Samlegðaráhrif af COP27 Gísli Rafn Ólafsson skrifar 17. nóvember 2022 09:30 Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir tuttugasta og sjöunda Loftslagsráðstefna Sameinuðu Þjóðanna (COP27) í Egyptalandi þar sem saman eru komnir fulltrúar nær allra ríkja heims til þess að semja um næstu skrefin í því að takast á við neyðarástandið í loftslagsmálum. Þó svo að lítill árangur hafi enn sem komið er náðst við samningaborðið, þá eru stór skref tekin í baráttunni við loftslagsneyðina af þúsundum annarra þátttakenda sem hafa komið hingað í þessa strandborg við Rauðahaf til þess að takast á við neyðarástandið, hver á sinn máta. Þingmenn víða að úr heiminum hitta kollega sína frá öðrum löndum og í gegnum samtöl þeirra á milli læra þeir hvað aðgerðir þeirra lönd hafa ráðist í að útfæra. Þannig hljóta allir innsýn í hvaða lærdóm og árangur sem hvert land dregur af sínum aðgerðum. Baráttufólk fyrir loftslagsmálum og frjáls félagasamtök mæta ekki bara til þess að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda og hagsmunagæslu olíuiðnaðarins, heldur nýta líka tækifærið til þess að kynnast hvort öðru, byggja upp sambönd, draga lærdóm af baráttuaðferðum hvors annars og byggja upp sameiginlegan styrk til þess að halda baráttunni áfram. Stór fyrirtæki mæta líka, bæði til þess að kynna plön sín um kolefnislaust hlutleysi, en nýta auðvitað líka tækifærið til þess að koma sínum sjónarmiðum og hagsmunum á framfæri við fulltrúa stjórnvalda á svæðinu. Einn mikilvægasti hópurinn sem hingað kemur, að mínu mati, eru frumkvöðlar á sviði loftslagsmála. Hér kynna þeir sínar hugmyndir og lausnir við mörgum af þeim erfiðu áskorunum sem við þurfum að leysa til þess að takast á við loftslagsneyðina, Þessar lausnir eru fjölbreyttar og tengjast loftslagsmálum á mismunandi vegu. Sumar leitast við að fanga og geyma koltvísýring, eins og t.d. CarbFix og RunningTide. Önnur horfa á nýjar leiðir til þess að framleiða orku, á meðal enn önnur eru með fókus á að breyta því hvernig við búum til, ræktum og flytjum hluti. Nýjar leiðir sem eru ekki eins mengandi og núverandi aðferðir, eins og t.d. Atmonia. Að lokum er líka verið að horfa á nýjar lausnir á því hvernig hægt sé að fjármagna baráttuna við loftslagsneyðina. Það að allt þetta lausnamiðaða fólk sé samankomið á einum stað í tvær vikur hefur samlegðaráhrif sem hafa meiri áhrif á loftslagið en hægvirkar og innihaldsrýrar stefnur og samningar sem oft verða til upp úr loftslagsráðstefnum. Samlegðaráhrif þess að aktivistar, frumkvöðlar og frjáls félagasamtök hittist leiða til þess að það verður til net fólks og samtaka sem saman ná mun meiri árangri en þau hefðu hvert í sínu lagi. Hér í Egyptalandi er saman kominn breiður hópur fólks úr öllum þessum flokkum frá Íslandi. Sumir fjölmiðlar á Íslandi hafa gagnrýnt það af hverju svo stór hópur sé að taka þátt í ráðstefnum eins og COP27. Þeir sem gagnrýna þátttökuna gleyma að taka tillit til þessara samlegðaráhrifa. Ofan á þau koma svo samlegðaráhrif þess að svo stór hópur Íslendinga kynnist hvor öðru og finni leiðir til þess að vinna saman að því að tryggja hlutverk Íslands í baráttunni við loftslagsneyðina. Gísli Rafn ÓlafssonAlþingismaður Suðvesturkjördæmis (Píratar)
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun