Alberti Klahn dæmdar 26 milljónir í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 14:13 Albert Klahn Skaftason var dæmdur í tólf mánaða fangelsi á sínum tíma. Hann var sýknaður við endurupptöku málsins löngu síðar. Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Alberti Klahn Skaftasyni, sakborningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, 26 milljónir króna í miskabætur. Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Albert krafðist 200 milljóna króna í bætur en Héraðsdómur féllst á 26 milljóna bótagreiðslu vegna frelsissviptingar og sakfellingar í tengslum við málið á sínum tíma sem reist var á gallaðri rannsókn og málsmeðferð. Ríkið þarf að greiða ellefu milljónir króna en Albert fékk greiddar 15 milljónir króna í bætur frá ríkinu árið 2019. Albert var árið 1980 dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að hafa aðstoðað við að flytja lík Guðmundar Einarsson í bifreið í Hafnarfjarðarhraun í tvígang árið 1974. Hann afplánaði rúma tvo mánuði í fangelsi áður en honum var veitt reynslulausn. Endurupptökunefnd féllst á endurupptöku máls Alberts árið 2017 og var það tekið fyrir í Hæstarétti ásamt málum fleiri karlmanna. Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið. Hæstiréttur sýknaði í september 2018 þá Sævar Marinó Cieselski, Tryggva Rúnar Leifsson, Kristján Viðar Júlíusson, Guðjón Skarphéðinsson og Albert Klahn af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974. Þeir hlutu allir misþunga dóma árið 1980 vegna málanna. Ári síðar var með nýjum lögum veitt heimild til að greiða bætur vegna sýknudómsins. Alberti voru dæmdar 15 milljónir króna í bætur. Hann fór svo sjálfur í bótamál við ríkið og féll dómur í dag. Fær hann ellefu milljónir til viðbótar frá ríkinu.
Yfirheyrslur og frelsissvipting Í samantekt í skýrslu starfshóps innanríkisráðuneytisins frá 2013 kom fram að á tímabilinu 23. desember 1975 til 19. mars 1976 hefði Albert verið yfirheyrður að minnsta kosti 26 sinnum meðan hann var vistaður í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsi. Til viðbótar hefði verið farið með hann í að minnsta kosti ellefu vettvangsferðir á þessu tímabili. Samanlögð skráð tímalengd viðtala og yfirheyrslna á þessum tíma hefði verið að lágmarki sautján klukkustundir en gera mætti ráð fyrir að heildartíminn hefði verið mun lengri því tímalengd sumra viðtala og yfirheyrsla var ekki skráð. Samanlögð skráð tímalengd vettvangsferða á þessum tíma var rúm 21 klukkustund. Albert var handtekinn og færður í Síðumúlafangelsið 23. desember 1976. Sætti hann gæsluvarðhaldi frá þeim degi og þar til hann var látinn laus 19. mars 1976 eða samtals 88 daga, í óslitinni einangrunarvist. Þá sat hann inni í 63 daga í kjölfar dómsins. Samanlagt var hann frelsissviptur í 151 dag í tengslum við málið.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira