„Plan Bjarni er alltaf að vinna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. október 2022 19:30 Bjarni Benediktsson segist hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð til embættis formanns. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir tímasetningu framboðs Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, orku-, umhverfis- og loftslagsráðherra, til formanns Sjálfstæðisflokksins koma sér nokkuð á óvart. Hann segist þó hvorki kvíða fyrir né kvarta undan því að fá mótframboð. Guðlaugur Þór tilkynnti um að hann hygðist fara fram gegn Bjarna í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Bjarna um formannsslaginn fram undan. Þar var hann fyrst spurður hvort ákvörðun Guðlaugs hefði komið á óvart. „Bæði og. Annars vegar kemur það auðvitað ekki á óvart að það séu oddvitar sem hafi mikinn metnað til þess að fá eigin frama í flokknum. Hins vegar kemur tímasetningin mjög á óvart, eitt ár inn í kjörtímabilið, Sjálfstæðisflokkurinn í mjög sterkri stöðu í ríkisstjórn og mörg verkefni sem við höfum öll í höndunum. Ef við viljum vinna flokknum mikið gagn, þá þurfum við að snúa bökum saman,“ sagði Bjarni. Fjöldi fólks var saman kominn í Valhöll í dag til að hlýða á Guðlaug og var mikið fagnað þegar hann greindi frá því að hann hygðist gefa kost á sér til formennsku í flokknum. Guðlaugur talaði um að enginn ætti betri vini og stuðningsmenn og hann sjálfur. Sjálfur segist Bjarni einnig með mjög gott bakland. „Ég hef verið að fá mikið af skilaboðum, hef verið í sambandi við fólk og það er gríðarlega mikill hugur í mínu fólki að sækja fram, tryggja áfram stöðugleika í landinu, stöðugleika hjá Sjálfstæðisflokknum, að forystan hafi sterkt umboð, það skiptir máli fyrir forystuna að hafa sterkt umboð til þess að sitja í ríkisstjórn og gera málamiðlanir. Það skiptir líka máli út á við og eykur trúverðugleika flokksins í heild. Ég er bara brattur og er að fara í kosningu sem ég kvíði ekkert undan og kvarta ekkert yfir heldur.“ Lítill málefnalegur ágreiningur Bjarni var einnig spurður hvort framboð Guðlaugs til formanns væri til marks um klofning innan Sjálfstæðisflokksins, og sagðist hann vona að svo væri ekki. Vonir stæðu til að hægt væri að taka málefnalega umræðu í aðdraganda formannskjörsins. „Það hefur samt sem áður lítið komið fram um sjálf málefnin. Hérna erum við tveir að takast á. Við höfum setið saman á þingi síðan 2003, ekki mörg málefni uppi á borðum til að takast á um heldur meira einhvers konar áferðarmál. Ég mun ræða um mína framtíðarsýn, ég er fullur af eldmóði til þess að halda áfram að skila árangri. Ég held að besta leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að fá aukinn stuðning sé að skila árangri fyrir fólkið í landinu og það er það sem ég hef verið að gera.“ Tilbúinn að leggja allt undir Fyrr í dag sagði Bjarni afdráttarlaust frá því að ef hann lyti í lægra haldi fyrir Guðlaugi myndi hann hætta í stjórnmálum. Þrátt fyrir það segist hann þó bjartsýnn á sigurinn. „Þetta skiptir mig máli. Ég er líka tilbúinn til þess að leggja allt undir og ég vildi bara deila því með fólki, ef þannig myndi fara.“ Þegar Bjarni var svo spurður hvort hann hefði íhugað hvað hann myndi taka sér fyrir hendur ef formannsslagurinn tapaðist og hvort hann væri með einhverskonar „plan B“ sagði hann svo ekki vera. „Plan B væri gott nafn fyrir mig, svona „plan Bjarni.“ En plan Bjarni er alltaf að vinna.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30. október 2022 13:11 „Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30. október 2022 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Guðlaugur Þór tilkynnti um að hann hygðist fara fram gegn Bjarna í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins næstu helgi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld var rætt við Bjarna um formannsslaginn fram undan. Þar var hann fyrst spurður hvort ákvörðun Guðlaugs hefði komið á óvart. „Bæði og. Annars vegar kemur það auðvitað ekki á óvart að það séu oddvitar sem hafi mikinn metnað til þess að fá eigin frama í flokknum. Hins vegar kemur tímasetningin mjög á óvart, eitt ár inn í kjörtímabilið, Sjálfstæðisflokkurinn í mjög sterkri stöðu í ríkisstjórn og mörg verkefni sem við höfum öll í höndunum. Ef við viljum vinna flokknum mikið gagn, þá þurfum við að snúa bökum saman,“ sagði Bjarni. Fjöldi fólks var saman kominn í Valhöll í dag til að hlýða á Guðlaug og var mikið fagnað þegar hann greindi frá því að hann hygðist gefa kost á sér til formennsku í flokknum. Guðlaugur talaði um að enginn ætti betri vini og stuðningsmenn og hann sjálfur. Sjálfur segist Bjarni einnig með mjög gott bakland. „Ég hef verið að fá mikið af skilaboðum, hef verið í sambandi við fólk og það er gríðarlega mikill hugur í mínu fólki að sækja fram, tryggja áfram stöðugleika í landinu, stöðugleika hjá Sjálfstæðisflokknum, að forystan hafi sterkt umboð, það skiptir máli fyrir forystuna að hafa sterkt umboð til þess að sitja í ríkisstjórn og gera málamiðlanir. Það skiptir líka máli út á við og eykur trúverðugleika flokksins í heild. Ég er bara brattur og er að fara í kosningu sem ég kvíði ekkert undan og kvarta ekkert yfir heldur.“ Lítill málefnalegur ágreiningur Bjarni var einnig spurður hvort framboð Guðlaugs til formanns væri til marks um klofning innan Sjálfstæðisflokksins, og sagðist hann vona að svo væri ekki. Vonir stæðu til að hægt væri að taka málefnalega umræðu í aðdraganda formannskjörsins. „Það hefur samt sem áður lítið komið fram um sjálf málefnin. Hérna erum við tveir að takast á. Við höfum setið saman á þingi síðan 2003, ekki mörg málefni uppi á borðum til að takast á um heldur meira einhvers konar áferðarmál. Ég mun ræða um mína framtíðarsýn, ég er fullur af eldmóði til þess að halda áfram að skila árangri. Ég held að besta leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að fá aukinn stuðning sé að skila árangri fyrir fólkið í landinu og það er það sem ég hef verið að gera.“ Tilbúinn að leggja allt undir Fyrr í dag sagði Bjarni afdráttarlaust frá því að ef hann lyti í lægra haldi fyrir Guðlaugi myndi hann hætta í stjórnmálum. Þrátt fyrir það segist hann þó bjartsýnn á sigurinn. „Þetta skiptir mig máli. Ég er líka tilbúinn til þess að leggja allt undir og ég vildi bara deila því með fólki, ef þannig myndi fara.“ Þegar Bjarni var svo spurður hvort hann hefði íhugað hvað hann myndi taka sér fyrir hendur ef formannsslagurinn tapaðist og hvort hann væri með einhverskonar „plan B“ sagði hann svo ekki vera. „Plan B væri gott nafn fyrir mig, svona „plan Bjarni.“ En plan Bjarni er alltaf að vinna.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30. október 2022 13:11 „Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30. október 2022 11:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi. 30. október 2022 13:11
„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 30. október 2022 11:30