Stjörnukokkurinn Heston Blumenthal fékk sína verstu máltíð á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2022 23:30 Heston Blumenthal er einn þekktasti kokkur Breta. Getty/Stuart C. Wilson Breski sjónvarpskokkurinn Heston Blumenthal átti eina verstu matarupplifun sína á Íslandi þegar hann lagði sér kæsta skötu til munns. Er þetta eina skiptið sem líkami hans hafnaði máltíð með svo afgerandi hætti að hún staldraði stutt við. Þetta kemur fram í viðtali við stjörnukokkinn í breska miðlinum The Guardian í dag. Blumenthal hefur komið að gerð fjölda matreiðsluþátta í Bretlandi og hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar eldunaraðferðir, bragðsamsetningar og svokallaða fjölskynjunarmatargerð. Í viðtalinu er kokkurinn meðal annars spurður að því hvort það sé einhver matur sem hann þoli ekki. Þar stendur ekki á svörum. „Eini maturinn sem ég man eftir að hafi gert það að verkum að hálsinn sagði restinni af líkama mínum að fara til fjandans fékk ég á fiskveiðibát á Íslandi. Þar fékk ég kæsta skötu sem er gerjuð skata. Ég held að þau hafi áður migið á hana en grafi hana núna til að ná fram ammoníakinu.“ Hrifnari af íslenska þorskinum Kokkurinn tekur fram að skatan hafi litið út fyrir að vera fullkomlega elduð og að eldri kynslóðin á Íslandi telji kæsta skötu vera hið mesta lostæti. „En ég reyndi að kyngja henni og hálsinn á mér slöngvaði fisknum beinustu leið út úr munninum á mér. Líkami minn eða maginn tilkynnti: „Nei, þú færð ekki að koma hér inn fyrir.““ Blumenthal mærði íslenskan þorsk í auglýsingu fyrir bresku verslunarkeðjuna Waitrose árið 2011. Þar er hvergi minnst á skötuna góðu sem hefur ekki komist á lista yfir helstu útflutningsvörur Íslands. Matur Bretland Íslandsvinir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við stjörnukokkinn í breska miðlinum The Guardian í dag. Blumenthal hefur komið að gerð fjölda matreiðsluþátta í Bretlandi og hefur vakið athygli fyrir nýstárlegar eldunaraðferðir, bragðsamsetningar og svokallaða fjölskynjunarmatargerð. Í viðtalinu er kokkurinn meðal annars spurður að því hvort það sé einhver matur sem hann þoli ekki. Þar stendur ekki á svörum. „Eini maturinn sem ég man eftir að hafi gert það að verkum að hálsinn sagði restinni af líkama mínum að fara til fjandans fékk ég á fiskveiðibát á Íslandi. Þar fékk ég kæsta skötu sem er gerjuð skata. Ég held að þau hafi áður migið á hana en grafi hana núna til að ná fram ammoníakinu.“ Hrifnari af íslenska þorskinum Kokkurinn tekur fram að skatan hafi litið út fyrir að vera fullkomlega elduð og að eldri kynslóðin á Íslandi telji kæsta skötu vera hið mesta lostæti. „En ég reyndi að kyngja henni og hálsinn á mér slöngvaði fisknum beinustu leið út úr munninum á mér. Líkami minn eða maginn tilkynnti: „Nei, þú færð ekki að koma hér inn fyrir.““ Blumenthal mærði íslenskan þorsk í auglýsingu fyrir bresku verslunarkeðjuna Waitrose árið 2011. Þar er hvergi minnst á skötuna góðu sem hefur ekki komist á lista yfir helstu útflutningsvörur Íslands.
Matur Bretland Íslandsvinir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira