Fréttamyndbönd ársins 2022: Rós í ruslið, ráðherra á flótta og stórmeistari í karókí Bjarki Sigurðsson skrifar 24. desember 2022 07:00 Fréttamyndbönd ársins eru fjölmörg. Fréttastofa mælir með að lesendur skoði þau flest, tja, ef ekki bara öll. Vísir Nú þegar árið 2022 er senn á enda er rétt að líta yfir nokkur af þeim ótrúlegu myndböndum sem birst hafa í fjölmiðlum. Það var jú margt sem gekk á í ár, óveður, eldgos og kosningar til sveitarstjórnar. Vindmyllan loksins felld Þó það virðist vera eins og öld síðan það tók sprengjusveit Landhelgisgæslunnar heilar sex tilraunir til að fella vindmyllu í Þykkvabæ, þá er einungis tæpt ár síðan þá. Vindmyllan hafði eyðilagst í bruna nokkrum dögum áður og því átti að sprengja hana og fella. Fréttamaður okkar, Lillý Valgerður Pétursdóttir, og tökumaður, Arnar Halldórsson, voru stödd í Þykkvabæ á meðan vindmyllan var felld. Það átti ekki að taka of langan tíma en leikar enduðu með sex tíma beinni útsendingu og þjóðin fylgdist agndofa með. Vindmyllan féll loks klukkan 19:30. Klippa: Vindmyllan í Þykkvabæ felld í sjöttu tilraun Önnur vindmylla var þó eftir en hún var felld í september. Þá voru sérfræðingar Hringrásar fengnir til að skera hana í sundur. Það gekk mun betur og tók einungis eina tilraun. Klippa: Seinni vindmyllan í Þykkvabæ felld Þingmaður vs Óveður Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, komst í hann krappann er mikið óveður gekk yfir landið í febrúar. Hún brá sér rétt út af heimili sínu í Borgarbyggð þegar hún féll á hnén og rann af stað á ísilagðri innkeyrslu. Rann hún niður innkeyrsluna í skafl sem var skömmu frá. Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, hélt sér inni á meðan og tók myndbönd af hrakförum eiginkonunnar. Þegar fréttastofa spurði hann hvers vegna hann hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa Lilju svaraði hann: „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ á léttum nótum. Klippa: Þingmaður í baráttu við storminn Og Lilja var ekki sú eina sem þurfti að berjast gegn íslenskri veðráttu í ár. Eigendur framleiðslufyrirtækisins Snark voru stálheppnir að ekki fór verr er alda skall á húsnæði þeirra við fiskislóð í mars. Myndband af öldunni náðist á öryggismyndavél fyrirtækisins. Klippa: Risastór alda skellur á húsnæði við Fiskislóð Norðurlandið slapp ekki frekar en vanalega við óveðrið og í september gekk sjór á land á Akureyri. Það flæddi yfir götur og inn í iðnaðarhús á Oddeyrinni. Fréttamaður okkar fyrir norðan, Tryggvi Páll Tryggvason, náði mögnuðu myndefni af öllu sem átti sér stað. Klippa: Allt á floti á Akureyri Óveður er ekki eina tegund veðurs sem getur valdið usla. Þvert á móti var það gott veður á Austurlandi í mars sem olli því að Grímsá flæddi yfir stíflugarð við Grímsárvirkjun. Meðalrennsli árinnar er um 13 rúmmetrar á sekúndu en rennslið mældist mest 900 rúmmetrar á sekúndu þegar áin flæddi yfir garðinn. Klippa: Grímsá flæddi yfir stíflugarð Myndbandsleki frá Bankastræti Hnífstunguárás var framin á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember. Þar hlupu tæplega þrjátíu grímuklæddir menn inn á staðinn og réðust á þrjá menn sem sátu niðri í karókíherbergi staðarins. Þrjátíu manns eru með stöðu sakbornings í málinu sem er enn til rannsóknar hjá lögreglunni. Myndbandi af árásinni var lekið til fjölmiðla nokkrum dögum eftir árásina. Myndbandið kom úr öryggismyndavél staðarins. Lögreglan hafði myndbandið í fórum sér og var myndbandinu lekið af starfsmanni lögreglunnar. Sá einstaklingur hafði ekki ætlað sér að myndbandið færi í fjölmiðla líkt og raunin varð en honum var vikið úr starfi eftir rannsókn innanhús. Klippa: Hnífstunguárás á Bankastræti Club Stórmeistarinn mátar sig við Basshunter Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák var haldið hér á landi í október. Hikaru Nakamura sigraði mótið eftir einvígi við Ian Nepomniachtchi um titilinn. Einn besti skákmaður allra tíma, Norðmaðurinn Magnus Carlsen, tók einnig þátt í mótinu. Hann sigraði kannski mótið en hann kom, sá og sigraði í karókí á skemmtistaðnum Röntgen. Hann tók þar lagið Boten Anna með sænska tónlistarmanninum Basshunter. Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari aðstoðaði hann við sönginn sem gestur Röntgen náði á myndband. Klippa: Magnus Carlsen syngur Boten Anna í karókí Vildi að rósin færi í ruslið Kosið var til sveitarstjórna um land allt í maí. Sem fyrr reyndu stjórnmálaflokkar landsins að sannfæra þá óákveðnu um að kjósa sig. Sjálfboðaliðar hringdu í fólk til að fræða það um starfið eða gengu á milli húsa. Einn sjálfboðaliði Samfylkingarinnar, Elín Soffía Harðardóttir, lenti illa í því þegar hún hringdi dyrabjöllunni hjá manni og bauð honum rauða rós. Enginn opnaði útidyrahurðina en maðurinn svaraði í gegnum dyrasímann. Elín spurði hvort hún mætti bjóða honum rósina og sagði maðurinn henni að hún mætti endilega henda rósinni í gráu tunnuna. Samskiptin voru tekin upp í gegnum myndavél á dyrabjöllu mannsins og birti hann sjálfur myndband af atvikinu á Twitter. Klippa: Benti sjálfboðaliða á að rósin væri best geymd í tunnunni Myndbandið fór misvel í fólk enda fór það í víðtæka dreifingu. Elín sagðist aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég er búin að vera í sjálfboðaliðastarfi fyrir flokka og í forsetakosningum síðan ég var sextán ára, og nú komin á sjötugsaldur. Ég hef bara aldrei orðið fyrir svona, þarna er bara verið að gera lítið úr manni,“ sagði Elín í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Innviðaráðherra á flótta Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra hafði engan áhuga á því að svara spurningum fréttamanns okkar, Snorra Mássonar, er hann reyndi að ræða við hann um ummæli sem ráðherrann lét falla á Bændaþingi í apríl. Sigurður gekk í burtu er hann var spurður hvað hann sagði nákvæmlega og vísaði eingöngu til yfirlýsingar sinnar sem send var út daginn áður. Á meðan reyndi hann að leita að ráðherra bíl sínum en bíllinn var hvergi sjáanlegur. Hann þurfti því að ganga skömmustulegur í burt frá ráðherrabústaðnum. Klippa: Vildi ekki tjá sig og fór undan í flæmingi Flúði börnin í Kringlunni Annar flótti vakti ansi mikla athygli á árinu, þó allt öðruvísi flótti en hjá Sigurði. Það var þegar samfélagsmiðla- og útvarpsstjarnan Gústi B var staddur í Kringlunni til að skemmta þeim börnum sem saman voru komin til þess að sníkja nammi á öskudaginn. Ákveðið hafði verið að Gústi yrði á svæðinu í tvo klukkutíma en hann þurfti að flýja eftir einungis fimm mínútur. Börnin voru svo mörg og ágeng að ekki var hægt að tryggja öryggi allra á meðan hann væri þarna. Klippa: Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Kvikmyndakennt innbrot Innbrot í verslunina Prinsinn í Árbænum vakti mikla athygli þrátt fyrir að þjófurinn hafi farið tómhentur heim. Hann hafði sagað gat á loft verslunarinnar og seig þar niður reipi. Hann reyndi að opna sígarettuskáp sem hann komst ekki inn í. Þá reyndi hann að flýja. Hann gerði gat á glugga verslunarinnar og smeygði sér þannig út. Gatið var ansi lítið og festist hann smávegis í því áður en hann rann út og hljóp á brott. Auðvitað náðist þetta allt saman á öryggismyndavélar verslunarinnar og myndbandið sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Klippa: Lygileg innbrotstilraun eins og klippt út úr kvikmynd Eldgos vol. 2 Svo á það einnig til að gleymast að hér varð eldgos annað árið í röð. Þann 3. ágúst hóf að gjósa í Meradölum, stuttu frá Geldingadölum þar sem hafði gosið árið áður. Eldgosið var eins og segull fyrir ferðamenn og skemmtu ljósmyndarar og tökumenn sér konunglega þann stutta tíma sem gosið var í hámarki. Hér fyrir neðan má sjá tvær klippur úr gosinu sem tveir af tökumönnum fréttastofu, Arnar Halldórsson og Einar Árnason, tóku upp. Ef mynd segir meira en þúsund orð, hvað ætli þessi tvö myndbönd segi okkur? Klippa: Magnað drónamyndband sýnir eldgosið í allri sinni dýrð Klippa: Fyrstu myndirnar úr háloftunum af eldgosinu Og þú hélst virkilega að þú færir í gegnum þessa samantekt án þess að sjá Vilhjálm Sigurðsson, í dag betur þekktur sem Villi á Benzanum, sem var ein af hvunndagshetjum ársins þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn við Grensásveg. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona tók sögulegt viðtal við hann þar sem hann lýsti atburðarásinni. Klippa: Fastagestur á Benzanum hetja gærdagsins Fréttir ársins 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Vindmyllan loksins felld Þó það virðist vera eins og öld síðan það tók sprengjusveit Landhelgisgæslunnar heilar sex tilraunir til að fella vindmyllu í Þykkvabæ, þá er einungis tæpt ár síðan þá. Vindmyllan hafði eyðilagst í bruna nokkrum dögum áður og því átti að sprengja hana og fella. Fréttamaður okkar, Lillý Valgerður Pétursdóttir, og tökumaður, Arnar Halldórsson, voru stödd í Þykkvabæ á meðan vindmyllan var felld. Það átti ekki að taka of langan tíma en leikar enduðu með sex tíma beinni útsendingu og þjóðin fylgdist agndofa með. Vindmyllan féll loks klukkan 19:30. Klippa: Vindmyllan í Þykkvabæ felld í sjöttu tilraun Önnur vindmylla var þó eftir en hún var felld í september. Þá voru sérfræðingar Hringrásar fengnir til að skera hana í sundur. Það gekk mun betur og tók einungis eina tilraun. Klippa: Seinni vindmyllan í Þykkvabæ felld Þingmaður vs Óveður Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, komst í hann krappann er mikið óveður gekk yfir landið í febrúar. Hún brá sér rétt út af heimili sínu í Borgarbyggð þegar hún féll á hnén og rann af stað á ísilagðri innkeyrslu. Rann hún niður innkeyrsluna í skafl sem var skömmu frá. Ólafur Daði Birgisson, eiginmaður Lilju Rannveigar, hélt sér inni á meðan og tók myndbönd af hrakförum eiginkonunnar. Þegar fréttastofa spurði hann hvers vegna hann hafi gripið til símans en ekki reynt að hjálpa Lilju svaraði hann: „Ég var að sjálfsögðu inni að hugsa um börnin,“ á léttum nótum. Klippa: Þingmaður í baráttu við storminn Og Lilja var ekki sú eina sem þurfti að berjast gegn íslenskri veðráttu í ár. Eigendur framleiðslufyrirtækisins Snark voru stálheppnir að ekki fór verr er alda skall á húsnæði þeirra við fiskislóð í mars. Myndband af öldunni náðist á öryggismyndavél fyrirtækisins. Klippa: Risastór alda skellur á húsnæði við Fiskislóð Norðurlandið slapp ekki frekar en vanalega við óveðrið og í september gekk sjór á land á Akureyri. Það flæddi yfir götur og inn í iðnaðarhús á Oddeyrinni. Fréttamaður okkar fyrir norðan, Tryggvi Páll Tryggvason, náði mögnuðu myndefni af öllu sem átti sér stað. Klippa: Allt á floti á Akureyri Óveður er ekki eina tegund veðurs sem getur valdið usla. Þvert á móti var það gott veður á Austurlandi í mars sem olli því að Grímsá flæddi yfir stíflugarð við Grímsárvirkjun. Meðalrennsli árinnar er um 13 rúmmetrar á sekúndu en rennslið mældist mest 900 rúmmetrar á sekúndu þegar áin flæddi yfir garðinn. Klippa: Grímsá flæddi yfir stíflugarð Myndbandsleki frá Bankastræti Hnífstunguárás var framin á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember. Þar hlupu tæplega þrjátíu grímuklæddir menn inn á staðinn og réðust á þrjá menn sem sátu niðri í karókíherbergi staðarins. Þrjátíu manns eru með stöðu sakbornings í málinu sem er enn til rannsóknar hjá lögreglunni. Myndbandi af árásinni var lekið til fjölmiðla nokkrum dögum eftir árásina. Myndbandið kom úr öryggismyndavél staðarins. Lögreglan hafði myndbandið í fórum sér og var myndbandinu lekið af starfsmanni lögreglunnar. Sá einstaklingur hafði ekki ætlað sér að myndbandið færi í fjölmiðla líkt og raunin varð en honum var vikið úr starfi eftir rannsókn innanhús. Klippa: Hnífstunguárás á Bankastræti Club Stórmeistarinn mátar sig við Basshunter Heimsmeistaramótið í Fischer-slembiskák var haldið hér á landi í október. Hikaru Nakamura sigraði mótið eftir einvígi við Ian Nepomniachtchi um titilinn. Einn besti skákmaður allra tíma, Norðmaðurinn Magnus Carlsen, tók einnig þátt í mótinu. Hann sigraði kannski mótið en hann kom, sá og sigraði í karókí á skemmtistaðnum Röntgen. Hann tók þar lagið Boten Anna með sænska tónlistarmanninum Basshunter. Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari aðstoðaði hann við sönginn sem gestur Röntgen náði á myndband. Klippa: Magnus Carlsen syngur Boten Anna í karókí Vildi að rósin færi í ruslið Kosið var til sveitarstjórna um land allt í maí. Sem fyrr reyndu stjórnmálaflokkar landsins að sannfæra þá óákveðnu um að kjósa sig. Sjálfboðaliðar hringdu í fólk til að fræða það um starfið eða gengu á milli húsa. Einn sjálfboðaliði Samfylkingarinnar, Elín Soffía Harðardóttir, lenti illa í því þegar hún hringdi dyrabjöllunni hjá manni og bauð honum rauða rós. Enginn opnaði útidyrahurðina en maðurinn svaraði í gegnum dyrasímann. Elín spurði hvort hún mætti bjóða honum rósina og sagði maðurinn henni að hún mætti endilega henda rósinni í gráu tunnuna. Samskiptin voru tekin upp í gegnum myndavél á dyrabjöllu mannsins og birti hann sjálfur myndband af atvikinu á Twitter. Klippa: Benti sjálfboðaliða á að rósin væri best geymd í tunnunni Myndbandið fór misvel í fólk enda fór það í víðtæka dreifingu. Elín sagðist aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég er búin að vera í sjálfboðaliðastarfi fyrir flokka og í forsetakosningum síðan ég var sextán ára, og nú komin á sjötugsaldur. Ég hef bara aldrei orðið fyrir svona, þarna er bara verið að gera lítið úr manni,“ sagði Elín í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Innviðaráðherra á flótta Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra hafði engan áhuga á því að svara spurningum fréttamanns okkar, Snorra Mássonar, er hann reyndi að ræða við hann um ummæli sem ráðherrann lét falla á Bændaþingi í apríl. Sigurður gekk í burtu er hann var spurður hvað hann sagði nákvæmlega og vísaði eingöngu til yfirlýsingar sinnar sem send var út daginn áður. Á meðan reyndi hann að leita að ráðherra bíl sínum en bíllinn var hvergi sjáanlegur. Hann þurfti því að ganga skömmustulegur í burt frá ráðherrabústaðnum. Klippa: Vildi ekki tjá sig og fór undan í flæmingi Flúði börnin í Kringlunni Annar flótti vakti ansi mikla athygli á árinu, þó allt öðruvísi flótti en hjá Sigurði. Það var þegar samfélagsmiðla- og útvarpsstjarnan Gústi B var staddur í Kringlunni til að skemmta þeim börnum sem saman voru komin til þess að sníkja nammi á öskudaginn. Ákveðið hafði verið að Gústi yrði á svæðinu í tvo klukkutíma en hann þurfti að flýja eftir einungis fimm mínútur. Börnin voru svo mörg og ágeng að ekki var hægt að tryggja öryggi allra á meðan hann væri þarna. Klippa: Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni Kvikmyndakennt innbrot Innbrot í verslunina Prinsinn í Árbænum vakti mikla athygli þrátt fyrir að þjófurinn hafi farið tómhentur heim. Hann hafði sagað gat á loft verslunarinnar og seig þar niður reipi. Hann reyndi að opna sígarettuskáp sem hann komst ekki inn í. Þá reyndi hann að flýja. Hann gerði gat á glugga verslunarinnar og smeygði sér þannig út. Gatið var ansi lítið og festist hann smávegis í því áður en hann rann út og hljóp á brott. Auðvitað náðist þetta allt saman á öryggismyndavélar verslunarinnar og myndbandið sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Klippa: Lygileg innbrotstilraun eins og klippt út úr kvikmynd Eldgos vol. 2 Svo á það einnig til að gleymast að hér varð eldgos annað árið í röð. Þann 3. ágúst hóf að gjósa í Meradölum, stuttu frá Geldingadölum þar sem hafði gosið árið áður. Eldgosið var eins og segull fyrir ferðamenn og skemmtu ljósmyndarar og tökumenn sér konunglega þann stutta tíma sem gosið var í hámarki. Hér fyrir neðan má sjá tvær klippur úr gosinu sem tveir af tökumönnum fréttastofu, Arnar Halldórsson og Einar Árnason, tóku upp. Ef mynd segir meira en þúsund orð, hvað ætli þessi tvö myndbönd segi okkur? Klippa: Magnað drónamyndband sýnir eldgosið í allri sinni dýrð Klippa: Fyrstu myndirnar úr háloftunum af eldgosinu Og þú hélst virkilega að þú færir í gegnum þessa samantekt án þess að sjá Vilhjálm Sigurðsson, í dag betur þekktur sem Villi á Benzanum, sem var ein af hvunndagshetjum ársins þegar hann óð inn í brennandi strætisvagn við Grensásveg. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttakona tók sögulegt viðtal við hann þar sem hann lýsti atburðarásinni. Klippa: Fastagestur á Benzanum hetja gærdagsins
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira