Uggur um lífeyrisréttindi heilbrigðisstarfsmanna sem fresta starfslokum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2022 06:59 Helgi segir það verða að vera freistandi fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa. Stöð 2 „Við viljum alls ekki hafa nein ákvæði um starfslokaaldur í lögum, hvorki hámörk um 67 né 70 ára aldur. Þetta á fyrst og fremst að vera samningsatriði milli þess sem vinnur og þess sem vill hafa fólk í vinnu.“ Þetta segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, í samtali við Fréttablaðið en tilefnið er frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk á aldrinum 70 til 75 ára til starfa vegna mannneklu innan heilbrigðiskerfisins. Helgi segir ótækt að setja sérstakar reglur fyrir eina starfsgrein og þá eru uppi áhyggjur af því hvað verður um lífeyrisréttindi þessa fólks. Samkvæmt núgildandi lögum er öllum ráðningarsamningum við starfsmenn ríkisins sagt upp þegar þeir ná 70 ára aldri. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður heilbrigðisstofnunum hins vegar heimilt að gera nýja ráðningarsamninga í framhaldinu, sem gilda þar til fólk verður 75 ára. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að margir óttist að lífeyrisgreiðslur skerðist við breytinguna og að eldri borgarar verði notaðir sem ódýrt vinnuafl. „Samkvæmt núgildandi lögum ber atvinnurekendum aðeins skylda til að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsfólk til sjötugs og samkvæmt núverandi samþykktum LSR tekur sjóðurinn ekki við greiðslum frá félagsfólki eftir þann aldur,“ segir í umsögn Bandalags háskólamanna um frumvarpið. Helgi tekur undir gagnrýnina og segir að það verði að vera bitastætt fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa. Heilbrigðismál Eldri borgarar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Þetta segir Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, í samtali við Fréttablaðið en tilefnið er frumvarp heilbrigðisráðherra um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráða fólk á aldrinum 70 til 75 ára til starfa vegna mannneklu innan heilbrigðiskerfisins. Helgi segir ótækt að setja sérstakar reglur fyrir eina starfsgrein og þá eru uppi áhyggjur af því hvað verður um lífeyrisréttindi þessa fólks. Samkvæmt núgildandi lögum er öllum ráðningarsamningum við starfsmenn ríkisins sagt upp þegar þeir ná 70 ára aldri. Ef frumvarpið nær fram að ganga verður heilbrigðisstofnunum hins vegar heimilt að gera nýja ráðningarsamninga í framhaldinu, sem gilda þar til fólk verður 75 ára. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að margir óttist að lífeyrisgreiðslur skerðist við breytinguna og að eldri borgarar verði notaðir sem ódýrt vinnuafl. „Samkvæmt núgildandi lögum ber atvinnurekendum aðeins skylda til að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsfólk til sjötugs og samkvæmt núverandi samþykktum LSR tekur sjóðurinn ekki við greiðslum frá félagsfólki eftir þann aldur,“ segir í umsögn Bandalags háskólamanna um frumvarpið. Helgi tekur undir gagnrýnina og segir að það verði að vera bitastætt fyrir eldra fólk að fresta starfslokum eða snúa aftur til starfa.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira