – „il vento del nord“ þegar þeir fjalla um þá Albert og Danann Morten Frendrup sem eru báðir í uppáhaldi hjá þjálfaranum og spila flestar mínútur. Hjörtur Hermannsson situr enn sem fastast á varamannabekk Pisa þrátt fyrir þjálfaraskiptin þar sem hans gamli þjálfari er mættur aftur til leiks. Pisa situr enn í fallsæti og erfitt tímabil gæti verið í vændum hjá félaginu. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Sjá meira