Blaðamenn gera skammtímasamning Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 17:56 Farið var vel yfir kjarasamninginn fyrir undirritun. Blaðamannafélag Íslands/AA Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. Í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins segir að samningurinn sé afturvirkur til 1. nóvember síðastliðins og feli í sér hliðstæðar hækkanir launataxta og samið hafði verið um við stóru stéttarfélögin á síðustu vikum, VR, iðnaðarmenn og SGS. Samningurinn verði kynntur strax eftir helgi á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir. Það eru Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn. Í kjölfarið verði samningarnir bornir undir atkvæði hjá félagsfólki BÍ. Þá var einnig samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem eru félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Ekki kjaraleiðréttingin sem farið var fram á „Þetta er ekki sú kjaraleiðrétting sem við höfðum farið fram á, en vegna aðstæðna töldum við rétt að framlengja núgildandi samninga í samræmi við það sem önnur félög hafa gert,“ er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni BÍ, í tilkynningu. Þá segir að samið verði um önnur atriði í upprunalegri kröfugerð BÍ á gildistíma skammtímasamningsins og tímasett áætlun um þær viðræður sé hluti af samningunum sem ritað var undir í dag. Nú þegar hafi verið boðað til fyrsta sameiginlega vinnufundar samningsaðila til að hrinda þeirri viðræðuáætlun i framkvæmd. „Við munum leggja áherslu á að áhersluatriði okkar í kröfugerðinni sem lögð var fram, munu nást fram í nýjum viðræðum sem hafa langtímsamning að markmiði. Þar er meðal annars ætlunin að endurskoða kjarasamninginn frá grunni. Þær viðræður hefjast strax í lok janúar,“ er haft eftir Sigríði Dögg. Að lokum segir að BÍ muni í framhaldinu hefja viðræður við alla þá miðla sem standa utan SA og samið er við sérstaklega. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins segir að samningurinn sé afturvirkur til 1. nóvember síðastliðins og feli í sér hliðstæðar hækkanir launataxta og samið hafði verið um við stóru stéttarfélögin á síðustu vikum, VR, iðnaðarmenn og SGS. Samningurinn verði kynntur strax eftir helgi á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir. Það eru Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn. Í kjölfarið verði samningarnir bornir undir atkvæði hjá félagsfólki BÍ. Þá var einnig samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem eru félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Ekki kjaraleiðréttingin sem farið var fram á „Þetta er ekki sú kjaraleiðrétting sem við höfðum farið fram á, en vegna aðstæðna töldum við rétt að framlengja núgildandi samninga í samræmi við það sem önnur félög hafa gert,“ er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni BÍ, í tilkynningu. Þá segir að samið verði um önnur atriði í upprunalegri kröfugerð BÍ á gildistíma skammtímasamningsins og tímasett áætlun um þær viðræður sé hluti af samningunum sem ritað var undir í dag. Nú þegar hafi verið boðað til fyrsta sameiginlega vinnufundar samningsaðila til að hrinda þeirri viðræðuáætlun i framkvæmd. „Við munum leggja áherslu á að áhersluatriði okkar í kröfugerðinni sem lögð var fram, munu nást fram í nýjum viðræðum sem hafa langtímsamning að markmiði. Þar er meðal annars ætlunin að endurskoða kjarasamninginn frá grunni. Þær viðræður hefjast strax í lok janúar,“ er haft eftir Sigríði Dögg. Að lokum segir að BÍ muni í framhaldinu hefja viðræður við alla þá miðla sem standa utan SA og samið er við sérstaklega.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira