Í beinni: Orion snýr aftur til jarðar eftir ferð um tunglið Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 16:00 Geimfarið var mest í tæplega 435 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Mynd/NASA Geimfarið Orion lendir aftur á jörðinni í dag eftir mánaðarferðalag í kringum tunglið. Hægt verður að fylgjast með endurkomunni í streymi sem finna má í fréttinni. Orion geimfarinu var skotið á loft þann sextánda nóvember síðastliðinn en um var að ræða fyrsta geimskot Artemis- áætlunarinnar. Því hafði áður ítrekað verið frestað í gegnum árin. This is a live view of the Earth from a distance of 15,000 miles away. The @NASA_Orion spacecraft is mere hours away from arriving home. #Artemis pic.twitter.com/jyq7Hnv0Zp— NASA (@NASA) December 11, 2022 Að því er kemur fram í tilkynningu frá NASA er áætlað að farið lendi á jörðinni klukkan 17:39 að íslenskum tíma en farið lendir í sjónum við strendur San Diego í Bandaríkjunum. Teymi á vegum Kennedy Space Center í Flórída mun í samstafi við bandaríska sjóherinn síðan sækja farið. Streymið hófst nú klukkan 16 og verður blaðamannafundur um málið upp úr klukkan hálf níu í kvöld. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru á tunglinu á næstu árum en um fimmtíu ár eru liðin frá því að menn voru síðast á yfirborði tunglsins. Orion bar með sér tíu smágervihnetti sem notaðir voru til rannsókna á yfirborði tunglsins og leggja grunn að mönnuðum ferðum þangað. Geimfarið var mest í tæplega 435 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarið kom til tungslins nokkrum dögum eftir að því var skotið á loft. Það fór næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar. Geimurinn Bandaríkin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. 5. desember 2022 15:45 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Orion geimfarinu var skotið á loft þann sextánda nóvember síðastliðinn en um var að ræða fyrsta geimskot Artemis- áætlunarinnar. Því hafði áður ítrekað verið frestað í gegnum árin. This is a live view of the Earth from a distance of 15,000 miles away. The @NASA_Orion spacecraft is mere hours away from arriving home. #Artemis pic.twitter.com/jyq7Hnv0Zp— NASA (@NASA) December 11, 2022 Að því er kemur fram í tilkynningu frá NASA er áætlað að farið lendi á jörðinni klukkan 17:39 að íslenskum tíma en farið lendir í sjónum við strendur San Diego í Bandaríkjunum. Teymi á vegum Kennedy Space Center í Flórída mun í samstafi við bandaríska sjóherinn síðan sækja farið. Streymið hófst nú klukkan 16 og verður blaðamannafundur um málið upp úr klukkan hálf níu í kvöld. Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru á tunglinu á næstu árum en um fimmtíu ár eru liðin frá því að menn voru síðast á yfirborði tunglsins. Orion bar með sér tíu smágervihnetti sem notaðir voru til rannsókna á yfirborði tunglsins og leggja grunn að mönnuðum ferðum þangað. Geimfarið var mest í tæplega 435 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Geimfarið kom til tungslins nokkrum dögum eftir að því var skotið á loft. Það fór næst tunglinu í fyrstu sporbraut þess og þeirri síðustu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður til að senda það aftur til jarðarinnar.
Geimurinn Bandaríkin Tunglið Tengdar fréttir Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. 5. desember 2022 15:45 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bein útsending: Síðasta ferðin um tunglið í bili Heimför Orion geimfarsins sem skotið var á loft í fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar aftur til jarðarinnar hefst í dag. Þá mun geimfarið einnig fara mjög nærri yfirborði tunglsins og það í beinni útsendingu. 5. desember 2022 15:45
Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01
Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29
Hætt við fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa hætt við að skjóta fyrsta geimfari Artemis-áætlunarinnar á loft í dag. Var það gert vegna bilunar í einum af fjórum aðalhreyflum Space Launch System-eldflaugarinnar. 29. ágúst 2022 09:31