Gaf Haaland leyfi til að vera meiddur fyrir leikinn á morgun Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 18:31 Jesse Marsch og Erling Haaland unnu saman hjá RB Salzburg. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Jesse Marsch, knattspyrnustjóri Leeds í ensku úrvalsdeildinni, gerir sér fulla grein fyrir því að sínir menn þurfi að vera á tánum til að stöðva norsku markamaskínuna Erling Haaland er liðið mætir Manchester City annað kvöld. Marsch þekkir nokkuð vel til norksa framherjans, enda var hann þjálfari RB Salzburg er liðið keypti Haaland árið 2019. Hann segir að þessi tími sem þeir unnu saman muni hjálpa honum í að stilla upp sínu liði til að stöðva framherjann. „Það mun örugglega hjálpa okkur aðeins. Það mun hjálpa honum þegar leikurinn byrjar, en það mun líka hjálpa mér,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Tíminn sem við unnum saman var frábær og ég átti mjög gott samband við Haaland.“ Haaland á líka tengingu við knattspyrnufélagið Leeds, en hann fæddist í borginni á meðan faðir hans, Alf-Inge Haaland, var leimmaður liðsins. „Erling sendi mér skilaboð þegar leikjaniðurröðunin var birt og sagði mér að þetta væri leikurinn sem hann hlakkaði mest til og ég svaraði með því að gefa honum leyfi til að vera meiddur í þessum leik,“ sagði Marsch léttur. Jesse Marsch has given Erling Haaland permission to be injured when Leeds face Man City 😂 pic.twitter.com/NRM7zhN6Ko— ESPN UK (@ESPNUK) December 23, 2022 „En hann er fæddur hérna. Pabbi hans á sína sögu með liðinu og ég held að hann haldi mikið upp á liðið vegna þess. Við gerum ráð fyrir því að hann mæti hungraður í þennan leik og það getur valdið okkur vandræðum.“ „Ég veit vel hversu góður hann er og hversu góður hann getur verið þegar hann er upp á sitt besta. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að halda honum í skefjum á morgun og ég hef verið spurður að því margoft hvernig maður gerir það.“ „Svarið við því er að þú þarft alltaf að vita hvar hann er og hvar hann vill vera. Hann hefur ótrúlega getu til að taka hlaup inn í boxið, sprettirnir upp völlinn í hröðum sóknum og það sem hann er tilbúinn að leggja á sig til að vera í kringum markið til að klára sóknir. Hann er yfirleitt ekki leikmaðurinn sem er að byrja sóknir, en hann er alltaf að hugsa um hvar hann á að vera svo hann geti bundið enda á þær,“ sagði Marsch að lokum. Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Marsch þekkir nokkuð vel til norksa framherjans, enda var hann þjálfari RB Salzburg er liðið keypti Haaland árið 2019. Hann segir að þessi tími sem þeir unnu saman muni hjálpa honum í að stilla upp sínu liði til að stöðva framherjann. „Það mun örugglega hjálpa okkur aðeins. Það mun hjálpa honum þegar leikurinn byrjar, en það mun líka hjálpa mér,“ sagði Bandaríkjamaðurinn. „Tíminn sem við unnum saman var frábær og ég átti mjög gott samband við Haaland.“ Haaland á líka tengingu við knattspyrnufélagið Leeds, en hann fæddist í borginni á meðan faðir hans, Alf-Inge Haaland, var leimmaður liðsins. „Erling sendi mér skilaboð þegar leikjaniðurröðunin var birt og sagði mér að þetta væri leikurinn sem hann hlakkaði mest til og ég svaraði með því að gefa honum leyfi til að vera meiddur í þessum leik,“ sagði Marsch léttur. Jesse Marsch has given Erling Haaland permission to be injured when Leeds face Man City 😂 pic.twitter.com/NRM7zhN6Ko— ESPN UK (@ESPNUK) December 23, 2022 „En hann er fæddur hérna. Pabbi hans á sína sögu með liðinu og ég held að hann haldi mikið upp á liðið vegna þess. Við gerum ráð fyrir því að hann mæti hungraður í þennan leik og það getur valdið okkur vandræðum.“ „Ég veit vel hversu góður hann er og hversu góður hann getur verið þegar hann er upp á sitt besta. Það er virkilega mikilvægt fyrir okkur að halda honum í skefjum á morgun og ég hef verið spurður að því margoft hvernig maður gerir það.“ „Svarið við því er að þú þarft alltaf að vita hvar hann er og hvar hann vill vera. Hann hefur ótrúlega getu til að taka hlaup inn í boxið, sprettirnir upp völlinn í hröðum sóknum og það sem hann er tilbúinn að leggja á sig til að vera í kringum markið til að klára sóknir. Hann er yfirleitt ekki leikmaðurinn sem er að byrja sóknir, en hann er alltaf að hugsa um hvar hann á að vera svo hann geti bundið enda á þær,“ sagði Marsch að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira