Áttu íbúð í blokk sem tengist rússneskri leyniþjónustu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 12:45 Frá heimili hjónanna í úthverfi Stokkhólms. EPA/Fredrik Sandberg Rússnesku hjónin svo voru handtekin í Svíþjóð í vikunni fyrir njósnir, áttu íbúð í fjölbýlishúsi í Moskvu þar sem margir starfsmenn GRU-leyniþjónustu rússneska hersins, hafa einnig átt íbúðir. Hjónin eru einnig sögð tengjast fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Hjónin voru handtekin á þriðjudaginn í umfangsmikilli aðgerð í úthverfi Stokkhólms. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann en henni var sleppt úr haldi á fimmtudaginn, samkvæmt frétt VG í Noregi. Sjá einnig: Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að maðurinn væri grunaður um að tengjast GRU en ekki var farið nánar út í það. Rannsakendur Bellingcat hafa fundið gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi, sem vísa til þess að árið 1999, skömmu áður en þau fluttu til Svíþjóðar, áttu hjónin íbúð í fjölbýlishúsi að Zorge-götu 36 í Moskvu. Það fjölbýlishús tengist GRU, sem er leyniþjónusta rússneska hersins og sér um njósnir og aðrar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Eliot Higgins er stofnandi rannsóknarsamtakanna Bellingcat. This building is packed full of interesting residents. The apartment number of the couple arrested in Sweden is 282, and just down the corridor is apartment 288, the home of Denis Sergeev, the 3rd suspect in the Skripal poisoning:https://t.co/YMgWSSiGPl— Eliot Higgins (@EliotHiggins) November 26, 2022 Útsendarar GRU eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi, fjölmargar tölvuárásir og skemmdarverk. Sjá einnig - Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Meðal þeirra sem hafa átt íbúir í fjölbýlishúsinu eru Denis Sergeev, sem er grunaður um að hafa komið að Skripal-eitruninni. Herforinginn Andrey Averyanov átti einnig íbúð í húsinu en hann stýrir sérstakri deild GRU sem ber nafnið 29155 en meðlimir hennar sérhæfa sig í undirróði, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Sérfræðingur segir í samtali við VG að algengt sé að útsendarar GRU séu skráðir til heimils í fjölbýlishúsinu þegar þeir eru sendir erlendis. Þá segir VG að hjónin hafi átt nokkur fyrirtæki í gegnum árin. Eitt þeirra hafi einnig verið í eigu fyrrverandi ofursta hjá GRU sem sé nú sestur í helgan stein. Hann var rekinn frá Frakklandi árið 1981 fyrir njósnir. VG segir ennfremur að hjónin tengist einnig fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Það hafi þó gerst eftir að viðkomandi maður settist í helgan stein og mun hann aldrei hafa hitt hjónin í persónu. Svíþjóð Rússland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hjónin voru handtekin á þriðjudaginn í umfangsmikilli aðgerð í úthverfi Stokkhólms. Maðurinn er grunaður um umfangsmiklar njósnir í Svíþjóð og í öðru ríki sem ekki hefur verið tilgreint. Konan er grunuð um að hafa aðstoðað hann en henni var sleppt úr haldi á fimmtudaginn, samkvæmt frétt VG í Noregi. Sjá einnig: Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri Saksóknarar í Svíþjóð lýstu því yfir í gær að maðurinn væri grunaður um að tengjast GRU en ekki var farið nánar út í það. Rannsakendur Bellingcat hafa fundið gögn sem lekið var úr opinberum gagnagrunnum í Rússlandi, sem vísa til þess að árið 1999, skömmu áður en þau fluttu til Svíþjóðar, áttu hjónin íbúð í fjölbýlishúsi að Zorge-götu 36 í Moskvu. Það fjölbýlishús tengist GRU, sem er leyniþjónusta rússneska hersins og sér um njósnir og aðrar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Eliot Higgins er stofnandi rannsóknarsamtakanna Bellingcat. This building is packed full of interesting residents. The apartment number of the couple arrested in Sweden is 282, and just down the corridor is apartment 288, the home of Denis Sergeev, the 3rd suspect in the Skripal poisoning:https://t.co/YMgWSSiGPl— Eliot Higgins (@EliotHiggins) November 26, 2022 Útsendarar GRU eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Englandi, fjölmargar tölvuárásir og skemmdarverk. Sjá einnig - Ótrúleg slóð útsendara: Banatilræði, skemmdarverk og milliríkjadeilur Meðal þeirra sem hafa átt íbúir í fjölbýlishúsinu eru Denis Sergeev, sem er grunaður um að hafa komið að Skripal-eitruninni. Herforinginn Andrey Averyanov átti einnig íbúð í húsinu en hann stýrir sérstakri deild GRU sem ber nafnið 29155 en meðlimir hennar sérhæfa sig í undirróði, skemmdarverkum og pólitískum morðum. Sérfræðingur segir í samtali við VG að algengt sé að útsendarar GRU séu skráðir til heimils í fjölbýlishúsinu þegar þeir eru sendir erlendis. Þá segir VG að hjónin hafi átt nokkur fyrirtæki í gegnum árin. Eitt þeirra hafi einnig verið í eigu fyrrverandi ofursta hjá GRU sem sé nú sestur í helgan stein. Hann var rekinn frá Frakklandi árið 1981 fyrir njósnir. VG segir ennfremur að hjónin tengist einnig fyrrverandi yfirmanni sænskrar leyniþjónustu fjölskylduböndum. Það hafi þó gerst eftir að viðkomandi maður settist í helgan stein og mun hann aldrei hafa hitt hjónin í persónu.
Svíþjóð Rússland Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira