„Ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. október 2022 07:02 Það er ekki laust við að það sé smá prakkarasvipur á Snæbirni Arngrímssyni rithöfundi og fyrrum bókaútgefanda á þessari mynd. En það var þó ekki af prakkaraskap sem Snæbjörn sagði starfsmanni á kaffihúsi í París að hann væri hjartalæknir. Því hið rétta er að honum fannst auðveldara að segjast vera hjartalæknir en rithöfundur. Að vera rithöfundur er eitthvað svo fínt. Vísir/Vilhelm „Ég á erfitt með þetta. Finnst ég kannski ekki nógu merkilegur. Þetta er svona feimnistilfinning,“ segir Snæbjörn Arngrímsson þegar hann reynir að skýra út hvers vegna honum finnst erfitt að kalla sig rithöfund. Sem hann þó er. Hefur skrifað fjórar bækur. Átt ævintýralegan feril í bókabransanum. Er stórt nafn og vel þekkt. „Við erum stundum í París því þar erum með smá aðstöðu til að vera. Í París byrja ég daginn á því að fara á skemmtilegt kaffihús á fyrstu hæð. Einn daginn spyr mig ungur strákur sem vinnur þarna við hvað ég starfi. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Gat ekki sagt rithöfundur. Þannig að ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar,“ nefnir Snæbjörn sem dæmi og skellihlær. Enda oft stutt í hláturinn í samtalinu við Snæbjörn. Sem þó þennan morgun sem viðtalið er tekið, hefur lent í ýmsu; Er staddur upp í fjöllum á Spáni, nýbúinn að hitta villisvín í morgunhlaupinu og fá upplýsingar um að brotist hafi verið inn á heimili þeirra hjóna í Danmörku. Úff! Og þó… Því satt best að segja er margt í sögu Snæbjörns sem minnir helst á bíómynd. Og því full ástæða til að fá að heyra hvernig það kom til að Snæbjörn er staddur á þeim stað sem hann nú er. Þó þannig að sagan sem hér verður sögð, sé ekki endurtekin frá þeirri sem allir íslenskir fjölmiðlar hafa nú þegar margsagt. Snæbjörn er prestsonur og segir að oft átti fólk sig ekki á því hvaða hlutverk prestbörn eru sett í. Sjálfur tók hann það oft að sér að hjálpa krökkum í hverfinu sem áttu erfitt. En hann var líka framtakssamur sem barn og oftast með fullar hendur fjár. Enda snemma með smá starfsemi í bílskúrnum. Prestsonur í fótbolta og viðskiptum Í öllum kynningum um Snæbjörn kemur fram að fyrstu æviárin sín bjó hann á Odda á Rangárvöllum. Tími sem hann man auðvitað ekki eftir enda aðeins þriggja ára þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Faðir hans, séra Arngrímur Jónsson, þjónaði sem sóknarprestur Oddakirkju frá 1946-1964. Þá var hann skipaður sóknarprestur í Háteigsprestakalli, sem hann sinnti fram að eftirlaunaaldri. Móðir Snæbjörns var Guðrún Sigríður Hafliðadóttir, sjúkraliði og húsmóðir en Snæbjörn er yngstur þriggja systkina. „Það er stundum ætlast til þess af prestbörnum að þau séu með hærri móralskan stuðul en önnur börn. Þannig horfðu krakkarnir og aðrir foreldrar á mig og maður vissi það alveg. Þessu fylgdi oft að ef krakkar í hverfinu voru í erfiðleikum var þeim annað hvort ýtt að mér eða ég tók að mér að reyna að hjálpa,“ segir Snæbjörn og nefnir dæmi: Ég var fótboltahetja og fyrirliði og fékk ákveðna virðingu út á það. Einn þeirra sem átti svolítið erfitt í hverfinu var yngri bróðir Jóns Kalmans Stefánssonar rithöfundar. Það var stundum verið að berja hann og honum strítt. Ég tók að mér að verja hann og lét vitleysingana sem voru að stríða honum vita, að þeir ættu að láta hann vera.“ Að þessu sögðu viðurkennir Snæbjörn að hafa stundum hugleitt, hvort það geti verið að þetta sé skýringin á því að Jón Kalman kom síðar með fyrstu skáldsöguna sína til hans. Prestsonurinn réðist líka ungur í viðskipti. „Ég var alltaf mjög framtakssamur sem barn. Við krakkarnir stofnuðum til dæmis alls konar félög, þar á meðal glæpafélag. Eitt sinn stálum við borðtennisborði sem við komum fyrir í bílskúrnum heima. En fljótlega fórum við líka að reka litla sjoppu þar. Keyptum lakkrís í verksmiðju og seldum dýrum dómi. Líka gos sem var dýrara hjá okkur en annars staðar. Hjólaviðgerðir í hverfinu fóru líka að miklu leyti fram í bílskúrnum heima.“ Hverfið sem Snæbjörn vísar til er hverfið í Álftamýri og við Háaleiti. Og Framvöllurinn að sjálfsögðu. Og eins og margir af kynslóð Snæbjarnar þekkja, var hægt að vinna sér inn ágætis pening með því að bera út blöð. Sem Snæbjörn auðvitað gerði: Þjóðviljann, Alþýðublaðið, Moggann og svo framvegis. „Enda virtist ég alltaf vera frekar ríkt barn. Með fullan vasa fjár. Ég man eftir því að eitt sumarið var systir mín atvinnulaus og ég eiginlega hélt henni uppi með vasapening.“ Snæbjörn á fimm börn og aðeins 25 ára var hann orðinn þriggja barna faðir. Fyrir vikið spurðu vinirnir hans oft hvort hann hreinlega vissi ekki hvernig börn yrðu til. Sem Snæbjörn segist samt halda að hann sé búinn að fatta núna.Vísir/Vilhelm Að vita hvernig börn eru búin til Snæbjörn útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og það kemur svolítið á óvart að heyra hann lýsa þeim árum. Því þá fannst honum ekkert gaman. „Það er svo skrýtið að mér fannst mennaskólaárin eiginlega versta tímabil lífs míns. Sem er alveg á skjön við marga aðra. Ég sé það til dæmis hjá sonum mínum sem nú eru í menntaskóla. En mér fannst ekkert stuð í menntaskóla og leiddist.“ Snæbjörn spilaði þó sem markvörður í meistaraflokk í handbolta en kláraði stúdentinn á óvenju stuttum tíma. Hreinlega vegna þess að honum fannst svo leiðinlegt. Næst var haldið til Þýskalands en þegar þetta var, átti Snæbjörn þá þegar kærustu, Guðrúnu Ósk Ólafsdóttur, sem hann síðar eignaðist þrjú börn með. Og enn síðar tvö börn með síðari konu sinni, Susanne Torpe. Snæbjörn á því fimm börn og í dag fjögur barnabörn líka. Það sem verður að teljast frekar athyglisvert er að Snæbjörn var orðinn þriggja barna faðir 25 ára. „Já enda spurðu mig margir á þessum tíma hvort ég hreinlega vissi ekki hvernig börn yrðu til,“ segir Snæbjörn og hlær. Börnin fimm eru í þessari aldursröð: Ragnar Nói (f.1982), Sandra Ósk (f.1983), Sölvi (f.1987), Númi (f.2001) og Davíð (f.2005). Þegar Ragnar Nói fæddist bjó unga parið í Þýskalandi þar sem Snæbjörn fór í sálfræði. Ragnar fæddist mikið fyrir tímann sem þýddi að í marga mánuði lá hann á spítala og hreinlega barðist fyrir lífi sínu. Þegar Ragnar fæddist hafði unga parið reyndar verið að búa sig undir að flytja til Íslands. Sem þýddi að á meðan barnið lá á spítalanum misstu þau leiguíbúðina sína. Ungu foreldrarnir voru því á hrakhólum í nokkra mánuði en allt gekk þetta þó vel upp á endanum. En hvernig var að vera rétt rúmlega tvítugur, orðinn pabbi en upplifa að barnið sitt er að berjast fyrir lífinu á sjúkrahúsi? „Þegar maður er í þessum aðstæðum, er að vissu leyti eins og maður sé ekki alveg að fatta það. Maður er stressaður en samt er svo mikil ró yfir manni líka,“ svarar Snæbjörn frekar yfirvegað. Ári síðar fæðist dóttirin og fjórum árum síðar annar sonur. Var þetta kannski ætlunin allan tímann: Að eignast mörg börn og það svona ungur? „Nei. Ekkert af þessum fimm börnum voru plönuð.“ Er þá nema skiljanlegt að vinirnir væru að spyrja hvort þú vissir hvernig börn yrðu til? Það má segja það. Ég held samt að ég sé búinn að fatta það núna.“ Það varð algjör umbylting á rekstri Bjarts bókaútgáfu þegar Harry Potter bækurnar komu út. Sú fyrsta árið 1999. Ævintýrið endurtók sig síðan nokkrum árum síðar þegar danska bókaforlag Snæbjörns og konunnar hans Susanne Torpe, gaf út bækur Dan Brown. Þar af seldist sú fyrsta, Da Vinci Lykillinn, í um milljón eintaka. Galdrastafur Snæbjörns Það hafa allir stærri fjölmiðlar sagt frá bókaútgáfum Snæbjörns; Fyrst Bjarti sem hann stofnaði á námsárunum í bókmenntafræði og síðar Hr. Ferdinard í Danmörku. Bókaútgáfur sem hann seldi eftir nánast ævintýralega velgengni þeirra. Enda ekki nema von því Bjartur hóf útgáfu á Harry Potter bókunum árið 1999 og seldi í kjölfarið heilu bílförmin af þeim bókum. Eftir þó nokkuð basl að vísu. Á upphafsárum Bjarts vann Snæbjörn nefnilega við ýmislegt: Á meðferðarheimili, við að skúra, skrifa fyrir tímarit og við alls kyns önnur verkefni í lausamennsku. Í viðtali við Vísi árið 2019 segir til dæmis: „Já, ég var í háskólanum, átti þrjú börn, var með heimili, þetta var ekki auðvelt efnahagslega í byrjun. Að reka forlag á þessum nótum. Ég hafði fjölskyldu til að sjá fyrir,“ segir Snæbjörn sem fór á þeim tíma að velta því fyrir sér að hann þyrfti nú eiginlega að finna metsölubók.“ Harry Potter ævintýrið endurtók sig samt örfáum árum síðar þegar Hr. Ferdinard bókaforlagið í Danmörku tryggði sér útgáfuréttinn af bókum Dan Brown. Sem segja má að hafi kollriðið allri bókasölu um tíma. Svo miklar voru vinsældir fyrstu bókarinnar: Da Vinci lykilsins. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2017 segir Snæbjörn: „Það var nákvæmlega eins. Við seldum um það bil milljón eintök í Danmörku af þeirri bók. Það er svolítið fjör í því. Þetta var auðvitað bara tóm heppni, en svona er þetta.“ Ætli þetta snúist þá allt um heppni? Nei varla og þess vegna verðum við að reyna að komast að því hver lykillinn að svona velgengni er. Við spyrjum: En hvað heldur þú fyrir alvöru að skýri það út, hvers vegna þú velur akkúrat tvær bækur sem verða svona stórar metsölubækur en eru óþekktar þegar þær eru fyrst kynntar: Einhver „gut feeling“ (ísl. Innsæi)? „Já það er málið, það er þessi „gut feeling,““ svarar Snæbjörn. Og er nú komin skýringin á því hver galdrastafur Snæbjörns er. Það er augljóst að Snæbjörn þakkar ekki aðeins Harry Potter bókunum fyrir velgengni Bjarts bókaútgáfu. Því hann segir þá velgengni líka skýrast af því hversu heppinn hann var að fá til liðs við sig Jón Karl Helgason. Hér er mynd af þeim félögum sem Snæbjörn telur líklegt að hafi verið tekin um aldamótin. Kaflaskil Árið 2006 voru börnin orðin fimm og Snæbjörn tekin saman við núverandi konu sína, Susanne. Bjartur var að ganga vel og segir Snæbjörn skýringuna ekki aðeins vera velgengni Harry Potter bókanna heldur einnig hversu heppinn hann var að fá Jón Karl Helgason til liðs við sig í útgáfuna. Við vorum svo samstíga. Náðum svo vel saman. Samt svo ólíkir. Og ég svo heppinn að Jón var oftast til í að styðja vitleysuna í mér.“ En ekki alltaf? „Ég held það hafi verið í eitthvað eitt skipti sem hann barðist hatrammlega gegn hugmynd. Þannig að ég ákvað að bakka og sagði bara „Ókei, þá gerum við þetta ekki.“ Mörgum árum síðar sagði Jón mér síðan að hann nagaði sig enn í handarbökin fyrir að hafa ekki stutt þessa hugmynd.“ Hr. Ferdinard var stofnað í Danmörku árið 2003 og fyrstu árin sá Snæbjörn um reksturinn í Danmörku frá Íslandi. Snæbjörn og Susanne fluttu til Danmerkur árið 2006 þar sem ætlunin var að gera slíkt hið sama: Reka Bjart á Íslandi frá Danmörku. „Það gekk ekki vel og var eiginlega ómögulegt. Kannski vegna þess að ég var með marga íslenska höfunda sem fannst ekki nógu gott að hafa ekki tækifærið til að spjalla við mig og svo framvegis. Þetta var í raun það sem leiddi til þess að við seldum Bjart.“ Sem Snæbjörn gerði má segja korter fyrir bankahrun. „Ég bara hringdi eitt símtal, sagði verðið og við sömdum um kaupin,“ segir Snæbjörn þegar hann rifjar upp söluna. Voru engar fjárhagsáætlanir eða formlegir fundir? „Nei. Eina sem kom upp er að hann bað um að fá að skipta greiðslunni í tvo hluta. Sem var ekkert mál,“ svarar Snæbjörn. En kom aldrei upp sú hugmynd að flytja bara aftur heim og reka Hr. Ferdinard áfram frá Íslandi? „Nei. Ég var líka nýskilinn og kannski að Danmörk hafi að einhverju leyti verið mín útleið,“ svarar Snæbjörn, þó hálf efins um hvort hann eigi að fara út í þessa sálma. Salan á Hr. Ferdinard er ekkert ósvipuð sölunni á Bjarti. Þó komu upp smá hnökrar þegar stór kaupandi sem hafði sýnt frumkvæði að kaupum, hætti við. En hvers vegna að selja Hr. Ferdinard? „Þegar forlaginu var fyrst sýndur áhugi vorum við ekkert að spá í að selja. En þegar ferillinn fór af stað var fræjunum sáð. Eitt sinn vorum við Susanne í göngutúr. Þetta var rétt fyrir jólin og snjór úti. Þá segir Susanne allt í einu „En af hverju seljum við ekki bara?“ Þannig kom þessi ákvörðun til og því hringdi ég eitt símtal í janúar og seldi fyrirtækið.“ Til að setja hlutina í smá samhengi má nefna að þegar Hr. Ferdinard var selt, var ársveltan 670 milljónir, starfsmennirnir þó ekki nema fimm talsins og fyrirtækið skuldlaust. Það er því ekki nema von að fjölmiðlar hafi margsinnis fjallað um velgengni Snæbjörns í bókaútgáfubransanum. Hér má sjá skemmtilegt viðtal sem birt var á Vísi árið 2017. Í viðtalinu lýsir Snæbjörn meðal annars aðdragandanum að sölu fyrirtækisins. Laxnessnöfn og Júlía Snæbjörn hefur margsinnis sagt sögu sína í fjölmiðlum. Og kann að gera það vel. Er margreyndur viðmælandi eins og sagt er. Alltaf er tilefnið bækur eða bókaútgáfa. Aðrar sögur fylgja síðan með. En við viljum vita um það, sem ekki hefur alltaf komið fram. Til dæmis: Hvaðan kom hugmyndin að því að fara í bókaútgáfu yfir höfuð? Hvers vegna þessi nöfn: Bjartur, Hr. Ferdinard? Hvað fleira vitum við ekki? Snæbjörn segist ekki frá því að það sem hafi verið ákveðin kveikja að því að stofnaði Bjart hafi verið bókafélagið og bókaútgáfan Svart á hvítu sem honum fannst einstaklega spennandi fyrirtæki á sínum tíma og margir muna eftir. Svart á hvítu starfaði 1984-1990 og gaf meðal annars út Íslendingasögur með nútímastarfsetningu og fleira. En hvað með nöfnin sem þú hefur valið? „Bjartur er auðvitað fyrirmyndin mín, Guðbjartur Jónsson í Sjálfstæðu fólki,“ svarar Snæbjörn og eflaust flestir sem hafa getið sér þess til að nafnið Bjartur sé einmitt tilvísun í Bjart í Sumarhúsum. „Síðan þegar við Susanne ákváðum að stofna fyrirtæki í Danmörku gerði ég bara það sama; Fór aftur í Sjálfstætt fólk og fann þar mann sem kom aðeins fram í sögunni og heitir Hr. Ferdinard. Sem er líka gott nafn.“ Þetta er reyndar ekki eina tenging Snæbjörns við skáldsagnarpersónur Laxness í Sjálfstæðu fólki því í fyrrgreindu viðtali sem birt var á Vísi árið 2017 segir Snæbjörn: „Í upphafi var ég alltaf einn á forlaginu og fannst svona hálf hallærislegt að vera ekki með starfsmann svo ég ákvað að búa til aðstoðarkonu. Hana kallaði ég Ástu S. Guðbjartsdóttur, alnöfnu Ástu Sóllilju úr Sjálfstæðu fólki Laxness. Þegar ég fékk handrit sem mér leist ekki á sendi ég bréf á viðkomandi höfund og skrifaði undir: Fulltrúi höfnunardeildar Bjarts, Ásta S. Guðbjartsdóttir. En þetta voru alltaf elskuleg bréf.“ Annað nafn hefur þó dúkkað upp hjá Snæbirni oftar en einu sinni en það er nafnið Júlía. Því árið 2019, þegar Snæbjörn vann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir fyrstu bókina sem hann skrifaði, Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins, sendi hann söguna inn undir dulnefninu Júlía. Í byrjun þessa mánaðar kynnti Snæbjörn síðan fjórðu skáldsöguna sína og þá fyrstu sem telst vera bók fyrir fullorðna; spennusöguna Eitt satt orð. Aðalsögupersóna þeirrar bókar heitir einmitt Júlía. En nú kemur nafnið Júlía hvergi fram í Sjálfstæðu fólki: Hvers vegna þetta nafn? „Mér hefur bara alltaf þótt það eitthvað svo fallegt nafn,“ svarar Snæbjörn og virðist jafnvel sjálfur svolítið hugsi yfir því. Hér má sjá gott viðtal sem Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi tók við Snæbjörn árið 2019 í tilefni Íslensku barnabókaverðlaunanna árið 2019. Í viðtalinu er komið víða við; Talað um fyrstu bókina, velgengnina í bókaútgáfunni hér heima og ytra, ólífuræktun þeirra hjóna á Ítalíu og fleira. Þegar tíminn styttist Það er ekki ólíklegt að ákveðinn hópur hafi fylgst með Snæbirni lengi. Lesið við hann flest viðtölin. Horft á hann hjá Agli í Kiljunni. Fylgst með öðrum fréttum af honum. Til dæmis þessum sjarmerandi fréttum um að hjónin hafi keypt skika á Ítalíu árið 2004. Gerðust ólífubændur og gerðu upp hús sem var í rúst þegar þau keyptu. Ólífulund í mafíulandi eins og Snæbjörn hefur kallað í öðrum viðtölum. Hvað er að frétta af ólífulundinni núna? „Við seldum hana í fyrra. Því í Covid komumst við ekkert þangað og það reyndi svolítið á að hafa áhyggjur af bæði ólívunum og húsinu. Þannig að mér fannst bara vera kominn tími á að selja. Hringdi í Pino á litla barnum í þorpinu og hann keypti,“ svarar Snæbjörn. Enn ein salan í gegnum símann. Snæbjörn segir að „eðlilega“ eigi Pino reyndar engan pening. „En við sömdum um þetta þannig að hann borgar tvö þúsund evrur á ári þangað til við verðum gamlir. Og auðvitað fáum við ólífuolíu fyrir okkur og okkar nánasta fólk út þann tíma." Engar frekari flækjur þar. Það er líka skemmtilegt að minnast aðeins á níu mánaða heimsreisu hjónanna með syni sína tvo árið 2015. Á þessa heimsreisu hefur Snæbjörn reyndar minnst á í öðrum viðtölum líka. Þegar fjölskyldan fór til Japans, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Chile, Bandaríkjanna, Kanada og endaði svo á Íslandi áður en aftur var haldið til Danmerkur. Með synina í heimanámi. Þetta var rosalega góður tími og auðvitað mikil samvera: Strákarnir þurftu að hlusta á okkur foreldrana allan tímann og við að hlusta á þá. En þetta gekk ótrúlega vel sem er ekkert sjálfgefið. Við stoppuðum oft lengi á sama stað. Dvöldum til dæmis í sex vikur á Nýja Sjálandi, vorum með bíl og ferðuðumst líka en þetta var ekkert þannig að við værum alltaf á ferðinni.“ Þá eiga hjónin setur í Hvalfirði sem þau byggðu árið 2018/2019. Algjöra paradís sem tekur vel á móti börnum, barnabörnum og öðrum vinum og vandamönnum þegar Snæbjörn og Susanne eru á landinu. „Lífið bara flæðir,“ segir Snæbjörn einmitt í eitt sinn í spjallinu. „Við erum sjaldnast með einhver langtímaplön,“ segir hann líka. En tíminn flýgur og enginn sem kemst undan því að spá í tímann einhvern tímann. Við skulum því aðeins spóla til baka og glugga í frétt sem birt var á Vísi í nóvember árið 2011. Þar segir: „Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson fagnaði fimmtugsafmæli sínu um liðna helgi. Snæbjörn var aðalmaðurinn á bak við uppgang bókaútgáfunnar Bjarts á síðasta áratug en seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir hrun og fluttist til Danmerkur. Þar stofnaði hann útgáfufélagið Hr. Ferdinand sem hann rekur ásamt konu sinni. Snæbjörn lagði undir sig heilt sveitahótel á Norður-Sjálandi fyrir veisluhöldin og bauð 50 gestum að gleðjast með sér. Þar af kom fríður hópur karla frá Íslandi sem eiga það sameiginlegt að hafa gert sig gildandi í menningarlífinu. Þar á meðal voru rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Eiríkur Guðmundsson, Einar Falur Ingólfsson og Jón Karl Helgason. Þá var Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, líka meðal gesta og Páll Valsson var veislustjóri. Hápunktur veislunnar var svo þegar Jón Hallur Stefánsson rithöfundur söng frumsamið lag til afmælisbarnsins.“ Síðan eru liðin ellefu ár. Og nú styttist í að Snæbjörn verður 61 árs. Hvernig ætli það sé? „Jú ég viðurkenni það alveg að maður er farinn að finna að tíminn sé svolítið að verða búinn. Að maður eigi stutt eftir. Ég fæ kannski hugmynd að því að læra eitthvað nýtt en átta mig síðan á því að eflaust hafi ég ekki tíma til að verða góður í því. Dauðinn nálgast.“ En svo fólk fari nú ekki að halda að heilsan sé ekki í lagi; Ertu að tala um þessa tilfinningu að tíminn sé ekki eins sjálfsagður eða ótakmarkaður og þér fannst kannski áður? „Jú það er það sem ég er að meina. Nú er ég til dæmis hættur að spila fótbolta því ég ökklabraut mig og veit að ég mun ekkert spila fótbolta aftur. Mér hefur líka dottið í hug að læra forritun, en finnst ég kannski of seinn að fara að læra það núna,“ segir Snæbjörn og bætir við: Ég meina; Maður finnur fyrir því að þetta eru kannski tuttugu til þrjátíu ár sem maður á eftir. Sem þýðir að maður er orðinn meðvitaður um að tíminn er takmarkaður. Að nú sé farið að styttast í þann tíma sem maður á eftir.“ Þessa mynd tók Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari af þeim félögum Eiríki Guðmundssyni heitnum, Jóni Kaldal og Snæbirni. Allir voru þeir saman í afmælisveislu Snæbjarnar þegar hann fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Danmörku árið 2011 og Vísir sagði sérstaklega frá í fréttum. Heimildir herma að þessi mynd hafi þó verið tekin um áratug fyrr. Týndur í skógi En þrátt fyrir að finnast tíminn ekki ótakmarkað fyrirbæri eins og flestum þykir sem yngra fólk, er Snæbjörn enn að upplifa nýja hluti. Til dæmis það að vera orðinn rithöfundur. „Ég hélt aldrei að ég yrði rithöfundur. Og hélt síðan að það að skrifa barnabækur væri kannski léttasta formið fyrir byrjendur eins og mig. Sem kom í ljós að er alls ekki,“ segir Snæbjörn. En hvers vegna spennusaga núna? „Mig langaði að prófa að skrifa eitthvað annað en barna- og unglingabækur. Að skrifa spennusögu fannst mér líka áskorun því þessi skandinavíski spennubókaheimur er að mér finnst orðinn svolítið týpískur; svona eins og allar bækur séu skrifaðar eftir ákveðinni formúlu. Mér finnst Eitt satt orð ekki vera þannig og ef ég á að vera hreinskilinn þá kom ég sjálfum mér meira að segja á óvart með bókinni.“ Snæbjörn lýsir bókinni sem sögu um sannleika. Sem hann segir eiga vel við sig. „Ég er svolítið mikið þar. Í sannleikanum. Enda er bara eitt satt orð sem sögupersónan segir í bókinni,“ skýrir Snæbjörn út og nær í leiðinni að hita vel upp í forvitninni um að lesa hina nýútkomnu bók. Það tók Snæbjörn fjóra mánuði að skrifa Eitt satt orð. Sem fyrir höfund getur greinilega verið eins og ferðalag út af fyrir sig. „Þegar að ég er að skrifa, finnst mér ég alltaf vera inni í skógi. Ég geng inn í skóg en veit aldrei hvernig skógurinn verður. Finnst ég oft týndur í skóginum. Geng þar fram og til baka. Veit ekki hvar skógurinn endar eða hvar hann byrjar. Hvað er hinum megin við skóginn. Og á meðan ég er í skóginum er ég að skrifa söguna. Skrifa og laga. Byrja aftur, bæti við. Fer til baka og síðan lengra áfram.“ Snæbjörn upplifir það að skrifa sjálfa söguna ekki sem skemmtilegasta hlutann af vinnu rithöfundarins „En það er gaman að laga söguna síðan til þegar upphaf og endir er kominn.“ Þann 10.október síðastliðinn var haldið útgáfuteiti í tilefni útgáfu fyrstu spennusögu Snæbjarnar: Eitt satt orð. Teitið gekk vel og þar var fjölmenni. Þó hafði Snæbjörn haft áhyggjur af því að aðeins börnin hans myndu mæta. Snæbjörn segir að þegar hann er að skrifa, er eins og hann gangi inn í skóg án þess að vita hvernig skógurinn muni líta út eða hvert hann leiðir. Snæbjörn Það er ekkert endilega af lestri fyrri viðtala fjölmiðla við Snæbjörn sem fólk fær bestu tilfinningu fyrir því hvernig karakter hann er. Heldur frekar því að heyra Snæbjörn segja söguna um hjartalæknirinn í París. Eða með því að lesa dagbókina hans sem birt er á vefsíðunni kaktusinn.is. Dagbókina sem Snæbjörn byrjaði upphaflega að skrifa til að tapa ekki niður íslenskunni. Til að taka dæmi má nefna dagbókarfærslu sem Snæbjörn birti á kaktussíðunni sinni þann 10. október síðastliðinn: „Síðdegis í dag er svo útgáfuhófið í Ásmundarsal. Ég er óvenju rólegur yfir því. Í gær bárust mér ansi margar tilkynningar frá fólki sem boðaði komu sína. Ég hafði auðvitað ímyndað mér að ég stæði einn í listasalnum með bókina mína í fanginu og enginn annar en börnin mín kæmu. En ef ég á að trúa fólki, og því skyldi ég ekki gera það, þá verður fjölmenni á staðnum mér til ólýsanlegs léttis og ánægju.“ Er þessi maður stundum óöruggur með sig eins og við öll hin? Og feiminn, hógvær: „Stundum segi ég að ég sé bókahöfundur, frekar en rithöfundur. Finnst það einhvern veginn léttvægara. Að vera rithöfundur er svo fínt.“ Það er óhætt að segja að Snæbjörn hafi lifað ævintýralega skemmtilegu lífi. Og á mörg ár eftir enn. Ætli hann hafi uppljóstrað einhverju í viðtalinu sem gæti skýrt út í hverju galdurinn að þess konar lífi er? Jú, kannski að benda megi á bjartsýnina og jákvæðnina sem einkenndi Snæbjörn allan tímann á meðan spjallað var. Enda sagði Snæbjörn í eitt sinn: Ég hef aldrei trúað öðru en að allt muni ganga vel. Ég hef bara alltaf verið viss um að hlutirnir muni ganga upp og aldrei hugsað það neitt öðruvísi.“ Starfsframi Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 „Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02 Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Sem hann þó er. Hefur skrifað fjórar bækur. Átt ævintýralegan feril í bókabransanum. Er stórt nafn og vel þekkt. „Við erum stundum í París því þar erum með smá aðstöðu til að vera. Í París byrja ég daginn á því að fara á skemmtilegt kaffihús á fyrstu hæð. Einn daginn spyr mig ungur strákur sem vinnur þarna við hvað ég starfi. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Gat ekki sagt rithöfundur. Þannig að ég sagðist vera hjartalæknir sem þýðir að nú er ég kallaður doktor þar,“ nefnir Snæbjörn sem dæmi og skellihlær. Enda oft stutt í hláturinn í samtalinu við Snæbjörn. Sem þó þennan morgun sem viðtalið er tekið, hefur lent í ýmsu; Er staddur upp í fjöllum á Spáni, nýbúinn að hitta villisvín í morgunhlaupinu og fá upplýsingar um að brotist hafi verið inn á heimili þeirra hjóna í Danmörku. Úff! Og þó… Því satt best að segja er margt í sögu Snæbjörns sem minnir helst á bíómynd. Og því full ástæða til að fá að heyra hvernig það kom til að Snæbjörn er staddur á þeim stað sem hann nú er. Þó þannig að sagan sem hér verður sögð, sé ekki endurtekin frá þeirri sem allir íslenskir fjölmiðlar hafa nú þegar margsagt. Snæbjörn er prestsonur og segir að oft átti fólk sig ekki á því hvaða hlutverk prestbörn eru sett í. Sjálfur tók hann það oft að sér að hjálpa krökkum í hverfinu sem áttu erfitt. En hann var líka framtakssamur sem barn og oftast með fullar hendur fjár. Enda snemma með smá starfsemi í bílskúrnum. Prestsonur í fótbolta og viðskiptum Í öllum kynningum um Snæbjörn kemur fram að fyrstu æviárin sín bjó hann á Odda á Rangárvöllum. Tími sem hann man auðvitað ekki eftir enda aðeins þriggja ára þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. Faðir hans, séra Arngrímur Jónsson, þjónaði sem sóknarprestur Oddakirkju frá 1946-1964. Þá var hann skipaður sóknarprestur í Háteigsprestakalli, sem hann sinnti fram að eftirlaunaaldri. Móðir Snæbjörns var Guðrún Sigríður Hafliðadóttir, sjúkraliði og húsmóðir en Snæbjörn er yngstur þriggja systkina. „Það er stundum ætlast til þess af prestbörnum að þau séu með hærri móralskan stuðul en önnur börn. Þannig horfðu krakkarnir og aðrir foreldrar á mig og maður vissi það alveg. Þessu fylgdi oft að ef krakkar í hverfinu voru í erfiðleikum var þeim annað hvort ýtt að mér eða ég tók að mér að reyna að hjálpa,“ segir Snæbjörn og nefnir dæmi: Ég var fótboltahetja og fyrirliði og fékk ákveðna virðingu út á það. Einn þeirra sem átti svolítið erfitt í hverfinu var yngri bróðir Jóns Kalmans Stefánssonar rithöfundar. Það var stundum verið að berja hann og honum strítt. Ég tók að mér að verja hann og lét vitleysingana sem voru að stríða honum vita, að þeir ættu að láta hann vera.“ Að þessu sögðu viðurkennir Snæbjörn að hafa stundum hugleitt, hvort það geti verið að þetta sé skýringin á því að Jón Kalman kom síðar með fyrstu skáldsöguna sína til hans. Prestsonurinn réðist líka ungur í viðskipti. „Ég var alltaf mjög framtakssamur sem barn. Við krakkarnir stofnuðum til dæmis alls konar félög, þar á meðal glæpafélag. Eitt sinn stálum við borðtennisborði sem við komum fyrir í bílskúrnum heima. En fljótlega fórum við líka að reka litla sjoppu þar. Keyptum lakkrís í verksmiðju og seldum dýrum dómi. Líka gos sem var dýrara hjá okkur en annars staðar. Hjólaviðgerðir í hverfinu fóru líka að miklu leyti fram í bílskúrnum heima.“ Hverfið sem Snæbjörn vísar til er hverfið í Álftamýri og við Háaleiti. Og Framvöllurinn að sjálfsögðu. Og eins og margir af kynslóð Snæbjarnar þekkja, var hægt að vinna sér inn ágætis pening með því að bera út blöð. Sem Snæbjörn auðvitað gerði: Þjóðviljann, Alþýðublaðið, Moggann og svo framvegis. „Enda virtist ég alltaf vera frekar ríkt barn. Með fullan vasa fjár. Ég man eftir því að eitt sumarið var systir mín atvinnulaus og ég eiginlega hélt henni uppi með vasapening.“ Snæbjörn á fimm börn og aðeins 25 ára var hann orðinn þriggja barna faðir. Fyrir vikið spurðu vinirnir hans oft hvort hann hreinlega vissi ekki hvernig börn yrðu til. Sem Snæbjörn segist samt halda að hann sé búinn að fatta núna.Vísir/Vilhelm Að vita hvernig börn eru búin til Snæbjörn útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og það kemur svolítið á óvart að heyra hann lýsa þeim árum. Því þá fannst honum ekkert gaman. „Það er svo skrýtið að mér fannst mennaskólaárin eiginlega versta tímabil lífs míns. Sem er alveg á skjön við marga aðra. Ég sé það til dæmis hjá sonum mínum sem nú eru í menntaskóla. En mér fannst ekkert stuð í menntaskóla og leiddist.“ Snæbjörn spilaði þó sem markvörður í meistaraflokk í handbolta en kláraði stúdentinn á óvenju stuttum tíma. Hreinlega vegna þess að honum fannst svo leiðinlegt. Næst var haldið til Þýskalands en þegar þetta var, átti Snæbjörn þá þegar kærustu, Guðrúnu Ósk Ólafsdóttur, sem hann síðar eignaðist þrjú börn með. Og enn síðar tvö börn með síðari konu sinni, Susanne Torpe. Snæbjörn á því fimm börn og í dag fjögur barnabörn líka. Það sem verður að teljast frekar athyglisvert er að Snæbjörn var orðinn þriggja barna faðir 25 ára. „Já enda spurðu mig margir á þessum tíma hvort ég hreinlega vissi ekki hvernig börn yrðu til,“ segir Snæbjörn og hlær. Börnin fimm eru í þessari aldursröð: Ragnar Nói (f.1982), Sandra Ósk (f.1983), Sölvi (f.1987), Númi (f.2001) og Davíð (f.2005). Þegar Ragnar Nói fæddist bjó unga parið í Þýskalandi þar sem Snæbjörn fór í sálfræði. Ragnar fæddist mikið fyrir tímann sem þýddi að í marga mánuði lá hann á spítala og hreinlega barðist fyrir lífi sínu. Þegar Ragnar fæddist hafði unga parið reyndar verið að búa sig undir að flytja til Íslands. Sem þýddi að á meðan barnið lá á spítalanum misstu þau leiguíbúðina sína. Ungu foreldrarnir voru því á hrakhólum í nokkra mánuði en allt gekk þetta þó vel upp á endanum. En hvernig var að vera rétt rúmlega tvítugur, orðinn pabbi en upplifa að barnið sitt er að berjast fyrir lífinu á sjúkrahúsi? „Þegar maður er í þessum aðstæðum, er að vissu leyti eins og maður sé ekki alveg að fatta það. Maður er stressaður en samt er svo mikil ró yfir manni líka,“ svarar Snæbjörn frekar yfirvegað. Ári síðar fæðist dóttirin og fjórum árum síðar annar sonur. Var þetta kannski ætlunin allan tímann: Að eignast mörg börn og það svona ungur? „Nei. Ekkert af þessum fimm börnum voru plönuð.“ Er þá nema skiljanlegt að vinirnir væru að spyrja hvort þú vissir hvernig börn yrðu til? Það má segja það. Ég held samt að ég sé búinn að fatta það núna.“ Það varð algjör umbylting á rekstri Bjarts bókaútgáfu þegar Harry Potter bækurnar komu út. Sú fyrsta árið 1999. Ævintýrið endurtók sig síðan nokkrum árum síðar þegar danska bókaforlag Snæbjörns og konunnar hans Susanne Torpe, gaf út bækur Dan Brown. Þar af seldist sú fyrsta, Da Vinci Lykillinn, í um milljón eintaka. Galdrastafur Snæbjörns Það hafa allir stærri fjölmiðlar sagt frá bókaútgáfum Snæbjörns; Fyrst Bjarti sem hann stofnaði á námsárunum í bókmenntafræði og síðar Hr. Ferdinard í Danmörku. Bókaútgáfur sem hann seldi eftir nánast ævintýralega velgengni þeirra. Enda ekki nema von því Bjartur hóf útgáfu á Harry Potter bókunum árið 1999 og seldi í kjölfarið heilu bílförmin af þeim bókum. Eftir þó nokkuð basl að vísu. Á upphafsárum Bjarts vann Snæbjörn nefnilega við ýmislegt: Á meðferðarheimili, við að skúra, skrifa fyrir tímarit og við alls kyns önnur verkefni í lausamennsku. Í viðtali við Vísi árið 2019 segir til dæmis: „Já, ég var í háskólanum, átti þrjú börn, var með heimili, þetta var ekki auðvelt efnahagslega í byrjun. Að reka forlag á þessum nótum. Ég hafði fjölskyldu til að sjá fyrir,“ segir Snæbjörn sem fór á þeim tíma að velta því fyrir sér að hann þyrfti nú eiginlega að finna metsölubók.“ Harry Potter ævintýrið endurtók sig samt örfáum árum síðar þegar Hr. Ferdinard bókaforlagið í Danmörku tryggði sér útgáfuréttinn af bókum Dan Brown. Sem segja má að hafi kollriðið allri bókasölu um tíma. Svo miklar voru vinsældir fyrstu bókarinnar: Da Vinci lykilsins. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2017 segir Snæbjörn: „Það var nákvæmlega eins. Við seldum um það bil milljón eintök í Danmörku af þeirri bók. Það er svolítið fjör í því. Þetta var auðvitað bara tóm heppni, en svona er þetta.“ Ætli þetta snúist þá allt um heppni? Nei varla og þess vegna verðum við að reyna að komast að því hver lykillinn að svona velgengni er. Við spyrjum: En hvað heldur þú fyrir alvöru að skýri það út, hvers vegna þú velur akkúrat tvær bækur sem verða svona stórar metsölubækur en eru óþekktar þegar þær eru fyrst kynntar: Einhver „gut feeling“ (ísl. Innsæi)? „Já það er málið, það er þessi „gut feeling,““ svarar Snæbjörn. Og er nú komin skýringin á því hver galdrastafur Snæbjörns er. Það er augljóst að Snæbjörn þakkar ekki aðeins Harry Potter bókunum fyrir velgengni Bjarts bókaútgáfu. Því hann segir þá velgengni líka skýrast af því hversu heppinn hann var að fá til liðs við sig Jón Karl Helgason. Hér er mynd af þeim félögum sem Snæbjörn telur líklegt að hafi verið tekin um aldamótin. Kaflaskil Árið 2006 voru börnin orðin fimm og Snæbjörn tekin saman við núverandi konu sína, Susanne. Bjartur var að ganga vel og segir Snæbjörn skýringuna ekki aðeins vera velgengni Harry Potter bókanna heldur einnig hversu heppinn hann var að fá Jón Karl Helgason til liðs við sig í útgáfuna. Við vorum svo samstíga. Náðum svo vel saman. Samt svo ólíkir. Og ég svo heppinn að Jón var oftast til í að styðja vitleysuna í mér.“ En ekki alltaf? „Ég held það hafi verið í eitthvað eitt skipti sem hann barðist hatrammlega gegn hugmynd. Þannig að ég ákvað að bakka og sagði bara „Ókei, þá gerum við þetta ekki.“ Mörgum árum síðar sagði Jón mér síðan að hann nagaði sig enn í handarbökin fyrir að hafa ekki stutt þessa hugmynd.“ Hr. Ferdinard var stofnað í Danmörku árið 2003 og fyrstu árin sá Snæbjörn um reksturinn í Danmörku frá Íslandi. Snæbjörn og Susanne fluttu til Danmerkur árið 2006 þar sem ætlunin var að gera slíkt hið sama: Reka Bjart á Íslandi frá Danmörku. „Það gekk ekki vel og var eiginlega ómögulegt. Kannski vegna þess að ég var með marga íslenska höfunda sem fannst ekki nógu gott að hafa ekki tækifærið til að spjalla við mig og svo framvegis. Þetta var í raun það sem leiddi til þess að við seldum Bjart.“ Sem Snæbjörn gerði má segja korter fyrir bankahrun. „Ég bara hringdi eitt símtal, sagði verðið og við sömdum um kaupin,“ segir Snæbjörn þegar hann rifjar upp söluna. Voru engar fjárhagsáætlanir eða formlegir fundir? „Nei. Eina sem kom upp er að hann bað um að fá að skipta greiðslunni í tvo hluta. Sem var ekkert mál,“ svarar Snæbjörn. En kom aldrei upp sú hugmynd að flytja bara aftur heim og reka Hr. Ferdinard áfram frá Íslandi? „Nei. Ég var líka nýskilinn og kannski að Danmörk hafi að einhverju leyti verið mín útleið,“ svarar Snæbjörn, þó hálf efins um hvort hann eigi að fara út í þessa sálma. Salan á Hr. Ferdinard er ekkert ósvipuð sölunni á Bjarti. Þó komu upp smá hnökrar þegar stór kaupandi sem hafði sýnt frumkvæði að kaupum, hætti við. En hvers vegna að selja Hr. Ferdinard? „Þegar forlaginu var fyrst sýndur áhugi vorum við ekkert að spá í að selja. En þegar ferillinn fór af stað var fræjunum sáð. Eitt sinn vorum við Susanne í göngutúr. Þetta var rétt fyrir jólin og snjór úti. Þá segir Susanne allt í einu „En af hverju seljum við ekki bara?“ Þannig kom þessi ákvörðun til og því hringdi ég eitt símtal í janúar og seldi fyrirtækið.“ Til að setja hlutina í smá samhengi má nefna að þegar Hr. Ferdinard var selt, var ársveltan 670 milljónir, starfsmennirnir þó ekki nema fimm talsins og fyrirtækið skuldlaust. Það er því ekki nema von að fjölmiðlar hafi margsinnis fjallað um velgengni Snæbjörns í bókaútgáfubransanum. Hér má sjá skemmtilegt viðtal sem birt var á Vísi árið 2017. Í viðtalinu lýsir Snæbjörn meðal annars aðdragandanum að sölu fyrirtækisins. Laxnessnöfn og Júlía Snæbjörn hefur margsinnis sagt sögu sína í fjölmiðlum. Og kann að gera það vel. Er margreyndur viðmælandi eins og sagt er. Alltaf er tilefnið bækur eða bókaútgáfa. Aðrar sögur fylgja síðan með. En við viljum vita um það, sem ekki hefur alltaf komið fram. Til dæmis: Hvaðan kom hugmyndin að því að fara í bókaútgáfu yfir höfuð? Hvers vegna þessi nöfn: Bjartur, Hr. Ferdinard? Hvað fleira vitum við ekki? Snæbjörn segist ekki frá því að það sem hafi verið ákveðin kveikja að því að stofnaði Bjart hafi verið bókafélagið og bókaútgáfan Svart á hvítu sem honum fannst einstaklega spennandi fyrirtæki á sínum tíma og margir muna eftir. Svart á hvítu starfaði 1984-1990 og gaf meðal annars út Íslendingasögur með nútímastarfsetningu og fleira. En hvað með nöfnin sem þú hefur valið? „Bjartur er auðvitað fyrirmyndin mín, Guðbjartur Jónsson í Sjálfstæðu fólki,“ svarar Snæbjörn og eflaust flestir sem hafa getið sér þess til að nafnið Bjartur sé einmitt tilvísun í Bjart í Sumarhúsum. „Síðan þegar við Susanne ákváðum að stofna fyrirtæki í Danmörku gerði ég bara það sama; Fór aftur í Sjálfstætt fólk og fann þar mann sem kom aðeins fram í sögunni og heitir Hr. Ferdinard. Sem er líka gott nafn.“ Þetta er reyndar ekki eina tenging Snæbjörns við skáldsagnarpersónur Laxness í Sjálfstæðu fólki því í fyrrgreindu viðtali sem birt var á Vísi árið 2017 segir Snæbjörn: „Í upphafi var ég alltaf einn á forlaginu og fannst svona hálf hallærislegt að vera ekki með starfsmann svo ég ákvað að búa til aðstoðarkonu. Hana kallaði ég Ástu S. Guðbjartsdóttur, alnöfnu Ástu Sóllilju úr Sjálfstæðu fólki Laxness. Þegar ég fékk handrit sem mér leist ekki á sendi ég bréf á viðkomandi höfund og skrifaði undir: Fulltrúi höfnunardeildar Bjarts, Ásta S. Guðbjartsdóttir. En þetta voru alltaf elskuleg bréf.“ Annað nafn hefur þó dúkkað upp hjá Snæbirni oftar en einu sinni en það er nafnið Júlía. Því árið 2019, þegar Snæbjörn vann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir fyrstu bókina sem hann skrifaði, Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins, sendi hann söguna inn undir dulnefninu Júlía. Í byrjun þessa mánaðar kynnti Snæbjörn síðan fjórðu skáldsöguna sína og þá fyrstu sem telst vera bók fyrir fullorðna; spennusöguna Eitt satt orð. Aðalsögupersóna þeirrar bókar heitir einmitt Júlía. En nú kemur nafnið Júlía hvergi fram í Sjálfstæðu fólki: Hvers vegna þetta nafn? „Mér hefur bara alltaf þótt það eitthvað svo fallegt nafn,“ svarar Snæbjörn og virðist jafnvel sjálfur svolítið hugsi yfir því. Hér má sjá gott viðtal sem Jakob Bjarnar blaðamaður á Vísi tók við Snæbjörn árið 2019 í tilefni Íslensku barnabókaverðlaunanna árið 2019. Í viðtalinu er komið víða við; Talað um fyrstu bókina, velgengnina í bókaútgáfunni hér heima og ytra, ólífuræktun þeirra hjóna á Ítalíu og fleira. Þegar tíminn styttist Það er ekki ólíklegt að ákveðinn hópur hafi fylgst með Snæbirni lengi. Lesið við hann flest viðtölin. Horft á hann hjá Agli í Kiljunni. Fylgst með öðrum fréttum af honum. Til dæmis þessum sjarmerandi fréttum um að hjónin hafi keypt skika á Ítalíu árið 2004. Gerðust ólífubændur og gerðu upp hús sem var í rúst þegar þau keyptu. Ólífulund í mafíulandi eins og Snæbjörn hefur kallað í öðrum viðtölum. Hvað er að frétta af ólífulundinni núna? „Við seldum hana í fyrra. Því í Covid komumst við ekkert þangað og það reyndi svolítið á að hafa áhyggjur af bæði ólívunum og húsinu. Þannig að mér fannst bara vera kominn tími á að selja. Hringdi í Pino á litla barnum í þorpinu og hann keypti,“ svarar Snæbjörn. Enn ein salan í gegnum símann. Snæbjörn segir að „eðlilega“ eigi Pino reyndar engan pening. „En við sömdum um þetta þannig að hann borgar tvö þúsund evrur á ári þangað til við verðum gamlir. Og auðvitað fáum við ólífuolíu fyrir okkur og okkar nánasta fólk út þann tíma." Engar frekari flækjur þar. Það er líka skemmtilegt að minnast aðeins á níu mánaða heimsreisu hjónanna með syni sína tvo árið 2015. Á þessa heimsreisu hefur Snæbjörn reyndar minnst á í öðrum viðtölum líka. Þegar fjölskyldan fór til Japans, Ástralíu, Nýja-Sjálands, Chile, Bandaríkjanna, Kanada og endaði svo á Íslandi áður en aftur var haldið til Danmerkur. Með synina í heimanámi. Þetta var rosalega góður tími og auðvitað mikil samvera: Strákarnir þurftu að hlusta á okkur foreldrana allan tímann og við að hlusta á þá. En þetta gekk ótrúlega vel sem er ekkert sjálfgefið. Við stoppuðum oft lengi á sama stað. Dvöldum til dæmis í sex vikur á Nýja Sjálandi, vorum með bíl og ferðuðumst líka en þetta var ekkert þannig að við værum alltaf á ferðinni.“ Þá eiga hjónin setur í Hvalfirði sem þau byggðu árið 2018/2019. Algjöra paradís sem tekur vel á móti börnum, barnabörnum og öðrum vinum og vandamönnum þegar Snæbjörn og Susanne eru á landinu. „Lífið bara flæðir,“ segir Snæbjörn einmitt í eitt sinn í spjallinu. „Við erum sjaldnast með einhver langtímaplön,“ segir hann líka. En tíminn flýgur og enginn sem kemst undan því að spá í tímann einhvern tímann. Við skulum því aðeins spóla til baka og glugga í frétt sem birt var á Vísi í nóvember árið 2011. Þar segir: „Bókaútgefandinn Snæbjörn Arngrímsson fagnaði fimmtugsafmæli sínu um liðna helgi. Snæbjörn var aðalmaðurinn á bak við uppgang bókaútgáfunnar Bjarts á síðasta áratug en seldi hlut sinn í fyrirtækinu fyrir hrun og fluttist til Danmerkur. Þar stofnaði hann útgáfufélagið Hr. Ferdinand sem hann rekur ásamt konu sinni. Snæbjörn lagði undir sig heilt sveitahótel á Norður-Sjálandi fyrir veisluhöldin og bauð 50 gestum að gleðjast með sér. Þar af kom fríður hópur karla frá Íslandi sem eiga það sameiginlegt að hafa gert sig gildandi í menningarlífinu. Þar á meðal voru rithöfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Eiríkur Guðmundsson, Einar Falur Ingólfsson og Jón Karl Helgason. Þá var Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, líka meðal gesta og Páll Valsson var veislustjóri. Hápunktur veislunnar var svo þegar Jón Hallur Stefánsson rithöfundur söng frumsamið lag til afmælisbarnsins.“ Síðan eru liðin ellefu ár. Og nú styttist í að Snæbjörn verður 61 árs. Hvernig ætli það sé? „Jú ég viðurkenni það alveg að maður er farinn að finna að tíminn sé svolítið að verða búinn. Að maður eigi stutt eftir. Ég fæ kannski hugmynd að því að læra eitthvað nýtt en átta mig síðan á því að eflaust hafi ég ekki tíma til að verða góður í því. Dauðinn nálgast.“ En svo fólk fari nú ekki að halda að heilsan sé ekki í lagi; Ertu að tala um þessa tilfinningu að tíminn sé ekki eins sjálfsagður eða ótakmarkaður og þér fannst kannski áður? „Jú það er það sem ég er að meina. Nú er ég til dæmis hættur að spila fótbolta því ég ökklabraut mig og veit að ég mun ekkert spila fótbolta aftur. Mér hefur líka dottið í hug að læra forritun, en finnst ég kannski of seinn að fara að læra það núna,“ segir Snæbjörn og bætir við: Ég meina; Maður finnur fyrir því að þetta eru kannski tuttugu til þrjátíu ár sem maður á eftir. Sem þýðir að maður er orðinn meðvitaður um að tíminn er takmarkaður. Að nú sé farið að styttast í þann tíma sem maður á eftir.“ Þessa mynd tók Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari af þeim félögum Eiríki Guðmundssyni heitnum, Jóni Kaldal og Snæbirni. Allir voru þeir saman í afmælisveislu Snæbjarnar þegar hann fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Danmörku árið 2011 og Vísir sagði sérstaklega frá í fréttum. Heimildir herma að þessi mynd hafi þó verið tekin um áratug fyrr. Týndur í skógi En þrátt fyrir að finnast tíminn ekki ótakmarkað fyrirbæri eins og flestum þykir sem yngra fólk, er Snæbjörn enn að upplifa nýja hluti. Til dæmis það að vera orðinn rithöfundur. „Ég hélt aldrei að ég yrði rithöfundur. Og hélt síðan að það að skrifa barnabækur væri kannski léttasta formið fyrir byrjendur eins og mig. Sem kom í ljós að er alls ekki,“ segir Snæbjörn. En hvers vegna spennusaga núna? „Mig langaði að prófa að skrifa eitthvað annað en barna- og unglingabækur. Að skrifa spennusögu fannst mér líka áskorun því þessi skandinavíski spennubókaheimur er að mér finnst orðinn svolítið týpískur; svona eins og allar bækur séu skrifaðar eftir ákveðinni formúlu. Mér finnst Eitt satt orð ekki vera þannig og ef ég á að vera hreinskilinn þá kom ég sjálfum mér meira að segja á óvart með bókinni.“ Snæbjörn lýsir bókinni sem sögu um sannleika. Sem hann segir eiga vel við sig. „Ég er svolítið mikið þar. Í sannleikanum. Enda er bara eitt satt orð sem sögupersónan segir í bókinni,“ skýrir Snæbjörn út og nær í leiðinni að hita vel upp í forvitninni um að lesa hina nýútkomnu bók. Það tók Snæbjörn fjóra mánuði að skrifa Eitt satt orð. Sem fyrir höfund getur greinilega verið eins og ferðalag út af fyrir sig. „Þegar að ég er að skrifa, finnst mér ég alltaf vera inni í skógi. Ég geng inn í skóg en veit aldrei hvernig skógurinn verður. Finnst ég oft týndur í skóginum. Geng þar fram og til baka. Veit ekki hvar skógurinn endar eða hvar hann byrjar. Hvað er hinum megin við skóginn. Og á meðan ég er í skóginum er ég að skrifa söguna. Skrifa og laga. Byrja aftur, bæti við. Fer til baka og síðan lengra áfram.“ Snæbjörn upplifir það að skrifa sjálfa söguna ekki sem skemmtilegasta hlutann af vinnu rithöfundarins „En það er gaman að laga söguna síðan til þegar upphaf og endir er kominn.“ Þann 10.október síðastliðinn var haldið útgáfuteiti í tilefni útgáfu fyrstu spennusögu Snæbjarnar: Eitt satt orð. Teitið gekk vel og þar var fjölmenni. Þó hafði Snæbjörn haft áhyggjur af því að aðeins börnin hans myndu mæta. Snæbjörn segir að þegar hann er að skrifa, er eins og hann gangi inn í skóg án þess að vita hvernig skógurinn muni líta út eða hvert hann leiðir. Snæbjörn Það er ekkert endilega af lestri fyrri viðtala fjölmiðla við Snæbjörn sem fólk fær bestu tilfinningu fyrir því hvernig karakter hann er. Heldur frekar því að heyra Snæbjörn segja söguna um hjartalæknirinn í París. Eða með því að lesa dagbókina hans sem birt er á vefsíðunni kaktusinn.is. Dagbókina sem Snæbjörn byrjaði upphaflega að skrifa til að tapa ekki niður íslenskunni. Til að taka dæmi má nefna dagbókarfærslu sem Snæbjörn birti á kaktussíðunni sinni þann 10. október síðastliðinn: „Síðdegis í dag er svo útgáfuhófið í Ásmundarsal. Ég er óvenju rólegur yfir því. Í gær bárust mér ansi margar tilkynningar frá fólki sem boðaði komu sína. Ég hafði auðvitað ímyndað mér að ég stæði einn í listasalnum með bókina mína í fanginu og enginn annar en börnin mín kæmu. En ef ég á að trúa fólki, og því skyldi ég ekki gera það, þá verður fjölmenni á staðnum mér til ólýsanlegs léttis og ánægju.“ Er þessi maður stundum óöruggur með sig eins og við öll hin? Og feiminn, hógvær: „Stundum segi ég að ég sé bókahöfundur, frekar en rithöfundur. Finnst það einhvern veginn léttvægara. Að vera rithöfundur er svo fínt.“ Það er óhætt að segja að Snæbjörn hafi lifað ævintýralega skemmtilegu lífi. Og á mörg ár eftir enn. Ætli hann hafi uppljóstrað einhverju í viðtalinu sem gæti skýrt út í hverju galdurinn að þess konar lífi er? Jú, kannski að benda megi á bjartsýnina og jákvæðnina sem einkenndi Snæbjörn allan tímann á meðan spjallað var. Enda sagði Snæbjörn í eitt sinn: Ég hef aldrei trúað öðru en að allt muni ganga vel. Ég hef bara alltaf verið viss um að hlutirnir muni ganga upp og aldrei hugsað það neitt öðruvísi.“
Starfsframi Menning Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 „Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02 Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00 Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“ „Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara. 17. október 2022 07:00
Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01
„Fannst ég þurfa að prófa eitthvað annað en það sem pabbi var að gera“ „Með náminu í Bandaríkjunum vann ég um tíma í starfsnámi í iðnaðarráðuneyti fylkisins og það fyrsta sem þeir sögðu mér að gera var að „fara þarna út og kanna hvað þetta internet væri; Hvort það væri kannski einhver business tækifæri í því,“ segir Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna trygginga og hlær. 27. september 2022 07:02
Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. 18. september 2022 08:00
Hefur unnið með þjóðarleiðtogum, Hollywood-stjörnum, vísindamönnum og villtum dýrum Birta Bjargardóttir, bankastjóri Blábankans og heilsumarkþjálfi ubebu er nýkomin heim frá London. Í búsetu finnst Birtu reyndar ekkert mál að skoppast á milli Balí, London og Dýrafjarðar og satt best að segja er ekki hægt að segja annað en að hún lifi hreinlega ævintýralega skemmtilegu lífi. 15. ágúst 2022 07:00